Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Svissneska fjárfestingafélag fær að reisa Hotel, en hvað með Kínverjann? Fær hann að reisa Hotel á Grímstöðum á Fjöllum?

Sælir bloggarar.

Ég var að lesa þessa frétt að viðræður við Svissneska fjárfestingafélagið World Leisure Investment um að byggja lúxushótel við hlið Hörpu gangi vel og jafnvel stefnt að því að skrifa undir samning fyrir áramót.

Það er gott og blessað að fá meiri fjárfestingu inn í landið, en hvað með Kínverjann (man ekki hvað hann heitir) sem ætlar að byrja að byggja Hotel á Grímstöðum á Fjöllum ef hann fær leyfi til að kaupa landið? Er það ekki líka fjárfesting sem skilar sér inn í landið okkar líka? Ég sé ekki mun á því hvort erlendi fjárfestirinn er Kínverji, Frakki, Þjóðverji eða Dani, ef allir fari að lögum og við getum grætt á því. Þeir sem halda því fram að Kínverji megi ekki reisa Hotel hér en bara aðrar þjóðir mundi ég kalla rasista.

kv. Hörður.


mbl.is Telja hótel handan við hornið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grikkland lætur undan ESB. (Stjórnin hélt velli hjá þeim).

Sælir bloggarar.

Var að lesa þessa frétt um að stjórnin í Grikklandi hélt velli í atkvæðagreiðslu á Gríska þinginu.

Ég held að Papandreau ætli ekki að setja málið í  þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem stjórnin hélt velli. Ég held að Papandreau hafi gefist upp fyrir Merkel kanslara Þýskalands og Sharkoci Frakklandsforseta, sem vilja stækka björgunarsjóðinn og að Grikkland skeri niður hjá sér og láti almenning borga eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ætlaðist af stjórninni hér að gera.

Enn á ný á að bjarga bönkum og láta almenning borga brúsann, eins og er að gerast víða um heim. Vonandi stendur hann fastur á því að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu, en ég efa það stórlega. Það væri gaman að vita hvað mundi gerast ef Grikkir mundu fella björgunarpakkann í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Þá yrði allt vitlaust í Evrópu og stjórnmálamenn mundu rífa í hár sér hlutabréf mundu falla og einhverjir bankar mundu fara á hausinn. En hvað svo? Jú, Grikkir gætu ekki borgað skuldir sínar og það þyrfti svo bara að semja um hvað þeir gætu borgað mikið. Held að til lengri tíma litið mundi ekki mikið breytast, en til styttri tíma, þá mundi nokkrir stjórnmálamenn hafa rifið í hár sér og nokkrir bankar hafa farið á hausinn.

Læt ykkur um að giska á framhaldið.

kv. Hörður.


mbl.is Stjórnin hélt velli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á að reka Jón Bjarnason sjávarútv.og landbúnaðarráðherra, ef frumvarp um Stjórnarráð Íslands verður samþykkt?

Sælir bloggarar.

Ég hef fylgst með umræðum á þingi undanfarna daga og er að verða orðlaus á því hvernig starfsháttum þess er háttað. Núna liggja fyrir 46 mál á dagskrá, en eina málið sem rætt er um er mál forsætisráðherra um Stjórnarráð Íslands og heimild til að hún ráði því hverjir verði ráðherrar og hvaða verkefni hver ráðherra hefur. Það er búið að karpa um þetta mál í marga daga, þegar önnur og mikilvægari mál bíða.

Það er engin sjáanleg ástæða til að flýta þessu máli nú í gegn á haustþingi. Nær væri að taka þetta betur fyrir í vetur og vanda til frágangs.

Það læðist að manni sá grunur að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra ætli að nota þessa heimild til að taka landbúnaðarmálin og sjávarútvegsmálin úr hendi Jóni Bjarnasyni ráðherra og færa þau undir Össur Utanríkisráðherra alla vega í bili til að hann geti komið þessum málum áfram í sambandi við aðildarumsóknina í ESB. Þar með yrði Jón rekinn. Síðan yrði eftir áramótin stofnað nýtt atvinnuvegaráðuneyti þar sem iðnaðar - landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytin sameinuðust undir einn hatt. Þetta yrði þó ekki gert fyrr en Össur hefði greitt alla flækju og komið þessum málum áfram í aðildarumsóknina og eins mun Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra fara í fæðingarorlof snemma á næsta ári (held að hún eigi að eiga í febrúar).

Þessi mikli asi er því tilkominn að ESB bíður eftir svari frá Jóni Bjarnasyni um ýmis mál er varða landbúnað og sjávarútveg og er Össurri ætlað að leysa það. Helst vill hún klára að samþykkja þetta frumvarp fyrir 1 Október, því þá kemur nýtt þing saman og gæti þá þetta plott dregist mikið ef ekki verði búið að samþykkja.

Eitt að lokum er svo ágiskun mín að sá sem verði Atvinnuvegaráðherra er Kristján L Möller, en hann hefur verið ráðherra áður hjá samfylkingunni og hefur mesta reynsluna. Þá verði ráðherrar 9 eða 5 hjá samfylkingunni og 4 frá vinstri grænum. Það er vegna þess að þingflokkur samfylkingar er miklu stærri en vinstri græn.

Ég vil þó taka fram að ég er stuðningmaður þess að aðildarumsóknin verði kláruð með góðum samningi sem verði svo sett í þjóðaratkvæðagreiðslu, en ég er ekki alveg til í það að það verði að fórna Jóni Bjarnasyni fyrir það.

Kv. Hörður.


Eru menn búnir að gleyma að Sjálfstæðisflokkurinn var við völd í 17 ár?

Sælir bloggarar.

Ég varð að skrifa hérna nokkrar línur, vegna fréttar í kvöld um könnun sem sagði að Sjálfstæðisflokkurinn hefðir mælst með um 50% atkvæða, ef taldir eru bara þeir sem tóku afstöðu í könnuninni. Tekið skal fram að það voru margir óákveðnir að mig minnir yfir 40%.

Ég segi nú bara það að guð hjálpa okkur ef Sjálfstæðisflokkurinn kemst til valda og það kannski með nærri 50% atkvæða.

Eins og titillinn segir þá vil ég minna menn á að vera ekki svo gleymskir að muna ekki að Sjálfstæðisflokkurinn var við völd í um 17 ár eða frá 1991 til 2008.

Til að hressa upp á minnið þá eru hérna nokkur atriði fyrir ykkur að muna:

Í fyrsta lagi var það Sjálfstæðisfl. sem sá um að einkavæða bankana þ.e. Landsbankann og Búnaðarbankann.

Í öðru lagi var það Sjálfstæðisfl. og Davíð Oddson sem lagði niður Þjóðhagsstofnun, vegna þess að hún var ekki sammála þeim með hagstærðir og efnahagsmál. Einnig var Samkeppniseftirlitið, Fjármálaeftirlitið og sjálfur Seðlabanki Íslands mjög veikir á þessum tíma.

Í þriðja lagi var það Sjálfstæðisfl. sem lagði niður hátekjuskattinn og lækkaði fjármagnstekjuskattinn niður í 10%. Einnig lækkaði hann tekjuskatt fyrirtækja niður í 15%.

Í fjórða lagi sá Sjálfstæðisfl. til að einfalda allar viðskiptareglur og öll boð og bönn voru af hinu ílla, þannig að útrásarvíkingarnir gátu gert hvað sem þeir vildu og urðu ríkari og ríkari en allur almenningur varð fátækari, þó svo fólk tók ekki eftir því vegna þess að flestir voru hnepptir í skuldir upp fyrir höfuð, sem hrundi svo yfir fólk í bankahruninu.

Margt fleira væri hægt að tiltæka sem Sjálfstæðisfl. kom nærri á 17 ára valdaferli sínu og bara þess vegna vona ég að þeir komist ekki til valda aftur.

Vonandi fáum við nýja flokka og nýtt fólk sem við getum kosið í næstu kosningum.

kv. Hörður.


Getur það verið að Íslendingar þurfi að hjálpa Grikkjum?

Sælir bloggarar.

Ég var að lesa þessa frétt og gat ekki annað en skrifað um þetta.

Er það virkilega satt að Íslendingar gætu þurft að veita Grikkjum fjárhagsaðstoð?

Ég man ekki annað en þegar Íslendingar lentu í bankahruninu 2008 og 2009 að engin Evrópuþjóð kom okkur til hjálpar fyrr en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafði gefið grænt ljós að það væri í lagi að lána okkur pening. Undanskildir þessu voru þó Færeyingar sem settu engin skilyrði fyrir sínu láni.

Þettu eru líka engir smápeningar, en rúmlega 10 milljarðar sem við Noregur og Litenstein. Vona að Noregur taki sem mest af þessu, en ég held að við séum ekki aflögu færir að lána öðrum eins og er.

Vona bara að við sleppum vel frá þessu.

kv. Hörður.


mbl.is Íslendingar veita Grikkjum fjárhagsaðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn er Ögmundur við sama heygarðshornið að ekki sé til peningar í Samgöngubætur.

Sælir bloggarar.

Ég hef fyllst með Ögmundi og samgöngumálunum undanfarnar vikur og mánuði og nú varð ég að setjast niður og skrifa.

Þetta er að verða með ólíkindum að Ögmundur er að stoppa allar framkvæmdir í vegamálum, hvort sem þær eru á milli Reykjavík til Selfoss eða að grafa göng til Neskaupsstaðar. Alltaf sama sagan hjá honum allt stopp. Þó hefur fv. samgönguráðherra Kristján L Möller ekki verið sammála þessu og telur að það sé hægt að fara hraðar í framkvæmdir hjá Vegagerðinni.

T.d. tvöföldun vegarins frá Reykjavík til Selfoss, það var komið vel á veg þegar Kristján var samgönguráðherra, en þegar Ögmundur tók við þá er allt stopp. T.d kjarasamningarnir milli ASÍ og Vinnuveitendasambandsins kveða um að fara í róttækar framkvæmdir í vegamálum til að minnka atvinnuleysið og skapa tekjur.

Eins er það með Fangelsismálin, þar er hann enn og aftur að tefja fyrir að það sé hægt að byrja að byggja Fangelsi, enda bíða yfir 300 fangar eftir að komast inn.

kv. Hörður.


mbl.is Peningar fyrir göngum ekki til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klúður á þinginu ef Olíuleitarútboði frestast.

Sælir bloggarar.

 

Já endemis klúður hjá stjórninni og þinginu að klúðra þessu.

Ég hafði fylgst með þinginu núna í vor og sá strax að þessi frumvörp voru mikilvæg, enda voru þau komin til 2 umræðu og þess vegna hefði það ekki þurft mikinn tíma til að afgreiða þau. Eins voru þarna mörg frumvörp komin til 3 umræðu og það hafði bara þurft 15 til 30 mín til að afgreiða þau, en þingmönnum lá svo á að komast í sumarfrí að það var sleppt að afgreiða þau. T.d. Atvinnuleysisfrumvarpið sem var til 3 umræðu (í því var t.d. desemberuppbót handa atvinnuleitendum). Oftast þegar þingið er á síðustu dögum áður en það fer í frí, þá afgreiðir það fjöldan allan af frumvörpum cirka 40-50 en núna held ég að það hafi bara verið 15-20 frumvörp, enda fór allur tíminn í málþóf og flækjur t.d. vegna frumvarps um stjórn fiskveiða og gjaldeyrismál. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með þingið, hvað það afgreiddi fá frumvörp. Þingið hefði átt að hreinsa upp þau frumvörp sem voru til 2 og 3 umræðu og hefði það ekki tekið nema einn dag í viðbót til að afgreiða þau. Ég vona að Olíuleitarútboði þurfi ekki að fresta mjög lengi, því ég vona að þingi dröslist til að afgreiða frumvörpin í September.

kv. Hörður.


mbl.is Olíuleitarútboði frestað?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave skuldin lækkar úr 32 milljarðar í 11 milljarðar samkv. frétt Fjármálaráðuneyti.

Sælir Bloggarar.

Jæja þá er komið fram það sem við Já menn töldum alltaf að Icesave skuldin mundi lækka eftir sem eignir Landsbankans koma í ljós. Áhyggjur Nei manna eru því óþarfar og líklega sjá þeir núna eftir því að hafa sagt nei.

Nýjasta matið er það að Icesave skuldin lækkar úr 32 milljörðum í 11 milljarða sem eru góðar fréttir, ef við hefðum sagt Já í þjóðaratkv. greiðslunni, en vegna þess að við sögðum Nei, þá eru mörg óvissu atriði t.d. er málið núna hjá ESA dómstólnum og þegar þeir hafa afgreitt málið eftir nokkra mánuði, þá á málið eftir að fara til dómstóla hér á Íslandi svo óvissan er mikil, því við gætum þurft að borga miklu meira heldur en bara þessa 11 milljarða. Við vonum þó það besta í þessu máli.

kv. Hörður.


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Burt með LÍÚ og vonum að við náum góðum samningum.

Sælir Bloggarar.

Var að lesa þessa frétt um kjaramálin. er sammála Eflingu að gera kröfu um að samningarnir verðir afturvirkir og burt með LÍÚ sem er svo sannanlega að trufla samningagerðina. Þar sem búið er að gera samninga við álverið á Grundartanga, þá ætti ekki að vera mikið mál að gera góða samninga við okkur hin.

kv. Hörður.


mbl.is Samningar verði afturvirkir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjóðum Siv velkomin í Samfylkinguna.

Sælir bloggarar.

Var að lesa þessa frétt. Siv er ein af þessum frjálslyndum framsóknarmönnum sem eru ekki á móti öllu sem stjórnin gerir. Hún hefur meira segja viljað halda áfram með umsóknaraðild okkar að ESB til að vita hvað okkur býðst svo við getum kosið svo um það í þjóðaratkvæðagreiðslu. Margir hennar samflokksmenn eru á öndverðu meiði og þess vegna væri best fyrir stjórnina og Samfylkinguna ef hún kæmi yfir til hennar.

Það er líka rétt hjá henni að það besta sem væri núna í þessu nauma meirihluta að Framsóknarflokkurinn kæmi með til að styrkja stjórnina. Ef ekki þá allavega að Siv og kannski Guðmundur Steingrímsson í Samfylkinguna.

Við bíðum og sjáum til.

kv. Hörður.


mbl.is Frjálslyndur hópur finnur sig ekki í flokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hörður Jónasson
Hörður Jónasson

Höfundur býr í Reykjavík.

Áhugamál höfundar er t.d. ýmis dægurmál s.s. stjórnmál, íþróttir, samgöngumál og kvikmyndir.  Höfundur heldur með Arsenal.

Netfang: hordurj@simnet.is

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband