Leita í fréttum mbl.is

Alþingi hefur samþykkt að fara í aðildarviðræður við ESB.

Sælir bloggarar.

Það er gleðidagur í dag hjá þeim sem styðja Samfylkinguna.

Því í dag 16 Júlí 2009 hefur Alþingi samþykkt að fara í aðildarviðræður við ESB. Ég átti þess kost að fylgjast með atkvæðagreiðslunni í þinginu þar sem ég var í sumarleyfi. Ég tel þetta framfara spor og einnig að það verður að sjá hvað við fáum í þessum viðræðum, því ef við könnum það ekki munum við aldrei fá að vita hvað við getum fengið nema að sækja um. Þegar við svo fáum samningsdrögin, þá fáum við þjóðin að kjósa um þetta.

Já þetta er í reynd hátíðisdagur hjá mér, þó ég fari nú ekkert í gleðskap til að fagna þessu, verð líklega heima eða kannski fari í sund, þar sem bíllinn minn er á verkstæði.

Kveðja, Hörður.


mbl.is Samþykkt að senda inn umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég er nú flokksbundinn sjálfstæðismaður í stjórn fulltrúaráðs og í kjördæmisráði - sem sagt innvígður og innmúraður - líkt og Ragnheiður Ríkharðsdóttir.

Þetta er gleðidagur fyrir mig og Ragnheiði og þúsundir sjálfstæðismanna um land allt! Málið er ekki hægri/vinstri mál!

Þetta er mál sem er gott fyrir alla Íslendinga, hvort sem þeir eru kommar, kratar eða íhaldsmenn! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 16.7.2009 kl. 15:13

2 Smámynd: Hörður Jónasson

Sæll Guðbjörn. Já ég er þér svo hjartanlega sammála að þetta er gleðidagur fyrir alla sem vilja fá að vita hvort þeir geti fengið góðan samning og í framhaldi að skipta út´okkar handónýtu krónu fyrir Evru.

Hörður Jónasson, 16.7.2009 kl. 15:24

3 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Ég er sammála, þetta á ekki að vera flokksmál um vinstri og hægri. Það þarf að veita öllum flokkum aðgang að þessu ferli og viðræðunum við ESB. Ekkert endilega bara alþingismönnum allra flokka, en yfirlýstra stuðningsmanna allra flokka. Mér myndi detta í hug frá Sjálfstæðisflokki til dæmis Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Þorgerði Katrínu, Svein Andra Sveinsson, Benedikt Jóhannesson, Þorstein Pálsson. Frá Framsóknarflokki Siv Friðleifsdóttir, Guðmund Steingrímsson, Birkir Jón, Valgerði Sverrisdóttir, Jón Sigurðsson, jafnvel Halldór Ásgrímsson. Frá Borgarahreyfingu mætti taka tvo þingmenn inn í þetta prósess.

Menn eins og Eirík Bergmann og hagræðinga eins og til dæmis Þorvald Gylfason og fleiri væri síðan skynsamlegt að hafa með í ráðum ásamt fulltrúa starfsstétta, así, samtak iðnaðarins og atvinnulífs. 

Jón Gunnar Bjarkan, 16.7.2009 kl. 15:50

4 Smámynd: Kjartan Jónsson

Vissulega var 16. Júlí mikill gleðidagur en atkvæðagreiðslan kom mér síður en svo á óvart. Hún sýndi það og sannaði að vilji er til þess hjá þinginu að lagfæra og bæta núverandi óvissuástand. Það sjá það allir vitibornir menn að enginn annar kostur var í stöðunni.

Ég tel engan vafa leika því að samningagerðin muni ganga vel og ESB efni loforð sín í þeim efnum. Okkar helsta framfaraskref verður svo á endanum að ganga í sambandið og taka þátt í Evrópsku samstarfi með fullum vilja og krafti.

Kjartan Jónsson, 18.7.2009 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Jónasson
Hörður Jónasson

Höfundur býr í Reykjavík.

Áhugamál höfundar er t.d. ýmis dægurmál s.s. stjórnmál, íþróttir, samgöngumál og kvikmyndir.  Höfundur heldur með Arsenal.

Netfang: hordurj@simnet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband