Leita í fréttum mbl.is

Hvaða stefnu á Ísland að taka?

Sælir bloggarar.

Það er margt að gerast hjá okkur þessar vikurnar. t.d. Fjárlagahallinn, skattamálin, Icesave, alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, ESB umsókn og margt fleira.

Maður hefur verið að ræða við fólk og heyrt ýmsar skoðanir sem eru uppi núna og eins líka skoðanir sem ekki hafa farið hátt ennþá.

Hér ætla ég að reyfa nokkra leiðir /stefnu sem Ísland gæti tekið en sumt eru rótækar hugmyndir pólitísk.

Ég tek fram að þetta eru ekki mínar hugmyndir, heldur er ég að reyfa þessar hugmyndir eftir öðrum og bæti kannski mínum svona inn í.

Tillaga 1: Það er sú stefna sem núverandi Stjórnarflokkar hafa, þ,e. að samþykkja Icesave og að hafa Alþj. gjaldeyrissj. með í ráðum og nota lánin sem við fáum frá þeim í varasjóð handa Seðlabankanum til að halda uppi Ísl. krónunni. Hækka skatta og skera niður í ríkismálum þ.e. blandaða leið. Senda inn ESB umsókn og vera miklir Evrópusinnar. Eins að taka upp Evru.

Tillaga 2: Það er Norska leiðin, þ.e. leið Framsóknarflokksins, sem vill hafna Icesave og reka Alþj. gjaldeyrissj. burt og fá í staðinn lán frá Noregi. Reyndar hef ég ekki heyrt frá þeim að taka upp Norsku krónuna, en man eftir að Steingrímur j. Fjármálaráðherra var fylgjandi því sl. vor og vetur, en nú heyrist ekkert frá honum um það.

Tillaga 3: Að snúa sér til USA og taka upp dollara í stað Ísl. krónunnar. þ.e. að hafna Icesave og reka burt Alþj. gjaldeyrissj. Mér var tjáð að við gætum tekið upp dollarann á aðeins nokkrum vikum og um leið hætt að eyða varasjóð Seðlabankans í að styrkja Ísl. krónuna og t.d. nota lánin í að rétta við ríkiskassann. Eins gætum við farið að semja um að ganga inn í NAFTA samtök mið-og Norður Ameríku ríkja.

Allt eru þetta stór pólitískar leiðir og gaman að velta sér upp úr þeim. Ekki ætla ég að seigja hvaða leið sé best, þar sem ég hef ekki þekkingu til þess. Þetta eru samt leiðir sem vert er að hugsa um.

Kveðja, Hörður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég er eindregið fylgjandi leið númer 1 og tel hana besta. Leið 2 er mun lakari og getur varið verulega torsótt ef ekki ófær. Leið 3 huggnast mér alls ekki, en varið vara að toga okkur til þannig þjóðfélags árin fyrir kreppuna með aukinni misskiptingu.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.11.2009 kl. 16:14

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Sæll Leið 4 efla innlenda framleiðslu ulla á heiminn og vinna okkur út úr þessu fyrsta verk í því er að henda þeim út sem að nú ríkja við Austurvöll. Menn fara á límingunum yfir því að byggð sé stóriðja en það má alltaf rífa niður það sem byggt er Djúpavík er dæmi um það. En aukin framleiðsla verðmæta en ekki möppudýra er það sem kemur okkur út úr vandanum

Jón Aðalsteinn Jónsson, 19.11.2009 kl. 21:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Jónasson
Hörður Jónasson

Höfundur býr í Reykjavík.

Áhugamál höfundar er t.d. ýmis dægurmál s.s. stjórnmál, íþróttir, samgöngumál og kvikmyndir.  Höfundur heldur með Arsenal.

Netfang: hordurj@simnet.is

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 758

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband