Leita í fréttum mbl.is

Fjármálaeftirlitið fær viðbótar hækkun um 548 milljónir, en Landsspítalinn bara 50 milljónir.

Sælir bloggarar.

Jæja nú eru Fjárlög komin til 3 umræðu í þinginu og það sem stíngur í stúf er hin mikla hækkun hjá Fjármálaeftirlitinu eða um 548 milljónir og fær það því samtals á næsta ári um 1.950 milljónir kr. Þetta er mikill peningur þegar Helbrigðisstofnanir þurfa að draga saman seglin.

T.d. Var Landspítalanum gert að skera niður um 630 milljónum kr. Í meðferð frumvarpsins til 2 umræðu fékk Landspítalinn 140 milljónir kr. hækkun og núna við 3 umræðu fékk hann einungis 50 milljónir, svo niðurskurðurinn er kominn niður í 440 milljónir kr.

Aðrar Heilbrigðisstofnanir fengu núna við 3 umræðu 77 milljónir kr. og Sjúkrahúsið á Akureyri fékk 5 milljónir. Þetta eru hlæilegar lágar upphæðir miðað við heildarfjárlög og í samanburði við aukningu hjá Fjármálaeftirlitinu.

Það hlýtur að vera hægt að verja betur Heilbrigðisstofnanir og Landspítalann en þetta. Það er hægt að finna pening annarsstaðar svo ekki þurfi að koma til niðurskurðar. Það hefði mátt t.d. taka hluta af þessarri hækkun hjá Fjármálaeftirlitinu og setja í Heilbrigðisstofnanir. Eins eru ófyrirséð útgjöld hjá stjórnvöldum um 3 milljarðar ef ég man rétt og hefði mátt koma eitthvað frá þeim peningi til Heilbrigðisstofnanir.

Læt þetta gott í bili.

kv. Hörður.


mbl.is Útgjöld til heilbrigðisstofnana hækkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Jónasson
Hörður Jónasson

Höfundur býr í Reykjavík.

Áhugamál höfundar er t.d. ýmis dægurmál s.s. stjórnmál, íþróttir, samgöngumál og kvikmyndir.  Höfundur heldur með Arsenal.

Netfang: hordurj@simnet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband