Færsluflokkur: Dægurmál
24.5.2007 | 17:41
Samgöngur.
Sælir Bloggarar.
Jæja þá er ég búinn að uppfæra bloggsíðuna mína og vonandi líkar ykkur hún.
Í dag ætla ég að tala aðeins um Samgöngumál, þó svo aðalmálið í dag sé að fylgjast með þegar hinir nýju Ráðherrar taka við lyklavöldunum af fv. ráðherrum.
Ég vil enn og aftur óska Kristjáni L Möller til hamingju með Samgönguráðuneytið.
Það er margt sem bíður hans.
Ég ætla að fara aðeins yfir vegargerð sem er í gangi og/eða er áætlað að verði á næstunni. (eða því sem ég hef áhuga á).
Fyrst hérna á höfuðborgarsvæðinu, þá er í gangi að ég held að tvöfalda Reykjanesbrautina milli Kópavogs og Hafnarfjarðar. Það hefur farið lítið fyrir þessari framkvæmd í fjölmiðlum, en er engu að síðu mikilvæg hérna á höfuðborgarsvæðinu.
Þetta er partur af heildarverkinu að tvöfalda Reykjanesbrautina alla leið til Keflavíkur. Það verk er nú langt komið og stutt í að það klárist.
Ein stærsta verkefni höfuðborgarsvæðisins er að leggja Sundabrautina.
Hún hefur verið lengi í umræðunni og nokkrar leiðir verið ræddar.
Fyrst var talað um leið 3 sem var innst í voginum og mælti vegagerðin með þeirri leið. Borgin var þó á móti henni og vildi kanna aðrar leiðir.
Nú er aðallega verið að ræða að gera göng undir Elliðavoginn yfir í Grafarvoginn sem fyrsta áfanga á leið upp á Kjalarnesið.
Mér lýst vel á þetta, en er orðinn svolítið órólegur hvað þetta verkefni hefur dregist, en vonandi verður byrjað á Sundabrautinni á þessu kjörtímabili.
Annað stórt mál hérna í Reykjavík er mislæg gatnamót milli Kringlumýrabraut og Miklubraut.
Þar hafa komið ýmsir tillögur upp á borðið. Sú nýjasta er að gera þetta í samhengi við að setja miklubrautina í stokk frá Lönguhlíð að kringlunni.
Þetta er risvaxið verkefni, en vonandi verður það ekki til að seinka þessu.
En það er ekki hægt að tala um Samgöngur hérna á höfuðborgarsvæðinu, án þess að tala aðeins um almennissamgöngur.
Það er alveg til skammar hvernig komið er fyrir Strætó.
Nú á að draga enn saman og breyta strætó kerfinu og verður aðeins keyrt á hálftíma fresti í sumar og mér heyrist að sumar leiðir verði svoleiðis framvegis.
Það sem þarf að gera er að Ríki og Borg komi þarna saman og styrki almennissamgöngur hérna með ríkulega fjárframlögum til mótvægis einkabílinn.
T.d. gæti svokallaðir mengunarskattar á bíla farið í að styrkja strætó.
Þar sem við höfum ekki lestir eða raftengda vagna (eru vagnar sem eru tengdir raflínur í loft og eru notaðir víða erlendis) sem fara um bæinn, þá þarf að styrkja Strætó til að hann geti sinnt sínu hlutverki.
Læt þetta nægja um almennissamgöngur.
Aðeins meira um Samgöngur.
2 önnur verkefni þarf að fara í sem fyrst hérna á höfuðborgarsvæðinu, en það er að tvöfalda Suðurlandsveginn til Selfoss og Vesturlandsveginn að Hvalfjarðarganga.
Ennfremur þarf að tvöfalda þau göng og býst ég við að Spölur sjái um þá aðgerð.
Hlakka ég til að sjá hvernig Kristján L Möller tekur á þessum málum.
Ég mun svo flytja annan pistill um samgöngur út á landi og er þar af mörgu að taka.
Endilega ef þið hafið skoðun á þessum málum, þá skrifið í athugsemdir.
Kveðja,
Hörður.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2007 | 02:04
Dægurmál.
Heil og sæl blokkarar.
Jæja var að vinna til miðnættis, svo ég hef ekkert bloggað í gær 23 maí.
Fylgist þó með stjórmálunum, en ætla ekkert að tala neitt sérstaklega um þau hérna.
Er að fylgjast með úrslitunum í America Idol.
Sá meirihlutann af leiknum milli AC Milan og Liverpool.
Það er nefnilega sjónvarp í vinnunni.
Þar sem ég hef mikinn áhuga á kvikmyndum, þá hlakka ég til að sjá Pirates of the Caribbean - At World's End.
Hef þegar séð Spiderman 3 og hún ágæt.
Ég reyni að fara 2-3 í mánuði í bíó og svo horfi ég líka á DVD myndir heima hjá mér.
Læt þetta nægja í kvöld.
Kveðja, Hörður.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.5.2007 | 01:59
Glæsileg Ríkisstjórn!
Heilir og sælir félagar.
Nú er vitað hverjir verða Ráðherrar í hinni nýju Ríkisstjórn.
Ég ætla ekki mikið að ræða um ráðherraval Sjálfstæðisflokksins, (hefði mátt verða meiri breytingar), en ætla að ræða meira um Ráðherraval Samfylkingarinnar.
Allt er þetta hið glæsilegasta fólk og er ég einna ánægðastur með að sjá Jóhönnu sem Félagsmálaráðherra.
Þar er ég innilega sammála Bloggvini mínum Emil.
Það verður gaman að fylgjast með henni sem ráðherra.
Ég er viss um að hún á eftir að taka til hendinni í Tryggingamálum fyrir öryrja og aldraða og laga þessa arfavitlausu tekjutengingu.
Össur sem Iðnaðarráðherra:
Þetta verður afar erfitt ráðuneyti, en ég er viss um að Össur mun ráða við það.
Hann ætlar að sætta þá sem halda með náttúruvernd og þeirra sem aðhyllast stóriðju.
Það verður erfitt, en hann ætlar að stíga varlega til jarðar (eins og hann orðaði það) og er ég viss um að hann hefur náttúruvernd að sjónarmiði, þegar hann þarf að taka ákvarðanir.
Ingibjörg sem Utanríkisráðherra:
Að sjálfsögðu tekur hún við þessu ráðuneyti, sem er talið vera annað af mikilvægustu ráðuneytunum.
Hún mun plumma sig vel þarna.
Kristján Möller sem Samgönguráðherra:
Það verður mjög athyglisvert að fylgjast með honum.
Þetta er einnig sá málaflokkur sem ég sjálfur hef mestan áhuga á.
Björgvin sem Viðskiptaráðherra:
Það kom svolítið á óvart að það var ákveðið að slíta í sundur Iðnaðar- og Viðskiptaráðuneytið.
Nú verður lagt meiri áhersla á það.
Ég er viss um að hann muni koma vel út.
Ég var að vísu ekki búinn að spá honum Ráðherrasæti, (hélt að Ágúst Ólafur yrði ráðherra, en hann verður formaður þingflokksins), en ég óska honum velfarnaðar.
Þórunn sem Umhverfisráðherra:
Þetta var fyrirsjáanlegt og óska ég henni til hamingju með nýja starfið.
Að síðustu vil ég óska öllum hinum nýju Ráðherrum til hamingju með starfið.
Ég er afar ánægður og bíð spenntur að sjá hina nýju stjórn að störfum.
Kveðja, Hörður.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.5.2007 | 13:22
Ný Ríkisstjórn.
Jæja nú er ég kominn af stað með Bloggin mín.
Reyndar gekk þetta hálf brösuglega í byrjun, þar sem ég var ekki að nota Internet Exploret.
Eftir nokkrar tilraunir til að vista mitt fyrsta blogg þá fattaði ég að fara á IE7.
Þá gekk allt að óskum.
Jæja en að allt öðru. Nú virðist sem þessi nýja Stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sé að fæðast og er ég mjög ánægður með það.
Spennandi verður að fylgjast með því í kvöld hverjir verða valdir sem nýjir Ráðherrar.
Ég verð að vísu að vinna (vinn hjá Olís), en það er sjónvarpsskjár í vinnunni, þannig að maður getur fylgst með öðru auganu á meðan maður afgreiðir kúnnana.
Læt þetta nægja í bili.
Hlakka til að fara að skrifa um samgöngumál og skipulagsmál t.d. áhuga minn fyrir háhýsum hérna á höfuðborgarsvæðinu.
Kveðja, Hörður.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.5.2007 | 03:54
Mitt fyrsta Blogg!
Heilir og sælir bloggvinir.
Þetta er mitt fyrsta blogg hérna.
Ég mun skrifa um allskonar Dægurmál sem upp koma.
Aðallega mun ég þó hafa áhuga á Stjórnmálum, samgöngu- og skipulagsmálum, kvikmyndum og einnig íþróttum.
Ég ætla ekki að hafa mitt fyrsta blogg mjög langt, en aðeins tæpa á nokkrum atriðum.
Ég er mjög spenntur að vita hvernig hin nýja stjórn verður (vonandi)skipuð.
Ég tel þetta vera besta kostinn, þar sem vinstri öflin komust ekki til valda.
Nú þeir Ráðherrar sem ég tel vera örruggir eru:
Samfylking:
Ingibjörg - Össur - Jóhanna.
Þeir sem verða nokkuð öruggir að mínu mati:
Ágúst Ólafur - Kristján Möller og Katrín Júl eða Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Sjálfstæðisflokkurinn:
Geir - Þorgerður Katrín - Árni Matt.
Nokkuð öruggir að mínu mati:
Guðlaugur Þór - Bjarni Ben - Sturla (Kristján eða Björn Bjarna).
Þó held ég að það væri snjallt af Geir að setja Björn sem Forseta alþingis.
Jæja held að þetta sé nóg í bili.
Mörg málefni bíða hjá mér að ræða um eins og samgöngumál og skipulagsmál hérna á höfuðborgarsvæðinu.
Smá um mig.
Ég held með Arsenal, líkar vel við Samfylkinguna og uppáhaldsmyndirnar mínar eru Lord of the Rings.
Bless í bili.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Maí 2008
- Apríl 2008
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
- agustolafur
- astar
- dofri
- gattin
- gudbjorng
- gummisteingrims
- heiddal
- helgi-sigmunds
- hlf
- holmfridurpetursdottir
- hrannarb
- jensgud
- johanneshlatur
- joningic
- jonsnae
- kjarri
- kristjanmoller
- lara
- ollana
- possi
- prakkarinn
- presleifur
- rabelai
- reykur
- stingi
- thorarinneyfjord
- vga
- skagstrendingur
- blaskjar
- hallgrimurgisla
- harhar33
- snjolfur
- stjornuskodun
- meyerinn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar