Bloggfærslur mánaðarins, desember 2011
30.12.2011 | 23:13
Pólitík um áramót.
Sælir bloggarar.
Fyrst vil ég óska öllum bloggurum gleðilegt nýtt ár og farsælt komandi ár í bloggheimum. Vonandi verður næsta ár gott ár handa okkur bloggurum.
Í pistli mínum í kvöld ætla ég að ræða svolítið um pólitík sem tröllríður öllu núna vegna ráðherra kapalsins.
Ég hef talið mig til jafnaðarmanns nokkur undanfarin ár og er enn sama sinnis en að vera hægri sinnaður eða mjög til vinstri.
Ég hef fylgst með pólitíkinni um nokkurt skeið og skil ekki alveg þessa miklu reiði sumra í garð Samfylkingarinnar, vegna þess að það voru ekki þeir sem hófu bankahrunið, en svo eftir það skeði má alltaf deila um það hvað sé hægt að gera til að koma til móst við almenning í landinu. Þar koma margir áhrifahópar fram sem vilja sinn hlut bestan eins t.d. fjármálaveldið (bankaveldið) og er kannski erfitt að fara bil beggja.
Aðeins til upprifjunar fyrir þá sérstaklega sem eru á móti Samfylkingunni, þá var Sjálfstæðisflokkurinn búinn að stjórna Íslandi í 18 ár samfellt og það var hann ásamt Framsóknarflokki sem einkavæddi bankana á sínum tíma og í framhaldinu fylgdi mjög einfaldar reglur í viðskiptalífinu sem var á þá leið að öllum boðum og bönnum var eitthvað sem ekki var cool á þeim tíma og þess vegna fengu allir þessir útrásarmenn að leika lausum hala.
Mín spurning til ykkar er t.d. þessi: Mundi Sjálfstæðisflokkurinn styðja betur við bakið á almenningi t.d. í skuldamálum heimilanna heldur en þessi stjórn er að gera, þó sumir halda að þeir séu ekki að gera neitt?
Ég er ekki svo viss um það. Ég hef alltaf haldið að Sjálfstæðisflokkurinn stæði með fjármálakerfinu og ríka fólkinu í landinu svo ég held að staðan í landsmálunum hér hefði ekki verið betra ef þeir hefðu verið við völd. Þó má geta þess að sumt sem þeir eru með hljómar vel eins og t.d. að auka fjárfestingar hér á landi og að tala um að auka atvinnu hérna, svo er annað mál hvort þeim mundi takast það.
Þar með er ég ekki að segja að núverandi stjórn Samfylkingarinnar og VG hefði ekki geta gert betur. Að sjálfsögðu er margt sem má gera betur og eins tel ég núna að það þurfi sérstaklega hjá jafnaðarmönnum að fá nýtt fólk til starfa og til að endurnýja flokkinn.
Það sem ég sé við reiði sumra við Samfylkinguna er það að fólk bjóst við svo miklu af þeim, en flestir vissu hvað VG stæðu fyrir svo það kom fólki ekki eins á óvart með þeirra stefnumál.
Eins var það líka þannig að fyrir hrun og fyrstu mánuðum árið 2009 var Jóhanna Sigurðardóttir vinsælust af ráðherrunum það var kannski það sem réði því að Ingibjörg Sólrún fv. formaður fékk Jóhönnu til að gegna formennsku í Samfylkingunni og fólk bjóst við svo miklu af henni þar sem hún studdi litla manninn hér áður fyrr og kannski er það ástæðan fyrir því núna að fólk (sumt) hatar hana af því að þeim finnst hún hafa brugðist þeim eftir hrun.
Þó verða allir sem hugsa um pólitík og hverjir stjórna landinu að sjá fyrir sig hverjir gætu tekið þetta starf að sér, áður en það rakkar niður núverandi stjórn.
Margt er hægt að pæla fram og aftur um pólitík nú um áramótin þar sem miklar hræringar eru að eiga sér stað og á eftir líklega eiga sér stað.
Læt þessar pælingum lokið og óska öllum aftur gleðilegt nýtt ár.
kv. Hörður.
Fundahöld um allt hótelið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2011 | 22:49
Menn virðast ekki skilja einfaldar útskýringar.
Sælir bloggarar.
Ég las þessa frétt fyrr í kvöld og hef verið að skrifa athugasemdir hjá öðrum bloggurum og hjálpað til við að útskýra þetta fyrir öðrum.
Einhverja hluta vegna virðist ekki vera hægt hjá sumum að skilja einfaldar útskýringar á hlutum eins og þessum.
Bara örstutt:
Ríkið kaupir ekki tryggingar til að tryggja búslóðir og fleira þegar starfsmenn á vegum ríkisins þarf að vinna erlendis eins og þessu tilfelli. Og ef það verða skemmdir þá borgar ríkið bara skemmdirnar (að sjálfsögðu gerist það afar sjaldan). Það er miklu ódýrara að tryggja ekki fyrir ríkið, heldur en að vera með tryggingar á öllu mögulegu. Líklega græðir ríkið mörg hundruð milljónir á þessu, svo við sem erum ríkið græðum bara á þessu.
kv. Hörður.
Vont að sitja undir dylgjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2011 | 22:20
Á OR að selja Perluna?
Sælir bloggarar.
Var að lesa þessa frétt "Óheimilt að byggja á Perlureitnum".
Ég er ekki sammála því. Ef Orkuveitan (sem er sameign okkar Reykvíkinga) á að geta selt eignir sínar og þar af leiðandi minnkað skuldir sínar, þá þarf hún að geta selt eignir sínar ekki satt. Samkvæmt þessu sem Ólöf Örvarsdóttir skipulagsstjóri Rvík heldur fram að það sé ekki hægt að byggja við Perluna, þá sé ekki annað en salan gangi til baka og Orkuveitan situr uppi með Perluna.
kv. Hörður.
Óheimilt að byggja á Perlureitnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.12.2011 | 20:00
ESA stefnir Íslandi vegna Icesave.
Sælir bloggarar.
Jæja nú er komið á daginn að ESA ætlar að stefna íslenskum stjórnvöldum fyrir dóm vegna Icesave-deilunnar.
Ég hafði verið á móti Icesave 1 og 2 samningum en sá síðasti nr. 3 fannst mér vera sá skásti sem við gætum sætt okkur við. Ástæðan er sú að nú er komið mikil óvissa um að við gætum kannski tapað þessu máli fyrir dómi og þá þyrftum við að borga miklu hærri vexti en samningur 3 gerði ráð fyrir.
Núna verðum við að krossleggja fingur og vona hið besta en vera þess viðbúinn því versta.
kv. Hörður.
ESA stefnir Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.12.2011 | 18:02
Sami liður er bæði felldur og samþykktur í Fjárlögum.
Sælir bloggarar.
Er að hlusta á alþingisrásina um atkvæðagreiðslur um Fjárlög 2012.
Það sem kom mest á óvart að mér fannst var að ein tillaga frá minnihluta um sama efni var felld en síðan var hún samþykkt þegar hún var borin upp af meirihlutann.
Þetta var tillaga um Samræmd neyðarsvörun um aukningu 20 milljónir kr. frá Atla Gíslasyni og Lilju Mósesdóttir og var hún felld, en þegar sama tillaga var borin upp frá meirihluta fjárlaganefndar þá var hún samþykkt.
Þetta þótti mér mjög skringilegt að sjá. En svona er nú lýðræðið.
kv. Hörður.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2011 | 23:23
Fjármálaeftirlitið fær viðbótar hækkun um 548 milljónir, en Landsspítalinn bara 50 milljónir.
Sælir bloggarar.
Jæja nú eru Fjárlög komin til 3 umræðu í þinginu og það sem stíngur í stúf er hin mikla hækkun hjá Fjármálaeftirlitinu eða um 548 milljónir og fær það því samtals á næsta ári um 1.950 milljónir kr. Þetta er mikill peningur þegar Helbrigðisstofnanir þurfa að draga saman seglin.
T.d. Var Landspítalanum gert að skera niður um 630 milljónum kr. Í meðferð frumvarpsins til 2 umræðu fékk Landspítalinn 140 milljónir kr. hækkun og núna við 3 umræðu fékk hann einungis 50 milljónir, svo niðurskurðurinn er kominn niður í 440 milljónir kr.
Aðrar Heilbrigðisstofnanir fengu núna við 3 umræðu 77 milljónir kr. og Sjúkrahúsið á Akureyri fékk 5 milljónir. Þetta eru hlæilegar lágar upphæðir miðað við heildarfjárlög og í samanburði við aukningu hjá Fjármálaeftirlitinu.
Það hlýtur að vera hægt að verja betur Heilbrigðisstofnanir og Landspítalann en þetta. Það er hægt að finna pening annarsstaðar svo ekki þurfi að koma til niðurskurðar. Það hefði mátt t.d. taka hluta af þessarri hækkun hjá Fjármálaeftirlitinu og setja í Heilbrigðisstofnanir. Eins eru ófyrirséð útgjöld hjá stjórnvöldum um 3 milljarðar ef ég man rétt og hefði mátt koma eitthvað frá þeim peningi til Heilbrigðisstofnanir.
Læt þetta gott í bili.
kv. Hörður.
Útgjöld til heilbrigðisstofnana hækkuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2011 | 20:20
Iðnaðarráðherra sakar Ögmund um dylgjur.
Sælir bloggarar.
Nú er manni alveg lokið. Ætlar Ögmundur aldrei að hætta þessarri útlendinga hatri. Nú síðast er hann með dylgjur í garð Katrínar Júlíusdóttir Iðnaðarráðherra vegna þess að hún sem Ferðamálaráðherra ætlar að halda fund með Huang og aðstoðarmönnum hans og leiðbeina þeim í gegnum Íslensk lög hér.
Þá heldur Ögmundur því fram eða er með dylgjur um það að hún ætli að hjálpa honum að sniðganga Íslensk lög. Þetta eru alveg rakalaus þvættingur, því staðan í dag er þessi: Útlendingar utan ESB meiga ekki fjárfesta í Sjávarútvegi og í Orkugeiranum og á kaup á landi samkvæmt Íslenskum lögum. Að öðru leiti meiga útlendingar að fjárfesta hér t.d. í ferðamálum.
Vona að Iðnaðarráðherra taki málin föstum tökum og láti ekki Ögmund slá sig út af laginu.
kv. Hörður.
Sakar Ögmund um dylgjur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2011 | 22:46
Gott mál hjá Iðnaðarráðherra.
Sælir bloggarar.
Var að lesa þessa frétt.
Gott mál hjá Iðnaðarráðherra að fara af stað og reyna að semja við Huang um fjárfestingu í ferðaþjónustu.
Eftir að Ögmundur hafnaði landkaupunum á Grímstöðum á Fjöllum, þá eru margir aðrir kostir í stöðunni t.d. að leigja honum landið til 50-99 ára. Eins gæti verið gott ef hann hefur áhuga að reisa Hótel annarstaðar t.d. á Húsavík, Akureyri eða annarstaðar á norðaustur horni landsins. Gott væri líka ef hann vildi fjárfesta á Suðurnesjum þar sem er mikið atvinnuleysi.
Bíðum og sjáum hvað setur.
kv. Hörður.
Stjórnvöld í viðræðum við Nubo | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.12.2011 | 14:11
Ætla að klóna mammút.
Sælir bloggarar.
Tók eftir þessarri frétt. Mjög athyglisverð frétt.
Japanskir og rússneskir vísindamenn telja að hægt sé að klóna mammúta, en afar vel varðveittur beinmergur mammúts fannst fyrir skömmu.
Beinmergurinn var í mjaðmarbeini mammúts, sem fannst í freðmýrum Síberíu. Teymi vísindamanna frá Sakha Republic-mammútasafninu og Kinki-háskóla í Japan munu hefjast handa við rannsókn á næsta ári þar sem reynt verður að endurskapa þetta risavaxna dýr sem dó út fyrir um 10.000 árum.
Það verður gert með því að nota frumur úr beinmergnum og egg fíls. Fóstrinu verður síðan komið fyrir í legi fíls, en mammúturinn er náfrændi fílsins.
Vonandi verður þá hægt að skapa nýjan mammút.
kv. Hörður.
Ætla að klóna mammút | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2011 | 14:01
Spennandi að sjá hvernig framboðinu vegnar.
Sælir bloggarar.
Jæja nú er Guðmundur Steingrímsson að leggja af stað með nýja framboðið sitt. Það verður spennandi að sjá hvernig því vegnar.
Þeir segjast vera tilbúnir ef til kosningar kemur þó það verði fyrr en árið 2013. Gaman verður að vita hvað framboðið heitir en hann ætlar að efna til nafnasamkeppni. Hann hefur safnar saman fleiri aðilum að þessu framboði t.d. ætlar Besti flokkurinn að verða með og vonandi verða fleiri. Rödd fólksins í landinu væri vel til komið í þessum flokki. Svo vantar skoðanakannanir þegar nafn er komið á flokkinn til að vita hve vinsæll hann er.
kv. Hörður.
Gríðarlegur áhugi á framboðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Maí 2008
- Apríl 2008
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
- agustolafur
- astar
- dofri
- gattin
- gudbjorng
- gummisteingrims
- heiddal
- helgi-sigmunds
- hlf
- holmfridurpetursdottir
- hrannarb
- jensgud
- johanneshlatur
- joningic
- jonsnae
- kjarri
- kristjanmoller
- lara
- ollana
- possi
- prakkarinn
- presleifur
- rabelai
- reykur
- stingi
- thorarinneyfjord
- vga
- skagstrendingur
- blaskjar
- hallgrimurgisla
- harhar33
- snjolfur
- stjornuskodun
- meyerinn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar