Leita í fréttum mbl.is

Hvenær á að fara að byrja á Suðurlandsvegi?

Sælir bloggarar.

Nú er komið fram mat á umhverfisáhrifum á Suðurlandsvegi og liggur matið frammi t.d. á Olís í Norðlingaholti þar sem ég vinn. Fólk hefur frest til að koma með athugasemdir til 15 apríl.

Ég hef nú ekki gefið mér tíma til að líta á skýrsluna, en aðalatriðið er að vita hvað gerist eftir 15 apríl? Er Suðurlandsvegur á vegaáætlun og hægt að byrja bjóða verkið út eða er framkvæmdin alfarið þannig að ef einkaaðilar koma og bjóðast til að borga að þá verði farið í hana?

Fyrir nokkru talaði Samgöngumálaráðherra um að jafnvel þyrfti að fresta þessarri framkvæmd eða láta hana í 2+1 veg (þar sem 2+2 væri svo dýrt) og taka frekar fyrir og láta tvöfalda veginn milli Selfoss og Hveragerði.

Nokkru seinna talaði hann um að nokkrir einkaaðilar hefðu sýnt þessu áhuga ásamt Vaðlaheiðargöngum og Samgöngumiðstöð í Reykjavík.

Gott væri að vita hvort og hvenær verði ráðist í að tvöfalda Suðurlandsveginn? Er hún á vegaáætlun eða þarf að treysta á einkaaðila? Eða á að taka veginn milli Selfoss og Hveragerði fram fyrir og tvöfalda hann?

Gaman væri að fá fram einhver viðbrögð við þessu.

Kveðja Hörður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Jónasson
Hörður Jónasson

Höfundur býr í Reykjavík.

Áhugamál höfundar er t.d. ýmis dægurmál s.s. stjórnmál, íþróttir, samgöngumál og kvikmyndir.  Höfundur heldur með Arsenal.

Netfang: hordurj@simnet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 798

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband