Leita í fréttum mbl.is

Bíóferð.

Sælir bloggarar.

Jæja ég er byrjaður í frí og ligg mest í leti núna þessa daga heima.

Dóttir mín (14 ára) heimsótti mig þó í dag eftir að hún sótti einkunnirnar sínar.

Sonur minn (að verða 18 ára) var eitthvað upptekinn með vini sínum í dag, en hann er kominn í sumarfrí eins og ég.

Nú við (ég og dóttir mín) ákvoðum að fara í Smáralindina að fá okkur að borða og eins ætlaði hún að versla svolítið.

Nú ég gat ekki annað skoðað fyrst ég var kominn þarna, háhýsið sem er verið að byggja á Smáratorgi (20 hæða skrifstofublokk) sem verður hæsta hús á Íslandi.

Ég hef mikinn áhuga á háhýsum og var að frétta það í fréttum Stöðvar 2 í dag að það væri byrjað að byggja fyrir framan Smáralindina þ.e. Dressman 15 hæða skrifstofubyggingu.

Það hefur komið fram að þeir eru stórhuga og áætlað er að byggja fleiri háhýsi þarna við Smáralindina og jafnvel enn hærri byggingu en háhýsið við Smáratorgið.

Nú við fórum og fengjum okkur að borða Pizzu á Pizzahött. (man ekki hvernig það er skrifað.)

Svo verslaði dóttir mín einhverjar buxur og eitthvað af snyrtidóti og svo fórum við í strætó heim aftur í mjóddina.

Nú svo löbbuðum við okkur í bíó í Mjóddinni og sáum Pirates of the Carribean 3.

Það er 3 tíma mynd og var mjög gaman að sjá hana.

Hún er góð, en kannski of mikið af senum út á hafi.

Mynd no. 2 var náttúrulega frábær og kannski var of mikið til ætlast að bæta um betur, en senurnar í þessari mynd voru samt mjög góðar.

Þarna sá maður Rolling Stones manninn (man ekki í svipinn hvað heitir) sem lék föður Jack Sparrow (Jonny Depp) og var það sett inn mjög sniðuðlega.

Bardagaatriðin á seglskipunum út á sjó var tilþrifamikið og ef ég á að gefa þessu einkunn, þá er mynd no. 1 með 8, mynd no. 2. með 9.5 og mynd 3. með 9.

Þessar myndir verða klassískar tel ég.

Þó munu þær ekki verða eins vinsælar og frægar og Lord of the Rings myndirnar sem fá hjá mér No 1. 9.5 og myndir 2 og 3 fá 10 í einkunn.

Reyndar er ég búinn að verða mér út um DVD myndirnar af þeim svo ég get horft á þær þegar ég vil.

Nú svo er það einnig að frétta af mér að ég er að fara með krakkana til Mallorcu á Mánudaginn og eru þau farin að hlakka til.

Líklega mun ég ekki getað bloggað neitt af ráði, þar sem ekki er nettenging í hótelherberginu.

Mun reyna að finna Netkaffi til að heyra fréttir hérna heima og kannski aðeins að blogga.

Kveðja, Hörður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Jónasson

Sæll Emill.

Ég verð í 2 vikur í á Mallorca. Fer að vinna aftur 26 Júní.

Kveðja, Hörður.

Hörður Jónasson, 9.6.2007 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Jónasson
Hörður Jónasson

Höfundur býr í Reykjavík.

Áhugamál höfundar er t.d. ýmis dægurmál s.s. stjórnmál, íþróttir, samgöngumál og kvikmyndir.  Höfundur heldur með Arsenal.

Netfang: hordurj@simnet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 787

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband