Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
26.5.2007 | 23:10
Hvítasunnudagur.
Sælir Bloggarar.
Hér sit ég fyrir framan tölvuna og er að lesa fréttir af mbl.is og bloggfréttir.
Samt sem áður var ekkert sem vakti athygli mína til að skrifa um.
Þó sá ég frétt um Ingibjörg Sólrúnu Utanríkisráðherra og verður viðtal við hana í Sunnudagablaði Moggans.
Ég segi bara þetta að hún á eftir að gera það gott sem Utanríkisráðherra.
Margir eru svo á faraldsfæti núna um Hvítasunnuhelgina, en ég verð nú heima enda fer ég að vinna á morgun á Hvítasunnudag.
Það er af sem áður var, þegar ekki mátti vinna þessa frídaga eins og Föstudaginn langa, Páskadag og Hvítasunnudag.
Nú eru þessir dagar og aðrir frídagar að láta undan sinni Heilagleika og finnst mér það miður að sumu leiti.
Alltaf gott að geta fengið auka frídag frá amstri dagsins.
Önnur frétt sem ég sá frá einum bloggaranum, var að henni þótti miður að Ágúst Ólafur skyldi ekki hafa fengið Ráðherra embætti vegna þess að hann væri karl.
Það er ekki vegna þess sem hann fékk ekki ráðherraembætti, þó svo að Ingibjörg Sólrún hafi skipt Ráðherraembættum jafnt á milli kynja.
Það þurfti að huga að fleiri þættum, eins og hverjir væru í forustusætum og eins landsbyggðarþingmenn.
Þar sem 3 þingmenn voru fyrir framan hann í Rvík. (eins og hann sjálfur orðaði það), þá var þetta orðið erfitt að velja hann, þó svo hann væri varaformaður Samfylkingarinnar.
Reyndar hefur Ingibjörg sjálf sagt að Ágúst bíði mikið starf innan þings og utan, þar sem hún sjálf verður meira fjarverandi sem ráðherra.
Læt þetta nægja í bili.
ps. ég byrjaði á að skrifa án þess að hafa eitthvað fyrir framan mig, en eftir því sem á leið þá hafði ég eitthvað til að skrifa.
Ef manni finnst manni hafa ekkert til að skrifa um, þá er bara að byrja og þá kemur manni eitthvað í hug.
Þetta voru svona smá hugleiðingar.
Kveðja,
Hörður.
25.5.2007 | 16:13
Strætó!
Sælir aftur Bloggarar.
Ég get ekki orða bundist en skrifa smávegis um þessa frétt hjá mbl.is um yfirlýsingu 11 ára krakka í Hólabrekkuskóla.
Fréttin er að finna á:
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1271398
Er ég sammála þeim í megin línum.
Rétt er að ef það væri ódýrara eða ókeypis fyrir börn undir 12 ára, þá mundu fleiri ferðast með Strætó.
Eins þarf að lækka fargjald fullorðinna um t.d. 10%.
Hafa tíðara ferðir með Strætó t.d. ferðir á 15 mín. fresti.
Eins er ég á því að ríkið þarf að koma að þessu og létta álögur af Strætó.
Eins þarf Ríkið að styrkja almennissamgöngur á einhvern hátt og efla fólk til að nota Strætó með t.d. einhverskonar mengunarskatt á bíla.
Eins gætu Borgaryfirvöld lokað einstökum götum í Borginni um hádaginn til að draga úr mengun t.d. í miðborginni og hvatt borgarbúa til að nota Strætó.
Læt þetta nægja í bili og hvet ykkur til að lesa pistilinn frá krökkunum.
Kveðja, Hörður.
![]() |
Kostnaður við strætósamgöngur myndi skila sér í umhverfis- og slysavernd" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.5.2007 | 15:36
Fyrsti Ríkistjórnarfundurinn var í dag.
Sælir bloggarar.
Þá er fyrsti Ríkistjórnarfundurinn nýju stjórnarinn að baki og búið að ákveða að þing skuli koma saman á Fimmtudag í næstu viku.
Þar á meðal annars að fara yfir málefni aldraða sem er alveg bráðnauðsynlegt að skoða og leiðrétta kjör þeirra.
Nú og svo þarf nýja stjórnin að setja lög til að færa sum málefni á milli Ráðuneyta og er það viðamikið mál segja þeir.
Það verður gaman að fylgjast með því hvort Björgvin Viðskiptaráðherra fær ekki nýja skrifstofu fljótlega, eða á hann að deila húsnæði með Össuri Iðnaðarráðherra. Það hlýtur að verða leyst úr þessu eins og öðru.
Þetta er svona smá skondið svona í byrjun á ríkisstjórnarsamstarfinu. :)
Ég er líka viss um að Jóhanna á eftir að plumma sig vel í hinu nýja Velferðaráðuneyti og er mjög sáttur að Tryggingahlutinn verður fluttur til hennar Ráðuneytis.
Mörg önnur mál væri hægt að nefna eins og Tannvernd barna sem er mikilvægt að sé ókeypis eins og önnur Heilbrigðismál eru.
Ég mun reyna að fylgjast með þessu eins og hægt er, fer reyndar bráðum í frí og fljótlega í Júní fer ég og krakkarnir í 2 vikna ferð til Mallorca.
Ég fer samt með tölvuna og vonandi kemst ég í Netsamband þarna. (Reyndar hefur mér verið tjáð að ekki sé nettenging á Hótelherberginu, sem mér finnst alveg glatað).
Læt þetta gott heita í bili.
Kveðja, Hörður.
25.5.2007 | 01:24
Sammála Jón Inga að Samgöngumálin eru í góðum....
Sælir bloggarar.
Aðeins meira af Samgöngumálum.
Ég er sammála Jóns Inga blogsvinar míns að Samgöngumálin verða örugglega í góðum höndum hjá Kristjáni L Möller.
Eins og Jón Ingi sagði í sínum pistli:
http://joningic.blog.is/blog/joningic/entry/220949/
Kristján fær þann heiður að opna Héðinsfjarðargöngin og verður það örrugglega ánægjulegt þar sem hann er frá Siglufirði.
Verkefnin eru mörg hjá honum og vonandi fær hann nóga peninga til að geta framkvæmt eitthvað af þeim verkefnum sem liggja fyrir.
Hann hefur sagt að hann ætli að verða Samgönguráðherra fyrir allt landið.
Ég hef áður talið upp nokkur verkefni eins og Sundabrautina, tvöföldunar á Suðurlandsvegi og tvöföldunar á Vesturlandsvegi að Hvalfjarðarganga.
Eins þarf að búa til ný göng undir Hvalfjörð og þarf vegagerðin að semja um það við Spöl hf. ef að líkum lætum.
Nú ef ég fer svo hringferð um landið þá er ljóst að bæta þarf vegina á Vestfjörðum, klára Djúpveginn og eins þarf að taka til hendi að laga vegina í suðurhluta Vestfjarðar.
Nú Norðurlandið hefur Jón Ingi lýst aðstæðum vel þar, en í Húnavatnssýslu þá er ég á móti því að breyta veginum og færa þjóðveg 1 um Svínvetningbraut og sleppa Blönduós.
Ég vil halda í núverandi vegarstæði og efla Blönduós sem ferðabær og helst þyrftu þeir að byggja Hótel og góða aðstöðu fyrir ferðamenn nálægt brúnni þar sem ferðafólk kemur fyrst inn i bæinn.
Nú það er enn ýmis verkefni á Austurlandi sem eru ófrágengin.
t.d. þarf að gera ný Norðfjarðargöng, þar sem gömlu göngin eru orðin úreld og eru barns síns tíma.
Eins á eftir að klára að malbika þjóðveg 1 á Norðausturhorninu.
Eitthvað heyrði ég af því að það ætti að gera nýjan veg til Dettifoss, enda koma margir erlendir ferðamenn þangað árlega.
Ég man að ég fór um þennan veg fyrir svona 10 til 12 árum og var hann þá eitt þvottabretti þar sem ekki var hægt að keyra hraðar en 30 til 40 km.
Vonandi að hann sé nú orðinn betri.
Á suður hluta Austurlands hefur á undanförnum árum verið gerð tvenn göng, Fáskrúðsgöng og göng við Höfn í Hornafirði.
Ég man hvað brekkan var rosalega brött þarna þegar ég var á ferð í sumarleyfinu, en hef ekki farið í nýju göngin þarna.
Margt fleira gæti ég nefnt en læt þetta nægja í bili.
Kveðja, Hörður.
24.5.2007 | 21:23
Samgöngur frh.
Sælir bloggarar.
Ég nefndi í síðasta bloggi að ég ætlaði að ræða meira um samgöngumál í næsta bloggi.
Ég ætla reyndar eiga það inni hjá ykkur en benda ykkur á pistill hjá Stefáns Friðriks Stefánssonar um sama mál.
http://stebbifr.blog.is/blog/stebbifr/#entry-220828
Þar talar hann um Héðinsfjarðargöngin og fleira sem tilheyrir Landsbyggðinni.
Kveð að sinni.
Hörður.
24.5.2007 | 17:41
Samgöngur.
Sælir Bloggarar.
Jæja þá er ég búinn að uppfæra bloggsíðuna mína og vonandi líkar ykkur hún.
Í dag ætla ég að tala aðeins um Samgöngumál, þó svo aðalmálið í dag sé að fylgjast með þegar hinir nýju Ráðherrar taka við lyklavöldunum af fv. ráðherrum.
Ég vil enn og aftur óska Kristjáni L Möller til hamingju með Samgönguráðuneytið.
Það er margt sem bíður hans.
Ég ætla að fara aðeins yfir vegargerð sem er í gangi og/eða er áætlað að verði á næstunni. (eða því sem ég hef áhuga á).
Fyrst hérna á höfuðborgarsvæðinu, þá er í gangi að ég held að tvöfalda Reykjanesbrautina milli Kópavogs og Hafnarfjarðar. Það hefur farið lítið fyrir þessari framkvæmd í fjölmiðlum, en er engu að síðu mikilvæg hérna á höfuðborgarsvæðinu.
Þetta er partur af heildarverkinu að tvöfalda Reykjanesbrautina alla leið til Keflavíkur. Það verk er nú langt komið og stutt í að það klárist.
Ein stærsta verkefni höfuðborgarsvæðisins er að leggja Sundabrautina.
Hún hefur verið lengi í umræðunni og nokkrar leiðir verið ræddar.
Fyrst var talað um leið 3 sem var innst í voginum og mælti vegagerðin með þeirri leið. Borgin var þó á móti henni og vildi kanna aðrar leiðir.
Nú er aðallega verið að ræða að gera göng undir Elliðavoginn yfir í Grafarvoginn sem fyrsta áfanga á leið upp á Kjalarnesið.
Mér lýst vel á þetta, en er orðinn svolítið órólegur hvað þetta verkefni hefur dregist, en vonandi verður byrjað á Sundabrautinni á þessu kjörtímabili.
Annað stórt mál hérna í Reykjavík er mislæg gatnamót milli Kringlumýrabraut og Miklubraut.
Þar hafa komið ýmsir tillögur upp á borðið. Sú nýjasta er að gera þetta í samhengi við að setja miklubrautina í stokk frá Lönguhlíð að kringlunni.
Þetta er risvaxið verkefni, en vonandi verður það ekki til að seinka þessu.
En það er ekki hægt að tala um Samgöngur hérna á höfuðborgarsvæðinu, án þess að tala aðeins um almennissamgöngur.
Það er alveg til skammar hvernig komið er fyrir Strætó.
Nú á að draga enn saman og breyta strætó kerfinu og verður aðeins keyrt á hálftíma fresti í sumar og mér heyrist að sumar leiðir verði svoleiðis framvegis.
Það sem þarf að gera er að Ríki og Borg komi þarna saman og styrki almennissamgöngur hérna með ríkulega fjárframlögum til mótvægis einkabílinn.
T.d. gæti svokallaðir mengunarskattar á bíla farið í að styrkja strætó.
Þar sem við höfum ekki lestir eða raftengda vagna (eru vagnar sem eru tengdir raflínur í loft og eru notaðir víða erlendis) sem fara um bæinn, þá þarf að styrkja Strætó til að hann geti sinnt sínu hlutverki.
Læt þetta nægja um almennissamgöngur.
Aðeins meira um Samgöngur.
2 önnur verkefni þarf að fara í sem fyrst hérna á höfuðborgarsvæðinu, en það er að tvöfalda Suðurlandsveginn til Selfoss og Vesturlandsveginn að Hvalfjarðarganga.
Ennfremur þarf að tvöfalda þau göng og býst ég við að Spölur sjái um þá aðgerð.
Hlakka ég til að sjá hvernig Kristján L Möller tekur á þessum málum.
Ég mun svo flytja annan pistill um samgöngur út á landi og er þar af mörgu að taka.
Endilega ef þið hafið skoðun á þessum málum, þá skrifið í athugsemdir.
Kveðja,
Hörður.
23.5.2007 | 01:59
Glæsileg Ríkisstjórn!
Heilir og sælir félagar.
Nú er vitað hverjir verða Ráðherrar í hinni nýju Ríkisstjórn.
Ég ætla ekki mikið að ræða um ráðherraval Sjálfstæðisflokksins, (hefði mátt verða meiri breytingar), en ætla að ræða meira um Ráðherraval Samfylkingarinnar.
Allt er þetta hið glæsilegasta fólk og er ég einna ánægðastur með að sjá Jóhönnu sem Félagsmálaráðherra.
Þar er ég innilega sammála Bloggvini mínum Emil.
Það verður gaman að fylgjast með henni sem ráðherra.
Ég er viss um að hún á eftir að taka til hendinni í Tryggingamálum fyrir öryrja og aldraða og laga þessa arfavitlausu tekjutengingu.
Össur sem Iðnaðarráðherra:
Þetta verður afar erfitt ráðuneyti, en ég er viss um að Össur mun ráða við það.
Hann ætlar að sætta þá sem halda með náttúruvernd og þeirra sem aðhyllast stóriðju.
Það verður erfitt, en hann ætlar að stíga varlega til jarðar (eins og hann orðaði það) og er ég viss um að hann hefur náttúruvernd að sjónarmiði, þegar hann þarf að taka ákvarðanir.
Ingibjörg sem Utanríkisráðherra:
Að sjálfsögðu tekur hún við þessu ráðuneyti, sem er talið vera annað af mikilvægustu ráðuneytunum.
Hún mun plumma sig vel þarna.
Kristján Möller sem Samgönguráðherra:
Það verður mjög athyglisvert að fylgjast með honum.
Þetta er einnig sá málaflokkur sem ég sjálfur hef mestan áhuga á.
Björgvin sem Viðskiptaráðherra:
Það kom svolítið á óvart að það var ákveðið að slíta í sundur Iðnaðar- og Viðskiptaráðuneytið.
Nú verður lagt meiri áhersla á það.
Ég er viss um að hann muni koma vel út.
Ég var að vísu ekki búinn að spá honum Ráðherrasæti, (hélt að Ágúst Ólafur yrði ráðherra, en hann verður formaður þingflokksins), en ég óska honum velfarnaðar.
Þórunn sem Umhverfisráðherra:
Þetta var fyrirsjáanlegt og óska ég henni til hamingju með nýja starfið.
Að síðustu vil ég óska öllum hinum nýju Ráðherrum til hamingju með starfið.
Ég er afar ánægður og bíð spenntur að sjá hina nýju stjórn að störfum.
Kveðja, Hörður.
22.5.2007 | 13:22
Ný Ríkisstjórn.
Jæja nú er ég kominn af stað með Bloggin mín.
Reyndar gekk þetta hálf brösuglega í byrjun, þar sem ég var ekki að nota Internet Exploret.
Eftir nokkrar tilraunir til að vista mitt fyrsta blogg þá fattaði ég að fara á IE7.
Þá gekk allt að óskum.
Jæja en að allt öðru. Nú virðist sem þessi nýja Stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sé að fæðast og er ég mjög ánægður með það.
Spennandi verður að fylgjast með því í kvöld hverjir verða valdir sem nýjir Ráðherrar.
Ég verð að vísu að vinna (vinn hjá Olís), en það er sjónvarpsskjár í vinnunni, þannig að maður getur fylgst með öðru auganu á meðan maður afgreiðir kúnnana.
Læt þetta nægja í bili.
Hlakka til að fara að skrifa um samgöngumál og skipulagsmál t.d. áhuga minn fyrir háhýsum hérna á höfuðborgarsvæðinu.
Kveðja, Hörður.
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Maí 2008
- Apríl 2008
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
-
agustolafur
-
astar
-
dofri
-
gattin
-
gudbjorng
-
gummisteingrims
-
heiddal
-
helgi-sigmunds
-
hlf
-
holmfridurpetursdottir
-
hrannarb
-
jensgud
-
johanneshlatur
-
joningic
-
jonsnae
-
kjarri
-
kristjanmoller
-
lara
-
ollana
-
possi
-
prakkarinn
-
presleifur
-
rabelai
-
reykur
-
stingi
-
thorarinneyfjord
-
vga
-
skagstrendingur
-
blaskjar
-
hallgrimurgisla
-
harhar33
-
snjolfur
-
stjornuskodun
-
meyerinn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar