Leita í fréttum mbl.is

Meira um Samgöngumál.

Sælir Bloggarar.

Eftir skrif mín um samgöngumál í síðasta bréfi, þá virðist margir hafa áhuga á þessum málum enda ekki skrítið, þar sem á mörgum stöðum hefur ekki veitt af að gera betri vegi og byggja nýja brýr.

Ég fékk fyrirspurn hvaða samgönguverkefni væru brýnast og líka spurningu um það af hverju ný Hvalfjarðargöng ættu að koma á undan Sundabrautinni.

Þó að ég sé ekki sérfræðingur eða rétti maðurinn til að svara þessum spurningum, þá hef ég mínar skoðanir á samgöngumálum.

t.d. spurningin um ný Hvalfjarðargöng á undan Sundabrautinni, þá er því til að svara að gömlu göngin eru að springa af mikilli umferð og þess vegna ætti að fara í þau fyrst (en að sjálfsögðu myndi ég alveg vilja að það væri byrjað sem fyrst á Sundabrautinni) Nú umferðarþunginn í gegnum Mosfellsbæ og til Hvalfjarðarganga væri hægt að laga a.m.k. til bráðabrigða með því að tvöfalda veginn alla leið að Hvalfjarðargöngum. Því tel ég að ætti að byrja á nýjum Hvalfjarðargöngum fyrst.

Þó tel ég að allra fyrst ætti að ljúka við tvöföldun Suðurlandsvegar alla leið til Selfoss, en þar er brýnast að fara í t.d. vegna tíðrar umferðarslysa.

Nú hér í höfuðborginni tel ég brýnast að fara í að gera mislæg gatnamót við Reykjanesbraut á móts við Sprengisand og Bústaðaveg. Þar er mikil teppa á daginn í umferðinni.

Nú meira um mínar skoðanir á samgöngumálum t.d. tel ég ekki gott að gera veg eða nýjan þjóðveg framhjá Blönduós eins einhverjir hafa haldið fram til þess eins að stytta leið til Akureyrar um örfáa km. Það er alltaf gaman að geta stoppað í kaupstöðum úti á landi og skoðað sig um og fá sér kaffi og kleinur og hvíla sig á akstrinum og teygja úr sér. ég er nú kannski ekki alveg hlutlaus þarna, þar sem ég ólst upp þarna fyrir norðan og þekki bæði Skagaströnd og Blönduós vel.

Nú ég læt þetta gott í bili og bið að heilsa. Hörður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Sæll Hörður.

Mér hefur lengi fundist að það ætti að loka fyrir vinstri beygjur á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegs.  Umferðin gæti farið um Miklubraut. Ég held það mundi leysa umferðarhnútinn og þyrfti ekki að skapa nýjan annars staðar því umferðin í vestur færi í svona rennilása dæmi á Miklubrautinni og umferðin í austur dreifðist á nokkur gatnamót inn á Miklubraut.

Ég er löngu hætt að fara Bústaðavegin í vestur og kemst alltaf fljótt og vel inn á Miklubraut.

Ódýr lausn, sem mér finnst mega athuga vel.

Kveðja,

Hólmfríður Pétursdóttir, 9.6.2009 kl. 12:38

2 Smámynd: Hörður Jónasson

Já Hólmfríður það gæti verið nokkuð góð lausn og ódýr. Ég hef heyrt af henni en það var líka búið að teikna upp 2 aðferðir við mislæg gatnamót þarna,en þeim í borgarstjórn fannst þær koma of nálægt Elliðaánum. Eins var alltaf að skipta um stjórn borgarinnar sl. 2 árum svo þessar tillögur fóru bara á byrjunarreit aftur. En eins og þú talar um að eftir bankahrunið þá hafa málin breyst.

kveðja, Hörður.

Hörður Jónasson, 10.6.2009 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Jónasson
Hörður Jónasson

Höfundur býr í Reykjavík.

Áhugamál höfundar er t.d. ýmis dægurmál s.s. stjórnmál, íþróttir, samgöngumál og kvikmyndir.  Höfundur heldur með Arsenal.

Netfang: hordurj@simnet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband