Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Dægurmál

Enn um Kvikmyndir.

Sælir bloggarar.

Já það virðist vera nokkur gúrka í fréttum, alla vega þangað til Sumarþingið byrjar, eins og einn af bloggvinum mínum sagði.

Á meðan virðist ekki vera úr færi að skoða betur kvikmyndalistana og hvaða kvikmyndir gera það gott.

Í dag ætla ég að skoða seríur og vinsældir þeirra.

Í gær kom ég með smá innlegg um það.

Læt það fylgja og fleiri seríur koma hérna líka.

Byrja á Spider-man:

Spider-man 3: $808.654.583 og er kominn í 15 sæti á heimslistanum.

Spider-man 1: $806.700.000

Spider-man 2: $783.577.893

Næst er það Shrek serían:

Shrek 2: $880.871.036

Shrek 1: $455.100.000 

Shrek 3: $240.348.470 og er rétt að byrja.

Svo er það Pirates of the Caribbean serían.

Nú er þriðja myndin kominn inn, en var það ekki í gær:

PC 2: $1.060.332.628 sem er þriðja aðsóknarmesta mynd í heimi.

PC 1: $653.200.000

PC 3: $367.042.234

Skoðum Lord of the Rings seríuna aftur:

LOTR 3: $1.129.219.252 sem er annar besti árangur í heiminum næst á eftir Titanic.

LOTR 2: $921.600.000

LOTR 1: $860.700.000.

Næst er það Harry Potter serían:

Harry Potter 1: $968.657.891 sem er 4 besti árangur í heiminum.

Harry Potter 4: $892.194.397

Harry Potter 2: $866.300.000

Harry Potter 3: $789.458.727 Má segja að allar hafa þær verið óhemju vinsælar.

Að lokum er það svo Star Wars myndirnar sem eru frægastar af seríu myndunum.

Star Wars 1: $922.379.000

Star Wars 3: $848.462.555

Star Wars 4: $797.900.000 sem er hin fyrsta myndin frá árinu 1977.

Star Wars 2: $648.200.000

Star Wars 6: $572.700.000

Star Wars 5: $533.800.000

Læt þetta nægja í bili.

Kveðja, Hörður.


Kvikmyndaaðsókn í USA og í World 2007.

Sælir bloggarar.

Ætla ekki að tala um Stjórnmál í þessu bloggi, heldur um kvikmyndir, þar sem mikið er um toppmyndir sem er verið að sýna.

Ég hef haldið dagbók um hverjar eru vinsælustu kvikmyndir í USA og einnig í heiminum (World) á árinu. Þetta lofar góðu, en hér koma niðurstöðurnar frá því í kvöld.

Ath. þetta er alltaf að breytast og uppfærist t.d. vinsældalisti í USA daglega en í World cirka vikulega.

Kvikmyndaaðsókn í USA, árið 2007 í $$$.

Nr.Nafn.$$$. (Yfir 100 M.)Sæti í USA.
1Spider-man 3.$307,642,00021
2Night at the Museum.$250,714,15738
3Shrek 3.$219,424,00055
4300$208,656,94267
5Happy Feed.$197,992,82778
6Wild Hogs.$163,263,000127
7Pirates of the Caribbean 3.$156,055,000141
8The Departed.$132,373,442200
9Borat.$128,505,958212
10Ghost Rider.$115,802,596269
11Blades of Glory.$115,446,583272
12Dreamgirls.$103,338,338330

Þarna sést að Pirates of the Caribbean 3 er strax kominn á listann.

Þeir fengu næst mestu aðsókn á þessu ári núna um helgina eða rúmlega $142.000.000 aðeins Spider man 3 fékk meiri aðsókn yfir sína fyrstu helgi eða um $148.000.000. Þarna sést að Spider man 3 stefnir hraðbyri á toppinn og er kominn í 20 sæti allra tíma í USA eftir aðeins 4 vikur.

Gaman verður síðan að fylgjast með Shrek 3 og Pirates 3.

Þess má til gamans segja að Titanic er langvinsælasta myndin í USA með $600.779.824.

Eins er hún langvinsælasta myndin í heiminum með yfir $1.800.000.000 sem er eininlega stjarnfræðilega háar tekjur.

Taflan yfir World er aðeins öðruvísi, þar sem þeir eru aðeins seinni með myndirnar er í USA.

Eins og ég sagði, þá uppfæra þeir ekki alltaf eða cirka viku fresti, en svona lýtur hann út.

Kvikmyndaaðsókn í World árið 2007 í $$$.

Nr.Nafn.$$$. (Yfir 200 M.)Sæti í World.
1Spider-man 3.$772,742,00020
2Night at the Museum.$570,914,15737
3300$439,656,94265
4Happy Feed.$378,992,82791
5The Departed.$277,273,442183
6Borat.$256,505,958206
7Eragon.$245,230,163221
8Wild Hogs$238,263,000234
9Shrek 3.$232,724,000244
10Ghost Rider.$223,802,596263

Hérna sést að Shrek 3 er nýkominn á listann en Spider man 3 er að sigra listann.

Gaman er líka að skoða vinsælar seríur t.d. (heimsaðsókn):

Spider-man 1: $806.700.000

Spider-man 2: $783.577.893

Spider-man 3: $772.742.000

(Spider-man 3 er að ná nr. 2 og 1. og fer bráðum fram úr þeim í vinsældum).

Shrek 2: $880.871.036

Shrek 1: $455.100.000 og

Shrek 3: $232.724.000.

Þarna spái ég að Shrek 3 fari alla vega fram úr Shrek 1 í vinsældum en muni ekki ná vinsældum Shrek 2.

Að síðustu ætla ég að sýna ykkur vinsældir Pirates of the Caribbean 1,2,3.

PC 2: $1.060.332.628 sem er þriðja aðsóknamesta mynd í heimi.

PC 1: $653.200.000

PC 3: er bara kominn á lista í USA með $156.055.000.

Ég spá því að hún fari fram úr PC1 en ná ekki hinum miklu vinsældum mydnar nr. 2.

Fyrst ég er að þessu, þá er hægt að skoða Lord of the Rings 1,2,3.

LOTR 3: $1.129.219.252 sem er annar besti árangur í heiminum næst á eftir Titanic.

LOTR 2: $921.600.000

LOTR 1: $860.700.000.

Læt þetta nægja í bili.

Kveðja,

Hörður.

 


Norðlingaölduveita.

Sælir Bloggarar.

Ég verð að segja að ég varð jafn hissa og Össur og Jón Ingi blogg vinur minn á því að Landsvirkjun skildi halda að þeir gætu enn reynt að virkja.

Bæði Össur og Jón Ingi (sjá hvað Jón Ingi sagði um þetta):

http://joningic.blog.is/blog/joningic/entry/223219/#comment380709

taka það skýrt fram að það sé tekið fram í stjórnarsáttmálanum að ekki verði ráðist í Norðlingaölduveitu. (tek þó fram að ég sjálfur hef ekki lesið stjórnarsáttmálann, en heyrt margt úr honum á undanfarna daga).

Mun fylgjast með þessu máli.

Kveðja, Hörður.


mbl.is Össur segir ríkisstjórnina ekki munu ráðast í Norðlingaölduveitu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvítasunnudagur.

Sælir Bloggarar.

Hér sit ég fyrir framan tölvuna og er að lesa fréttir af mbl.is og bloggfréttir.

Samt sem áður var ekkert sem vakti athygli mína til að skrifa um.

Þó sá ég frétt um Ingibjörg Sólrúnu Utanríkisráðherra og verður viðtal við hana í Sunnudagablaði Moggans.

Ég segi bara þetta að hún á eftir að gera það gott sem Utanríkisráðherra.

Margir eru svo á faraldsfæti núna um Hvítasunnuhelgina, en ég verð nú heima enda fer ég að vinna á morgun á Hvítasunnudag.

Það er af sem áður var, þegar ekki mátti vinna þessa frídaga eins og Föstudaginn langa, Páskadag og Hvítasunnudag.

Nú eru þessir dagar og aðrir frídagar að láta undan sinni Heilagleika og finnst mér það miður að sumu leiti.

Alltaf gott að geta fengið auka frídag frá amstri dagsins.

Önnur frétt sem ég sá frá einum bloggaranum, var að henni þótti miður að Ágúst Ólafur skyldi ekki hafa fengið Ráðherra embætti vegna þess að hann væri karl.

Það er ekki vegna þess sem hann fékk ekki ráðherraembætti, þó svo að Ingibjörg Sólrún hafi skipt Ráðherraembættum jafnt á milli kynja.

Það þurfti að huga að fleiri þættum, eins og hverjir væru í forustusætum og eins landsbyggðarþingmenn.

Þar sem 3 þingmenn voru fyrir framan hann í Rvík. (eins og hann sjálfur orðaði það), þá var þetta orðið erfitt að velja hann, þó svo hann væri varaformaður Samfylkingarinnar.

Reyndar hefur Ingibjörg sjálf sagt að Ágúst bíði mikið starf innan þings og utan, þar sem hún sjálf verður meira fjarverandi sem ráðherra.

Læt þetta nægja í bili.

ps. ég byrjaði á að skrifa án þess að hafa eitthvað fyrir framan mig, en eftir því sem á leið þá hafði ég eitthvað til að skrifa.

Ef manni finnst manni hafa ekkert til að skrifa um, þá er bara að byrja og þá kemur manni eitthvað í hug.

Þetta voru svona smá hugleiðingar.

Kveðja,

Hörður.

 


Sveitarfélagið Skagaströnd.

Ég sá að einn af bloggvinum mínu skrifaði um þessa frétt.

Við að skoða þetta betur, þá var ég ánægður að loksins, loksins eru þeir að breyta nafninu í Skagaströnd.

Málið er mér skylt, þar sem ég ólst upp þarna.

Bærinn var alltaf kallaður Skagaströnd, en ekki Höfðahreppur eins og formlegt nafnið er.

Enda sést að flestir vildu breytingu eða 73.6% í skoðanakönnunni.

En núna verður þessu breytt og þó fyrr hefði verið!

Vildi bara vekja athygli á þessu.

Kveðja, Hörður.


mbl.is Höfðahreppur verður Sveitarfélagið Skagaströnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórmeistaraáfangi í höfn hjá Héðinn!

Var að lesa þessa frétt á mbl.is

Þetta er glæsilegur árangur hjá Héðni og enn ein skrautfjöðurinn hjá okkur Íslendingum í Skák.

Hann er efstur á mótinu á Ítalíu með 7 vinninga og er búinn að tryggja sér Stórmeistaráfangann þó ein umferð sé eftir.

Vildi bara minna ykkur bloggara á okkar góða fólk í skákinni.

Kveðja, Hörður.


mbl.is Héðinn Steingrímsson hefur náð stórmeistaraáfanga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Strætó!

Sælir aftur Bloggarar.

Ég get ekki orða bundist en skrifa smávegis um þessa frétt hjá mbl.is um yfirlýsingu 11 ára krakka í Hólabrekkuskóla.

Fréttin er að finna á:

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1271398

Er ég sammála þeim í megin línum.

Rétt er að ef það væri ódýrara eða ókeypis fyrir börn undir 12 ára, þá mundu fleiri ferðast með Strætó.

Eins þarf að lækka fargjald fullorðinna um t.d. 10%.

Hafa tíðara ferðir með Strætó t.d. ferðir á 15 mín. fresti.

Eins er ég á því að ríkið þarf að koma að þessu og létta álögur af Strætó.

Eins þarf Ríkið að styrkja almennissamgöngur á einhvern hátt og efla fólk til að nota Strætó með t.d. einhverskonar mengunarskatt á bíla.

Eins gætu Borgaryfirvöld lokað einstökum götum í Borginni um hádaginn til að draga úr mengun t.d. í miðborginni og hvatt borgarbúa til að nota Strætó.

Læt þetta nægja í bili og hvet ykkur til að lesa pistilinn frá krökkunum.

Kveðja, Hörður.


mbl.is „Kostnaður við strætósamgöngur myndi skila sér í umhverfis- og slysavernd"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsti Ríkistjórnarfundurinn var í dag.

Sælir bloggarar.

Þá er fyrsti Ríkistjórnarfundurinn nýju stjórnarinn að baki og búið að ákveða að þing skuli koma saman á Fimmtudag í næstu viku.

Þar á meðal annars að fara yfir málefni aldraða sem er alveg bráðnauðsynlegt að skoða og leiðrétta kjör þeirra.

Nú og svo þarf nýja stjórnin að setja lög til að færa sum málefni á milli Ráðuneyta og er það viðamikið mál segja þeir.

Það verður gaman að fylgjast með því hvort Björgvin Viðskiptaráðherra fær ekki nýja skrifstofu fljótlega, eða á hann að deila húsnæði með Össuri Iðnaðarráðherra. Það hlýtur að verða leyst úr þessu eins og öðru.

Þetta er svona smá skondið svona í byrjun á ríkisstjórnarsamstarfinu. :)

Ég er líka viss um að Jóhanna á eftir að plumma sig vel í hinu nýja Velferðaráðuneyti og er mjög sáttur að Tryggingahlutinn verður fluttur til hennar Ráðuneytis.

Mörg önnur mál væri hægt að nefna eins og Tannvernd barna sem er mikilvægt að sé ókeypis eins og önnur Heilbrigðismál eru.

Ég mun reyna að fylgjast með þessu eins og hægt er, fer reyndar bráðum í frí og fljótlega í Júní fer ég og krakkarnir í 2 vikna ferð til Mallorca.

Ég fer samt með tölvuna og vonandi kemst ég í Netsamband þarna. (Reyndar hefur mér verið tjáð að ekki sé nettenging á Hótelherberginu, sem mér finnst alveg glatað).

Læt þetta gott heita í bili.

Kveðja, Hörður.


Sammála Jón Inga að Samgöngumálin eru í góðum....

Sælir bloggarar.

Aðeins meira af Samgöngumálum.

Ég er sammála Jóns Inga blogsvinar míns að Samgöngumálin verða örugglega í góðum höndum hjá Kristjáni L Möller.

Eins og Jón Ingi sagði í sínum pistli:

http://joningic.blog.is/blog/joningic/entry/220949/

Kristján fær þann heiður að opna Héðinsfjarðargöngin og verður það örrugglega ánægjulegt þar sem hann er frá Siglufirði.

Verkefnin eru mörg hjá honum og vonandi fær hann nóga peninga til að geta framkvæmt eitthvað af þeim verkefnum sem liggja fyrir.

Hann hefur sagt að hann ætli að verða Samgönguráðherra fyrir allt landið.

Ég hef áður talið upp nokkur verkefni eins og Sundabrautina, tvöföldunar á Suðurlandsvegi og tvöföldunar á Vesturlandsvegi að Hvalfjarðarganga.

Eins þarf að búa til ný göng undir Hvalfjörð og þarf vegagerðin að semja um það við Spöl hf. ef að líkum lætum.

Nú ef ég fer svo hringferð um landið þá er ljóst að bæta þarf vegina á Vestfjörðum, klára Djúpveginn og eins þarf að taka til hendi að laga vegina í suðurhluta Vestfjarðar.

Nú Norðurlandið hefur Jón Ingi lýst aðstæðum vel þar, en í Húnavatnssýslu þá er ég á móti því að breyta veginum og færa þjóðveg 1 um Svínvetningbraut og sleppa Blönduós.

Ég vil halda í núverandi vegarstæði og efla Blönduós sem ferðabær og helst þyrftu þeir að byggja Hótel og góða aðstöðu fyrir ferðamenn nálægt brúnni þar sem ferðafólk kemur fyrst inn i bæinn.

Nú það er enn ýmis verkefni á Austurlandi sem eru ófrágengin.

t.d. þarf að gera ný Norðfjarðargöng, þar sem gömlu göngin eru orðin úreld og eru barns síns tíma.

Eins á eftir að klára að malbika þjóðveg 1 á Norðausturhorninu.

Eitthvað heyrði ég af því að það ætti að gera nýjan veg til Dettifoss, enda koma margir erlendir ferðamenn þangað árlega.

Ég man að ég fór um þennan veg fyrir svona 10 til 12 árum og var hann þá eitt þvottabretti þar sem ekki var hægt að keyra hraðar en 30 til 40 km.

Vonandi að hann sé nú orðinn betri.

Á suður hluta Austurlands hefur á undanförnum árum verið gerð tvenn göng, Fáskrúðsgöng og göng við Höfn í Hornafirði.

Ég man hvað brekkan var rosalega brött þarna þegar ég var á ferð í sumarleyfinu, en hef ekki farið í nýju göngin þarna.

Margt fleira gæti ég nefnt en læt þetta nægja í bili.

Kveðja, Hörður.


Samgöngur frh.

Sælir bloggarar.

Ég nefndi í síðasta bloggi að ég ætlaði að ræða meira um samgöngumál í næsta bloggi.

Ég ætla reyndar eiga það inni hjá ykkur en benda ykkur á pistill hjá Stefáns Friðriks Stefánssonar um sama mál.

http://stebbifr.blog.is/blog/stebbifr/#entry-220828

Þar talar hann um Héðinsfjarðargöngin og fleira sem tilheyrir Landsbyggðinni.

Kveð að sinni.

Hörður.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hörður Jónasson
Hörður Jónasson

Höfundur býr í Reykjavík.

Áhugamál höfundar er t.d. ýmis dægurmál s.s. stjórnmál, íþróttir, samgöngumál og kvikmyndir.  Höfundur heldur með Arsenal.

Netfang: hordurj@simnet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband