Leita í fréttum mbl.is

Framtíð Breiðholtslaugar!

Sælir bloggarar.

Núna í gúrkutíðinni, er ekki úr vegi að skoða ýmis skipulagsmál, samgöngumál og/eða byggingar.

Í dag ætla ég að viðra mínar skoðanir um framtíð Breiðholtslaugar, sem ég stunda alltaf annað slagið.

Ég get séð fyrir mér ýmsar breytingar þarna.

Breiðholtslaug og þau Íþróttamannvirki sem eru þarna hafa þó nokkuð úr landsvæði til að nýta betur.

T.d. væri hægt að byggja þannig að Breiðholtslaug væri eins og torg í miðjunni, þ.e. að klára að byggja sunnan megin við og loka þá U-inu.

Best væri ef Leiknir myndi sameinast ÍR og flytti sína starfsemi í mjóddina og þá skapaðist mikið landrími sem væri hægt að nota undir Íþróttabyggingar og stækkun á Breiðholtslaug.

En þótt Leiknir væri þarna áfram, þá væri hægt að stækka Breiðholtslaugina.

Það sem helst þyrfti að gera, væri:

1. Byggja við innilaugina aðra innilaug stærri eða 25 metra laug + tækjasal. Þarna mætti koma fyrir sundknattleik + betri aðstaða fyrir Ægir sundfélagið.

2. Taka þyrfti einnig niður núverandi rennibrautir (sem væri fyrir skipulagi og nýrri byggingu) og þá væri hægt að byggja Vatnsrennibrautagarð með nokkrum pottum, litlum rennibrautum, ýmsar tillögum af goshverum ofl.

Þar væri hægt að hafa kaffihús og eða sjoppu fyrir sundlaugagesti og eins væri hægt að planta nokkrum Pálmatráum þarna þannig að gestir myndu fíla sig eins og þeir væru í útlöndum.

Þessi bygging næði frá núverandi íþróttahúsi í Austurbergi og að tilvonandi innilaug sem væri þar sem núverandi rennibraut er.

Þannig væri búið að loka hringnum, þar sem núverandi laugar og pottar eru og yrði þá miklu skjólbetra þarna fyrir vindi.

Ég tel vera nóg pláss þarna til að byggja meira og gera Breiðholtslaugina flotta og nútímalega. Aðstaðan er fyrir hendi þarna, það er bara að láta hugmyndirnar flæða og sjá hvað hægt væri að gera þarna.

Svo ég tali nú ekki um ef fótboltaliðið Leiknir myndi flytja sig.

Þá væri hægt að byggja betra íþróttamannvirki fyrir bæði Handbolta og Körfubolta og fleiri íþrótta starfssemi.

Þetta eru mínar hugleiðingar til að bæta Breiðholtslaugina.

Kveðja, Hörður.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Jónasson
Hörður Jónasson

Höfundur býr í Reykjavík.

Áhugamál höfundar er t.d. ýmis dægurmál s.s. stjórnmál, íþróttir, samgöngumál og kvikmyndir.  Höfundur heldur með Arsenal.

Netfang: hordurj@simnet.is

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband