Leita í fréttum mbl.is

ESB málið.

Sælir bloggarar.

Ég vil koma því fram hér á blogginu mínu að skrif mín um að gera hlé á viðræðunum á inngöngu okkar í ESB er rangt eða alla vega hef ég breytt minni skoðun frá 15 apríl. Ég viðurkenni að ég lét Sjálfstæðisflokkinn plata mig með ummælum um að nú sé best að gera hlé á viðræðum og jafnvel halda þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort við ættum að halda viðræunum áfram.

Bjarni Ben talaði um það í fjölmiðlum að það ætti að gera hlé, vegna þess að ekki væri búið að semja um makrílinn og að ESB hefði blandað sér í Icesave deiluna.

Nú sé ég að allt gengur snurðulaust í viðræunum og ekkert hefur meira frést af Icesave.

Ég mun aldrei aftur láta Sjálfstæðisflokkinn blekkja mig aftur og mun aldrei kjósa hann, enda vil ég ekki fá hrun flokkinn yfir mig aftur.

Ástæðan fyrir því að ég segi að við ættum að halda áfram með viðræðurnar eru þær að þær ganga vel núna, en svo breytir það ekki nokkru máli hvort við hættum núna eða ekki, því kosningar verða eftir tæpt ár og þá verður þetta mál kosningamál og aðildarviðræðurnar verða hvergi nærri lokið, svo það skiptir ekki máli.

Þeir sem eru á móti geta þess vegna andað léttara, alla vega þangað til kosningarnar koma. Því miður eru skoðanakannarnar þannig að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn gætu mynda stjórn og þá væri komið sama mynstur og var á flottræfilstímanum þegar hinir ríku urðu ríkari og hinir fátæku urður fátækari, sem endaði svo með brotlendingu bankakerfisins. Þetta var Frjálshyggju stefnan í allri sinni dýrð og ég vona að hún komi ekki aftur.

Ég vildi endilega leiðrétta þetta að ég er stuðningsmaður þess að halda áfram viðræunum og sjá hvað kemur úr þeim og það fer svo í þjóðaratkvæðagreiðslu. Eins er ég stuðningsmaður þess að taka upp Evru eða jafnvel Dollara, því krónan okkar er ónýtur gjaldeyrir.

Þetta vildi ég koma til skila.

kv. Hörður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Jónasson
Hörður Jónasson

Höfundur býr í Reykjavík.

Áhugamál höfundar er t.d. ýmis dægurmál s.s. stjórnmál, íþróttir, samgöngumál og kvikmyndir.  Höfundur heldur með Arsenal.

Netfang: hordurj@simnet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband