Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Til Hamingju með kosningadaginn!

Hæ allir bloggarar.

Nú er stóri dagurinn kominn og við getum kosið okkar fólk.

Allir stjórnmála flokkar hafa nú kynnt sín málefni og verður spennandi að vaka í kvöld og sjá og hlusta á úrslitin. Þau hafa aldrei verið mikilvægari en núna og í fyrsta sinn er raunverulegt að vinnstri flokkarnir geti fengið meirihluta. Þannig að við sem erum hlyntir jafnaðarstefnu eigum örrugglega gott kvöld.

Kveðja, Hörður.

 


Lok, lok og læs - Lýðræðið tapaði!

Sælir bloggarar.

Nú er búið að slíta þinginu og ekki tókst að koma stjórnarskrár málinu að.

Ég verð að segja að ég er afar ósáttur með að ekki tókst að ná samkomulag við Sjálfstæðisflokkinn um það mál. Staðan er sú að Sjálfstæðisflokkurinn vann og Samfylking og VG töpuðu. ég er á því að það hefði ekki verið fullreynt og eða allavega að ná því að hægt væri að hafa þjóðaratkvæðagreiðslur og ekki þyrfti að samþykkja breytingar á Stjórnarskrám á 2 þingum, heldur væri nóg að samþykkja það á einu þingi með einföldum meirihluta.

Nú er búið að loka fyrir lýðræðið næstu 4 ár, nema að næsta ríkisstjórn fórni sjálfri sér og haldi kosningar fyrr. Nú hefur það enga þýðingu að vera ræða stjórnarskrána á sumarþinginu og það verður því mjög stutt, líklega eina til 2 vikur til að hreinsa upp nokkur mál sem ekki tókst að klára.

Þessi staða er afar slæm til framtíðar, þar sem mikil krafa var uppi í samfélaginu að gera breytingar á stjórnarskránni. Ég skil ekki hvað Sjálfstæðisflokknum gekk til með að afneita öllum tillögum þar að lútandi. Að vísu minnir mig að Bjarni Ben. formaður hafi boðist til að breyta einni greininni sem lítur að því að það þurfi ekki að greiða atkvæði um breytingar á 2 þingum. Kannski þeir hafi síðan breytt sinni afstöðu. Alla vega erum við a´byrjunarreit og ekkert verður hægt að gera og t.d. ef við Samfylkingarmenn ætlum að beita okkur fyrir samningnum við ESB og málið þyrfti að fara fyrir þjóðaratkvæði, þá þyrfti að rúa þing og boða til kosningar í leiðinni.

Mér sýnist við vera lokuð þarna inni og ekkert sé hægt að breyta neinu næstu 4 árin. Eitt getur þó Sjálfstæðisflokkurinn ekki komið í veg fyrir en það er að við getum breytt kvótakerfinu, með einföldum meirihluta á þinginu ef við verðum í meirihluta eftir kosningar.

Læt þetta nægja, en gaman væri að fá viðbrögð hjá ykkur.

Kveðja, Hörður.


Erum við 3 heims ríki?

Sælir Bloggarar.

Ég var að lesa þessa frétt um að komnir væru til landsins kosningareftirlitsmenn frá ÖSE til að fylgjast með kosningunum okkar 25 apríl. Þetta þykir mér miklar fréttir, alla vega man ég ekki eftir að það hafi þurft að fylgjast með okkur, eða erum við í huga alþjóðasamfélagsins bara 3 heims ríki sem getur ekki séð um sínar eigin kosningar?

Mér sýnist svo sem við séum litnir hornauga eða er þetta komið frá einhverjum hérna á Íslandi sem hafa beðið þá að koma? Er okkur ekki treystandi til að halda kosningar án þess að svindla eða hvað á maður að halda?  Kannski Sjálfsstæðisflokkurinn hafi beði þá að koma?

Kveðja, Hörður.


mbl.is Kosningaeftirlitsmenn ÖSE hafa tekið til starfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vandræðagangurinn í Sjálfsstæðisflokknum.

Sælir Bloggarar.

Jæja, það ríður ekki einteyming hvað vandræðagangurinn hjá Sjálfsstæðisflokknum er þessa dagana.

Ekki bara að þeir eru að mælast minna og minna í skoðunarkönnunum, heldur hafa þeir haldið uppi málþófi í Stjórnarskrár málinu einn flokka og nú síðast er það vandræðagangurinn við styrkveitingar til þeirra.

Það er með ólíkingum hvað fyrirtæki hafa verið tilbúinn til þess að styrkja þá með háum styrkjum og það rétt áður en ný lög voru sett um takmarkanir á háum styrkjum.

Maður hefði haldið að ríkisstyrkir sem voru hækkaðir verulega 2007 mundi duga að minnsta kosti að miklu leiti.

Ég held að það eigi eftir að koma upp fleira í þessu sambandi og ég held að einhver eigi eftir að verða krossfestur þarna og verði að fara. Að vísu hefur framkv. stjórinn hefur hætt, en ég held að það dugi ekki.

Sá sem er hvað veikastur núna hjá þeim er Guðlaugur Þór.

Nú er bara að bíða og sjá hvernig þeir fara að því að rústa smá saman sjálfum sér fyrir kosningar.

Kveðja, Hörður.


Málþóf Sjálfsstæðisflokksins!

Sælir Bloggarar.

Enn og aftur er Sjálfstæðisflokkurinn að tefja mál á Alþingi. Hef verið annað slagið að fylgjast með málum í kvöld. Þeir hafa haldið langar ræður og hafa verið að ræða eitt mál nánast í allan dag og er það um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi. Þetta var 3ja umræða og hefði maður haldið að búið væri að ræða það sem hægt væri um að ræða.

Mig grunar hins vegar að þeir séu að tefja mál núna á Alþingi vegna Stjórnarskrár málsins. Þetta er mjög miður þar sem mörg og góð mál bíða afgreiðslu á Alþingi. Með þessu hátterni verða menn bara að tala á Alþingi alveg fram að kosningum til að öll góð mál komist á leiðarenda.

Kveðja, Hörður.


Höfundur

Hörður Jónasson
Hörður Jónasson

Höfundur býr í Reykjavík.

Áhugamál höfundar er t.d. ýmis dægurmál s.s. stjórnmál, íþróttir, samgöngumál og kvikmyndir.  Höfundur heldur með Arsenal.

Netfang: hordurj@simnet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband