Leita í fréttum mbl.is

Meira um fótboltamál í Breiðholti.

Sælir bloggarar.

Ég vil aðeins koma mínum sjónarmiðum mínu hér skýrt fram, vegna spurninga annarra bloggara að menn verða að stíga upp úr þeim ríg að öll hjól snúist bara um þeirra félag.

Ef málin eru skoðuð í heild, væri það farsælast að sameina Leiknir R. og ÍR.

Þá væri hægt að einhenta sér í að gera rausnarlega í uppbyggingu á svæði ÍR í mjódd.

Það væri öllum fyrir bestu.

Ef við skoðum stöðu þessara liða, þá kemur í ljós að Leiknir R. er í 1 deild og verður örrugglega í neðrihluta þeim þegar upp verður staðið.

Og ef við skoðum svo stöðu ÍR þá er hún ekki glæsileg.

ÍR er í 2 deild og virðist ekki ætla að komast upp úr þeirri deild.

Ef á að koma kraftur í fótboltann hér í Breiðholti, þá er þetta eina úrræðið sem ég sé.

Það svæði sem losnaði ef Leiknir flytti, gæti verið krafa frá þeim um það að Borgin myndi styrkja ríkulega uppbyggingu niðri í mjódd.

Ég held læt þetta nægja í bili, en bloggarar vinsælast lesið bloggið á undan og þá sjáið þið að þessi hugmynd er mjög góð fyrir bæði félögin.

Kveðja, Hörður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Sæll Hörður.

Vegna hugmynda þinna um að sameina ÍR og Leikni í Breiðholti og að það yrði þá byggt rausnarlega í Mjóddinni vil ég nefna að þegar við ÍR-ingar urðum bikarmeistarar 2005 að þá fengum við vilyrði fyrir byggingu á nýju íþróttahúsi,einnig var skrifað undir samning þess efnis á 100 ára afmæli félagsins þann 11 mars s.l.

Hvað fótboltann varðað þá fer ÍR væntanlega upp um deild ekki síðar en á næsta tímabili enda nóg af mönnum þar á bæ sem vilja veg félagsins sem mestann.

Annars vitna ég í comment mitt í seinasta bloggi þínu.

Magnús Paul Korntop, 7.6.2007 kl. 18:23

2 identicon

Sjálf er ég ÍR-ingur. Finnst þeir vera gera góða hluti fyrir alla aldurshópa, nema þá kannski að heimasíða þeirra er fáranlega ljót og illa upp sett.. Mjög erfitt að finna þær upplýsingar sem maður leitar eftir. Einnig það að ég setti strákinn minn í Íþróttaskólan þar. Voða gaman en hann er mikill fótboltakall að verða 5 ára og ekki er boðið uppá fótboltaskóla fyrir þennan aldur. Ég myndi borga dágóða upphæð fyrir það því áhuginn hjá honum er fyrir hendi en ekkert til að halda honum uppi. Ég kvet ÍR að koma á fót fótboltaskóla og það strax... 

Skonsan (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 10:41

3 Smámynd: Hörður Jónasson

Sæl Skonsan.

Ég mundi segja að ef Leiknir og ÍR mundu sameinast, þá mundi vera hægt að koma á fót Fótboltaskóla fyrir syni þínum.

Kveðja, Hörður.

Hörður Jónasson, 9.6.2007 kl. 02:25

4 identicon

Já þá er ég alveg til í það :)

Skonsan (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Jónasson
Hörður Jónasson

Höfundur býr í Reykjavík.

Áhugamál höfundar er t.d. ýmis dægurmál s.s. stjórnmál, íþróttir, samgöngumál og kvikmyndir.  Höfundur heldur með Arsenal.

Netfang: hordurj@simnet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband