Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012

Stór sprunga er að myndast í Ríkisstjórnarsamstarfið.

Sælir bloggarar.

Það var nóg að gera í dag og kvöld. Fyrst að horfa á handboltaleik okkar Íslendinga að keppa við Slóvenia og svo að fylgjast með Alþingi um hvort tillaga Bjarna Benidiktsson um afturköllun á ákæru á Geir H. Hardie fv. forsætisráðherra fyrir Landsdómi.

Leikar fóru þannig að 31-29 voru fylgjandi að halda áfram með málið og það sett í nefnd. Atkvæðagreiðslan fór þvert á flokka, en þar sem maður var helst að fylgjast með var hvernig stjórnarþingmenn mundu greiða atkvæði. Jóhanna Sigurðardóttir vonar að þetta hafi ekki áfrif á stjórnarsamstarfið, en ég held að það hafi myndast stór sprunga á samstarfið og muni halda áfram að stækka með vorinu. Það eykst líkur á að stjórnin springi með vorinu,en vonandi heldur það aðeins lengur til að klára ýmis mál t.d. stjórnarskrá málið og koma því í búning til þjóðaratkvæðagreiðslu.

Fleiri mál má nefna sem hefur verið ágreiningur um og er skammt að minnast t.d. um Vaðlaheiðagöng sem er enn óútkláð.

Ég tók líka eftir í sl. viku þegar 12 ára Samgönguáætlunin 2011-2022 var rædd að menn voru ekki sammála þar. En í henni eru engar stór verkefni fyrrihluta þess og t.d. verður ekki byrjað á Oddskarðsgöngum fyrr en eftir 2015 að ég held og Dýrafjarðargöngum þar á eftir og eins með framhald á að tvöfalda Suðurlandsveg, þannig að allt er þett með mikilli óvissu þar sem það er vísað í framtíðina að gera stórframkvæmdir og margt getur breyst á þeim tíma. T.d. árið 2014 á bara að framkvæma fyrir um 3,7 milljarða sem er það alminnsta sem hefur verið varið í vegagerð í marga áratugi.

Það eru sumir þungaviktamenn í stjórnasamstarfinu sem eru á móti þessu og vilja veita meira fé í samgöngur. Allir verktakar eru að hverfa á landi burt með sín tæki og tól og þá eru góð ráð dýr.

Það gengur allt og hægt að koma Íslandi úr kreppunni, en þar er ekki þar með sagt að ég vilji kosningar strax, því hver á að taka við? t.d. vil ég ekki að Sjálfstæðisflokkurinn taki við. Vonandi koma nýjir flokkar til sögunnar sem þora að taka við, en þeir 2 flokkar sem helst eru nefndir þeir flokkur Guðmundar Steingrímssonar og Lilju Mósesdóttir en erfitt verður að láta þá starfa saman, þar sem flokkur Lilju er lengst til vinstri og á móti ESB en flokkur G.S. er með því að klára aðildarumsóknina og er frjálslindur jafnarðarmannaflokkur. Já nú man ég að hann heitir Björt Framtíð.

Læt þetta nægja í bili og fylgjast áfram með stjórnmálunum og þar á bæ verður örrugglega mikið um að vera næstu mánuðina.

kv. Hörður.


mbl.is Óvíst um áhrif á samstarfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Contraband Baltasar Kormáks gerir það gott í USA.

Sælir bloggarar.

Ég fylgist þó nokkuð með kvikmyndum sérstaklega hvort þær verða vinsælar eða ekki. Ég vil óska Baltasar Kormáks til hamingju með árangurinn að ná toppsætinu í USA núna um helgina. Hún nær að borga sig alveg á sínu fyrstu helgi þarna.

Hún mun koma til sýningar 20 janúar hér á landi eftir því sem ég hef heyrt af auglýsingum.

Af trailernum að dæma virðist þetta vera góð mynd og hugsanlega mun ég fara og sjá hana.

kv. Hörður.


mbl.is Keyptu aðgang að Contraband fyrir 3 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um Pólitík - 3 hluti.

Sælir bloggarar.

Ég hef áður rætt hér um Pólitík og ætla að skrifa a.m.k. eina grein í viðbót um hana. Það sem gerði það að verkum að ég fer af stað með þessa grein var að ég las á DV.is grein eftir Teit sem býr í Gautaborg um Sjálfstæðisflokkinn.

Þannig að mig langar til að spjalla aðeins um Sjálfstæðisflokkinn og það hvernig við Íslendingar tölum um Pólitík.

Það er alvitað að Sjálfstæðisflokkurinn var við völd samfellt í 18 ár áður en efnahagshrunið var hér 2008. Þeir sem hafa gleymt því þá upplýsist það núna.

Margir vita það líka að það varð mikil hægri sveifla í heiminum sem kom líklega eftir að Berlínarmúrinn féll árið 1989. Þetta var hin svokallaða nýfrjálshyggja þar sem einstaklingurinn mátti gera nánast hvað hann vill til að koma sér áfram, án þess þó að brjóta lög. Á þessum tíma var flestum eftirlitsstofnunum skapaðar þröngar skorður og lítið eftirlit var með fjármálageiranum og óx hann mjög mikið á þessum tíma. í Kjölfarið varð mikil spilling, þar sem hver og einn var að sanka að sér peningum og völdum.

Í þessarri veröld óx Sjálfstæðisflokkurinn hér á landi og eins og í fleiri löndum þá var það alger "tabú" að hafa einhverjar eftirlitsstofnanir til að hafa eftirlit með bönkunum. Þeir uxu og uxu á þessu tímabili og sérstaklega eftir aldamótin 2000 til 2008. Þess má geta að ein sú stofnun sem var við lýði og sá um þjóðhagsspá var Þjóðhagsstofnun en hún var lögð niður af Sjálfstæðisflokknum af Davið Oddsyni sem var forsætisráðherra í 13 ár. Ég tel það hafa verið ógæfuspor að leggja hana niður.

Með þessarri söguskoðun að baki og allt það sem gekk á árið 2008, þegar í ljós kom að margir af útrásarvíkingunum sem við kölluðum fjármálamenn og bankamenn voru mikið spilltir og söfnuðu peningum til sín og veigruðu sér ekki að leggja heilu bankana á hausinn, bara til að verða sjálfir ríkari og ríkari.

Þá kemur að því að þessi nýfrjálshyggju stefna sprakk í loft upp hér á landi árið 2008 og einnig í öðrum löndum. Og í árbyrjun 2009 kom hér mikil mótmælabylgja við þessarri stefnu sem varð til þess að Sjálfstæðiflokkurinn féll.

Þá kemur maður að erindinu mínu, hvað var það sem fólk var að mótmæla? Var það ekki að mótmæla stefnu Sjálfstæðisflokksins og þessarri nýfrjálshyggju stefnu sem settu bankana á hausinn? Jú ég held það eða mig minnir það.

Nú eru liðnir 3 ár frá því að þessir atburðir skeðu og gott að staldra aðeins við. Hvað er það sem margt fólk í landinu er að mótmæla núna? Jú það er að mótmæla núverandi stjórn sem er vinstri stjórn og vill gamla Sjálfstæðisflokkinn aftur við völd og er búinn að gleyma öllu sem áður gerðist. Erum við Íslendingar svona fljótir að gleyma? Já í Pólitík er allt hægt. Ef maður vogar sér að gagnrýna t.d. Sjálfstæðisflokkinn, þá segja þeir sem styðja hann í stað þess að verja hann og koma með eitthvað gott sem hann hefur gert, þá rakka menn niður Samfylkinguna og VG og segjast hata hana og vilja þessa stjórn norður og niður.

Eins og þessi Teitur sagði og tók sem dæmi, að ef maður segði að ein bíltegund væri léleg, þá kæmi maður ekki með þá mótrök að einhver önnur bíltegund væri enn lélegri. Það er allavega léleg afsökun.

Ef menn ætla að tala og rökræða Pólitík, þá verða menn að geta varið sinn flokk en ekki rakka alla aðra niður.

Í þessu spjalli mínu er þó á engu sagt að Samfylking og VG séu það besta fyrir okkur núna, heldur er ég að tala um Sjálfstæðiflokkinn í þessum pistli og það hvað menn eru fljótir að gleyma.

Nú styttist í kosningar eða í síðasta lagi vorið 2013. Það er von mín að þar verði sem flest framboð í boði svo menn hafi nóg um að velja. Um þá mögulega framboð sem gætu orðið talaði ég um í öðru pistli um Pólitík. Sjá mínar greinar á www.hordurj.blog.is

kv. Hörður.


Kolgalið að hafa nýja spítalann við Hringbraut.

Sælir bloggarar.

Var að lesa þessa frétt á Visir.is Það var viðtal við lækni þarna að það sé kolgalið að hafa nýja spítalann þarna við Hringbraut. Það er vegna ýmissa atriða eins og of þröngar akbrautar og í nálægðar framtíðar verði Hringbraut bara í úthverfi.

Þetta er alveg eins og ég hef alltaf haldið fram að staðsetningin þarna er arfa vitlaus. Menn voru með það fyrir augum að hafa sjúkrahúsið nálægt Háskóla Íslands, þar sem þetta sé kallað Háskólasjúkrahús.

Ég gef lítið fyrir þau sjónarmið. Besta staðsetningin var alltaf upp í Fossvogi þar sem Borgarspítalinn er. Þar hefur verið nægt pláss fyrir nýtt sjúkrahús, allavega fram að þessu. Að vísu hefur verið byggt nokkuð mikið af blokkum þarna í nágrenninu sl. 10 ár eða svo, en engu að síður tel ég mikið pláss eftir til að byggja við gamla spítalann. Þarna er líka sú hugmynd að byggja upp í loftið, en ekki dreifa húsnæðinu um stórt svæði eins hugmyndin er á Hringbraut. Það hlýtur að vera vænlegri kostur t.d. ef flytja þarf sjúklinga á milli eininga sjúkrahússins að þurfa ekki að eyða miklum tíma í flutningi ef hægt er að gera það með því að fara bara upp og niður í lyftu.

Þarna í Fossvogi sæi ég mér að væri hægt að byggja t.d. 30 hæða hús fyrir sjúkrahús framtíðar og kannski jafnvel 2 svoleiðis hús hlið við hlið. Þetta mundi ég telja vera mjög hagkvæmt og þarna væri komið líka flott kennileiti fyrir Reykjavík sem sæist mjög víða.

En eins og núverandi hugmyndir við Hringbraut að dreifa þessum byggingum um stórt svæði er alveg fráleitt.

kv. Hörður.


Borgarbyggð getur ekki borgað lán til Orkuveitunnar.

Sælir bloggarar.

Var að lesa frétt um það að á Rúv.is að Borgarbyggð geti ekki borgað lán sem samþykkt var af eigendum Orkuveitur Reykjavíkur, þeir eru Rvík, Akranes og Borgarbyggð.

Málavexti eru þau að fyrir 1 ári var samþykkt að lána OR pening vegna þess að OR skuldaði svo mikið og vantaði pening.

2 eigendur þ.e.a.s Rvík og Akranes reiddu fram sinn part af láninu, en Borgarbyggð gat það ekki. Svo hefur liðið 1 ár og enn hafa þeir ekki greitt sinn hlut af láninu.

Nú hefur Borgarbyggð komið með þá hugmynd að hinir eigendurnir láni þeim þessar 75 millj. (aðallega Rvík.) svo þeir geti staðið við sinn hlut.

Þetta finnst mér alveg fáránlegt og eins finnst Reykjavíkurborg líka og hafa reifað þá hugmynd að kaupa út hlut Borgarbyggð sem mér finnst mjög svo skynsamlegt og finnst mér að sjálfsögðu að Reykjavík ætti 100 % í OR, en ekki aðrar Sveitarfélög. Jú finnst bara að OR sé fyrirtæki í eigu Rvík. Svo er bara annað mál að Rvík getur gert samstarfssamninga við önnur Sveitarfélög.

kv. Hörður.


Meira um Pólitík eftir áramót.

Sælir bloggarar.

Var að lesa þessa frétt eða hugleiðingar um flokkakerfið á Íslandi. Það var líka í fréttum í kvöld á báðum sjónvarpsstöðvunum hvað flokkar eða nýjir flokkar væru að huga að bjóða fram í næstu alþingiskosningum.

Þetta gæti orðið mjög áhugasamt ef hinir nýju flokkar mundi ná inn mönnum á alþingi. Til þess þurfa þau samkvæmt núverandi reglum um 5% atkvæða.

Leikum okkur aðeins með tölum og segjum sem svo að 3 af þessum 5 nýjum flokkum nái inn mönnum þ.e.a.s. Guðmundur Steingrímsson (nafnlaus flokkur ennþá), flokkur Lilju Mósesdóttir og (Hreyfingin með Borgaraflokknum og Frjálslyndum), held að hinir 2 flokkar til hægri nái ekki inn manni.

Gæti þetta verið t.d. mín ágiskun eins og staðan er núna? Kannski?

D = Sjálfstæðisfl. með 21 mann.

S = Samfylkingin með 14 menn.

B = Framsókn með 7 menn.

VG = Vinstri Græn með 6 menn.

Flokkur Guðm. Steinsgr. með 6 menn.

Flokkur Lilja Mósesdóttir með 6 menn.

Hreyfingin með 3 menn. eða samtals 63 þingmenn.

Hverjir gætu þá farið í stjórn og hverjir fara saman? Tek fram að þetta er gert í ganni hjá mér að stilla þessu svona upp að 7 flokkar nái inn mönnum. það hefur ekki skeð áður hér á landi og þess vegna gæti stjórnarmyndun reynst erfið.

Í þessum tölum sjáum við að D + B ná ekki meirihluta eru með 28 menn en þurfa 32.

T.d. vinstri stjórn væri kannski S + VG + GS + Hreyf. = 29 menn en ekki nóg í meirihluta. (þessir flokkar styðja ESB og sá hluti af VG sem yrði eftir þarna væri kannski hlutlaus)

Þá er spurningin hvað mundi flokkur Lilju M. gera? Hún er á móti ESB aðeild og gæti t.d. náð saman með D + B + Lilja M. = 34 sem væri meirihluti. Þá hefur maður líka heyrt að þessir flokkar mundu kannski frekar ná saman um skjaldborg um heimilin, eða allavega að vera með einhverjar tillögur til úrbóta. Mér sýnist í þessum tölum mínum sem er gert í ganni að flokkur Lilju M. gæti haft úrslitaáhrif á það hverjir fari í stjórn.

Þá væri komin einhverskonar blanda af hægri og vinstri stjórn. Ef tölur á einstökum flokkum mundi hnika til smávegis, gæti þetta gerbreyst, en líklega er nú of snemmt að spá í þetta, betra væri að bíða eftir fyrstu skoðanakönnun, þar sem öll nýju öflin kæmu fram. en engu að síðu var þetta forvitnilegt að pæla í.

Sjálfur mundi ég vilja hafa flokka sem styðja áframhaldandi aðeildarumsókn að ESB sterkari, en reyndi að vera hlutlaus og raunsær í mínum útreikningi.

kv. Hörður.


mbl.is Staða Samfylkingar í uppnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Hörður Jónasson
Hörður Jónasson

Höfundur býr í Reykjavík.

Áhugamál höfundar er t.d. ýmis dægurmál s.s. stjórnmál, íþróttir, samgöngumál og kvikmyndir.  Höfundur heldur með Arsenal.

Netfang: hordurj@simnet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband