Færsluflokkur: Dægurmál
27.8.2007 | 02:50
5 Vinsælustu myndir í USA árið 2007.
Sælir Bloggarar.
Í dag ætla ég að sýna ykkur 5 vinsælustu myndirnar í USA það sem af er árinu 2007.
1. Spiderman 3. með $336.530.303 sem gerir 15 sæti yfir vinsælustu myndir allra tíma í USA.
2. Shrek 3. með $320.706.665 sem gerir 18 sæti allra tíma í USA.
3. Pirates of the Caribbean 3. með $307.771.457 sem gerir 23 sæti.
4. Transformers. með $306.487.922 sem gerir 24 sæti.
5. Harry Potter 5. með $283.309.000 sem gerir 32 sæti allra tíma í USA.
Þess má geta að þegar maður skoðar hvaða 5 vinsælustu myndir í heiminum árið 2007, þá eru ekki sömu myndir í fyrstu sætum.
Nýjar upplýsingar koma fram á mánudögum, þannig að ég mun koma með þær upplýsingar þá.
Ef maður skoðar þennan lista frá USA, þá kemur í ljós að bæði PC3 og HP5 eru ekki eins vinsælar í USA og á heimsvísu, þar sem þessar myndir hafa brillerað.
T.d kemur á óvart að Transformers er fyrir ofan Harry Potter, en á Heimsvísu er allt annað upp á teningnum, þar sem Harry Potter myndin er miklu vinsælli.
En allt um þetta á morgun.
Kveðja, Hörður.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.8.2007 | 02:35
Arsenal á Sigurbraut.
Sælir Bloggarar.
Jæja þá er Enski boltinn kominn vel af stað.
Mínir menn frá Arsenal fara vel af stað og unnu í dag.
Þeir eru nú komnir með 7 stig og hafa ekki tapað leik.
Samt verð ég nú að segja að ég sakna Henry.
Vonandi standa ungu mennirnir sig hjá þeim, en það er stefna hjá Wenger að nota mest unga menn.
Annars eru það Liverpool sem er besta liðið í dag og var t.d. Fernandos Torres í frábæru formi hjá þeim í dag.
Það hefði verið gaman ef Arsenal hefði krækt í hann!
Mín spá fyrir veturinn er sú núna að Liverpool vinni deildina, en vonandi verður svo Arsenal í 2 eða 3 sæti.
Það sem hefur komið á óvart er það að Man U. er í 19 sæti.
Þeir verða eiginlega að vinna Tottenham á morgun.
Læt þetta nægja í bili.
Kveðja, Hörður.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.8.2007 | 01:28
Þjónustan hjá Strætó er léleg!
Sælir Bloggarar!
Það er ekki ofsögum sagt að þjónustan hjá Strætó er léleg.
Í gær ætlaði ég að nota þjónustu þeirra (eins og svo oft áður).
Ég ætlaði að taka leið 24 frá Mjódd í Smáralindina og fara í bíó.
Ég fer í Mjóddina sem er ein af stærstu stoppistöðvum Strætó og kíki á tímatöfluna.
(Eins og ég hef áður skrifað, þá þarf liggur við háskólamenntun til að læra á þessar nýju töflur).
Mér sýnist í fljótu bragði að ég geti náð leið 24, 18 og 48 yfir heila tímann fyrir kl: 18:00 og 21 og 51 eftir það.
Ég fer svo heim og legg svo af stað til að ná 18:51.
Fer í biðskýli sem heitir Stekkjarbakki sem er næsta stöð við hliðina á mjódd.
Þá kemur annað í ljós. Þá átti leið 24 að fara 11 og 41 yfir heila tímann.
Ég botnaði ekkert í þessu svo ég labba niður í mjódd til að athuga þetta nánar.
Kemur þá í ljós að tímataflan í Mjódd var bara í aðra áttina eða niðri bæ en ekki var til tafla fyrir þá sem
ætluðu upp í Breiðholt eða í Kópavog eins og ég.
Þetta er furðulegt á eins stórri stöð og í Mjódd að hafa bara tímatöflu fyrir þá sem ætla niður í bæ.
Vonandi laga þeir þetta sem fyrst, þar sem þetta ruglar fólk í ríminu.
Nú áfram með ferðasöguna.
Ég tók leið 24 í Smáralindina (eftir nokkra bið í Mjódd).
Eftir bíóið fór ég í biðskýlið við Smáralindina til að fara til baka í Mjódd á leið minni heim.
Þegar í biðskýlið kom var þar engin tímatafla nema um leið 2.
Þetta var mjög bagalegt enda langt liðið á kvöldið.
Ég þurfti að bíða þarna í 30 mín. eftir leið 24 með engri tímatöflu til að fara eftir og ekki bætti úr skák,
þegar ég ætlaði að tala við Bílstjórann, þá gat hann bara talað Pólsku og skildi hvorki Íslensku eða Ensku.
Þetta er bara brot af því sem er að gerast hjá Strætó.
Eins er þetta með nýju tímatöflurnar sem þeir eru að setja upp, en þær eru ekki inni í biðskýlunum,
heldur fyrir utan þannig að í vetur í frosti og hríðarbili þá þurfa farþegar að vera fyrir utan biðskýlin til að geta
lesið á tímatöflurnar.
Þetta er enn ein afturförin, þar sem áður var hægt að skoða tímatöflurnar inni í Biðskýlinu.
Læt þetta nægja í bili.
Kveðja, Hörður.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2007 | 00:47
Um málefni Strætó.
Í dag ætla ég að tala um Strætó.
(Reyndar gekk mér frekar ílla að skrifa, þar sem tölvan var að frjósa og varð að nota Notepad eða Word til að geta klárað að blogga og copera svo inn á bloggsíðuna mína).
Þeir hafa núna ákveðið að hafa ókeypis í strætó fyrir framhaldskóla - og háskólanema, en hafa gleymt að skólakrakkar í Grunnskólum þurfa enn að borga.
Svo eru það allar þessar breytingar hjá þeim.
Í vor breyttu þeir leiðum og settu tímatöfluna á 30 mín. fresti.
Mér skilst að þetta hafi verið gert til að spara og einnig vegna sumarleifa.
Bílstjóri sem ég talaði við sagði þessar breytingar þær verstu sem hefðu verið gerðar.
t.d. keyrir leið 12 núna aðeins Seljabrautina, á leið sinni í efra Breiðholt og í Ártún.
Áður keyrði leið 12 í gegnum allt Seljahverfið, eins og leið 3 gerir.
En leið 3 keyrir einnig upp í efra Breiðholt sem ég skil alls ekki.
Leið 3 var leið sem var fyrir Seljahverfið og fór hringferð um hana og svo niður í mjódd og svo niður í bæ.
Þessar breytingar eru mér alveg hulin ráðgáta.
Núna eru s.s. ein leið í Seljahverfið en 4 leiðir sem fara í efra Breiðholt. (3, 4, 12 og 17)
Þó það sé gott, þá er þetta kannski einum of mikið.
Mín tillaga er sú að það gangi einn Breiðholtsvagn hring um Breiðholtið og Seljahverfið á 15 mín. fresti og fari niður í Mjódd og tengist þar 3, 4 og 17.
Leið 12 fara í gegnum Seljahverfið og áfram upp í efra Breiðholt og í Ártún.
Þó væri hægt að gera undanteikn. á morgnana þegar fólk er að fara í vinnu og leifa leiðum 3 og 4 að fara upp í Breiðholtshverfin.
Nú nýjustu breytingarnar sem núna á gera þann 19 Ágúst eru aðallega um tímatöflu breytingar.
En þær eru svo flóknar að það þarf að hafa nærri því 100 bls. bók til að læra og vorkenni ég strætóbílstjórum að þurfa að læra á þetta.
Sumar leiðir verða á 15. mín. fresti meðan aðrar verða á 30 mín. fresti.
Og svo eru Sunnudagar nánast lagðir af vegna þess að þá á að keyra aðeins á 60 mín. fresti.
Veit ekki ennþá hvort þetta verður til bóta eður ei. Á eftir að reyna á þetta.
Alla vega má laga leiðakerfi mikið til að það verði gott.
Læt þetta nægja í bili.
Á kannski eftir að skrifa meira um þetta síðar.
Kveðja, Hörður.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.7.2007 | 01:38
Stöð 2 komin í lag.
Sælir Bloggarar.
Fyrst vil ég þakka fyrir öll ráðin og athugasemdirnar sem ég fékk við síðasta blogg.
En núna hef ég tekið mína gleði aftur þar sem Stöð 2 og allar hinar stöðvarnar eru komnar í lag.
Annars er ég bíða eftir að Sýn 2 birtist á Digital Ísland Myndlyklinum.
Mér var lofað nokkrum rásum með þeim og gaman verður að sjá hvað úr verður.
Kveð að sinni.
Hörður.
Truflanir yfirstaðnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.7.2007 | 23:55
Truflanir á Stöð 2.
Sælir Bloggarar.
Ég get ekki orða bundið en bloggað/skrifað um þessa frétt.
Ég hef núna í 2 daga aðeins séð brot að dagskrá 365, þar sem einhverjar truflanir hafa verið á myndlykli 365.
Ég hef hringt 2svar í þá og fengið þau svör að það séu truflanir í dreifikerfinu.
Núna les ég svo á Mbl.is að ástæðan sé óleyfilegar útsendingar sem trufli tíðnisvið Digital Ísland.
Það skyldi þó ekki vera út af því að einhverjir ætli sér að ná Sýn 2 (Enska boltanum) ókeypis og láta okkur öll hin blæða á höfuðborgarsvæðinu?
Þetta er að verða óþolandi ástand, þar sem ég er nú með Silver áskrift og verð með Gull áskrift þegar Sýn 2 kemur í Ágúst.
Vonandi að þeir komist fyrir bilunina sem fyrst.
Samt skrítið að þeir geti ekki opnað fyrir allar stöðvar á meðan verið er að finna truflunina.
Ef þetta gengur svona áfram, þá eiga þeir eftir að missa fullt af áskrifendum.
Kveðja, Hörður.
Óleyfilegar útsendingar trufla tíðnisvið Digital Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
27.6.2007 | 01:45
Kominn frá Mallorca!
Heilir og sælir bloggarar.
Nú er ég kominn frá Mallorca og var fyrsti dagurinn svolítið vindasamt en þó sól.
Ég hef nú verið svolítið út úr öllum fréttum hérna undanfarið, en mun nú byrja aftur að blogga.
Það var fínt á Mallorca, nema ef undanskilið er að ferðast í flugvél er pína.
Maður er pakkað þar eins og síld í tunnu, með þröng sæti og svo var í báðum ferðunum að maður þurfti að borga fyrir að fá mat og eins að líta í blöðin.
Ég var mikið móðgaður yfir því, þar sem ég fór utan til Danmörku í Mars og fékk þá bæði blöð og mat frítt.
En það var hjá öðru flugfélagi.
Mér finnst, þar sem þetta var 4 og 1/2 tíma flug að maður gæti fengið matinn frítt, nógu mikið borgar maður fyrir farið.
Ég læt þetta nægja í þetta sinn, en nú fer ég að fylgjast með fréttum og mun láta heyra frá mér bráðum aftur.
ps. ég þakka þeim bloggurum sem samþykktu að gerast bloggvinir mínir.
Kveðja, Hörður.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2007 | 18:56
Mallorca
Saelir Bloggarar.
Hér er ég á Mallorca og komst í nettengingu svona rétt til ad geta sagt Hallo vid ykkur.
Fínt vedur hér ligg á strondinni og hef thad fínt.
Thetta er spánskt lyklabord, svo Íslensku stafirnir eru ekki nema kommur.
Heyri í ykkur seinna.
Kvedja, Hordur.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.6.2007 | 00:19
Víkingar í Hafnarfirði.
Sælir Bloggarar.
Jæja nú eru Víkingarnir komnir aftur til að taka yfir Hafnarfjörð í nokkra daga.
Þetta er orðinn árlegur viðburður og skemmtileg viðbót í menninguna hérna í norður hjara veraldar.
Ég sá nokkur bardagaatriði í fréttunum í kvöld og sýndist það vera nokkuð áhrifamikið.
Eins var sýnt brúðkaup að fornra siða.
Hafnarfjörður er orðinn einn af þekktari bæjum á Norðurlöndum sem eru með svona sýningu árlega.
Hérna koma Víkingar hvaðan æva frá Norðurlöndunum og jafnvel víðar.
Vona að það verði sýnt meira frá þeim í fréttum, en fólk getur komið og horft á sýningu þeirra næstu daga.
Læt þetta nægja.
Kveðja, Hörður.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.6.2007 | 02:55
Bíóferð.
Sælir bloggarar.
Jæja ég er byrjaður í frí og ligg mest í leti núna þessa daga heima.
Dóttir mín (14 ára) heimsótti mig þó í dag eftir að hún sótti einkunnirnar sínar.
Sonur minn (að verða 18 ára) var eitthvað upptekinn með vini sínum í dag, en hann er kominn í sumarfrí eins og ég.
Nú við (ég og dóttir mín) ákvoðum að fara í Smáralindina að fá okkur að borða og eins ætlaði hún að versla svolítið.
Nú ég gat ekki annað skoðað fyrst ég var kominn þarna, háhýsið sem er verið að byggja á Smáratorgi (20 hæða skrifstofublokk) sem verður hæsta hús á Íslandi.
Ég hef mikinn áhuga á háhýsum og var að frétta það í fréttum Stöðvar 2 í dag að það væri byrjað að byggja fyrir framan Smáralindina þ.e. Dressman 15 hæða skrifstofubyggingu.
Það hefur komið fram að þeir eru stórhuga og áætlað er að byggja fleiri háhýsi þarna við Smáralindina og jafnvel enn hærri byggingu en háhýsið við Smáratorgið.
Nú við fórum og fengjum okkur að borða Pizzu á Pizzahött. (man ekki hvernig það er skrifað.)
Svo verslaði dóttir mín einhverjar buxur og eitthvað af snyrtidóti og svo fórum við í strætó heim aftur í mjóddina.
Nú svo löbbuðum við okkur í bíó í Mjóddinni og sáum Pirates of the Carribean 3.
Það er 3 tíma mynd og var mjög gaman að sjá hana.
Hún er góð, en kannski of mikið af senum út á hafi.
Mynd no. 2 var náttúrulega frábær og kannski var of mikið til ætlast að bæta um betur, en senurnar í þessari mynd voru samt mjög góðar.
Þarna sá maður Rolling Stones manninn (man ekki í svipinn hvað heitir) sem lék föður Jack Sparrow (Jonny Depp) og var það sett inn mjög sniðuðlega.
Bardagaatriðin á seglskipunum út á sjó var tilþrifamikið og ef ég á að gefa þessu einkunn, þá er mynd no. 1 með 8, mynd no. 2. með 9.5 og mynd 3. með 9.
Þessar myndir verða klassískar tel ég.
Þó munu þær ekki verða eins vinsælar og frægar og Lord of the Rings myndirnar sem fá hjá mér No 1. 9.5 og myndir 2 og 3 fá 10 í einkunn.
Reyndar er ég búinn að verða mér út um DVD myndirnar af þeim svo ég get horft á þær þegar ég vil.
Nú svo er það einnig að frétta af mér að ég er að fara með krakkana til Mallorcu á Mánudaginn og eru þau farin að hlakka til.
Líklega mun ég ekki getað bloggað neitt af ráði, þar sem ekki er nettenging í hótelherberginu.
Mun reyna að finna Netkaffi til að heyra fréttir hérna heima og kannski aðeins að blogga.
Kveðja, Hörður.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Maí 2008
- Apríl 2008
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
- agustolafur
- astar
- dofri
- gattin
- gudbjorng
- gummisteingrims
- heiddal
- helgi-sigmunds
- hlf
- holmfridurpetursdottir
- hrannarb
- jensgud
- johanneshlatur
- joningic
- jonsnae
- kjarri
- kristjanmoller
- lara
- ollana
- possi
- prakkarinn
- presleifur
- rabelai
- reykur
- stingi
- thorarinneyfjord
- vga
- skagstrendingur
- blaskjar
- hallgrimurgisla
- harhar33
- snjolfur
- stjornuskodun
- meyerinn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar