Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Dægurmál

Glæsilegt hjá Degi!

Sælir Bloggarar.

Jæja nú er kosningu lokið hjá Samfylkingarfólki á Landsfundinum og eins og við var að búast stóð Jóhanna Sigurðardóttir uppi sem sigurvegari í formannsembættið með um 98% atkvæða.

En það var meira barist um varaformanninn og minn maður Dagur B. Eggertsson sigraði með 65,6% atkvæða.

Glæsilegt hjá þér Dagur! til Hamingju með varaformanns kjörið.

Kveðja, Hörður.


mbl.is Dagur nýr varaformaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjasta könnunin er frábær fyrir vinstri flokkana.

Hæ. Ég var að skoða nýjustu könnunina sem Gallup gerði um fylgi stjórnmálaflokkana.

Hún kemur glæsilega út fyrir vinnstri flokkana og er Samfylkingin stærst af flokkunum. Einnig kemur VG vel út og er það von mín að þeir starfi áfram eftir kosningar. Einnig lýst mér vel á að fylgi við Sjálfstæðisflokkinn er enn að minnka og er komið niður í 24,6%. Nú Borgaraflokkurinn (flokkur fólksins í landinu eins og þeir kalla sig) er að bæta við sig og eru nú komnir í 3,4% og líklega komast þeir yfir 5% markið sem þarf til að komast inn á þingið. Vonandi verður það þá á kostnað Sjálfstæðisflokkinn.

Kveðja, Hörður.


mbl.is VG upp fyrir Sjálfstæðisflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég vil vinstri stjórn eftir kosningar.

Sælir bloggarar.

Nú er Landsfundur VG búinn og kom þar skýr krafa að þeir vilja vinstri stjórn eftir kosningar. Ég tel að þessi minnihluta stjórn Samfylkingar og VG sem er nú við völd, hafa gengið vel og vil að þeir starfi áfram eftir kosningar.

Ennfremur vil ég nú hvíla Sjálfsstæðisflokkinn, þar sem þeir hafa verið við völd í 18 ár. Vil ég benda ykkur bloggurum á vefsíðu Össurar þar sem hann talar um erfðaprinsinn Bjarna Benediktssonar hjá Sjálfsstæðisflokkinn.

http://www.ossur.hexia.net/faces/blog/ossur.do?face=ossur&lang=is

Ég tel að Sjálfsstæðisflokkurinn hefði gott af því að vera í stjórnarandstöðu eftir næstu kosningar.

Kveðja, Hörður.


Til hamingju Samfylking!

Ég var að lesa þessa frétt í kvöld og kemur hún skemmtilega á óvart og þó, ég vissi að Samfylkingin væri sterk, en að hún væri stærsti  flokkurinn á Íslandi er mikið gleðiefni.

Nú hafa nokkrar skoðunarkannanir verið og allar hafa það spáð því að núverandi stjórnarflokkar hafi meirihluta.

Nú er Samfylkingin  með yfir 30% fylgi og er það gott. Það sem kemur í ljós er að Sjálfstæðisflokkurinn er aðeins með 26,5% fylgi og ég held að fólk sé að refsa honum fyrir sl. 18 ár í stjórn og að hafa átt þátt í bankahruninu.

Nú hafa líka borist góðar fréttir en það er að Jóhanna ætlar að bjóða sig fram til formanns. Nú er að bíða og sjá hvernig fer á Landsfundi Samfylkingar og svo er stutt í sjálfar kosningarnar.

Kveðja, Hörður.


mbl.is Samfylking og VG með samtals 55,8% - 38 þingmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vaxtaákvörðun Seðlabankans!

Hæ, þær fréttir komu í morgun að Seðlabanki Íslands hafði lækkað stýrivextir aðeins um 1% úr 18% niður í 17%.

Þetta er ótrúlega lítil breyting finnst mér í ljósi þess að atvinnuleysi er núna um 16.000 manns og auðsýnt er að verðbólga er á niðurleið.

Það hefði alveg mátt lækka stýrivexti niður í 10 - 12% án þess að hætta væri á að gengi krónunnar hrapaði.

Kveðja Hörður.


Persónukjör, til hvers núna?

Hæ, núna liggur frumvarp fyrir Alþingi um breytingar á kosningalögum um Persónukjör við næstu alþingiskosningar. Það gengur út á að flokkar geti ráði því hvort þeir hafi raðaða lista eða óraðaða og að almenningur í landinu geti stillt upp og breytt nöfnum á þeim flokki sem það kýs.

Mér finnst þetta óþarfi, þar sem hér hefur skapast sú hefð að hafa prófkjör nokkrum vikum áður en kosningar eru og getur fólk þá raðað mönnum á lista 1,2,3 ogsvr. Ef þessi persónukjör á að vera á kjördag, þá eru þessi prófkjör alveg óþörf.

Þarna er ég ósammála Lúðviki Bergvinssyni sem flytur þetta mál og er hann þó Samfylkingarmaður eins og ég. Eins held ég að þetta muni tefja talningu á atkvæðum og þarf þá fólk að bíða lengur eftir úrslitum.

Aftur á móti er ég meðmæltur frumvarpi Jóhönnu Sigurðardóttir um Stjórnlagaþing og þjóðaratkvæðagreiðslu. Það finnst mér miklu mikilvægara heldur en þessi persónukjör.

Kveðja, Hörður.


Jóhanna ótvíræður sigurvegari.

Sælir bloggarar.

Jæja þetta mikla prófkjörskvöld er nú lokið og ætla ég aðeins að fara yfir það.

Hjá Samfylkingunni hér í Reykjavík, þá kemur Jóhanna út sem ótvíræður sigurvegari og ég skora á hana að sækjast eftir að verða formaður á landsfundinum.

Það sem helst kom á óvart var að sitjandi Félagsmála- og Tryggingamála ráðherra Ásta Ragnheiður skildi falla niður í 8 sæti, en hún bauð sig fram í það 3.

Það vekur líka athygli að Sigríður Ingibjörg skildi ná í 4 sætið og öruggt þingsæti, en ég held að það sem kom henni til góða var að hún sagði sig úr stjórn Seðlabankanum og fyrir það fær hún prik. Eins bætir Helgi Hjörvar við sig.

Í suðvestur kjördæminu kom mér á óvart að Árni Páll skildi ná í 1 sætið en Lúðvík bæjarstjóri Hafnarfjarðar skildi bara ná 3 sætið. Gott hjá Katrínu að ná í 2 sætið og komast þarna upp á milli þeirra.

Ég held að Árni Páll muni gera kröfu um ráðherra sæti ef Samfylking og Vinstri Græn fara aftur í stjórn eftir kosningar. Eins mun þetta styrkja hann í varaformanninn eða jafnvel formanninn, ef Jóhanna bíður sig ekki fram, en ég vona að hún bjóði sig fram. Hún er það sterkur leiðtogi hjá okkur Samfylkingar fólki.

Kveðja, Hörður.


Hin 9 líf Kristins H. eða hvað?

Hæ, nú er komið úrslit í prófkjöri Framsóknarmanna í Norðvestur kjördæmi og vekur það athygli að Kristinn H. sem nýlega fór úr Frjálslinda flokknum yfir í Framsóknarflokkinn aftur heim, fékk afar slæma kosningu.

Hann hefur farið á milli flokka eins og hvítur stormsveipur og ávalt komið standandi niður, nema núna þegar hann féll. Líklega hefur hann verið búinn með öll sín 9 líf.

En af öðrum þarna á listanum, þá varð Guðmundur Steingrímsson í 2 sæti og getur hann vel við unað, þar sem hann skipti líka um flokk, en líkleg réði miklu að hann átti þarna rætur, þar sem faðir hans var þingmaður þarna.

Kveðja, Hörður.


Fólk fast á Hellisheiði.

Sælir bloggarar.

Jæja, enn og aftur virðist fólk ekki fara eftir viðvörunum hjá Veðurstofunni og ana út í ófærð á Hellisheiði. Ég man að svipað skeði fyrir nokkrum árum að tugir bíla sátu fastir á Hellisheiði og Þrenslunum.

Nú er þetta aftur að skéð að tugir bíla sitja fastir. Fólk ætlar aldrei að læra á þessu að ana út í ófærð á alltof litlum bílum.

Eftir því sem Veðurstofan segir þá er ekkert ferðaveður á landinu, alla vega í kvöld og nótt.

Svo fer ég að vona að þessi vetur fari nú að lina og vorið sé í nánd.

Kveðja, Hörður.


mbl.is Hellisheiði, Sandskeið og Þrengsli lokuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málþóf Sjálfstæðismanna?

Nú í dag hefur verið á dagskrá Alþingis mál um Skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og hefur umræða verið í allan dag og kvöld og er enn ekki lokið, þó klukkan sé orðin meiri en 12 á miðnætti.

Þetta er svo enn skrítnara, þar sem þetta er 3 ja umræða og mundi maður ætla að alþingismenn hefði geta verið búnir að ræða málið á fyrri stigum í 1 og 2 umræðu.

Þess vegna hafa stjórnarmenn sagt í umræðum í dag að líklega sé um málþóf af hálfu Sjálfstæðismanna vegna þess að næsta mál á eftir var á dagskrá um Stjórnarskrármál, en ég hef tekið eftir því að þeir vilja ekki ræða þetta mál og ekki heldur annað mál sem var í síðustu viku um persónukjör á kjördag.

Það er með ólíkindum að Sjálfstæðisflokkurinn ætli að tefja fyrir öllum góðum málum sem eru brýn að klára fyrir kosningum.

Nú þurfa allir alþingismenn að herða sig til að koma sem flestum málum í gegn áður en þarf að slíta þinginu.

Kveðja Hörður.


mbl.is Saka sjálfstæðismenn um málþóf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hörður Jónasson
Hörður Jónasson

Höfundur býr í Reykjavík.

Áhugamál höfundar er t.d. ýmis dægurmál s.s. stjórnmál, íþróttir, samgöngumál og kvikmyndir.  Höfundur heldur með Arsenal.

Netfang: hordurj@simnet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband