Leita í fréttum mbl.is

Mitt fyrsta Blogg!

Heilir og sælir bloggvinir.

Þetta er mitt fyrsta blogg hérna.
Ég mun skrifa um allskonar Dægurmál sem upp koma.
Aðallega mun ég þó hafa áhuga á Stjórnmálum, samgöngu- og skipulagsmálum, kvikmyndum og einnig íþróttum.

Ég ætla ekki að hafa mitt fyrsta blogg mjög langt, en aðeins tæpa á nokkrum atriðum.

Ég er mjög spenntur að vita hvernig hin nýja stjórn verður (vonandi)skipuð.
Ég tel þetta vera besta kostinn, þar sem vinstri öflin komust ekki til valda.

Nú þeir Ráðherrar sem ég tel vera örruggir eru:
Samfylking:
Ingibjörg - Össur - Jóhanna.
Þeir sem verða nokkuð öruggir að mínu mati:
Ágúst Ólafur - Kristján Möller og Katrín Júl eða Þórunn Sveinbjarnardóttir.

Sjálfstæðisflokkurinn:
Geir - Þorgerður Katrín - Árni Matt.
Nokkuð öruggir að mínu mati:
Guðlaugur Þór - Bjarni Ben - Sturla (Kristján eða Björn Bjarna).
Þó held ég að það væri snjallt af Geir að setja Björn sem Forseta alþingis.

Jæja held að þetta sé nóg í bili.
Mörg málefni bíða hjá mér að ræða um eins og samgöngumál og skipulagsmál hérna á höfuðborgarsvæðinu.

Smá um mig.
Ég held með Arsenal, líkar vel við Samfylkinguna og uppáhaldsmyndirnar mínar eru Lord of the Rings.

Bless í bili.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Jónasson

Þakka þér fyrir Emil.

Þetta virðist vera spennandi kostur til að koma fram sínum áhugamálum.

Kveðja

Hörður

Hörður Jónasson, 22.5.2007 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Jónasson
Hörður Jónasson

Höfundur býr í Reykjavík.

Áhugamál höfundar er t.d. ýmis dægurmál s.s. stjórnmál, íþróttir, samgöngumál og kvikmyndir.  Höfundur heldur með Arsenal.

Netfang: hordurj@simnet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 798

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband