Færsluflokkur: Bloggar
9.3.2009 | 13:45
Hvenær á að fara að byrja á Suðurlandsvegi?
Sælir bloggarar.
Nú er komið fram mat á umhverfisáhrifum á Suðurlandsvegi og liggur matið frammi t.d. á Olís í Norðlingaholti þar sem ég vinn. Fólk hefur frest til að koma með athugasemdir til 15 apríl.
Ég hef nú ekki gefið mér tíma til að líta á skýrsluna, en aðalatriðið er að vita hvað gerist eftir 15 apríl? Er Suðurlandsvegur á vegaáætlun og hægt að byrja bjóða verkið út eða er framkvæmdin alfarið þannig að ef einkaaðilar koma og bjóðast til að borga að þá verði farið í hana?
Fyrir nokkru talaði Samgöngumálaráðherra um að jafnvel þyrfti að fresta þessarri framkvæmd eða láta hana í 2+1 veg (þar sem 2+2 væri svo dýrt) og taka frekar fyrir og láta tvöfalda veginn milli Selfoss og Hveragerði.
Nokkru seinna talaði hann um að nokkrir einkaaðilar hefðu sýnt þessu áhuga ásamt Vaðlaheiðargöngum og Samgöngumiðstöð í Reykjavík.
Gott væri að vita hvort og hvenær verði ráðist í að tvöfalda Suðurlandsveginn? Er hún á vegaáætlun eða þarf að treysta á einkaaðila? Eða á að taka veginn milli Selfoss og Hveragerði fram fyrir og tvöfalda hann?
Gaman væri að fá fram einhver viðbrögð við þessu.
Kveðja Hörður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2008 | 16:43
Til hamingju með Verklýðsdaginn 1. Mai.
Heil og Sælir Bloggarar!
Og til hamingju með 1. Mai. Hann er nú haldinn í skugga þeirra efnahagsþrenginga sem steðja að Íslensku þjóðinni.
Mér var boðið í hlaðborð í boði Olís í morgun. Þetta hefur verið venja hjá þeim á 1. Mai að bjóða starfsfólki í mat. Þarna gat maður troðið sig út að góðum mat. Gott væri ef önnur fyrirtæki tæku upp þennan sið.
Þetta er nú bjartur og góður dagur og tilvalinn til að fara í skrúðgöngu, en ég var nú eitthvað slappur og sleppti því.
Kveðja, Hörður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2008 | 15:35
Gleðilegt Sumar.
Heilir og sælir Bloggarar. Ég vil óska öllum gleðilegt sumar.
Ég hef nú verið í fríi hérna í nokkra mánuði, en ákvað að senda smá skilaboð hérna. Það var bróðir eins af vinnufélaga míns sem spurðist hvort ég ætlaði ekki að uppfæri síðuna. Jú ég ætla að halda áfram að skrifa hérna, svona annað slagið. Annars allt gott að frétta af mér. Ég er bara að vinna og bíða eftir sumrinu og fríinu, því ég ætla til Ítalíu í sumar með krökkunum.
Ég ætla ekkert í þessari fyrstu færslu eftir hlé að fara í saumana á hinum ýmsum málum, það bíður betri tíma.
Kveðja, Hörður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2007 | 01:04
Glæsilegt hjá Arsenal.
Sælir Bloggarar.
Þetta er glæsilegt hjá Arsenal að vera kominn á toppinn og það án þess að vera með Henri.
En eins og Wenger segir þá er mikill vilji og kraftur hjá þeim og þeir virðast þjappa sér saman eftir að hafa misst Henri.
Ég hlakka til að fylgjast með þeim í vetur.
Eins verður gaman að fylgjast með West Ham.
Þeir eru að gera góða hluti, þó hluti að liði þeirra sé meiddur.
Kveðja, Hörður.
Wenger: Mikill vilji og kraftur hjá mínum mönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2007 | 15:56
Að sjálfsögðu Skagaströnd.
Sælir Bloggarar.
Jæja þá er það komið í gegn að Höfðahreppur skyldi vera breytt í Skagaströnd.
Reyndar hefur hann verið nefndur Skagaströnd alla tíð.
Ég ólst nefnilega upp þarna og var staðurinn alltaf kallaður Skagaströnd.
Gaman að heyra það að aldursamsetningin sé góð, því þá geti staðurinn blómstra áfram.
Reyndar hefur íbúatalan haldist svona svipuð þarna, en hún var þegar ég var krakki um 550 og er enn undir 600 samkv. fréttinni.
Ég á reyndar ekki von á að henni fjölgi neitt að ráði, en mun ef atvinna er næg haldast, ólíkt nágranna bænum Blönduósi, þar sem hefur orðið fækkun á síðastlegum árum.
Læt þetta nægja í bili.
Kveðja, Hörður.
Nafni Höfðahrepps breytt í Skagaströnd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2007 | 14:54
Arsenal á mikilli siglingu og AC Milan meistari meistaranna.
Sælir Bloggarar.
Bara stutt hjá mér, en það var mjög ánægjulegt að Arsenal skyldi sigra Porsmouth 3-1.
Sérstaklega var Fabreakas góður þar sem hann skoraði annað markið.
Þetta virðist ganga upp hjá Wenger að hafa ungt lið.
Þó sakna ég ennþá Henri.
Annað sem vakti athygli mína var að AC Milan varð um helgina meistari meistaranna, þar sem mættust Sevilla og AC Milan sem unnu evrópukeppnina sl. vetur. (Meistardeildina og UFEA bikarkeppnina).
Læt þetta nægja í bili.
Kveðja, Hörður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2007 | 01:17
5 Vinsælustu myndirnar í heiminum.
Sælir Bloggarar.
Eins og ég lofaði í gær, þá kemur hér 5 vinsælustu myndirnar í heiminum það sem af er árinu 2007.
1. Pirates of the Caribbean 3. með 956.771.457 sem gerir 5 sæti yfir vinsælustu myndir allra tíma í Heiminum.
2. Harry Potter 5. með 896.609.000 sem gerir 9 sæti yfir vinsælustu myndir allra tíma í Heiminum.
3. Spiderman 3. með $885.430.000 sem gerir 11 sæti yfir vinsælustu myndir allra tíma.
4. Shrek 3. með $738.205.665 sem gerir 26 sæti allra tíma.
5. Transformers. með $673.987.922 sem gerir 29 sæti.
Þarna sést að vinsælustu myndirnar eru ekki þær sömu yfir allan heiminn eins og þær myndir í USA.
T.d er Pirates of the C.3. og Harry Potter 5 miklu vinsælli yfir heiminn, heldur en í USA.
Eins eru myndir miklu seinni að ná alheims vinsælum, heldur en í USA.
The Simpsons Movie og The Bourne Ultimatum eru svo að koma á siglingu upp listann.
Meira seinna um listann, er að fylgjast með og skrái allar upplýsingar niður daglega.
Kveðja, Hörður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2007 | 02:50
5 Vinsælustu myndir í USA árið 2007.
Sælir Bloggarar.
Í dag ætla ég að sýna ykkur 5 vinsælustu myndirnar í USA það sem af er árinu 2007.
1. Spiderman 3. með $336.530.303 sem gerir 15 sæti yfir vinsælustu myndir allra tíma í USA.
2. Shrek 3. með $320.706.665 sem gerir 18 sæti allra tíma í USA.
3. Pirates of the Caribbean 3. með $307.771.457 sem gerir 23 sæti.
4. Transformers. með $306.487.922 sem gerir 24 sæti.
5. Harry Potter 5. með $283.309.000 sem gerir 32 sæti allra tíma í USA.
Þess má geta að þegar maður skoðar hvaða 5 vinsælustu myndir í heiminum árið 2007, þá eru ekki sömu myndir í fyrstu sætum.
Nýjar upplýsingar koma fram á mánudögum, þannig að ég mun koma með þær upplýsingar þá.
Ef maður skoðar þennan lista frá USA, þá kemur í ljós að bæði PC3 og HP5 eru ekki eins vinsælar í USA og á heimsvísu, þar sem þessar myndir hafa brillerað.
T.d kemur á óvart að Transformers er fyrir ofan Harry Potter, en á Heimsvísu er allt annað upp á teningnum, þar sem Harry Potter myndin er miklu vinsælli.
En allt um þetta á morgun.
Kveðja, Hörður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.8.2007 | 02:35
Arsenal á Sigurbraut.
Sælir Bloggarar.
Jæja þá er Enski boltinn kominn vel af stað.
Mínir menn frá Arsenal fara vel af stað og unnu í dag.
Þeir eru nú komnir með 7 stig og hafa ekki tapað leik.
Samt verð ég nú að segja að ég sakna Henry.
Vonandi standa ungu mennirnir sig hjá þeim, en það er stefna hjá Wenger að nota mest unga menn.
Annars eru það Liverpool sem er besta liðið í dag og var t.d. Fernandos Torres í frábæru formi hjá þeim í dag.
Það hefði verið gaman ef Arsenal hefði krækt í hann!
Mín spá fyrir veturinn er sú núna að Liverpool vinni deildina, en vonandi verður svo Arsenal í 2 eða 3 sæti.
Það sem hefur komið á óvart er það að Man U. er í 19 sæti.
Þeir verða eiginlega að vinna Tottenham á morgun.
Læt þetta nægja í bili.
Kveðja, Hörður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.8.2007 | 01:28
Þjónustan hjá Strætó er léleg!
Sælir Bloggarar!
Það er ekki ofsögum sagt að þjónustan hjá Strætó er léleg.
Í gær ætlaði ég að nota þjónustu þeirra (eins og svo oft áður).
Ég ætlaði að taka leið 24 frá Mjódd í Smáralindina og fara í bíó.
Ég fer í Mjóddina sem er ein af stærstu stoppistöðvum Strætó og kíki á tímatöfluna.
(Eins og ég hef áður skrifað, þá þarf liggur við háskólamenntun til að læra á þessar nýju töflur).
Mér sýnist í fljótu bragði að ég geti náð leið 24, 18 og 48 yfir heila tímann fyrir kl: 18:00 og 21 og 51 eftir það.
Ég fer svo heim og legg svo af stað til að ná 18:51.
Fer í biðskýli sem heitir Stekkjarbakki sem er næsta stöð við hliðina á mjódd.
Þá kemur annað í ljós. Þá átti leið 24 að fara 11 og 41 yfir heila tímann.
Ég botnaði ekkert í þessu svo ég labba niður í mjódd til að athuga þetta nánar.
Kemur þá í ljós að tímataflan í Mjódd var bara í aðra áttina eða niðri bæ en ekki var til tafla fyrir þá sem
ætluðu upp í Breiðholt eða í Kópavog eins og ég.
Þetta er furðulegt á eins stórri stöð og í Mjódd að hafa bara tímatöflu fyrir þá sem ætla niður í bæ.
Vonandi laga þeir þetta sem fyrst, þar sem þetta ruglar fólk í ríminu.
Nú áfram með ferðasöguna.
Ég tók leið 24 í Smáralindina (eftir nokkra bið í Mjódd).
Eftir bíóið fór ég í biðskýlið við Smáralindina til að fara til baka í Mjódd á leið minni heim.
Þegar í biðskýlið kom var þar engin tímatafla nema um leið 2.
Þetta var mjög bagalegt enda langt liðið á kvöldið.
Ég þurfti að bíða þarna í 30 mín. eftir leið 24 með engri tímatöflu til að fara eftir og ekki bætti úr skák,
þegar ég ætlaði að tala við Bílstjórann, þá gat hann bara talað Pólsku og skildi hvorki Íslensku eða Ensku.
Þetta er bara brot af því sem er að gerast hjá Strætó.
Eins er þetta með nýju tímatöflurnar sem þeir eru að setja upp, en þær eru ekki inni í biðskýlunum,
heldur fyrir utan þannig að í vetur í frosti og hríðarbili þá þurfa farþegar að vera fyrir utan biðskýlin til að geta
lesið á tímatöflurnar.
Þetta er enn ein afturförin, þar sem áður var hægt að skoða tímatöflurnar inni í Biðskýlinu.
Læt þetta nægja í bili.
Kveðja, Hörður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Maí 2008
- Apríl 2008
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
- agustolafur
- astar
- dofri
- gattin
- gudbjorng
- gummisteingrims
- heiddal
- helgi-sigmunds
- hlf
- holmfridurpetursdottir
- hrannarb
- jensgud
- johanneshlatur
- joningic
- jonsnae
- kjarri
- kristjanmoller
- lara
- ollana
- possi
- prakkarinn
- presleifur
- rabelai
- reykur
- stingi
- thorarinneyfjord
- vga
- skagstrendingur
- blaskjar
- hallgrimurgisla
- harhar33
- snjolfur
- stjornuskodun
- meyerinn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar