Leita í fréttum mbl.is

Stór sprunga er að myndast í Ríkisstjórnarsamstarfið.

Sælir bloggarar.

Það var nóg að gera í dag og kvöld. Fyrst að horfa á handboltaleik okkar Íslendinga að keppa við Slóvenia og svo að fylgjast með Alþingi um hvort tillaga Bjarna Benidiktsson um afturköllun á ákæru á Geir H. Hardie fv. forsætisráðherra fyrir Landsdómi.

Leikar fóru þannig að 31-29 voru fylgjandi að halda áfram með málið og það sett í nefnd. Atkvæðagreiðslan fór þvert á flokka, en þar sem maður var helst að fylgjast með var hvernig stjórnarþingmenn mundu greiða atkvæði. Jóhanna Sigurðardóttir vonar að þetta hafi ekki áfrif á stjórnarsamstarfið, en ég held að það hafi myndast stór sprunga á samstarfið og muni halda áfram að stækka með vorinu. Það eykst líkur á að stjórnin springi með vorinu,en vonandi heldur það aðeins lengur til að klára ýmis mál t.d. stjórnarskrá málið og koma því í búning til þjóðaratkvæðagreiðslu.

Fleiri mál má nefna sem hefur verið ágreiningur um og er skammt að minnast t.d. um Vaðlaheiðagöng sem er enn óútkláð.

Ég tók líka eftir í sl. viku þegar 12 ára Samgönguáætlunin 2011-2022 var rædd að menn voru ekki sammála þar. En í henni eru engar stór verkefni fyrrihluta þess og t.d. verður ekki byrjað á Oddskarðsgöngum fyrr en eftir 2015 að ég held og Dýrafjarðargöngum þar á eftir og eins með framhald á að tvöfalda Suðurlandsveg, þannig að allt er þett með mikilli óvissu þar sem það er vísað í framtíðina að gera stórframkvæmdir og margt getur breyst á þeim tíma. T.d. árið 2014 á bara að framkvæma fyrir um 3,7 milljarða sem er það alminnsta sem hefur verið varið í vegagerð í marga áratugi.

Það eru sumir þungaviktamenn í stjórnasamstarfinu sem eru á móti þessu og vilja veita meira fé í samgöngur. Allir verktakar eru að hverfa á landi burt með sín tæki og tól og þá eru góð ráð dýr.

Það gengur allt og hægt að koma Íslandi úr kreppunni, en þar er ekki þar með sagt að ég vilji kosningar strax, því hver á að taka við? t.d. vil ég ekki að Sjálfstæðisflokkurinn taki við. Vonandi koma nýjir flokkar til sögunnar sem þora að taka við, en þeir 2 flokkar sem helst eru nefndir þeir flokkur Guðmundar Steingrímssonar og Lilju Mósesdóttir en erfitt verður að láta þá starfa saman, þar sem flokkur Lilju er lengst til vinstri og á móti ESB en flokkur G.S. er með því að klára aðildarumsóknina og er frjálslindur jafnarðarmannaflokkur. Já nú man ég að hann heitir Björt Framtíð.

Læt þetta nægja í bili og fylgjast áfram með stjórnmálunum og þar á bæ verður örrugglega mikið um að vera næstu mánuðina.

kv. Hörður.


mbl.is Óvíst um áhrif á samstarfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Jónasson
Hörður Jónasson

Höfundur býr í Reykjavík.

Áhugamál höfundar er t.d. ýmis dægurmál s.s. stjórnmál, íþróttir, samgöngumál og kvikmyndir.  Höfundur heldur með Arsenal.

Netfang: hordurj@simnet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband