Leita í fréttum mbl.is

Lok, lok og læs - Lýðræðið tapaði!

Sælir bloggarar.

Nú er búið að slíta þinginu og ekki tókst að koma stjórnarskrár málinu að.

Ég verð að segja að ég er afar ósáttur með að ekki tókst að ná samkomulag við Sjálfstæðisflokkinn um það mál. Staðan er sú að Sjálfstæðisflokkurinn vann og Samfylking og VG töpuðu. ég er á því að það hefði ekki verið fullreynt og eða allavega að ná því að hægt væri að hafa þjóðaratkvæðagreiðslur og ekki þyrfti að samþykkja breytingar á Stjórnarskrám á 2 þingum, heldur væri nóg að samþykkja það á einu þingi með einföldum meirihluta.

Nú er búið að loka fyrir lýðræðið næstu 4 ár, nema að næsta ríkisstjórn fórni sjálfri sér og haldi kosningar fyrr. Nú hefur það enga þýðingu að vera ræða stjórnarskrána á sumarþinginu og það verður því mjög stutt, líklega eina til 2 vikur til að hreinsa upp nokkur mál sem ekki tókst að klára.

Þessi staða er afar slæm til framtíðar, þar sem mikil krafa var uppi í samfélaginu að gera breytingar á stjórnarskránni. Ég skil ekki hvað Sjálfstæðisflokknum gekk til með að afneita öllum tillögum þar að lútandi. Að vísu minnir mig að Bjarni Ben. formaður hafi boðist til að breyta einni greininni sem lítur að því að það þurfi ekki að greiða atkvæði um breytingar á 2 þingum. Kannski þeir hafi síðan breytt sinni afstöðu. Alla vega erum við a´byrjunarreit og ekkert verður hægt að gera og t.d. ef við Samfylkingarmenn ætlum að beita okkur fyrir samningnum við ESB og málið þyrfti að fara fyrir þjóðaratkvæði, þá þyrfti að rúa þing og boða til kosningar í leiðinni.

Mér sýnist við vera lokuð þarna inni og ekkert sé hægt að breyta neinu næstu 4 árin. Eitt getur þó Sjálfstæðisflokkurinn ekki komið í veg fyrir en það er að við getum breytt kvótakerfinu, með einföldum meirihluta á þinginu ef við verðum í meirihluta eftir kosningar.

Læt þetta nægja, en gaman væri að fá viðbrögð hjá ykkur.

Kveðja, Hörður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Jónasson
Hörður Jónasson

Höfundur býr í Reykjavík.

Áhugamál höfundar er t.d. ýmis dægurmál s.s. stjórnmál, íþróttir, samgöngumál og kvikmyndir.  Höfundur heldur með Arsenal.

Netfang: hordurj@simnet.is

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 758

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband