Leita í fréttum mbl.is

Ótrúleg eftirgjöf ríkisstjórnarinnar vegna Orkuskatts.

Sælir bloggarar.

Var að lesa þessa frétt um að Ríkisstjórnin hefði ákveðið að gefa eitthvað eftir af Orku- og auðlindaskatt vegna þrýstings frá Vinnuveitendur. Vonandi verður þó endurskoðunin á þessu að Ríkisstjórnin láti samt fyrirtækin borga einhverja skatta alveg eins og við einstaklingar verða að láta yfir okkur hafa.

Kveðja, Hörður.


mbl.is Áform um orkuskatt endurskoðuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á að nota alla okkar orku til Álvera?

Sælir Bloggarar.

Nú þessa dagana er verið að tala mikið um Stöðuleikasáttmálann. Eitt af því sem mikið er rætt er stórframkvæmdir með byggingu álvera t.d. með byggingu Álvers í Helguvík og stækkun Álvers í Straumsvík. Einnig verið talað um Álver á Bakka.

Ég verð að segja að ég er á móti því að öll okkar orka fari í að byggja endalaus álver. Það er hægt að nota hana í fleira en álver. t.d. eru fréttir um Gagnaver sem eru miklir umhverfisvænni en álver. Svo hef ég aldrei skilið af hverju álver fá miklu ódýrari orku heldur en gróðurhúsa bændur.

kv. Hörður.


Hvert er Verkalýðshreyfingin að fara?

Sælir Bloggarar.

Undanfarið hefur mikið verið talað um hina svokölluðu "Stöðuleikasamkomulag" sem aðilar Atvinnusamtaka og Verkalýðshreyfingin gerðu sl. sumar. Í því sambandi finnst mér ASÍ vera of hallaðir undir Vinnuveitendur og stundum finnst mér sem ASÍ og Vinnuveitendur vera einu og sömu aðilar alla vega þegar þeir fara á fund Ríkisstjórnina. Það er áður mér brá, en aðal óvinir Verkalýðssamtakana vor Vinnuveitendur og var oft barist mikið þeirra á milli, en nú er öldin önnur. Mér finnst sem ASÍ vera komin nokkuð langt frá upphaflega tilgangi sínum en það er að verja hag almennings, en ekki fyrirtækja. Nú er tími til fyrir ASÍ að brýna sverðin og láta okkur almenning hafa kauphækkunina sem okkur var lofað 1. Nóv. (Reyndar hefur ítrekað verið búið að fresta þessum hækkunum).

Ef það slitnar upp úr þessu núna, þá fáum við ekki þessar kauphækkanir. ASÍ ætti að hafa meiri þolinmæði vegna tillagna Ríkisstjórnarinnar og t.d. ætti ASÍ ekki að skipta sér af því þó Ríkisstjórnin ætli að setja Orkuskatta á stórfyrirtæki, það er nóg að Vinnuveitendur hafi áhyggjur af því. Þessi stórfyrirtæki geta alveg borgað skatta eins og við almenningur.

Kv. Hörður.


Af hverfu má ekki skattleggja fyrirtæki?

Hæ bloggarar.

Ég verð aðeins að taka til máls hér. Þessir orkuskattar hafa verið mikið í fjölmiðlum undanfarið og sitt sýnist hverjum. Mér finnst að það megi skattleggja fyrirtæki alveg eins og einstaklinga og sérstaklega stórfyrirtæki, þar sem þeir borga sama sem enga orkugjöld, alla vega margfalt minna en almenningur þarf að borga fyrir raforkuna.

Þetta var svona smá ábending frá mér.

Kveðja, Hörður.


mbl.is Í bið vegna orkuskatts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Vestfirðingar með nýja veginn.

Sælir Bloggarar.

Í dag opnaði Samgönguráðherra formlega Djúpveg um Arnkötluveg og styttist vegurinn frá Reykjavík til Ísafjarðar um 42 km. Til hamingju Vestfirðingar með þennan nýja veg. Nú getum við farið frá Reykjavík til Ísafjarðar á malbiki.

Nú hefur þrátt fyrir kreppuna tekist að stytta og laga veginn til Ísafjarðar tvisvar (brú yfir mjóafjörð og veg um Arnkötludal).

Nú er bara að bíða eftir að farið verði í Suðurlandsveginn og að göng frá Ísafjörð til Bolungaveg og einnig Héðinsfjarðargöng verði tilbúin.

Kveðja, Hörður.


mbl.is 42 km styttra á milli Reykjavíkur og Ísafjarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þolinmæði á þrotum á Icesave og lánaáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Sælir bloggarar.

Ég hef nú verið ansi þolinmóður í sumar og haust vegna Icesave og eftir láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, en nú er þessi þolinmæði mín á þrotum.

Nú tel ég að við eigum að standa í fæturna og láta ekki Breta og Hollendinga komast upp með að beita Alþjóðagjaldeyrissjóðnum sem þrýstingi á að við samþykkjum Icesave eftir þeirra höfði. Við eigum að segja að ef þeir ekki samþykkja okkar tilboð, þá verði enginn samningur og eins að ef Alþj. gj.sjóðurinn fari ekki að afgreiða lánið til okkar innan eins til tveggja vikna, þá geti þeir tekið sitt hafurtask  og farið af landinu og við munum bjarga okkur án þeirra. Það er með öllu óþolandi að þeir skuli stjórna Seðlabanka okkar og stýrivextina. Til að atvinnulífið farið að starfa aftur, þarf að lækka stýrivexti sem allra fyrst.

Eins er stöðuleikasáttmálinn í uppnámi ef ekki verði vextirnir lækkaðir.

Ég segi þetta sem mína skoðun, þrátt fyrir að ég hef stutt Samfylkinguna og hvet ég hana til að standa núna fast í fæturna.

Kveðja Hörður.


mbl.is Jóhanna: Þolinmæðin á þrotum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afmæli Ragga Bjarna.

Sælir Bloggarar.

Hef ekki skrifað lengi núna, en get ekki annað en komið og skrifað um afmælið hans Ragga Bjarna. Fyrst til hamingju með afmælið Raggi minn. Hann er mikill vinur okkar Olís manna, kemur oft í heimsókn. Ég fór í dag kl. 4 í afmælið hans sem var haldið í anddyri Laugardalshallarinnar.

Það var gaman og komu þar saman með Ragga, Sumargleðin (Þorgeir Ásvals, Hemmi Gunn, Ómar Ragnarson ogfl.)

Þar var sungið nokkur lög og á eftir var boðið upp á gos, kaffi og tertu. Ég náði að taka í höndin á honum þó hann væri mikið umkringdur af fólki.

Því miður kemst ég ekki á Tónleikana hans, þar sem ég verð að vinna.

Kveðja, Hörður. 


Alþingi hefur samþykkt að fara í aðildarviðræður við ESB.

Sælir bloggarar.

Það er gleðidagur í dag hjá þeim sem styðja Samfylkinguna.

Því í dag 16 Júlí 2009 hefur Alþingi samþykkt að fara í aðildarviðræður við ESB. Ég átti þess kost að fylgjast með atkvæðagreiðslunni í þinginu þar sem ég var í sumarleyfi. Ég tel þetta framfara spor og einnig að það verður að sjá hvað við fáum í þessum viðræðum, því ef við könnum það ekki munum við aldrei fá að vita hvað við getum fengið nema að sækja um. Þegar við svo fáum samningsdrögin, þá fáum við þjóðin að kjósa um þetta.

Já þetta er í reynd hátíðisdagur hjá mér, þó ég fari nú ekkert í gleðskap til að fagna þessu, verð líklega heima eða kannski fari í sund, þar sem bíllinn minn er á verkstæði.

Kveðja, Hörður.


mbl.is Samþykkt að senda inn umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meira um Samgöngumál.

Sælir Bloggarar.

Eftir skrif mín um samgöngumál í síðasta bréfi, þá virðist margir hafa áhuga á þessum málum enda ekki skrítið, þar sem á mörgum stöðum hefur ekki veitt af að gera betri vegi og byggja nýja brýr.

Ég fékk fyrirspurn hvaða samgönguverkefni væru brýnast og líka spurningu um það af hverju ný Hvalfjarðargöng ættu að koma á undan Sundabrautinni.

Þó að ég sé ekki sérfræðingur eða rétti maðurinn til að svara þessum spurningum, þá hef ég mínar skoðanir á samgöngumálum.

t.d. spurningin um ný Hvalfjarðargöng á undan Sundabrautinni, þá er því til að svara að gömlu göngin eru að springa af mikilli umferð og þess vegna ætti að fara í þau fyrst (en að sjálfsögðu myndi ég alveg vilja að það væri byrjað sem fyrst á Sundabrautinni) Nú umferðarþunginn í gegnum Mosfellsbæ og til Hvalfjarðarganga væri hægt að laga a.m.k. til bráðabrigða með því að tvöfalda veginn alla leið að Hvalfjarðargöngum. Því tel ég að ætti að byrja á nýjum Hvalfjarðargöngum fyrst.

Þó tel ég að allra fyrst ætti að ljúka við tvöföldun Suðurlandsvegar alla leið til Selfoss, en þar er brýnast að fara í t.d. vegna tíðrar umferðarslysa.

Nú hér í höfuðborginni tel ég brýnast að fara í að gera mislæg gatnamót við Reykjanesbraut á móts við Sprengisand og Bústaðaveg. Þar er mikil teppa á daginn í umferðinni.

Nú meira um mínar skoðanir á samgöngumálum t.d. tel ég ekki gott að gera veg eða nýjan þjóðveg framhjá Blönduós eins einhverjir hafa haldið fram til þess eins að stytta leið til Akureyrar um örfáa km. Það er alltaf gaman að geta stoppað í kaupstöðum úti á landi og skoðað sig um og fá sér kaffi og kleinur og hvíla sig á akstrinum og teygja úr sér. ég er nú kannski ekki alveg hlutlaus þarna, þar sem ég ólst upp þarna fyrir norðan og þekki bæði Skagaströnd og Blönduós vel.

Nú ég læt þetta gott í bili og bið að heilsa. Hörður.


Samgönguverkefni af hinu góða!

Sælir bloggarar.

Var að lesa þessa frétt á mbl.is. Það yrði aldeilis af hinu góða ef eitthvað af þessu yrði framkvæmt t.d. á þessu ári. Ekki veitir af í því ástandi sem við lifum í núna.

Ég er áhugamaður um samgöngur og er t.d. að vona að tvöföldun Suðurlandsvegar geti byrjað á þessu ári. Alli vega hefur verið boðið út fyrsti áfanginn. Eins tel ég nauðsynlegt að ný Hvalfjarðargöng verði að veruleika sem fyrst. Vonandi verður einhver hreyfing á þessum vegabótum og sem flestum eins fljótt og hægt er. Það er nefnilega verið að tala um einkaframkvæmdir að Lífeyrissjóðirnir láni ríkinu fyrir framkvæmdunum og eins og með Hvalfjarðargöngin, þá verði spölur sem rekur það í einhver ár og afhendir það síðan ríkinu eins og stefnan er með núverandi Hvalfjarðargöng.

Aftur á móti er ég á móti því að bygging nýs Háskólasjúkrahús verði byggt við Hringbrautina, ég myndi byggja hana upp í Fossvogi þar sem nóg pláss er og þar er líka hægt að byggja upp í loftið t.d. 15 til 20 hæðir sem myndi nýtast betur landsvæði og ferðalög með sjúklinga á milli deilda, en með byggingu margra 2-3 hæða byggingu þá tel ég þetta ekki hagkvæmt á Hringbrautinni.

Kveðja Hörður.


mbl.is Stór verk í einkaframkvæmd?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hörður Jónasson
Hörður Jónasson

Höfundur býr í Reykjavík.

Áhugamál höfundar er t.d. ýmis dægurmál s.s. stjórnmál, íþróttir, samgöngumál og kvikmyndir.  Höfundur heldur með Arsenal.

Netfang: hordurj@simnet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 941

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband