Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011
26.4.2011 | 01:37
Burt með LÍÚ og vonum að við náum góðum samningum.
Sælir Bloggarar.
Var að lesa þessa frétt um kjaramálin. er sammála Eflingu að gera kröfu um að samningarnir verðir afturvirkir og burt með LÍÚ sem er svo sannanlega að trufla samningagerðina. Þar sem búið er að gera samninga við álverið á Grundartanga, þá ætti ekki að vera mikið mál að gera góða samninga við okkur hin.
kv. Hörður.
Samningar verði afturvirkir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2011 | 00:45
Nú er um að gera að herða upp hugann Arsenal.
Sælir Bloggarar.
Þetta var agalega sárt tap í dag gegn Bolton. Það er allavega fyrir okkur Arsenal menn.
En nú er bara að herða upp hugann Arsenal og vinn síðustu leiki og sérstaklega gegn Man U.
Nú þarf Wenger virkilega að fara að huga að því að ná í nýja leikmenn t.d. nýjan markmann og láta Alemunia fara. Einnig þarf að bæta við varnarmann. Einnig þarf að fá nýjan framherja og láta Chamak og Bendtner fara frá sér.
Wenger þarf að fara að opna budduna í sumar til geta fengið einhverja titla á næstu leiktíð.
kv. Hörður.
Wenger: Möguleikarnir nánast úr sögunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.4.2011 | 00:28
Api gengur laus í Danmörku.
Sælir Bloggarar og Gleðilega Páska.
Ég rakst á þessa frétt á netinu að það gangi api laus í Danmörku.
Hann er um 1 metri að hæð og 45 kg. Hann er sterkur svo fólk ætti að hafa varan á. Við Íslendingar ættum að ná honum og ættleiða hann og hafa hann í Húsdýragarðinum til sýnis. Eitt enn, þeir sem ætla að góma hann ættu að skoða trailerinn af nýju myndinni af Apaplánetunni (Rise of the Planet of the Apes) sem verður sýnd í ágúst nk. Í þeirri mynd eru gerðar tilraunir til að gera apa vitra, en sú tilraun fer eitthvað úrskeiðis, svo aparnir taka yfir og stjórna okkur mannfólkinu.
Kv. Hörður.
Api gengur laus í Danmörku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2011 | 23:13
Bjóðum Siv velkomin í Samfylkinguna.
Sælir bloggarar.
Var að lesa þessa frétt. Siv er ein af þessum frjálslyndum framsóknarmönnum sem eru ekki á móti öllu sem stjórnin gerir. Hún hefur meira segja viljað halda áfram með umsóknaraðild okkar að ESB til að vita hvað okkur býðst svo við getum kosið svo um það í þjóðaratkvæðagreiðslu. Margir hennar samflokksmenn eru á öndverðu meiði og þess vegna væri best fyrir stjórnina og Samfylkinguna ef hún kæmi yfir til hennar.
Það er líka rétt hjá henni að það besta sem væri núna í þessu nauma meirihluta að Framsóknarflokkurinn kæmi með til að styrkja stjórnina. Ef ekki þá allavega að Siv og kannski Guðmundur Steingrímsson í Samfylkinguna.
Við bíðum og sjáum til.
kv. Hörður.
Frjálslyndur hópur finnur sig ekki í flokknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2011 | 15:35
Stjórnlagaráðið er byrjað að starfa.
Sælir bloggarar.
Vildi láta ykkur aðeins vita að Stjórnlagaráðið er byrjað að starfa. Búnir eru 4 fundir og hægt að fylgjast með á www.stjornlagarad.is Ég vona að það komi margt gott frá þeim og sérstaklega að þeir hugi að því að láta og tali skýrt um það að auðlindir okkar séu í þjóðareign. Sérstaklega á þetta við um sjávarútvegsmálin.
Önnur hugmynd (mín persónuleg) er að Forsætisráðherra verði kosinn beinni kosningu og að ráðherrar verði ekki þingmenn á þinginu. Þeir verði að kalla inn varamenn á þingið til að þingmenn verði 63.
Smá upplýsingar til að láta ykkur fylgjast með.
kv. Hörður.
ps. smá leiðrétting á link.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2011 | 15:15
LÍÚ heldur atvinnulífinu í gíslingu.
Sælir bloggarar.
Það er hreint með ólíkindum sem LÍÚ mafían er að gera núna, en það er að halda atvinnulífinu í gíslingu til að neyða Stjórnvöld til að hætta við breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Ég tel að það eigi ekki að blanda þessu tvennu saman. Stjórnvöld eru semja nýtt frumvarp um kvótakerfið sem mun verða tilbúið í næsta mánuði.
Nú þarf ASÍ að fara í hart og neyða SA til samninga og láta þá hætta að hugsa um pólitík og fara að semja svo friður komist á vinnumarkaðnum.
kv. Hörður.
Ósvífni og hreint ofbeldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2011 | 23:54
Húrra fyrir ASÍ.
Sælir Bloggarar.
Jæja loksins, loksins kom gamla góða Verkalýðshreyfingin sem maður man frá dögum Gvend Jaka að ASÍ léti ekki Vinnuveitendur kjöldraga sig.
Ég hef alltaf haft þá skoðun að ASÍ eigi ekki að vera með of mikla vinalæti við SA. Þeir eru jú höfuðóvinir og hafa alltaf verið og þess vegna hef mér fundist alltaf skrítið þegar þeir hafa farið saman til Ríkistjórnarinnar með kröfur sínar. Kröfur ASÍ og SA eru jú ólíkar að flestu leiti.
En nú í kvöld kom ASÍ til baka og lét ekki SA teyma sig í einhverja vitleysu. Hjá SA er þetta bara pólitík, þar sem þeir eru Sjálfstæðismenn og LÍÚ er líka með þeim. Þeir vilja enga samninga nema að stjórnin falli frá hugmyndum á breytingu á kvótakerfinu. Þeir vilja nefnilega eiga kvótann um aldur og ævi. En að sjálfsögðu á þjóðin öll auðlegðina sem er í sjónum, en ekki LÍÚ.
SA er ekki að hugsa um fólkið í landinu, heldur um sjálfa sig. Ég vona að ASÍ haldi áfram að standa með launafólkinu og ekki gefa tommu eftir.
kv. Hörður.
Viðræðuslit í Karphúsinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2011 | 23:28
Gott hjá Guðríði Lilju að styðja stjórnina.
Það kom í ljós í atkvæðagreiðslunni að Guðríður Lilja styður stjórnina. Hún tekur þessa viturlega ákvörðun og segist horfa til framtíðar en ekki spá meira í fortíðinni. Enda eru mörg stór sem smá mál sem þarf að leysa áður en kosið verður. Þetta var mikill sómi hjá þér og er ég stoltur af þér.
kv. Hörður.
Guðfríður Lilja andvíg vantrauststillögu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.4.2011 | 22:57
Stjórnin hélt velli.
Sælir bloggarar.
Nú í kvöld var greidd atkvæði um vantraust á Ríkisstjórnina og hélt hún velli með 32-30 og 1 sat hjá. Í ljós kom að Ásmundur E Daðason styður ekki Ríkisstjórnina. Tillagan var skipt í tvennt, annars vegar var kosið um Vantraustið og hins vegar var kosið um þingrof og kosningar og var það fellt með 36-22 og 5 sátu hjá.
Ég er feginn að Sjálfstæðisflokkurinn vann ekki. Það hefði verið mikið slys ef við í ofanálag við úrslit Icesafe að fá 3-4 mánaða stjórnmálaóróa og ég held að kosningar núna hefðu ekki verið það besta sem koma skal.
Það er ýmislegt sem eftir er að gera, áður en kosið er t.d. á Stjórnlagaráðið eftir að koma með sínar tillögur um breytingar á Stjórnarskránni og vonandi fáum við að kjósa um þær, þegar þar að kemur. Ýmislegt fleira þarf að gera og svo eru aðilar vinnumarkaðarinnar eftir að semja sem ég vona að verði fljótlega. Mörg mál eru nú í þinginu og þarf að klára sem mest af þeim.
Læt þetta nægja í bili, en tjái mig síðar um stjórnarsamstarfið.
kv. Hörður.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2011 | 16:07
Verðum að standa saman og tala einum rómi.
Góðan daginn bloggarar.
Núna í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar þar sem nei hlaut 60%, þá er mikilvægt að við stöndum upp og hættum að karpa og stöndum saman og tölum einum rómi hér heima og út á við. Ég viðurkenni að maður var svolítið sár eftir úrslitin, þar sem maður hélt að við gætum ekki gert betri samning og hættan við að segja nei, var sterk og áhættan við að Bretar og Hollendingar færu með málið til dómstóla.
Maður verður að vera fljótur að jafna sig og nú dugar ekkert annað en að Íslendingar standi saman og tali einum rómi og verjist öllum ágangi erlendra fjölmiðla og ríkja, sem ekki þekkja til.
Eins og kom fram í yfirlýsingu Forsetans, þá er ekki þannig að Bretar og Hollendingar fái ekki neitt upp í sínar kröfur. Heldur er áætlað að úr þrotabúi Landsbankans geti komið allt að 1.000 milljarðar og að fyrstu greiðslur komi í sumar.
Eins vona ég að þessi úrslit komi sér ekki ílla fyrir kjaraviðræðurnar sem eru á fullu núna. Ég ætla að vera bjartsýnn á að þetta fari allt á betri veg og atvinnulífið fari að rúlla vel af stað. Reyndar nefndi Forsetinn að það væri margt að gerast í atvinnulífinu sem væri uppbyggilegt og það er gott.
Læt þetta nægja í bili og vona það besta fyrir okkur Íslendinga.
kv. Hörður.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Maí 2008
- Apríl 2008
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
- agustolafur
- astar
- dofri
- gattin
- gudbjorng
- gummisteingrims
- heiddal
- helgi-sigmunds
- hlf
- holmfridurpetursdottir
- hrannarb
- jensgud
- johanneshlatur
- joningic
- jonsnae
- kjarri
- kristjanmoller
- lara
- ollana
- possi
- prakkarinn
- presleifur
- rabelai
- reykur
- stingi
- thorarinneyfjord
- vga
- skagstrendingur
- blaskjar
- hallgrimurgisla
- harhar33
- snjolfur
- stjornuskodun
- meyerinn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar