Leita í fréttum mbl.is

Samgöngur.

Sælir Bloggarar.

Jæja þá er ég búinn að uppfæra bloggsíðuna mína og vonandi líkar ykkur hún.

Í dag ætla ég að tala aðeins um Samgöngumál, þó svo aðalmálið í dag sé að fylgjast með þegar hinir nýju Ráðherrar taka við lyklavöldunum af fv. ráðherrum.

Ég vil enn og aftur óska Kristjáni L Möller til hamingju með Samgönguráðuneytið.

Það er margt sem bíður hans.

Ég ætla að fara aðeins yfir vegargerð sem er í gangi og/eða er áætlað að verði á næstunni. (eða því sem ég hef áhuga á).

Fyrst hérna á höfuðborgarsvæðinu, þá er í gangi að ég held að tvöfalda Reykjanesbrautina milli Kópavogs og Hafnarfjarðar. Það hefur farið lítið fyrir þessari framkvæmd í fjölmiðlum, en er engu að síðu mikilvæg hérna á höfuðborgarsvæðinu.

Þetta er partur af heildarverkinu að tvöfalda Reykjanesbrautina alla leið til Keflavíkur. Það verk er nú langt komið og stutt í að það klárist.

Ein stærsta verkefni höfuðborgarsvæðisins er að leggja Sundabrautina.

Hún hefur verið lengi í umræðunni og nokkrar leiðir verið ræddar.

Fyrst var talað um leið 3 sem var innst í voginum og mælti vegagerðin með þeirri leið. Borgin var þó á móti henni og vildi kanna aðrar leiðir.

Nú er aðallega verið að ræða að gera göng undir Elliðavoginn yfir í Grafarvoginn sem fyrsta áfanga á leið upp á Kjalarnesið.

Mér lýst vel á þetta, en er orðinn svolítið órólegur hvað þetta verkefni hefur dregist, en vonandi verður byrjað á Sundabrautinni á þessu kjörtímabili.

Annað stórt mál hérna í Reykjavík er mislæg gatnamót milli Kringlumýrabraut og Miklubraut.

Þar hafa komið ýmsir tillögur upp á borðið. Sú nýjasta er að gera þetta í samhengi við að setja miklubrautina í stokk frá Lönguhlíð að kringlunni.

Þetta er risvaxið verkefni, en vonandi verður það ekki til að seinka þessu.

En það er ekki hægt að tala um Samgöngur hérna á höfuðborgarsvæðinu, án þess að tala aðeins um almennissamgöngur.

Það er alveg til skammar hvernig komið er fyrir Strætó.

Nú á að draga enn saman og breyta strætó kerfinu og verður aðeins keyrt á hálftíma fresti í sumar og mér heyrist að sumar leiðir verði svoleiðis framvegis.

Það sem þarf að gera er að Ríki og Borg komi þarna saman og styrki almennissamgöngur hérna með ríkulega fjárframlögum til mótvægis einkabílinn.

T.d. gæti svokallaðir mengunarskattar á bíla farið í að styrkja strætó.

Þar sem við höfum ekki lestir eða raftengda vagna (eru vagnar sem eru tengdir raflínur í loft og eru notaðir víða erlendis) sem fara um bæinn, þá þarf að styrkja Strætó til að hann geti sinnt sínu hlutverki.

Læt þetta nægja um almennissamgöngur.

Aðeins meira um Samgöngur.

2 önnur verkefni þarf að fara í sem fyrst hérna á höfuðborgarsvæðinu, en það er að tvöfalda Suðurlandsveginn til Selfoss og Vesturlandsveginn að Hvalfjarðarganga.

Ennfremur þarf að tvöfalda þau göng og býst ég við að Spölur sjái um þá aðgerð.

Hlakka ég til að sjá hvernig Kristján L Möller tekur á þessum málum.

Ég mun svo flytja annan pistill um samgöngur út á landi og er þar af mörgu að taka.

Endilega ef þið hafið skoðun á þessum málum, þá skrifið í athugsemdir.

Kveðja,

Hörður.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Jónasson
Hörður Jónasson

Höfundur býr í Reykjavík.

Áhugamál höfundar er t.d. ýmis dægurmál s.s. stjórnmál, íþróttir, samgöngumál og kvikmyndir.  Höfundur heldur með Arsenal.

Netfang: hordurj@simnet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband