Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Spaugilegt

Mús truflaði flugsamgöngur í Stokkhólmi.

Sælir bloggarar.

Ég sé að talsverð umræða hefur verið um hvort Glerhjúpur Hörpunnar hafi sést vel eða ekki.

Nú kemur ný frétt sem ég sá á Rúv.is sem vakti athygli mína. Þar er sagt frá mús sem sást í farþegarými flugvélar sem átti að fara frá Stokkhólmi til Bandarríkjanna. Farþegar þurftu að fara frá borði og seinkaði flugi á meðan reynt var að ná í músina. Margar músagildrur voru settar en án árangurs, músin slapp. Var þá ekki allt í lagi að bjóða henni bara flug til Bandarríkjanna svo að ekki komi til seinkunnar á flugi? Ég bara spyr? Kannski eru einhverjir hræddir við mýs, veit ekki. Alla vega hrósar hún sigri og spurning hvar hún kemur næst fram. Kannski sést hún næst í flugvélum frá Icelandic þ.e.a.s. ef hún langar að koma til Íslands.

kv. Hörður.


Api gengur laus í Danmörku.

Sælir Bloggarar og Gleðilega Páska.

Ég rakst á þessa frétt á netinu að það gangi api laus í Danmörku.

Hann er um 1 metri að hæð og 45 kg. Hann er sterkur svo fólk ætti að hafa varan á. Við Íslendingar ættum að ná honum og ættleiða hann og hafa hann í Húsdýragarðinum til sýnis. Eitt enn, þeir sem ætla að góma hann ættu að skoða trailerinn af nýju myndinni af Apaplánetunni (Rise of the Planet of the Apes) sem verður sýnd í ágúst nk. Í þeirri mynd eru gerðar tilraunir til að gera apa vitra, en sú tilraun fer eitthvað úrskeiðis, svo aparnir taka yfir og stjórna okkur mannfólkinu.

Kv. Hörður.


mbl.is Api gengur laus í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bikiniganga til góðs.

Sælir bloggarar.

Rakst á þessa skondna frétt. Það var bikiniganga í Suður Afríku í baráttu gegn brjóstakrabbameini og var markmiðið að setja heimsmet í því að flestar konur gengu saman. Það tókst, 287 konur gengu til góðs, en gamla metið var 281 kona. Mikið vildi ég að ég væri þarna, því þarna voru margar föngulegar konur. ha,ha.

Kveðja, Hörður.


mbl.is Bíkiniganga í Suður-Afríku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Hörður Jónasson
Hörður Jónasson

Höfundur býr í Reykjavík.

Áhugamál höfundar er t.d. ýmis dægurmál s.s. stjórnmál, íþróttir, samgöngumál og kvikmyndir.  Höfundur heldur með Arsenal.

Netfang: hordurj@simnet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband