Leita í fréttum mbl.is

Tillaga um að Ríkið yfirtaki alla Lífeyrissjóði í landinu.

Sælir bloggarar.

Nú er komin út úttektarskýrsla um Lífeyrissjóðina í landinu og þar kemur fram að þeir hafi tapað miklu og verið óvarkornir í fjármálum, svo vægt sé til orða tekið.

Mín tillaga er sú að Ríkið yfirtaki alla Lífeyrissjóði í landinu og setji þá í einn sjóð sem maður t.d. kallað C - Deild. Við höfum A og B deild hjá þeim sem vinna hjá ríkinu.

Þar með yrðu allir með sömu réttindin og ekki þyrfti að skerða árlega um 10-15% hjá okkur sem borga í almenna sjóðina. Þarna kæmi til ríkisábyrgð eins og er með LSR (Lífeyrissjóð Starfsmanna Ríkisins).

Þetta tel ég að sé besta lausnin, vegna þess að við almennir borgarar Íslands eigum þessa Lífeyrissjóði en ekki einhverjir smá Kóngar hjá Verkalýðsfélögunum og Samtökum Vinnuveitanda. Við eigum Lífeyrissjóðina og eigum alveg eins mikinn rétt á að verja okkar Lífeyrir eins og starfsmenn ríkisins, ekki satt.

Það yrði sett sérstök stjórn yfir þessum nýja C - Deild og síðan yrðu strangar reglur um að ríkið eða ríkisstjórn á hverjum tíma, gæti ekki tekið út pening að eigin geðþótta. Þó gæti ríkið kannski tekið lán hjá þessum sjóði, en það yrði að vera sérstakar reglur og hámark sem ríkið gæti fengið að láni.

Við myndum spara peninga á því að fækka stjórnum þessarra Lífeyrissjóða og láta stjórn þess frá Verkalýðsfélögum og Atvinnurekenda til ríkisins. Síðan væri það lögfræðinga að útfæra þessar reglur. Að sjálfsögðu þyrfti að setja lög þar sem ríkið yfirtæki alla sjóðina.

kv. Hörður.


mbl.is Ekki tilefni til að víkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já það er ljóst að eitthvað verður að gera og auðvitað ætti bara að vera 1 sjóður fyrir alla og ég vil meina að húsnæðislánakerfið eigi meira en minna að vera í höndum sjóðsins sem og Ríkissins.

En mér finnst nauðsynlegt vegna þessara ljótu stöðu sem uppi er að allir stjórnendur þessara sjóða verði látnir víkja tafarlaust.

Þessir menn eru siðlausir ef þeim finnst ekkert að við þetta vegna þess að þessi staða er vegna fjárfestinga þeirra sem mistókst en segja vegna alvarlegrar alþjóðarlegrar efnahagskreppu...

Það er ekki laust við að maður spurji hverjir ákváðu viðskiptin...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 6.2.2012 kl. 21:50

2 Smámynd: Hörður Jónasson

Sæl Ingibjörg.

Já ég er sammála þér að það þarf að hreinsa til í sjóðunum.

Hörður Jónasson, 6.2.2012 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Jónasson
Hörður Jónasson

Höfundur býr í Reykjavík.

Áhugamál höfundar er t.d. ýmis dægurmál s.s. stjórnmál, íþróttir, samgöngumál og kvikmyndir.  Höfundur heldur með Arsenal.

Netfang: hordurj@simnet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband