Leita í fréttum mbl.is

Frábært mark hjá Zlatan!

Sælir Bloggarar.

Það er rétt hjá Aresene Wenger knattspyrnustjóra Arsenal að það þurfi framúrskarandi íþróttamenn (fótboltamenn) til að geta skora mörk á borð við hið ótrúlega mark sem Svíinn Zlatan Ibrahimovic skoraði gegn Englandi sl. Miðvikudag.

Svona mark kemur aðeins á nokkra ára fresti og jafnvel aðeins á 10 ára fresti. Þetta var ótrulegt mark.

Kveðja, Hörður.


mbl.is Wenger: Mark Zlatans ekki fyrir meðalmanninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Sjálfstæðisflokkurinn hægri öfgaflokkur?

Góðann kveldið bloggarar.

Mál dagsins í dag er það hvort Sjálfstæðisflokkurinn sé hægri öfgaflokkur og/eða kannski hin nýja tehreyfing Íslands.

Ef maður skoðar skoðanir hans síðustu ár, kemur berlega í ljós að hann er með eitt mál aðallega á heilanum en það er hið svokallaða Sægreifa mál.

Það má kannski kalla það hið Íslenska tehreyfing að standa og falla með sægreifunum. Þeir vilja að LÍÚ stjórni öllu hér á landi. Þessi stóri flokkur að vera svona eins máls flokkur ætti í flestum tilfellum að vera lítill flokkur, en ég veit ekki hvað fólk sér við hann.

Eins og flestir vita þá hugsa sægreifarnir aðeins um sjálfa sig, eins og sést best um málið í Vestmannaeyjum, þar sem þeir geta ef þeim sýnist svo farið bara burt með kvótann og skilið bæjarfélagið eftir tómt. Að vísu sagði Bærjarstjórinn að þetta væri lítið mál, en þeir ætluðu samt að fara með þetta í dómsmál.

Margt af því sem ég hef sagt um Sjálfstæðisflokkinn hér er sagt í kaldhæðni, en þó tók ég eftir því í fréttum að Þorgerður Katrín hefur áhyggjur af því að flokkurinn verði eins og tehreyfingin í Bandarríkunum. Þetta kemur allt í ljós í forkosningum fyrir alþingiskosningar næsta vor. Vonandi verða þar við völd fólk sem er meira inn á miðjuna, en mér er þó nokkuð sama, þar sem ég mun ekki kjósa Sjálfstæðisflokkinn.

kv. Hörður.


mbl.is Segir Sjálfstæðisflokkinn hægriöfgaflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Furðuleg forgangsröðun hjá Útlendingastofnun.

Sælir bloggarar.

Ég hef verið að fylgjast með fréttum frá Útlendingstofnun eða réttara sagt hvernig hún meðhöndlar mál og þær furðuleg forgangsröðunin er hjá henni.

t.d. gerir hún allt sem hún getur til að halda í þá hælisleitendur sem ítrekar vill burt frá okkar landi, með því að laumast um borð í skip og líka komumst um borð í flugvél. Þessir aðilar eru að brjóta lög og nú síðast í kvöld á Stöð 2, sögðust þeir mundu gera þetta aftur ef þeir gætu, á meðan allt er reynt að flæma erlendar stúlkur t.d. frá Filippseyjum, sem eiga hér móðir, systur og fósturpabba, en enga ættingja eftir á lífi utan afa sem er kominn á elliheimili. Já, það er öllum brögðum breytt til að reka þessa stúlku burt, þó vitað væri að hún myndi enda á götunni bara 18 ára gömul.

Hver man ekki eftir afburðanemanda fyrir 1-2 árum síðan í Keflavík, (hún var frá Nepal) að mig minnir sem átti að reka frá Íslandi. Hún átti að giftast manni þar sem hún þekkti ekkert til. Það mál bjargaðist þó á endanum og hún fékk að vera hér áfram.

Nei, forgangsröðunin hjá Útlendingastofnun er svolítil skrítin. Mér finnst að þessir 2 flóttamenn frá Alsír sem endilega vilja komast burt frá okkur að það ætti að senda þá beint til Alsír aftur.

kv. Hörður.


Hinn mikli bjargvættur þjóðarinnar ÓRG. Spurningin er, hverju ætlar hann að bjarga?

Sælir bloggarar.

Nú er síðasti dagur að kvöldi kominn fyrir kosningar og tími til að staldra við og hugleiða Forsetakosningarnar.

Samkvæmt öllum skoðanakönnunum, þá virðist ÓRG ætla að sigra og verða þá á valdastóli í 20 ár.

Oft hefur verið rætt um að hann sé hinn mikli og dýrlegi bjargvættur þjóðarinnar það sé svo mikil óvissa um framtíðina og ala ótta um að hún sé slæm og að hann einn geti bjargað okkur úr háskanum.

Þá verður maður að velta fyrir sig, hverju ætlar hann að bjarga núna? Ekki getur hann bjargað okkur aftur frá Icesave sem margir sérfræðingar telja að við töpum því máli fyrir EFTA dómstólinum.

Ætlar hann að bjarga okkur frá núverandi stjórnvöldum, þeim Jóhönnu og Steingrími? Held ekki. Minni á að það verða kosningar eftir nokkra mánuði eða í síðasta lagi í mai á næsta ári.

Ætlar hann að bjarga okkur inngöngu okkar í ESB? Margir Íslendingar halda það. Alla vega þeir sem ætla að kjósa ÓRG. Í sambandi við ESB umræðuna: Við erum núna í aðildarviðræðum við ESB og erum ekki einu sinni hálnuð með þær t.d. er alveg eftir að ræða Landbúnaðar og Sjávarútvegsmálin og þessum umræðum líkur ekki fyrir næstu kosningar, sem eins og ég sagði að væru á næsta ári.

Og þá hvað á hann að gera? Stoppa viðræðurnar núna? Má ég benda á að ef og þegar þeim líkur, þá verða þær settar í þjóðaratkvæðagreiðslu eins gert er í öllum þeim ríkjum sem óska hafa eftir inngöngu í ESB. Þar með þarf ÓRG ekki að setja þær í þjóðaratkvæðagreiðslu. En þetta þarf ekki að kjósa um núna. Þingkosnignarnar á næsta ári eru réttur grundvöllur til að ræða það.

Á þá ÓRG að bjarga okkur frá því við þjóðin fá réttlátan skerf af auðlindum sjávarins með því að senda veiðigjöldin í þjóðaratkvæðagreiðslu? Bjarga þannig LÍÚ frá því að grenja meira fyrir framan sjónvarpið eins og þeir eru vanir að gera.

Nei kæru vinir, nú er tími til breytingar og kjark og þor til að breyta. Ný kynslóð með unga og menntað konu sem talar 6 tungumál og hefur ferðast vítt og breytt um heiminn og tekið viðtal við Dala Lama t.d.

Þetta er Þóra Arnórsdóttir!!! Kjósum rétt á morgun. Áfram Þóra!!!

kv. Hörður.


Þórudagurinn var í dag. Mikil stemming í Iðnó.

Sælir bloggarar.

Jæja þá er maður búinn að vera í dag í Iðnó á Þórudaginn. Mikil stemming var á staðnum. Ég fékk mér kaffi og vöfflur með sultu og rjóma. Síðan hlustaði ég á marga tónlistamenn stíga á svið og syngja og einnig voru fluttar góðar og kjarnmiklar ræður og var mikið klappað.

Svo þegar Þóra birtist í húsinu og flutti sína ræðu, þá ætlaði þakið að rifna af svo mikið var klappað. Enda ekki hægt annað, þar sem ung og glæsileg kona þar á ferð.

Maður er bara allur endurnærður eftir daginn og vona ég að fleiri séu eins innanbrjóst. Hún mun sóma sér vel sem forseti Íslands.

kv. Hörður.


ESB málið.

Sælir bloggarar.

Ég vil koma því fram hér á blogginu mínu að skrif mín um að gera hlé á viðræðunum á inngöngu okkar í ESB er rangt eða alla vega hef ég breytt minni skoðun frá 15 apríl. Ég viðurkenni að ég lét Sjálfstæðisflokkinn plata mig með ummælum um að nú sé best að gera hlé á viðræðum og jafnvel halda þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort við ættum að halda viðræunum áfram.

Bjarni Ben talaði um það í fjölmiðlum að það ætti að gera hlé, vegna þess að ekki væri búið að semja um makrílinn og að ESB hefði blandað sér í Icesave deiluna.

Nú sé ég að allt gengur snurðulaust í viðræunum og ekkert hefur meira frést af Icesave.

Ég mun aldrei aftur láta Sjálfstæðisflokkinn blekkja mig aftur og mun aldrei kjósa hann, enda vil ég ekki fá hrun flokkinn yfir mig aftur.

Ástæðan fyrir því að ég segi að við ættum að halda áfram með viðræðurnar eru þær að þær ganga vel núna, en svo breytir það ekki nokkru máli hvort við hættum núna eða ekki, því kosningar verða eftir tæpt ár og þá verður þetta mál kosningamál og aðildarviðræðurnar verða hvergi nærri lokið, svo það skiptir ekki máli.

Þeir sem eru á móti geta þess vegna andað léttara, alla vega þangað til kosningarnar koma. Því miður eru skoðanakannarnar þannig að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn gætu mynda stjórn og þá væri komið sama mynstur og var á flottræfilstímanum þegar hinir ríku urðu ríkari og hinir fátæku urður fátækari, sem endaði svo með brotlendingu bankakerfisins. Þetta var Frjálshyggju stefnan í allri sinni dýrð og ég vona að hún komi ekki aftur.

Ég vildi endilega leiðrétta þetta að ég er stuðningsmaður þess að halda áfram viðræunum og sjá hvað kemur úr þeim og það fer svo í þjóðaratkvæðagreiðslu. Eins er ég stuðningsmaður þess að taka upp Evru eða jafnvel Dollara, því krónan okkar er ónýtur gjaldeyrir.

Þetta vildi ég koma til skila.

kv. Hörður.


Dagur 5. Af hverju ég ætla að kjósa Þóru sem forseta Íslands.

Sælir bloggarar.

Í dag held ég áfram að koma með staðreyndir um það af hverju ég ætla að kjósa Þóru sem forseta Íslands.

Ég ætla að kjósa þóru því hún er hugrökk og mun óhrædd taka á erfiðum málum sem forseti Íslands.

Ég ætla að kjósa Þóru því hún færir okkur þá jákvæðni og bjartsýni sem hefur svo sárlega skort í þjóðfélagsumræðuna.

Þetta var comment dagsins.

kv. Hörður.




Dagur 4. Af hverju ég ætla að kjósa Þóru.

Sælir bloggarar.

Í dag ætla ég tala um af hverju ég ætla að kjósa Þóru vegna Umhverfismála.

1. Ég ætla að kjósa Þóru af því hún er búin að flokka allt rusl í 20 ár og notar lífræna heimilisúrganginn sinn sem áburð í sínum eigin grænmetisgarði.

Einnig hefur hún ferðast um allan heim.

2. Ég ætla að kjósa Þóru af því hún fór alla leið til Indlands til að taka viðtal við Dalai Lama.

Og sem sjónvarpskona:

3. Ætla ég að kjósa Þóru af því hún hefur staðist munnlegt próf á hverju kvöldi í Kastljósinu.

Kem svo aftur á morgun með fleiri þætti af hverju ég ætla að kjósa Þóru.

kv. Hörður.






Dagur 3. Af hverju ég ætla að kjósa Þóru.

Sælir bloggarar.

Nú styttist í forsetakosningarnar og ég ætla að kjósa Þóru Arnórsdóttur.

Við þurfum hér á kynslóðaskiptum að halda, við þurfum að horfa fram á veginn, framtíðin á að vera björt hjá okkur Íslendingum, alla vega trúi ég á það. Við verðum að láta fortíðina vera fyrir aftan okkur og hugsa um framtíðina. Ég tel að Icesave umræðan hafi verið góð á sínum tíma, en við megum ekki festast í fortíðinni og 16 ár hjá núverandi forseta er orðin gott og hann á að stíga til hliðar og getum við þá þakkað honum þjónustu við okkur Íslendinga þessi ár sem hann hefur verið Forseti, nú enginn er ómissandi og nýtt fólk á skilið að komast að.

Ég tel að nú sé uppruninn tími fyrir Þóru Arnórsdóttur til að láta ljós sitt skína og hlakka ég til að kynnast henni sem forseta, ef hún nær kjöri.

Kveðja, Hörður


Dagur 2. Af hverju ég ætla að kjósa Þóru.

Sælir Bloggarar.

Þetta er comment dagsins. 

Ég ætla að kjósa Þóru því hún er þaulreynd í samskiptum
og hefur átt í samskiptum við leiðtoga landa, hagsmunahópa og fólkið í landinu undanfarin ár.
Ég ætla að kjósa Þóru því hún er heilsteypt manneskja sem
hefur sterka réttlætiskennd


Næsta síða »

Höfundur

Hörður Jónasson
Hörður Jónasson

Höfundur býr í Reykjavík.

Áhugamál höfundar er t.d. ýmis dægurmál s.s. stjórnmál, íþróttir, samgöngumál og kvikmyndir.  Höfundur heldur með Arsenal.

Netfang: hordurj@simnet.is

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband