Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
31.5.2007 | 01:54
Feginn að Kobe ætlar að vera áfram hjá LA Lakers!
Sælir bloggarar.
Mér sem sönnum Lakers aðdáanda, brá nokkuð í brún þegar ég las í morgun að Kobe Bryant væri að hugsa að frá félaginu.
Ég hef alltaf séð eftir þegar Shaq fór frá Lakers.
Félagið er ekki svipur að sjón eftir það, en það myndi hrynja niður ef Kobe myndi fara.
En svo núna í kvöld, þá las ég það að Kobe hefði talað við Phil Þjálfarann hjá Lakers og gaf svo út yfirlýsingu að hann ætlaði að vera áfram hjá Lakers.
Mikið er ég feginn. Ég vona að þeir geti fengið fleiri góða menn til sín, en það er víst ekki mikið um það í NBA að leikmenn skipti um félög.
Aðalástæðan er svokallað launaþak sem aftrar félögum að fá nýja menn.
En enn og aftur góðar fréttir frá Lakers!
Kveðja, Hörður.
Bryant hættir við að hætta hjá Lakers | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.5.2007 | 22:12
Innilegar samúðarkveðjur vegna fráfalls Ástu.
Þar sem ég er einn af bloggurum hérna á mbl.is vil ég biðja fjölskyldu og ættingjum Ástu innilegar samúðarkveðjur vegna fráfalls hennar.
Þó að ég sé frekar nýr hérna á blogginu, þá hef ég heyrt að hún hafi verið mikil dugnaðarforkur hérna á blogginu.
Kveðja, Hörður.
Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir látin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2007 | 21:47
Arkitektakeppni um skipulag Lækjartorgreitsins.
Rak augun í þessa frétt.
Nú er rétti tíminn til að koma með margar mismunandi tillögur.
Ég er á því að það mætti nýta lóðirnar meira með hærri húsum eins og er í Lækjargötu.
T.d. mætti byggja á Austurstræti 22 (Prada húsið) 3 hæða hús sem mundi verða sérstakt (skúlptúr) í laginu, sem væri eftirminnilegt.
Eins væri hægt að byggja yfir Lækjartorg svo það væri skjól fyrir vindum.
Þar væri þá hægt að hafa markað og kaffihús.
Nú svo verður gaman að sjá þegar verður búið að byggja upp Tónlistarhúsið og allar byggingarnar sem því tilheyrir.
Ég hef ekki rekist á teikningu af því á Morgunblaðinu og mbl.is
Ég mun seinna ræða betur um það áhugamál mitt um háhýsi hérna á höfuðborgarsvæðinu.
Kveðja, Hörður.
Lækjartorg, Stjórnarráðið og Bernhöftstorfan myndi sterka heild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2007 | 20:57
Hvað verður um Ágúst Ólaf?
Sælir bloggarar.
Ég var að lesa þá frétt á mbl.is að Lúðvík Bergvinsson hefði verið kjörinn formaður þingflokks Samfylkingarinnar.
Ég get svo svarið að ég hélt að þetta sæti hefði verið frátekið handa Ágúst Ólaf.
Þá fer að fækka titlum sem hann getur fengið, því ekki var hann varaformaður þingflokksins eða ritari.
Þá eru eftir formenn í hinum ýmsum nefndum, en kosið verður í þær á morgun fimmtudag, þegar þing kemur saman.
Feitasti bitinn í nefndunum er formaður Fjárlagagerðar sem kom í hlut Samfylkingarinnar og vonandi fær hann þá stöðu.
Ég bíð spenntur að sjá niðurstöðuna!
Kveðja, Hörður.
Lúðvík kjörinn þingflokksformaður Samfylkingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2007 | 04:01
Enn um Kvikmyndir.
Sælir bloggarar.
Já það virðist vera nokkur gúrka í fréttum, alla vega þangað til Sumarþingið byrjar, eins og einn af bloggvinum mínum sagði.
Á meðan virðist ekki vera úr færi að skoða betur kvikmyndalistana og hvaða kvikmyndir gera það gott.
Í dag ætla ég að skoða seríur og vinsældir þeirra.
Í gær kom ég með smá innlegg um það.
Læt það fylgja og fleiri seríur koma hérna líka.
Byrja á Spider-man:
Spider-man 3: $808.654.583 og er kominn í 15 sæti á heimslistanum.
Spider-man 1: $806.700.000
Spider-man 2: $783.577.893
Næst er það Shrek serían:
Shrek 2: $880.871.036
Shrek 1: $455.100.000
Shrek 3: $240.348.470 og er rétt að byrja.
Svo er það Pirates of the Caribbean serían.
Nú er þriðja myndin kominn inn, en var það ekki í gær:
PC 2: $1.060.332.628 sem er þriðja aðsóknarmesta mynd í heimi.
PC 1: $653.200.000
PC 3: $367.042.234
Skoðum Lord of the Rings seríuna aftur:LOTR 3: $1.129.219.252 sem er annar besti árangur í heiminum næst á eftir Titanic.
LOTR 2: $921.600.000
LOTR 1: $860.700.000.
Næst er það Harry Potter serían:
Harry Potter 1: $968.657.891 sem er 4 besti árangur í heiminum.
Harry Potter 4: $892.194.397
Harry Potter 2: $866.300.000
Harry Potter 3: $789.458.727 Má segja að allar hafa þær verið óhemju vinsælar.
Að lokum er það svo Star Wars myndirnar sem eru frægastar af seríu myndunum.
Star Wars 1: $922.379.000
Star Wars 3: $848.462.555
Star Wars 4: $797.900.000 sem er hin fyrsta myndin frá árinu 1977.
Star Wars 2: $648.200.000
Star Wars 6: $572.700.000
Star Wars 5: $533.800.000
Læt þetta nægja í bili.
Kveðja, Hörður.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2007 | 02:38
Kvikmyndaaðsókn í USA og í World 2007.
Sælir bloggarar.
Ætla ekki að tala um Stjórnmál í þessu bloggi, heldur um kvikmyndir, þar sem mikið er um toppmyndir sem er verið að sýna.
Ég hef haldið dagbók um hverjar eru vinsælustu kvikmyndir í USA og einnig í heiminum (World) á árinu. Þetta lofar góðu, en hér koma niðurstöðurnar frá því í kvöld.
Ath. þetta er alltaf að breytast og uppfærist t.d. vinsældalisti í USA daglega en í World cirka vikulega.
Kvikmyndaaðsókn í USA, árið 2007 í $$$.
Nr. | Nafn. | $$$. (Yfir 100 M.) | Sæti í USA. |
1 | Spider-man 3. | $307,642,000 | 21 |
2 | Night at the Museum. | $250,714,157 | 38 |
3 | Shrek 3. | $219,424,000 | 55 |
4 | 300 | $208,656,942 | 67 |
5 | Happy Feed. | $197,992,827 | 78 |
6 | Wild Hogs. | $163,263,000 | 127 |
7 | Pirates of the Caribbean 3. | $156,055,000 | 141 |
8 | The Departed. | $132,373,442 | 200 |
9 | Borat. | $128,505,958 | 212 |
10 | Ghost Rider. | $115,802,596 | 269 |
11 | Blades of Glory. | $115,446,583 | 272 |
12 | Dreamgirls. | $103,338,338 | 330 |
Þarna sést að Pirates of the Caribbean 3 er strax kominn á listann.
Þeir fengu næst mestu aðsókn á þessu ári núna um helgina eða rúmlega $142.000.000 aðeins Spider man 3 fékk meiri aðsókn yfir sína fyrstu helgi eða um $148.000.000. Þarna sést að Spider man 3 stefnir hraðbyri á toppinn og er kominn í 20 sæti allra tíma í USA eftir aðeins 4 vikur.
Gaman verður síðan að fylgjast með Shrek 3 og Pirates 3.
Þess má til gamans segja að Titanic er langvinsælasta myndin í USA með $600.779.824.
Eins er hún langvinsælasta myndin í heiminum með yfir $1.800.000.000 sem er eininlega stjarnfræðilega háar tekjur.
Taflan yfir World er aðeins öðruvísi, þar sem þeir eru aðeins seinni með myndirnar er í USA.
Eins og ég sagði, þá uppfæra þeir ekki alltaf eða cirka viku fresti, en svona lýtur hann út.
Kvikmyndaaðsókn í World árið 2007 í $$$.
Nr. | Nafn. | $$$. (Yfir 200 M.) | Sæti í World. |
1 | Spider-man 3. | $772,742,000 | 20 |
2 | Night at the Museum. | $570,914,157 | 37 |
3 | 300 | $439,656,942 | 65 |
4 | Happy Feed. | $378,992,827 | 91 |
5 | The Departed. | $277,273,442 | 183 |
6 | Borat. | $256,505,958 | 206 |
7 | Eragon. | $245,230,163 | 221 |
8 | Wild Hogs | $238,263,000 | 234 |
9 | Shrek 3. | $232,724,000 | 244 |
10 | Ghost Rider. | $223,802,596 | 263 |
Hérna sést að Shrek 3 er nýkominn á listann en Spider man 3 er að sigra listann.
Gaman er líka að skoða vinsælar seríur t.d. (heimsaðsókn):
Spider-man 1: $806.700.000
Spider-man 2: $783.577.893
Spider-man 3: $772.742.000
(Spider-man 3 er að ná nr. 2 og 1. og fer bráðum fram úr þeim í vinsældum).
Shrek 2: $880.871.036
Shrek 1: $455.100.000 og
Shrek 3: $232.724.000.
Þarna spái ég að Shrek 3 fari alla vega fram úr Shrek 1 í vinsældum en muni ekki ná vinsældum Shrek 2.
Að síðustu ætla ég að sýna ykkur vinsældir Pirates of the Caribbean 1,2,3.
PC 2: $1.060.332.628 sem er þriðja aðsóknamesta mynd í heimi.
PC 1: $653.200.000
PC 3: er bara kominn á lista í USA með $156.055.000.
Ég spá því að hún fari fram úr PC1 en ná ekki hinum miklu vinsældum mydnar nr. 2.
Fyrst ég er að þessu, þá er hægt að skoða Lord of the Rings 1,2,3.
LOTR 3: $1.129.219.252 sem er annar besti árangur í heiminum næst á eftir Titanic.
LOTR 2: $921.600.000
LOTR 1: $860.700.000.
Læt þetta nægja í bili.
Kveðja,
Hörður.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.5.2007 | 01:08
Norðlingaölduveita.
Sælir Bloggarar.
Ég verð að segja að ég varð jafn hissa og Össur og Jón Ingi blogg vinur minn á því að Landsvirkjun skildi halda að þeir gætu enn reynt að virkja.
Bæði Össur og Jón Ingi (sjá hvað Jón Ingi sagði um þetta):
http://joningic.blog.is/blog/joningic/entry/223219/#comment380709
taka það skýrt fram að það sé tekið fram í stjórnarsáttmálanum að ekki verði ráðist í Norðlingaölduveitu. (tek þó fram að ég sjálfur hef ekki lesið stjórnarsáttmálann, en heyrt margt úr honum á undanfarna daga).
Mun fylgjast með þessu máli.
Kveðja, Hörður.
Össur segir ríkisstjórnina ekki munu ráðast í Norðlingaölduveitu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.5.2007 | 23:10
Hvítasunnudagur.
Sælir Bloggarar.
Hér sit ég fyrir framan tölvuna og er að lesa fréttir af mbl.is og bloggfréttir.
Samt sem áður var ekkert sem vakti athygli mína til að skrifa um.
Þó sá ég frétt um Ingibjörg Sólrúnu Utanríkisráðherra og verður viðtal við hana í Sunnudagablaði Moggans.
Ég segi bara þetta að hún á eftir að gera það gott sem Utanríkisráðherra.
Margir eru svo á faraldsfæti núna um Hvítasunnuhelgina, en ég verð nú heima enda fer ég að vinna á morgun á Hvítasunnudag.
Það er af sem áður var, þegar ekki mátti vinna þessa frídaga eins og Föstudaginn langa, Páskadag og Hvítasunnudag.
Nú eru þessir dagar og aðrir frídagar að láta undan sinni Heilagleika og finnst mér það miður að sumu leiti.
Alltaf gott að geta fengið auka frídag frá amstri dagsins.
Önnur frétt sem ég sá frá einum bloggaranum, var að henni þótti miður að Ágúst Ólafur skyldi ekki hafa fengið Ráðherra embætti vegna þess að hann væri karl.
Það er ekki vegna þess sem hann fékk ekki ráðherraembætti, þó svo að Ingibjörg Sólrún hafi skipt Ráðherraembættum jafnt á milli kynja.
Það þurfti að huga að fleiri þættum, eins og hverjir væru í forustusætum og eins landsbyggðarþingmenn.
Þar sem 3 þingmenn voru fyrir framan hann í Rvík. (eins og hann sjálfur orðaði það), þá var þetta orðið erfitt að velja hann, þó svo hann væri varaformaður Samfylkingarinnar.
Reyndar hefur Ingibjörg sjálf sagt að Ágúst bíði mikið starf innan þings og utan, þar sem hún sjálf verður meira fjarverandi sem ráðherra.
Læt þetta nægja í bili.
ps. ég byrjaði á að skrifa án þess að hafa eitthvað fyrir framan mig, en eftir því sem á leið þá hafði ég eitthvað til að skrifa.
Ef manni finnst manni hafa ekkert til að skrifa um, þá er bara að byrja og þá kemur manni eitthvað í hug.
Þetta voru svona smá hugleiðingar.
Kveðja,
Hörður.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.5.2007 | 18:32
Sveitarfélagið Skagaströnd.
Ég sá að einn af bloggvinum mínu skrifaði um þessa frétt.
Við að skoða þetta betur, þá var ég ánægður að loksins, loksins eru þeir að breyta nafninu í Skagaströnd.
Málið er mér skylt, þar sem ég ólst upp þarna.
Bærinn var alltaf kallaður Skagaströnd, en ekki Höfðahreppur eins og formlegt nafnið er.
Enda sést að flestir vildu breytingu eða 73.6% í skoðanakönnunni.
En núna verður þessu breytt og þó fyrr hefði verið!
Vildi bara vekja athygli á þessu.
Kveðja, Hörður.
Höfðahreppur verður Sveitarfélagið Skagaströnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.5.2007 | 01:17
Stórmeistaraáfangi í höfn hjá Héðinn!
Var að lesa þessa frétt á mbl.is
Þetta er glæsilegur árangur hjá Héðni og enn ein skrautfjöðurinn hjá okkur Íslendingum í Skák.
Hann er efstur á mótinu á Ítalíu með 7 vinninga og er búinn að tryggja sér Stórmeistaráfangann þó ein umferð sé eftir.
Vildi bara minna ykkur bloggara á okkar góða fólk í skákinni.
Kveðja, Hörður.
Héðinn Steingrímsson hefur náð stórmeistaraáfanga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 01:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Maí 2008
- Apríl 2008
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
- agustolafur
- astar
- dofri
- gattin
- gudbjorng
- gummisteingrims
- heiddal
- helgi-sigmunds
- hlf
- holmfridurpetursdottir
- hrannarb
- jensgud
- johanneshlatur
- joningic
- jonsnae
- kjarri
- kristjanmoller
- lara
- ollana
- possi
- prakkarinn
- presleifur
- rabelai
- reykur
- stingi
- thorarinneyfjord
- vga
- skagstrendingur
- blaskjar
- hallgrimurgisla
- harhar33
- snjolfur
- stjornuskodun
- meyerinn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar