24.5.2009 | 23:05
Baráttan um toppinn.
Sælir bloggarar.
Oftast hef ég spjallað um stjórnmál og önnur dægurmál, en ég hef líka áhuga á kvikmyndum og ætla að deila þeim áhuga með ykkur.
Ég hef verið að fylgjast með topplistum bæði hjá USA og á heimsvísu og er búinn að gera það lengi. Sjálfur reyni ég að fara á helstu myndir en þó aðallega finnst mér skemmtilegast að fara á svokallaðar spennumyndir.
Ég er búinn að fara á núna í vor á X - Men, Startrek og í dag fór ég á Englar og Djöflar með Tom Hanks en ég sá líka The Da Vinci Code. Ég reyni að fara svona 1-3 sinnum í mánuði í bíó og þess á milli reyni ég að sjá nokkrar á video.
Nú það er gaman að fylgjast með topplistum hvað sé vinsælast hverju sinni og geri lista um það.
Ég er einmitt með hvaða myndir hafa skarað fram úr frá því í Des. 2008 og til dagsins í dag.
En fyrst er það helgarlistinn um það hvor myndin myndi sigra og það var spennandi að fylgjast með því, en Night at the Museum 2. sigraði Termination Salvation sem varð í 2 sæti.
Night at the Museum 2 fékk 53 milljon $ í aðsóknartölur um helgina en Termination fékk $43 million. Star Trek er svo í 3 sæti með $21 million og er núna sína 3 helgi og hefur hún halað inn samtals: 183 million.
Hérna kemur svo listinn minn frá því í Des 2008 til dagsins í dag í USA:
1. Monters vs. Aliens. með um $193 million alls og er kominn í 96 sæti hvað vinsældum allra tíma í USA.
2. Twilight. með um $191,4 million alls og 98 sæti.
3. Star Trek er strax kominn svona ofarlega með $183 million alls og 107 sæti.
4. Madagascar 2 með $180 million alls og í 117 sæti.
5. X - Men með $163 million alls og í 149 sæti.
Ég á von á því að Star Trek taki efsta sætið af Monters vs. Aliens mjög fljótlega eða ekki seinna en um næstu helgi.
Erfitt er þó að giska á hvaða mynd verður vinsælust árið 2009 í USA en Harry Potter myndin sem kemur í Júlí er líklegust og allavega verður hún vinsælust á heimsvísu, það er ég alveg vinn um.
Að lokun eru hér vinsælustu myndir á heimsvísu eins og staðan er nú, en uppfærsla á því er þó alltaf á mánudögum eða þriðjudögum.
1. Madagascar 2 með $594 million og er komin í 43 sæti allra tíma.
Þetta verður erfitt að bæta á þessu ári en ég held að bara Harry Potter geti það.
2. Slumdog Millionare með $360 million og í 126 sæti.
3. Twilight með $351 million og í 140 sæti.
4. Monters vs. Aliens. með $345 million og í 150 sæti.
5. Fast & Furious 4. með $344 million og í 152 sæti.
Þess má geta að þessar 2 myndir hafa háð mikla baráttu um það hver yrði vinsælli hérna í 4 og 5 sæti.
Myndir eins og X- Men og Star Trek eru ekki alveg komnar svona hátt á heimsvísu ennþá en munu gera það smá saman.
Sæl að sinni Hörður.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.5.2009 | 03:08
Landinn tók vel á móti Jóhönnu.
Hæ aftur, já landinn tók svo sannarlega vel á móti Jóhönnu þegar hún kom heim. Því miður var ég að vinna í þessu góða veðri, þannig að ég gat ekki tekið á móti henni á Austurvelli. En ég sá fréttirnar seinna um kvöldið þegar ég kom heim. Það má segja að þetta séu fyrstu góðu fréttirnar síðan bankahrunið varð sl. haust. Og ekki skemmdi veðrið besta veðrið núna í vor og vonandi verður framhald af því (allavega á morgun ha. ha.) þar sem ég verð í fríi.
Kveðja, Hörður.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2009 | 01:13
Glæsilegt hjá Jóhönnu Guðrúnu að ná 2 sæti.
Sælir bloggarar.
Þetta var aldeilis glæsilegt hjá Jóhönnu Guðrúnu að ná 2 sæti. Ég var að vísu að vinna í kvöld, en það var sjónvarp og fáir viðskiptavinir komu svo maður gat fyllst með Eúrovisjón með öðru auga. Vonandi verður þetta endurtekið svo maður geti notið laganna. Ég var sérstaklega hrifinn af Norska laginu eins og flestir aðrir, enda sigraði það, en að sjálfsögðu var Jóhanna best.
Kveðja, Hörður.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.5.2009 | 22:53
Hverjum gagnast sykurskattur?
Sælir Bloggarar.
Var að lesa þessa frétt um sykurskattinn. Ég er sammála framkv.stjóra Samtaka iðnaðarins að þessi skattur sé ótrúlegur. Ég held að hann gagnist ekkert til að koma í veg fyrir tannskemmdir barna. Að vísu með mikilli drykkju þá þurfa börnin að bursta sína tennur oftar og betur.
En ég held að betra væri fyrir Heildbrigðisráðherra að skoða bætur fyrir tannlæknakostnað sem er sagt vera 75% af verði Tannlækna (að vísu hafa þessar bætur verið óbreyttar í nokkur ár) og hækka þær í 100% fyrir börn undir 16 ára þannig að börn undir 16 gætu fengið ókeypis tannlækningu.
Það held ég myndi vera betra skref en hitt, vegna þess að sykurskatturinn myndi bara fara í ríkiskassann og í eitthvað allt annað en tannhirðu hjá börnum. Vildi bara láta þessa skoðun mína í ljós.
kveðja Hörður.
ps. þetta var reynt fyrir nokkrum árum en var þá fellt á Alþingi.
Tillaga um sykurskatt ótrúleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.4.2009 | 15:04
Til Hamingju með kosningadaginn!
Hæ allir bloggarar.
Nú er stóri dagurinn kominn og við getum kosið okkar fólk.
Allir stjórnmála flokkar hafa nú kynnt sín málefni og verður spennandi að vaka í kvöld og sjá og hlusta á úrslitin. Þau hafa aldrei verið mikilvægari en núna og í fyrsta sinn er raunverulegt að vinnstri flokkarnir geti fengið meirihluta. Þannig að við sem erum hlyntir jafnaðarstefnu eigum örrugglega gott kvöld.
Kveðja, Hörður.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.4.2009 | 18:14
Lok, lok og læs - Lýðræðið tapaði!
Sælir bloggarar.
Nú er búið að slíta þinginu og ekki tókst að koma stjórnarskrár málinu að.
Ég verð að segja að ég er afar ósáttur með að ekki tókst að ná samkomulag við Sjálfstæðisflokkinn um það mál. Staðan er sú að Sjálfstæðisflokkurinn vann og Samfylking og VG töpuðu. ég er á því að það hefði ekki verið fullreynt og eða allavega að ná því að hægt væri að hafa þjóðaratkvæðagreiðslur og ekki þyrfti að samþykkja breytingar á Stjórnarskrám á 2 þingum, heldur væri nóg að samþykkja það á einu þingi með einföldum meirihluta.
Nú er búið að loka fyrir lýðræðið næstu 4 ár, nema að næsta ríkisstjórn fórni sjálfri sér og haldi kosningar fyrr. Nú hefur það enga þýðingu að vera ræða stjórnarskrána á sumarþinginu og það verður því mjög stutt, líklega eina til 2 vikur til að hreinsa upp nokkur mál sem ekki tókst að klára.
Þessi staða er afar slæm til framtíðar, þar sem mikil krafa var uppi í samfélaginu að gera breytingar á stjórnarskránni. Ég skil ekki hvað Sjálfstæðisflokknum gekk til með að afneita öllum tillögum þar að lútandi. Að vísu minnir mig að Bjarni Ben. formaður hafi boðist til að breyta einni greininni sem lítur að því að það þurfi ekki að greiða atkvæði um breytingar á 2 þingum. Kannski þeir hafi síðan breytt sinni afstöðu. Alla vega erum við a´byrjunarreit og ekkert verður hægt að gera og t.d. ef við Samfylkingarmenn ætlum að beita okkur fyrir samningnum við ESB og málið þyrfti að fara fyrir þjóðaratkvæði, þá þyrfti að rúa þing og boða til kosningar í leiðinni.
Mér sýnist við vera lokuð þarna inni og ekkert sé hægt að breyta neinu næstu 4 árin. Eitt getur þó Sjálfstæðisflokkurinn ekki komið í veg fyrir en það er að við getum breytt kvótakerfinu, með einföldum meirihluta á þinginu ef við verðum í meirihluta eftir kosningar.
Læt þetta nægja, en gaman væri að fá viðbrögð hjá ykkur.
Kveðja, Hörður.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2009 | 01:20
Erum við 3 heims ríki?
Sælir Bloggarar.
Ég var að lesa þessa frétt um að komnir væru til landsins kosningareftirlitsmenn frá ÖSE til að fylgjast með kosningunum okkar 25 apríl. Þetta þykir mér miklar fréttir, alla vega man ég ekki eftir að það hafi þurft að fylgjast með okkur, eða erum við í huga alþjóðasamfélagsins bara 3 heims ríki sem getur ekki séð um sínar eigin kosningar?
Mér sýnist svo sem við séum litnir hornauga eða er þetta komið frá einhverjum hérna á Íslandi sem hafa beðið þá að koma? Er okkur ekki treystandi til að halda kosningar án þess að svindla eða hvað á maður að halda? Kannski Sjálfsstæðisflokkurinn hafi beði þá að koma?
Kveðja, Hörður.
Kosningaeftirlitsmenn ÖSE hafa tekið til starfa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2009 | 16:51
Vandræðagangurinn í Sjálfsstæðisflokknum.
Sælir Bloggarar.
Jæja, það ríður ekki einteyming hvað vandræðagangurinn hjá Sjálfsstæðisflokknum er þessa dagana.
Ekki bara að þeir eru að mælast minna og minna í skoðunarkönnunum, heldur hafa þeir haldið uppi málþófi í Stjórnarskrár málinu einn flokka og nú síðast er það vandræðagangurinn við styrkveitingar til þeirra.
Það er með ólíkingum hvað fyrirtæki hafa verið tilbúinn til þess að styrkja þá með háum styrkjum og það rétt áður en ný lög voru sett um takmarkanir á háum styrkjum.
Maður hefði haldið að ríkisstyrkir sem voru hækkaðir verulega 2007 mundi duga að minnsta kosti að miklu leiti.
Ég held að það eigi eftir að koma upp fleira í þessu sambandi og ég held að einhver eigi eftir að verða krossfestur þarna og verði að fara. Að vísu hefur framkv. stjórinn hefur hætt, en ég held að það dugi ekki.
Sá sem er hvað veikastur núna hjá þeim er Guðlaugur Þór.
Nú er bara að bíða og sjá hvernig þeir fara að því að rústa smá saman sjálfum sér fyrir kosningar.
Kveðja, Hörður.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2009 | 00:36
Málþóf Sjálfsstæðisflokksins!
Sælir Bloggarar.
Enn og aftur er Sjálfstæðisflokkurinn að tefja mál á Alþingi. Hef verið annað slagið að fylgjast með málum í kvöld. Þeir hafa haldið langar ræður og hafa verið að ræða eitt mál nánast í allan dag og er það um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi. Þetta var 3ja umræða og hefði maður haldið að búið væri að ræða það sem hægt væri um að ræða.
Mig grunar hins vegar að þeir séu að tefja mál núna á Alþingi vegna Stjórnarskrár málsins. Þetta er mjög miður þar sem mörg og góð mál bíða afgreiðslu á Alþingi. Með þessu hátterni verða menn bara að tala á Alþingi alveg fram að kosningum til að öll góð mál komist á leiðarenda.
Kveðja, Hörður.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2009 | 02:07
Davið í banastuði.
Jæja það var aldeilis stuð á Davíð í gær Laugardag á Landsfundinum.
Ekki bara líkti hann sér við Krist á krossinum þegar hann var rekinn úr Seðlabankanum, heldur gerði lítið úr núverandi Seðlabankastjóra og sagði hann vera óþekktan norskan mann sem ekki væri hægt að finna á Googlo.
Eins og ekki væri nóg komið hjá honum, þá varð hann að skíta út sína eigin menn og varð Vilhjálmur Egilsson fyrir barðinu hjá honum.
Það er auðséð að þarna fer bitur maður sem er sár og reiður út í allt og alla. Nú eru hans völd að engu orðin og verður hann að sætta sig við það.
Kveðja Hörður.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Maí 2008
- Apríl 2008
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
- agustolafur
- astar
- dofri
- gattin
- gudbjorng
- gummisteingrims
- heiddal
- helgi-sigmunds
- hlf
- holmfridurpetursdottir
- hrannarb
- jensgud
- johanneshlatur
- joningic
- jonsnae
- kjarri
- kristjanmoller
- lara
- ollana
- possi
- prakkarinn
- presleifur
- rabelai
- reykur
- stingi
- thorarinneyfjord
- vga
- skagstrendingur
- blaskjar
- hallgrimurgisla
- harhar33
- snjolfur
- stjornuskodun
- meyerinn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar