Leita í fréttum mbl.is

Jóhanna ótvíræður sigurvegari.

Sælir bloggarar.

Jæja þetta mikla prófkjörskvöld er nú lokið og ætla ég aðeins að fara yfir það.

Hjá Samfylkingunni hér í Reykjavík, þá kemur Jóhanna út sem ótvíræður sigurvegari og ég skora á hana að sækjast eftir að verða formaður á landsfundinum.

Það sem helst kom á óvart var að sitjandi Félagsmála- og Tryggingamála ráðherra Ásta Ragnheiður skildi falla niður í 8 sæti, en hún bauð sig fram í það 3.

Það vekur líka athygli að Sigríður Ingibjörg skildi ná í 4 sætið og öruggt þingsæti, en ég held að það sem kom henni til góða var að hún sagði sig úr stjórn Seðlabankanum og fyrir það fær hún prik. Eins bætir Helgi Hjörvar við sig.

Í suðvestur kjördæminu kom mér á óvart að Árni Páll skildi ná í 1 sætið en Lúðvík bæjarstjóri Hafnarfjarðar skildi bara ná 3 sætið. Gott hjá Katrínu að ná í 2 sætið og komast þarna upp á milli þeirra.

Ég held að Árni Páll muni gera kröfu um ráðherra sæti ef Samfylking og Vinstri Græn fara aftur í stjórn eftir kosningar. Eins mun þetta styrkja hann í varaformanninn eða jafnvel formanninn, ef Jóhanna bíður sig ekki fram, en ég vona að hún bjóði sig fram. Hún er það sterkur leiðtogi hjá okkur Samfylkingar fólki.

Kveðja, Hörður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Jónasson
Hörður Jónasson

Höfundur býr í Reykjavík.

Áhugamál höfundar er t.d. ýmis dægurmál s.s. stjórnmál, íþróttir, samgöngumál og kvikmyndir.  Höfundur heldur með Arsenal.

Netfang: hordurj@simnet.is

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband