Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
10.3.2009 | 00:31
Málþóf Sjálfstæðismanna?
Nú í dag hefur verið á dagskrá Alþingis mál um Skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og hefur umræða verið í allan dag og kvöld og er enn ekki lokið, þó klukkan sé orðin meiri en 12 á miðnætti.
Þetta er svo enn skrítnara, þar sem þetta er 3 ja umræða og mundi maður ætla að alþingismenn hefði geta verið búnir að ræða málið á fyrri stigum í 1 og 2 umræðu.
Þess vegna hafa stjórnarmenn sagt í umræðum í dag að líklega sé um málþóf af hálfu Sjálfstæðismanna vegna þess að næsta mál á eftir var á dagskrá um Stjórnarskrármál, en ég hef tekið eftir því að þeir vilja ekki ræða þetta mál og ekki heldur annað mál sem var í síðustu viku um persónukjör á kjördag.
Það er með ólíkindum að Sjálfstæðisflokkurinn ætli að tefja fyrir öllum góðum málum sem eru brýn að klára fyrir kosningum.
Nú þurfa allir alþingismenn að herða sig til að koma sem flestum málum í gegn áður en þarf að slíta þinginu.
Kveðja Hörður.
![]() |
Saka sjálfstæðismenn um málþóf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.3.2009 | 13:45
Hvenær á að fara að byrja á Suðurlandsvegi?
Sælir bloggarar.
Nú er komið fram mat á umhverfisáhrifum á Suðurlandsvegi og liggur matið frammi t.d. á Olís í Norðlingaholti þar sem ég vinn. Fólk hefur frest til að koma með athugasemdir til 15 apríl.
Ég hef nú ekki gefið mér tíma til að líta á skýrsluna, en aðalatriðið er að vita hvað gerist eftir 15 apríl? Er Suðurlandsvegur á vegaáætlun og hægt að byrja bjóða verkið út eða er framkvæmdin alfarið þannig að ef einkaaðilar koma og bjóðast til að borga að þá verði farið í hana?
Fyrir nokkru talaði Samgöngumálaráðherra um að jafnvel þyrfti að fresta þessarri framkvæmd eða láta hana í 2+1 veg (þar sem 2+2 væri svo dýrt) og taka frekar fyrir og láta tvöfalda veginn milli Selfoss og Hveragerði.
Nokkru seinna talaði hann um að nokkrir einkaaðilar hefðu sýnt þessu áhuga ásamt Vaðlaheiðargöngum og Samgöngumiðstöð í Reykjavík.
Gott væri að vita hvort og hvenær verði ráðist í að tvöfalda Suðurlandsveginn? Er hún á vegaáætlun eða þarf að treysta á einkaaðila? Eða á að taka veginn milli Selfoss og Hveragerði fram fyrir og tvöfalda hann?
Gaman væri að fá fram einhver viðbrögð við þessu.
Kveðja Hörður.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2009 | 03:23
Til hamingju Kristján!
Sælir bloggerar.
Ég vil nota tækifærið og óska Kristjáni L. Möller Samgönguráðherra til hamingju með sigurinn í Norðvestur kjördæmið. Ætlaði að vera búinn að gera það fyrr, en betra er seint en aldrei, eins og einhversstaðar stendur.
Mér finnst það sem af er af prófkjörum, þá komi margir góðir og sterkir karlar og konur í efstu sæti Samfylgingarinnar og bíð spenntur að sá hvernig raðast hérna í Reykjavík.
kveðja, Hörður.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2009 | 03:05
Sammála Degi.
Hæ, ég er sammála Degi að Jóhanna eigi að taka við sem formaður Samfylkingarinnar. Það verður að eyða þessarri óvissu sem fyrst.
Svo styð ég Dag í varaformanninn.
Kveðja, Hörður.
![]() |
Rökrétt að Jóhanna taki við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2009 | 00:55
Ingibjörg Sólrún hættir.
Sælir bloggarar.
Ég er kominn aftur eftir langt hlé. Þær fréttir biðu mín þegar ég kom heim að Ingibjörg Sólrún ætli að hætta. Það er leiðinlegt, þar sem ég hafði bundið miklar vonir við þetta sterka tvíeyki sem hún og Jóhanna Sigurðardóttir voru. Nú er kominn upp ný hlið á málinu og verðum við Samfylkingarfólk að finna út úr því.
Til gamans þá skal ég segja ykkur að ég gekk í Samfylkinguna nú fyrir stuttu. Ég ætla að reyna að fylgjast með prókjörunum og ætla sjálfur að kjósa um næstu helgi hér í Reykjavík.
Góðar fréttir voru það að hann Björgvin G. Sigurðsson skyldi sigra í Suður kjördæmi.
Læt þetta nægja í bili.
Kveðja, Hörður.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Maí 2008
- Apríl 2008
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
-
agustolafur
-
astar
-
dofri
-
gattin
-
gudbjorng
-
gummisteingrims
-
heiddal
-
helgi-sigmunds
-
hlf
-
holmfridurpetursdottir
-
hrannarb
-
jensgud
-
johanneshlatur
-
joningic
-
jonsnae
-
kjarri
-
kristjanmoller
-
lara
-
ollana
-
possi
-
prakkarinn
-
presleifur
-
rabelai
-
reykur
-
stingi
-
thorarinneyfjord
-
vga
-
skagstrendingur
-
blaskjar
-
hallgrimurgisla
-
harhar33
-
snjolfur
-
stjornuskodun
-
meyerinn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar