Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
27.7.2007 | 23:55
Truflanir á Stöð 2.
Sælir Bloggarar.
Ég get ekki orða bundið en bloggað/skrifað um þessa frétt.
Ég hef núna í 2 daga aðeins séð brot að dagskrá 365, þar sem einhverjar truflanir hafa verið á myndlykli 365.
Ég hef hringt 2svar í þá og fengið þau svör að það séu truflanir í dreifikerfinu.
Núna les ég svo á Mbl.is að ástæðan sé óleyfilegar útsendingar sem trufli tíðnisvið Digital Ísland.
Það skyldi þó ekki vera út af því að einhverjir ætli sér að ná Sýn 2 (Enska boltanum) ókeypis og láta okkur öll hin blæða á höfuðborgarsvæðinu?
Þetta er að verða óþolandi ástand, þar sem ég er nú með Silver áskrift og verð með Gull áskrift þegar Sýn 2 kemur í Ágúst.
Vonandi að þeir komist fyrir bilunina sem fyrst.
Samt skrítið að þeir geti ekki opnað fyrir allar stöðvar á meðan verið er að finna truflunina.
Ef þetta gengur svona áfram, þá eiga þeir eftir að missa fullt af áskrifendum.
Kveðja, Hörður.
![]() |
Óleyfilegar útsendingar trufla tíðnisvið Digital Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.6.2007 | 01:45
Kominn frá Mallorca!
Heilir og sælir bloggarar.
Nú er ég kominn frá Mallorca og var fyrsti dagurinn svolítið vindasamt en þó sól.
Ég hef nú verið svolítið út úr öllum fréttum hérna undanfarið, en mun nú byrja aftur að blogga.
Það var fínt á Mallorca, nema ef undanskilið er að ferðast í flugvél er pína.
Maður er pakkað þar eins og síld í tunnu, með þröng sæti og svo var í báðum ferðunum að maður þurfti að borga fyrir að fá mat og eins að líta í blöðin.
Ég var mikið móðgaður yfir því, þar sem ég fór utan til Danmörku í Mars og fékk þá bæði blöð og mat frítt.
En það var hjá öðru flugfélagi.
Mér finnst, þar sem þetta var 4 og 1/2 tíma flug að maður gæti fengið matinn frítt, nógu mikið borgar maður fyrir farið.
Ég læt þetta nægja í þetta sinn, en nú fer ég að fylgjast með fréttum og mun láta heyra frá mér bráðum aftur.
ps. ég þakka þeim bloggurum sem samþykktu að gerast bloggvinir mínir.
Kveðja, Hörður.
10.6.2007 | 00:19
Víkingar í Hafnarfirði.
Sælir Bloggarar.
Jæja nú eru Víkingarnir komnir aftur til að taka yfir Hafnarfjörð í nokkra daga.
Þetta er orðinn árlegur viðburður og skemmtileg viðbót í menninguna hérna í norður hjara veraldar.
Ég sá nokkur bardagaatriði í fréttunum í kvöld og sýndist það vera nokkuð áhrifamikið.
Eins var sýnt brúðkaup að fornra siða.
Hafnarfjörður er orðinn einn af þekktari bæjum á Norðurlöndum sem eru með svona sýningu árlega.
Hérna koma Víkingar hvaðan æva frá Norðurlöndunum og jafnvel víðar.
Vona að það verði sýnt meira frá þeim í fréttum, en fólk getur komið og horft á sýningu þeirra næstu daga.
Læt þetta nægja.
Kveðja, Hörður.
4.6.2007 | 17:35
Meira um Breiðholtslaugina.
Sælir Bloggarar.
Aðeins meira um Breiðholtslaugina.
Ekki er ég sammála einum bloggvini mínum að láta loka lauginni.
Eins og ég sagði í gær um stækkun á Breiðholtslaugina, þá get ég aðeins skýrt fyrir ykkur þeim hugmyndum sem ég hef um það sem ég kalla "Vatnsrennibrautargarð eða Vatnsleikjagarð".
Mínar hugmyndir eru þær að þær séu undir þaki sem mundi verða á milli íþróttahússins í Austurbergi og að hinni nýju 25 metra innilaug (sem er mín hugmynd).
Ég hafði hugsað mér að þetta væri hvolþak, hæst í miðjunni með um 5 metra hárri súlu eða "sveppi" sem sprautað mundi vatni niður í stóran pott.
Þess má geta að svona "sveppur" að vísu lítill er í Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði.
Mínar hugmyndir eru síðan að hafa 2 til 3 gerðir að Vatnsrennibrautir fyrir krakka mismunandi stórar.
Líka væri mín hugmynd að hafa stóran gosbrunn cirka 3-4 metra þarna,
Þær súlur sem mundi halda hvolþakinu uppi væri síðan hægt að skreyta í mörgum mislitum litum t.d. gulum, rauðum, grænum og bláum eins og Regnboginn er.
Hliðin sem mundi snúa að lauginni sjálfri (25 metra djúpulauginni) væri með stóra og mikla glerbygging sem skreytt væri stórri mynd af Reykjavík.
Síðan væri plantað nokkrum Pálmatráum og hafðir bekkir fyrir fólk og eins kaffihús og eða sjoppa þar sem fólk gæti fengið sér bita.
Svo mætti hafa á hinum veggnum sem snýr að Leikni t.d. nokkur fiskabúr sem fólk gæti skoðað. Þarna væri hægt að hafa smá vísi af fiskasafni svona sýnishorn af þeim fiskitegundum sem við höfum hérna við Íslandsstrendum.
Margt fleira þyrfti þá að taka í gegn ef þetta yrði af veruleika eins og með að endurnýja búningsklefa ogfl.
Að sjálfsögðu yrði að rukka sérstaklega inn í þessa Vatnsrenniparadís og gæti þetta orðið svona.
a) Fólk keypti aðgang að sjálfri lauginni.
b) Fólk keypti aðgang að lauginni og tækjasal.
c) Fólk keypti aðgang að lauginni og gufubað (eins gæti verið að fólk vildi kaupa aðgang að tækjasal.)
d) Fólk keypti aðgang að lauginni og hinni nýju Vatnsrennibrautarparadísar.
Sérstakt armband yrði gert sem fólk mundi nota til að komast inn í hina nýju Vatnsrennibrautarparadísar.
Mín tillaga yrði að fyrsta árið yrði hærra gjald eða heill dagur væri um 1.000 kr. en mundi lækka á öðru ári, eftir því sem meiri innkoma kæmi inn.
Þarna væri tildæmis hægt að hafa hópa til einkasamkvæma en þó aðeins eftir kl: 20 á kvöldin.
Vatnsrennibrautarparadísin væri þó opinn eins og lauginn eða til kl:22 á kvöldin.
Held að ég hafi náð að skýra mínar hugmyndir með þessarri grein og eins með síðustu.
Næsta grein mun ég fjalla um sameiningu fótboltafélagsins Leiknis og ÍR hérna í Breiðholti.
Kveðja, Hörður.
4.6.2007 | 04:46
Framtíð Breiðholtslaugar!
Sælir bloggarar.
Núna í gúrkutíðinni, er ekki úr vegi að skoða ýmis skipulagsmál, samgöngumál og/eða byggingar.
Í dag ætla ég að viðra mínar skoðanir um framtíð Breiðholtslaugar, sem ég stunda alltaf annað slagið.
Ég get séð fyrir mér ýmsar breytingar þarna.
Breiðholtslaug og þau Íþróttamannvirki sem eru þarna hafa þó nokkuð úr landsvæði til að nýta betur.
T.d. væri hægt að byggja þannig að Breiðholtslaug væri eins og torg í miðjunni, þ.e. að klára að byggja sunnan megin við og loka þá U-inu.
Best væri ef Leiknir myndi sameinast ÍR og flytti sína starfsemi í mjóddina og þá skapaðist mikið landrími sem væri hægt að nota undir Íþróttabyggingar og stækkun á Breiðholtslaug.
En þótt Leiknir væri þarna áfram, þá væri hægt að stækka Breiðholtslaugina.
Það sem helst þyrfti að gera, væri:
1. Byggja við innilaugina aðra innilaug stærri eða 25 metra laug + tækjasal. Þarna mætti koma fyrir sundknattleik + betri aðstaða fyrir Ægir sundfélagið.
2. Taka þyrfti einnig niður núverandi rennibrautir (sem væri fyrir skipulagi og nýrri byggingu) og þá væri hægt að byggja Vatnsrennibrautagarð með nokkrum pottum, litlum rennibrautum, ýmsar tillögum af goshverum ofl.
Þar væri hægt að hafa kaffihús og eða sjoppu fyrir sundlaugagesti og eins væri hægt að planta nokkrum Pálmatráum þarna þannig að gestir myndu fíla sig eins og þeir væru í útlöndum.
Þessi bygging næði frá núverandi íþróttahúsi í Austurbergi og að tilvonandi innilaug sem væri þar sem núverandi rennibraut er.
Þannig væri búið að loka hringnum, þar sem núverandi laugar og pottar eru og yrði þá miklu skjólbetra þarna fyrir vindi.
Ég tel vera nóg pláss þarna til að byggja meira og gera Breiðholtslaugina flotta og nútímalega. Aðstaðan er fyrir hendi þarna, það er bara að láta hugmyndirnar flæða og sjá hvað hægt væri að gera þarna.
Svo ég tali nú ekki um ef fótboltaliðið Leiknir myndi flytja sig.
Þá væri hægt að byggja betra íþróttamannvirki fyrir bæði Handbolta og Körfubolta og fleiri íþrótta starfssemi.
Þetta eru mínar hugleiðingar til að bæta Breiðholtslaugina.
Kveðja, Hörður.
2.6.2007 | 04:14
Ágúst Ólafur formaður Viðskiptanefndar.
Sælir bloggarar.
Ég hef nú verið að vinna kvöldvaktir, svo ég hef ekki getað fylgst nógu vel með blogginu sl. 1-2 daga.
Held samt að enginn skaði sé skeður.
Er að skoða bloggið núna og fór inn á bloggsíðu Ágústar Ólafar.
Þar segir hann frá þeim verkefnum sem hann fékk og biður menn að sofa alveg rólega yfir velferð sinni.
Ég ætla að taka hann á orðinu, líka vegna þess að ég er fylgismaður Samfylkingarinnar.
Nú kemur það í ljós að það var hans vilji að verða formaður Viðskiptanefndar og fékk hann það.
Ég óska honum til hamingju með það og þau önnur störf sem hann fær.
Ég get núna sofið rólegur eins og allir aðrir ættu líka að geta gert.
Ágúst segist vera ánægður með þau störf sem honum hafa verið fólgin.
Kær kveðja,
Hörður.
30.5.2007 | 22:12
Innilegar samúðarkveðjur vegna fráfalls Ástu.
Þar sem ég er einn af bloggurum hérna á mbl.is vil ég biðja fjölskyldu og ættingjum Ástu innilegar samúðarkveðjur vegna fráfalls hennar.
Þó að ég sé frekar nýr hérna á blogginu, þá hef ég heyrt að hún hafi verið mikil dugnaðarforkur hérna á blogginu.
Kveðja, Hörður.
![]() |
Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir látin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.5.2007 | 21:47
Arkitektakeppni um skipulag Lækjartorgreitsins.
Rak augun í þessa frétt.
Nú er rétti tíminn til að koma með margar mismunandi tillögur.
Ég er á því að það mætti nýta lóðirnar meira með hærri húsum eins og er í Lækjargötu.
T.d. mætti byggja á Austurstræti 22 (Prada húsið) 3 hæða hús sem mundi verða sérstakt (skúlptúr) í laginu, sem væri eftirminnilegt.
Eins væri hægt að byggja yfir Lækjartorg svo það væri skjól fyrir vindum.
Þar væri þá hægt að hafa markað og kaffihús.
Nú svo verður gaman að sjá þegar verður búið að byggja upp Tónlistarhúsið og allar byggingarnar sem því tilheyrir.
Ég hef ekki rekist á teikningu af því á Morgunblaðinu og mbl.is
Ég mun seinna ræða betur um það áhugamál mitt um háhýsi hérna á höfuðborgarsvæðinu.
Kveðja, Hörður.
![]() |
Lækjartorg, Stjórnarráðið og Bernhöftstorfan myndi sterka heild |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.5.2007 | 20:57
Hvað verður um Ágúst Ólaf?
Sælir bloggarar.
Ég var að lesa þá frétt á mbl.is að Lúðvík Bergvinsson hefði verið kjörinn formaður þingflokks Samfylkingarinnar.
Ég get svo svarið að ég hélt að þetta sæti hefði verið frátekið handa Ágúst Ólaf.
Þá fer að fækka titlum sem hann getur fengið, því ekki var hann varaformaður þingflokksins eða ritari.
Þá eru eftir formenn í hinum ýmsum nefndum, en kosið verður í þær á morgun fimmtudag, þegar þing kemur saman.
Feitasti bitinn í nefndunum er formaður Fjárlagagerðar sem kom í hlut Samfylkingarinnar og vonandi fær hann þá stöðu.
Ég bíð spenntur að sjá niðurstöðuna!
Kveðja, Hörður.
![]() |
Lúðvík kjörinn þingflokksformaður Samfylkingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.5.2007 | 01:08
Norðlingaölduveita.
Sælir Bloggarar.
Ég verð að segja að ég varð jafn hissa og Össur og Jón Ingi blogg vinur minn á því að Landsvirkjun skildi halda að þeir gætu enn reynt að virkja.
Bæði Össur og Jón Ingi (sjá hvað Jón Ingi sagði um þetta):
http://joningic.blog.is/blog/joningic/entry/223219/#comment380709
taka það skýrt fram að það sé tekið fram í stjórnarsáttmálanum að ekki verði ráðist í Norðlingaölduveitu. (tek þó fram að ég sjálfur hef ekki lesið stjórnarsáttmálann, en heyrt margt úr honum á undanfarna daga).
Mun fylgjast með þessu máli.
Kveðja, Hörður.
![]() |
Össur segir ríkisstjórnina ekki munu ráðast í Norðlingaölduveitu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Maí 2008
- Apríl 2008
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
-
agustolafur
-
astar
-
dofri
-
gattin
-
gudbjorng
-
gummisteingrims
-
heiddal
-
helgi-sigmunds
-
hlf
-
holmfridurpetursdottir
-
hrannarb
-
jensgud
-
johanneshlatur
-
joningic
-
jonsnae
-
kjarri
-
kristjanmoller
-
lara
-
ollana
-
possi
-
prakkarinn
-
presleifur
-
rabelai
-
reykur
-
stingi
-
thorarinneyfjord
-
vga
-
skagstrendingur
-
blaskjar
-
hallgrimurgisla
-
harhar33
-
snjolfur
-
stjornuskodun
-
meyerinn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar