Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Stjórnlagaráðið er byrjað að starfa.

Sælir bloggarar.

Vildi láta ykkur aðeins vita að Stjórnlagaráðið er byrjað að starfa. Búnir eru 4 fundir og hægt að fylgjast með á www.stjornlagarad.is  Ég vona að það komi margt gott frá þeim og sérstaklega að þeir hugi að því að láta og tali skýrt um það að auðlindir okkar séu í þjóðareign. Sérstaklega á þetta við um sjávarútvegsmálin.

Önnur hugmynd (mín persónuleg) er að Forsætisráðherra verði kosinn beinni kosningu og að ráðherrar verði ekki þingmenn á þinginu. Þeir verði að kalla inn varamenn á þingið til að þingmenn verði 63.

Smá upplýsingar til að láta ykkur fylgjast með.

kv. Hörður.

ps. smá leiðrétting á link.


LÍÚ heldur atvinnulífinu í gíslingu.

Sælir bloggarar.

Það er hreint með ólíkindum sem LÍÚ mafían er að gera núna, en það er að halda atvinnulífinu í gíslingu til að neyða Stjórnvöld til að hætta við breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Ég tel að það eigi ekki að blanda þessu tvennu saman. Stjórnvöld eru semja nýtt frumvarp um kvótakerfið sem mun verða tilbúið í næsta mánuði.

Nú þarf ASÍ að fara í hart og neyða SA til samninga og láta þá hætta að hugsa um pólitík og fara að semja svo friður komist á vinnumarkaðnum.

kv. Hörður.


mbl.is Ósvífni og hreint ofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húrra fyrir ASÍ.

Sælir Bloggarar.

Jæja loksins, loksins kom gamla góða Verkalýðshreyfingin sem maður man frá dögum Gvend Jaka að ASÍ léti ekki Vinnuveitendur kjöldraga sig.

Ég hef alltaf haft þá skoðun að ASÍ eigi ekki að vera með of mikla vinalæti við SA. Þeir eru jú höfuðóvinir og hafa alltaf verið og þess vegna hef mér fundist alltaf skrítið þegar þeir hafa farið saman til Ríkistjórnarinnar með kröfur sínar. Kröfur ASÍ og SA eru jú ólíkar að flestu leiti.

En nú í kvöld kom ASÍ til baka og lét ekki SA teyma sig í einhverja vitleysu. Hjá SA er þetta bara pólitík, þar sem þeir eru Sjálfstæðismenn og LÍÚ er líka með þeim. Þeir vilja enga samninga nema að stjórnin falli frá hugmyndum á breytingu á kvótakerfinu. Þeir vilja nefnilega eiga kvótann um aldur og ævi. En að sjálfsögðu á þjóðin öll auðlegðina sem er í sjónum, en ekki LÍÚ.

SA er ekki að hugsa um fólkið í landinu, heldur um sjálfa sig. Ég vona að ASÍ haldi áfram að standa með launafólkinu og ekki gefa tommu eftir.

kv. Hörður.


mbl.is Viðræðuslit í Karphúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott hjá Guðríði Lilju að styðja stjórnina.

Það kom í ljós í atkvæðagreiðslunni að Guðríður Lilja styður stjórnina. Hún tekur þessa viturlega ákvörðun og segist horfa til framtíðar en ekki spá meira í fortíðinni. Enda eru mörg stór sem smá mál sem þarf að leysa áður en kosið verður. Þetta var mikill sómi hjá þér og er ég stoltur af þér.

kv. Hörður.


mbl.is Guðfríður Lilja andvíg vantrauststillögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnin hélt velli.

Sælir bloggarar.

Nú í kvöld var greidd atkvæði um vantraust á Ríkisstjórnina og hélt hún velli með 32-30 og 1 sat hjá. Í ljós kom að Ásmundur E Daðason styður ekki Ríkisstjórnina. Tillagan var skipt í tvennt, annars vegar var kosið um Vantraustið og hins vegar var kosið um þingrof og kosningar og var það fellt með 36-22 og 5 sátu hjá.

Ég er feginn að Sjálfstæðisflokkurinn vann ekki. Það hefði verið mikið slys ef við í ofanálag við úrslit Icesafe að fá 3-4 mánaða stjórnmálaóróa og ég held að kosningar núna hefðu ekki verið það besta sem koma skal.

Það er ýmislegt sem eftir er að gera, áður en kosið er t.d. á Stjórnlagaráðið eftir að koma með sínar tillögur um breytingar á Stjórnarskránni og vonandi fáum við að kjósa um þær, þegar þar að kemur. Ýmislegt fleira þarf að gera og svo eru aðilar vinnumarkaðarinnar eftir að semja sem ég vona að verði fljótlega. Mörg mál eru nú í þinginu og þarf að klára sem mest af þeim.

Læt þetta nægja í bili, en tjái mig síðar um stjórnarsamstarfið.

kv. Hörður.


Verðum að standa saman og tala einum rómi.

Góðan daginn bloggarar.

Núna í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar þar sem nei hlaut 60%, þá er mikilvægt að við stöndum upp og hættum að karpa og stöndum saman og tölum einum rómi hér heima og út á við. Ég viðurkenni að maður var svolítið sár eftir úrslitin, þar sem maður hélt að við gætum ekki gert betri samning og hættan við að segja nei, var sterk og áhættan við að Bretar og Hollendingar færu með málið til dómstóla.

Maður verður að vera fljótur að jafna sig og nú dugar ekkert annað en að Íslendingar standi saman og tali einum rómi og verjist öllum ágangi erlendra fjölmiðla og ríkja, sem ekki þekkja til.

Eins og kom fram í yfirlýsingu Forsetans, þá er ekki þannig að Bretar og Hollendingar fái ekki neitt upp í sínar kröfur. Heldur er áætlað að úr þrotabúi Landsbankans geti komið allt að 1.000 milljarðar og að fyrstu greiðslur komi í sumar.

Eins vona ég að þessi úrslit komi sér ekki ílla fyrir kjaraviðræðurnar sem eru á fullu núna. Ég ætla að vera bjartsýnn á að þetta fari allt á betri veg og atvinnulífið fari að rúlla vel af stað. Reyndar nefndi Forsetinn að það væri margt að gerast í atvinnulífinu sem væri uppbyggilegt og það er gott.

Læt þetta nægja í bili og vona það besta fyrir okkur Íslendinga.

kv. Hörður.


Stjórnlagaráðið er málið.

Sælir bloggarar.

Ég hef verið í löngu fríi við að skrifa á bloggsíður, en það þýðir ekki að ég fylgist ekki með umræðunni.

Ég hef fylgst með Stjórnlagaþingskosningunum, síðan þegar þær voru ógildar af Hæstarétti sem mér fannst miður og svo þessu nýjasta að þeir 25 fulltrúar sem voru kosnir, skulu vera í henni nýju Stjórnlagaráði sem Alþingi ætlar að leggja fram. Ég styð það, enda ef það ætti að kjósa um það aftur, þá mun það tefja allt ferlið og eins kostar það okkur þjóðina nokkur hundruð milljónir að kjósa aftur um þetta. Þannig að þetta er besta leiðin.

Þess vegna er ég undrandi á því að margir eru á móti þessu og sérstaklega nokkrir stjórnarliðar eins og Ögmundur og Lilja Mósefsdóttir.

Ég veit að það hlakkar í Sjálfstæðisflokknum, þar sem þeir eru yfirhöfuð á móti breytingum á Stjórnarskránni. Sérstaklega eru þeir á móti því að þjóðin eigi auðlindirnar í sjónum, þar sem þeir eru tengdir LÍÚ sem vilja að kvótaeigendur eigi fiskinn í sjónum en ekki þjóðin.

Ég vona að þessi tillaga komist í gegnum þingið, þannig að það sé hægt að byrja að breyta Stjórnaskránni og málið tefjist ekki lengur. Nú verður þjóðin að bretta upp ermina og klára þetta svo Sjálfstæðisflokkurinn fái ekki að ráða þessu.

 


Forsetinn undir feld. Hann hlýtur að hafna Icesave.

Sælir bloggarar.

Ég vil byrja á því að óska öllum bloggurum Gleðilegs Nýtt ár og þakka fyrir það gamla. Ég hef verið í smá fríi hérna í blogginu en er enn lifandi. ha.ha.

Ég hef fylgst með Icesave eins og aðrir og hef oft horft á Þingið að störfum.

Eitt fannst mér skrítið við atkvæðagreiðsluna en það var að Lilja Mósesdóttir og Ögmundur sögðu nei við Þjóðaratkv. greiðsluna en höfnuðu svo sjálfum lögunum um ríkisábyrgð. Það er ekkert samræmi í þessu.

En nú er málið komið til Forsetans og það er hans að hafna eða samþykkja. Ég skal viðurkenna að ég skrifaði mig á undirskriftalistans hjá InDefens til að skora á Forsetans að hafna lögunum.

Ég hef verið að velta því fyrir mér hvað gerist ef Forsetinn hafnar Icesave.

1. Stjórnarflokkarnir gætu kallað saman þingið og eins og Davíð gerði með Fjölmiðlalögin að taka þau til baka og þá taka lögin frá því í Ágúst gildi. Þá væri gott hjá þeim í framhaldinu að skipa þingnefnd allra flokka til að fara til Bretlands og Hollands til að kynna afstöðu Íslands og koma skoðunum Íslendinga til skila og vita hvort þeir vilji ekki samþykkja lögin frá því í Ágúst með þeim fyrirvörum sem þar voru.

2. Að kalla saman þingið og taka lögin aftur og samþykkja þjóðaratkv.greiðslu sem allir flokkar væru sammála og sýna þannig Bretum og Hollendingum hug okkar, þar sem örrugglega er meirihluti þjóðarinnar fyrir að hafna lögunum.

3. Að láta þjóðaratkv.greiðsluna frá Forsetanum fara fram en óska eftir að stjórnarandstæðan komi að stjórn og samið verið um þjóðstjórn til a.m.k. eins árs, áður en kosningar fari fram. Þetta geri stjórnin vegna þess að þeir veri viss um að þjóðin hafni lögunum.

4. Að gera ekkert og láta þjóðaratkv.greiðsluna fara fram en þá verður stjórnin að fara frá ef þjóðin hafnar lögunum. Þetta er heldur ólíklegt að stjórnin geri.

Alla vega verður gaman að fylgjast með næstu daga.

Kveðja, Hörður.


Hvaða stefnu á Ísland að taka?

Sælir bloggarar.

Það er margt að gerast hjá okkur þessar vikurnar. t.d. Fjárlagahallinn, skattamálin, Icesave, alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, ESB umsókn og margt fleira.

Maður hefur verið að ræða við fólk og heyrt ýmsar skoðanir sem eru uppi núna og eins líka skoðanir sem ekki hafa farið hátt ennþá.

Hér ætla ég að reyfa nokkra leiðir /stefnu sem Ísland gæti tekið en sumt eru rótækar hugmyndir pólitísk.

Ég tek fram að þetta eru ekki mínar hugmyndir, heldur er ég að reyfa þessar hugmyndir eftir öðrum og bæti kannski mínum svona inn í.

Tillaga 1: Það er sú stefna sem núverandi Stjórnarflokkar hafa, þ,e. að samþykkja Icesave og að hafa Alþj. gjaldeyrissj. með í ráðum og nota lánin sem við fáum frá þeim í varasjóð handa Seðlabankanum til að halda uppi Ísl. krónunni. Hækka skatta og skera niður í ríkismálum þ.e. blandaða leið. Senda inn ESB umsókn og vera miklir Evrópusinnar. Eins að taka upp Evru.

Tillaga 2: Það er Norska leiðin, þ.e. leið Framsóknarflokksins, sem vill hafna Icesave og reka Alþj. gjaldeyrissj. burt og fá í staðinn lán frá Noregi. Reyndar hef ég ekki heyrt frá þeim að taka upp Norsku krónuna, en man eftir að Steingrímur j. Fjármálaráðherra var fylgjandi því sl. vor og vetur, en nú heyrist ekkert frá honum um það.

Tillaga 3: Að snúa sér til USA og taka upp dollara í stað Ísl. krónunnar. þ.e. að hafna Icesave og reka burt Alþj. gjaldeyrissj. Mér var tjáð að við gætum tekið upp dollarann á aðeins nokkrum vikum og um leið hætt að eyða varasjóð Seðlabankans í að styrkja Ísl. krónuna og t.d. nota lánin í að rétta við ríkiskassann. Eins gætum við farið að semja um að ganga inn í NAFTA samtök mið-og Norður Ameríku ríkja.

Allt eru þetta stór pólitískar leiðir og gaman að velta sér upp úr þeim. Ekki ætla ég að seigja hvaða leið sé best, þar sem ég hef ekki þekkingu til þess. Þetta eru samt leiðir sem vert er að hugsa um.

Kveðja, Hörður.


Ánægjulegar fréttir ef allt gengur eftir.

Sælir bloggarar.

Var að lesa þessa frétt. Hún er allt önnur en birtist fyrir nokkrum dögum um útboð á vegum Vegagerðarinnar, þar sem engar framkv. voru.

Hér er allt annar tónn kominn í umræðu og bjartsýnn. Nú hefur Ríkisstjórnin samþykkt tillögu samgönguráðherra um næstu skref. Vonandi gengur þetta allt eftir og eins að samningar við lífeyrissjóðina verði lokið sem fyrst og með jákvæðum hætti.

Kveðja, Hörður.


mbl.is Samgönguframkvæmdir undirbúnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hörður Jónasson
Hörður Jónasson

Höfundur býr í Reykjavík.

Áhugamál höfundar er t.d. ýmis dægurmál s.s. stjórnmál, íþróttir, samgöngumál og kvikmyndir.  Höfundur heldur með Arsenal.

Netfang: hordurj@simnet.is

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband