Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Dægurmál

Meira um fótboltamál í Breiðholti.

Sælir bloggarar.

Ég vil aðeins koma mínum sjónarmiðum mínu hér skýrt fram, vegna spurninga annarra bloggara að menn verða að stíga upp úr þeim ríg að öll hjól snúist bara um þeirra félag.

Ef málin eru skoðuð í heild, væri það farsælast að sameina Leiknir R. og ÍR.

Þá væri hægt að einhenta sér í að gera rausnarlega í uppbyggingu á svæði ÍR í mjódd.

Það væri öllum fyrir bestu.

Ef við skoðum stöðu þessara liða, þá kemur í ljós að Leiknir R. er í 1 deild og verður örrugglega í neðrihluta þeim þegar upp verður staðið.

Og ef við skoðum svo stöðu ÍR þá er hún ekki glæsileg.

ÍR er í 2 deild og virðist ekki ætla að komast upp úr þeirri deild.

Ef á að koma kraftur í fótboltann hér í Breiðholti, þá er þetta eina úrræðið sem ég sé.

Það svæði sem losnaði ef Leiknir flytti, gæti verið krafa frá þeim um það að Borgin myndi styrkja ríkulega uppbyggingu niðri í mjódd.

Ég held læt þetta nægja í bili, en bloggarar vinsælast lesið bloggið á undan og þá sjáið þið að þessi hugmynd er mjög góð fyrir bæði félögin.

Kveðja, Hörður.


Fótboltaliðið Breiðholt eða BH.

Sælir bloggarar.

Þessi grein er í raun framhald 2ja síðustu greina frá mér, þar sem ég fjallaði um breytingar á Breiðholtslauginni.

Í þessari grein mun ég aftur á móti snúa mér að því að greina það af hverju ætti að sameina Leiknir R. og ÍR og búa til sterkt Breiðholtslið sem ég kalla BH.

Til að uppbyggingin á svæði Breiðholtslaugarinnar verði trúverðug og að nýta sem best lóðina og einnig að gera fótboltann í Breiðholti sterkari og betri þá er alveg nauðsynlegt að sameina þessi 2 félög.

Mig minnir að ég hafi farið á borgarafund sem var haldinn hér í Breiðholtinu fyrir nokkrum árum þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var Borgarstjóri og að það hafi verið minnst á að styrkja fótboltann eða alla vega íþróttaaðstöðu hjá ÍR ef Leiknir og ÍR mundu sameinast.

Ekki man ég um hvað talað var en það ættu allir að sjá að ef þessi 2 lið myndu sameinast, þá myndi koma mjög sterkt lið út úr því.

Leiknir R. er í 1 deild og ÍR í 2 deild, þannig að saman gætu þau komið upp í úrvaldsdeildina þar sem það ætti heima.

Ég myndi  kalla þessa nýja félag BH (Breiðholt).

Með því að sameina þau og flytja starfsemi þess niður í mjódd, þar sem ÍR hefur núna starfsemi, þá gæti borgin styrkt hið nýja félag með því að byggja nýjan fótboltavöll með t.d. 1.000 manna áhorendastúku.

Þá myndi einhverjir spyrja, hvað með aðstöðuna sem Leiknir hafði við Austurberg?

Það mætti hugsa sér margt, þar sem mikið svæði myndi losna þarna.

Í fyrsta lagi væri hægt að hafa Breiðholtslaugina stærri eða þessi "Vatnsrenniparadís".

En ekki bara það, heldur væri hægt að byggja 2 til 3 íþróttahús, eitt fyrir Handbolta annað fyrir Körfubolta og einnig væri hægt að koma fyrir smá verslunarmiðstöð með íþróttaverslanir á lóð Leiknis.

Og í staðinn myndi borgin styrkja hið nýja félag með uppbyggingu í Mjóddinni.

Reyndar væri þetta líka mikil uppbygging fyrir aðrar íþróttir líka, þar sem borgin gæti byggt íþróttahús á Leiknis svæðinu.

Ef þið kæru lesendur hugsið betur út í þetta, þá sjáið þið hve mikil hagræðing þetta væri.

Núna er Leiknir með smá kofa og fótboltavöll og ég hef ekki séð neinar breytingar þarna síðustu ár. (menn verða þá að upplýsa mig ef ég hef rangt fyrir mig).

Þarna væri hægt að koma fyrir góðri íþróttamiðstöð og t.d. skautasvell, aðstöðu fyrir Handbolta, Körfubolta, Júdó, Karate, Íshokkí og margt fleira.

Ég myndi stoltur halda með hinu nýja fótboltafélagi BH.

Þarna gæti allsherjar uppbygging komið til hagsbótar fyrir Breiðhyltingar og Reykvíkinga.

Kveðja, Hörður.


Meira um Breiðholtslaugina.

Sælir Bloggarar.

Aðeins meira um Breiðholtslaugina.

Ekki er ég sammála einum bloggvini mínum að láta loka lauginni.

Eins og ég sagði í gær um stækkun á Breiðholtslaugina, þá get ég aðeins skýrt fyrir ykkur þeim hugmyndum sem ég hef um það sem ég kalla "Vatnsrennibrautargarð eða Vatnsleikjagarð".

Mínar hugmyndir eru þær að þær séu undir þaki sem mundi verða á milli íþróttahússins í Austurbergi og að hinni nýju 25 metra innilaug (sem er mín hugmynd).

Ég hafði hugsað mér að þetta væri hvolþak, hæst í miðjunni með um 5 metra hárri súlu eða "sveppi" sem sprautað mundi vatni niður í stóran pott.

Þess má geta að svona "sveppur" að vísu lítill er í Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði.

Mínar hugmyndir eru síðan að hafa 2 til 3 gerðir að Vatnsrennibrautir fyrir krakka mismunandi stórar.

Líka væri mín hugmynd að hafa stóran gosbrunn cirka 3-4 metra þarna,

Þær súlur sem mundi halda hvolþakinu uppi væri síðan hægt að skreyta í mörgum mislitum litum t.d. gulum, rauðum, grænum og bláum eins og Regnboginn er.

Hliðin sem mundi snúa að lauginni sjálfri (25 metra djúpulauginni) væri með stóra og mikla glerbygging sem skreytt væri stórri mynd af Reykjavík.

Síðan væri plantað nokkrum Pálmatráum og hafðir bekkir fyrir fólk og eins kaffihús og eða sjoppa þar sem fólk gæti fengið sér bita.

Svo mætti hafa á hinum veggnum sem snýr að Leikni t.d. nokkur fiskabúr sem fólk gæti skoðað. Þarna væri hægt að hafa smá vísi af fiskasafni svona sýnishorn af þeim fiskitegundum sem við höfum hérna við Íslandsstrendum.

Margt fleira þyrfti þá að taka í gegn ef þetta yrði af veruleika eins og með að endurnýja búningsklefa ogfl.

Að sjálfsögðu yrði að rukka sérstaklega inn í þessa Vatnsrenniparadís og gæti þetta orðið svona.

a) Fólk keypti aðgang að sjálfri lauginni.

b) Fólk keypti aðgang að lauginni og tækjasal.

c) Fólk keypti aðgang að lauginni og gufubað (eins gæti verið að fólk vildi kaupa aðgang að tækjasal.)

d) Fólk keypti aðgang að lauginni og hinni nýju Vatnsrennibrautarparadísar.

Sérstakt armband yrði gert sem fólk mundi nota til að komast inn í hina nýju Vatnsrennibrautarparadísar.

Mín tillaga yrði að fyrsta árið yrði hærra gjald eða heill dagur væri um 1.000 kr. en mundi lækka á öðru ári, eftir því sem meiri innkoma kæmi inn.

Þarna væri tildæmis hægt að hafa hópa til einkasamkvæma en þó aðeins eftir kl: 20 á kvöldin.

Vatnsrennibrautarparadísin væri þó opinn eins og lauginn eða til kl:22 á kvöldin.

Held að ég hafi náð að skýra mínar hugmyndir með þessarri grein og eins með síðustu.

Næsta grein mun ég fjalla um sameiningu fótboltafélagsins Leiknis og ÍR hérna í Breiðholti.

Kveðja, Hörður.


Framtíð Breiðholtslaugar!

Sælir bloggarar.

Núna í gúrkutíðinni, er ekki úr vegi að skoða ýmis skipulagsmál, samgöngumál og/eða byggingar.

Í dag ætla ég að viðra mínar skoðanir um framtíð Breiðholtslaugar, sem ég stunda alltaf annað slagið.

Ég get séð fyrir mér ýmsar breytingar þarna.

Breiðholtslaug og þau Íþróttamannvirki sem eru þarna hafa þó nokkuð úr landsvæði til að nýta betur.

T.d. væri hægt að byggja þannig að Breiðholtslaug væri eins og torg í miðjunni, þ.e. að klára að byggja sunnan megin við og loka þá U-inu.

Best væri ef Leiknir myndi sameinast ÍR og flytti sína starfsemi í mjóddina og þá skapaðist mikið landrími sem væri hægt að nota undir Íþróttabyggingar og stækkun á Breiðholtslaug.

En þótt Leiknir væri þarna áfram, þá væri hægt að stækka Breiðholtslaugina.

Það sem helst þyrfti að gera, væri:

1. Byggja við innilaugina aðra innilaug stærri eða 25 metra laug + tækjasal. Þarna mætti koma fyrir sundknattleik + betri aðstaða fyrir Ægir sundfélagið.

2. Taka þyrfti einnig niður núverandi rennibrautir (sem væri fyrir skipulagi og nýrri byggingu) og þá væri hægt að byggja Vatnsrennibrautagarð með nokkrum pottum, litlum rennibrautum, ýmsar tillögum af goshverum ofl.

Þar væri hægt að hafa kaffihús og eða sjoppu fyrir sundlaugagesti og eins væri hægt að planta nokkrum Pálmatráum þarna þannig að gestir myndu fíla sig eins og þeir væru í útlöndum.

Þessi bygging næði frá núverandi íþróttahúsi í Austurbergi og að tilvonandi innilaug sem væri þar sem núverandi rennibraut er.

Þannig væri búið að loka hringnum, þar sem núverandi laugar og pottar eru og yrði þá miklu skjólbetra þarna fyrir vindi.

Ég tel vera nóg pláss þarna til að byggja meira og gera Breiðholtslaugina flotta og nútímalega. Aðstaðan er fyrir hendi þarna, það er bara að láta hugmyndirnar flæða og sjá hvað hægt væri að gera þarna.

Svo ég tali nú ekki um ef fótboltaliðið Leiknir myndi flytja sig.

Þá væri hægt að byggja betra íþróttamannvirki fyrir bæði Handbolta og Körfubolta og fleiri íþrótta starfssemi.

Þetta eru mínar hugleiðingar til að bæta Breiðholtslaugina.

Kveðja, Hörður.

 


Leikurinn í dag var hörmulegur.

Ég ætla aðeins að minnast á leik okkar gegn Liechtenstein.

Ég var að vísu í vinnunni að afgreiða hjá Olís í Mjódd, en sá þó leikinn með öðru auganu, þar sem sjónvarpskjár er þar.

Til að gera langa sögu stutta, þá var leikur Íslands mjög tilþrifalítill og hörmulegur.

Við áttum að vinna, því okkur sárvantaði 3 stig til að laga okkar stöðu í riðlinu.

Við höfum núna tapað að mig minnir 4 leiki í röð og eitt jafntefli, sem er óásættanlegt.

Ég man þá tíð þegar Guðjón Þórðarson var landsliðsþjálfari að staða okkar var allt önnur og betri.

Þá er spurningin, hvað er hægt að gera?

Veit ekki, en það hlýtur að fara að hitna undir Eyjólfi núverandi þjálfara.

Kannski væri best að finna annan, sem gæti hrist upp í þessu.

Ég var einnig að lesa um Leikinn Danmörk og Svíþjóð.

Þetta hefur verið alveg makalaus leikur og á eftir að reynast Danmörku þungur í skaut.

Þeir munu örrugglega fá þunga sekt og kannski heimaleikabann.

Læt þetta nægja um fótboltann í bili.

Kveðja, Hörður.


Ágúst Ólafur formaður Viðskiptanefndar.

Sælir bloggarar.

Ég hef nú verið að vinna kvöldvaktir, svo ég hef ekki getað fylgst nógu vel með blogginu sl. 1-2 daga.

Held samt að enginn skaði sé skeður.

Er að skoða bloggið núna og fór inn á bloggsíðu Ágústar Ólafar.

Þar segir hann frá þeim verkefnum sem hann fékk og biður menn að sofa alveg rólega yfir velferð sinni.

Ég ætla að taka hann á orðinu, líka vegna þess að ég er fylgismaður Samfylkingarinnar.

Nú kemur það í ljós að það var hans vilji að verða formaður Viðskiptanefndar og fékk hann það.

Ég óska honum til hamingju með það og þau önnur störf sem hann fær.

Ég get núna sofið rólegur eins og allir aðrir ættu líka að geta gert.

Ágúst segist vera ánægður með þau störf sem honum hafa verið fólgin.

Kær kveðja,

Hörður.


Feginn að Kobe ætlar að vera áfram hjá LA Lakers!

Sælir bloggarar.

Mér sem sönnum Lakers aðdáanda, brá nokkuð í brún þegar ég las í morgun að Kobe Bryant væri að hugsa að frá félaginu.

Ég hef alltaf séð eftir þegar Shaq fór frá Lakers.

Félagið er ekki svipur að sjón eftir það, en það myndi hrynja niður ef Kobe myndi fara.

En svo núna í kvöld, þá las ég það að Kobe hefði talað við Phil Þjálfarann hjá Lakers og gaf svo út yfirlýsingu að hann ætlaði að vera áfram hjá Lakers.

Mikið er ég feginn. Ég vona að þeir geti fengið fleiri góða menn til sín, en það er víst ekki mikið um það í NBA að leikmenn skipti um félög.

Aðalástæðan er svokallað launaþak sem aftrar félögum að fá nýja menn.

En enn og aftur góðar fréttir frá Lakers!

Kveðja, Hörður.


mbl.is Bryant hættir við að hætta hjá Lakers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innilegar samúðarkveðjur vegna fráfalls Ástu.

Þar sem ég er einn af bloggurum hérna á mbl.is vil ég biðja fjölskyldu og ættingjum Ástu innilegar samúðarkveðjur vegna fráfalls hennar.

Þó að ég sé frekar nýr hérna á blogginu, þá hef ég heyrt að hún hafi verið mikil dugnaðarforkur hérna á blogginu.

Kveðja, Hörður.


mbl.is Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir látin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Arkitektakeppni um skipulag Lækjartorgreitsins.

Rak augun í þessa frétt.

Nú er rétti tíminn til að koma með margar mismunandi tillögur.

Ég er á því að það mætti nýta lóðirnar meira með hærri húsum eins og er í Lækjargötu.

T.d. mætti byggja á Austurstræti 22 (Prada húsið) 3 hæða hús sem mundi verða sérstakt (skúlptúr) í laginu, sem væri eftirminnilegt.

Eins væri hægt að byggja yfir Lækjartorg svo það væri skjól fyrir vindum.

Þar væri þá hægt að hafa markað og kaffihús.

Nú svo verður gaman að sjá þegar verður búið að byggja upp Tónlistarhúsið og allar byggingarnar sem því tilheyrir.

Ég hef ekki rekist á teikningu af því á Morgunblaðinu og mbl.is

Ég mun seinna ræða betur um það áhugamál mitt um háhýsi hérna á höfuðborgarsvæðinu.

Kveðja, Hörður.


mbl.is Lækjartorg, Stjórnarráðið og Bernhöftstorfan myndi sterka heild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað verður um Ágúst Ólaf?

Sælir bloggarar.

Ég var að lesa þá frétt á mbl.is að Lúðvík Bergvinsson hefði verið kjörinn formaður þingflokks Samfylkingarinnar.

Ég get svo svarið að ég hélt að þetta sæti hefði verið frátekið handa Ágúst Ólaf.

Þá fer að fækka titlum sem hann getur fengið, því ekki var hann varaformaður þingflokksins eða ritari.

Þá eru eftir formenn í hinum ýmsum nefndum, en kosið verður í þær á morgun fimmtudag, þegar þing kemur saman.

Feitasti bitinn í nefndunum er formaður Fjárlagagerðar sem kom í hlut Samfylkingarinnar og vonandi fær hann þá stöðu.

Ég bíð spenntur að sjá niðurstöðuna!

Kveðja, Hörður.


mbl.is Lúðvík kjörinn þingflokksformaður Samfylkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hörður Jónasson
Hörður Jónasson

Höfundur býr í Reykjavík.

Áhugamál höfundar er t.d. ýmis dægurmál s.s. stjórnmál, íþróttir, samgöngumál og kvikmyndir.  Höfundur heldur með Arsenal.

Netfang: hordurj@simnet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband