Leita í fréttum mbl.is

Samgönguverkefni af hinu góða!

Sælir bloggarar.

Var að lesa þessa frétt á mbl.is. Það yrði aldeilis af hinu góða ef eitthvað af þessu yrði framkvæmt t.d. á þessu ári. Ekki veitir af í því ástandi sem við lifum í núna.

Ég er áhugamaður um samgöngur og er t.d. að vona að tvöföldun Suðurlandsvegar geti byrjað á þessu ári. Alli vega hefur verið boðið út fyrsti áfanginn. Eins tel ég nauðsynlegt að ný Hvalfjarðargöng verði að veruleika sem fyrst. Vonandi verður einhver hreyfing á þessum vegabótum og sem flestum eins fljótt og hægt er. Það er nefnilega verið að tala um einkaframkvæmdir að Lífeyrissjóðirnir láni ríkinu fyrir framkvæmdunum og eins og með Hvalfjarðargöngin, þá verði spölur sem rekur það í einhver ár og afhendir það síðan ríkinu eins og stefnan er með núverandi Hvalfjarðargöng.

Aftur á móti er ég á móti því að bygging nýs Háskólasjúkrahús verði byggt við Hringbrautina, ég myndi byggja hana upp í Fossvogi þar sem nóg pláss er og þar er líka hægt að byggja upp í loftið t.d. 15 til 20 hæðir sem myndi nýtast betur landsvæði og ferðalög með sjúklinga á milli deilda, en með byggingu margra 2-3 hæða byggingu þá tel ég þetta ekki hagkvæmt á Hringbrautinni.

Kveðja Hörður.


mbl.is Stór verk í einkaframkvæmd?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Sigurðarson

Mikið er ég sammála þér minn kæri. Reyndar vil ég ekki byggja nýtt sjúkrahús á meðan deildir Borgarspítala eru tómar og hálftómar. Þar að auki gengur ekki of vel að manna spítalana núna frekar en áður þrátt fyrir kreppuvesenið sem nú tröllríður okkur.

Þá vil ég heldur stækka Borgarspítalann ef svo ber undir eða jafnvel byggja 3-4 hæðir ofan á hann, en hann er nógu sterkbyggður til að það geti átt sér stað. 

Hvað er annars hátæknisjúkrahús? Jú, það er sjúkrahús eins og þau sem við eigum í dag. Þetta orðskrípi kom frá Davíð okkar Oddsyni og var til þess fallið að byrgja mönnum sýn, því þau sjúkrahús em við eigum í dag eru hátæknisjúkrahús, nákvæmlega eins og það sem menn eru að tala um að byggja í dag.

þá er ég sammála varðandi Hringbrautina. Illa staðsett gagnvart nær öllu svæðinu á meðan Fossvogurinn er miðsvæðir.

Lifðu heill.

Baldur Sigurðarson, 7.6.2009 kl. 03:35

2 Smámynd: Hörður Jónasson

Þakka þér fyrir innlitið hjá mér og athugasemdirnar Baldur. Já þó ég hafi talið að sjúkarhúsið ætti að byggjast í Fossvoginu, þá var ég ekki að segja að það ætti að gerast í dag eða á þessu ári. En til framtíðar tel ég eins og ég sagði að ætti að byggjast upp á Fossvogi. Þess má geta að sjúkrahúsið var líka sagt heita Háskólasjúkrahús líklega vegna þess að kennsla fer þar fram í læknadeildinni.

Kveðja, Hörður.

Hörður Jónasson, 7.6.2009 kl. 03:53

3 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Það er ekki gott að segja hvernig forgangsröðin á þessum vegabótum ætti að vera.

Ég skil t.d. ekki af hverju þarf önnur Hvalfjarðargöng á undan Sundabraut.

Hólmfríður Pétursdóttir, 7.6.2009 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Jónasson
Hörður Jónasson

Höfundur býr í Reykjavík.

Áhugamál höfundar er t.d. ýmis dægurmál s.s. stjórnmál, íþróttir, samgöngumál og kvikmyndir.  Höfundur heldur með Arsenal.

Netfang: hordurj@simnet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband