Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Hvaða stefnu á Ísland að taka?

Sælir bloggarar.

Það er margt að gerast hjá okkur þessar vikurnar. t.d. Fjárlagahallinn, skattamálin, Icesave, alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, ESB umsókn og margt fleira.

Maður hefur verið að ræða við fólk og heyrt ýmsar skoðanir sem eru uppi núna og eins líka skoðanir sem ekki hafa farið hátt ennþá.

Hér ætla ég að reyfa nokkra leiðir /stefnu sem Ísland gæti tekið en sumt eru rótækar hugmyndir pólitísk.

Ég tek fram að þetta eru ekki mínar hugmyndir, heldur er ég að reyfa þessar hugmyndir eftir öðrum og bæti kannski mínum svona inn í.

Tillaga 1: Það er sú stefna sem núverandi Stjórnarflokkar hafa, þ,e. að samþykkja Icesave og að hafa Alþj. gjaldeyrissj. með í ráðum og nota lánin sem við fáum frá þeim í varasjóð handa Seðlabankanum til að halda uppi Ísl. krónunni. Hækka skatta og skera niður í ríkismálum þ.e. blandaða leið. Senda inn ESB umsókn og vera miklir Evrópusinnar. Eins að taka upp Evru.

Tillaga 2: Það er Norska leiðin, þ.e. leið Framsóknarflokksins, sem vill hafna Icesave og reka Alþj. gjaldeyrissj. burt og fá í staðinn lán frá Noregi. Reyndar hef ég ekki heyrt frá þeim að taka upp Norsku krónuna, en man eftir að Steingrímur j. Fjármálaráðherra var fylgjandi því sl. vor og vetur, en nú heyrist ekkert frá honum um það.

Tillaga 3: Að snúa sér til USA og taka upp dollara í stað Ísl. krónunnar. þ.e. að hafna Icesave og reka burt Alþj. gjaldeyrissj. Mér var tjáð að við gætum tekið upp dollarann á aðeins nokkrum vikum og um leið hætt að eyða varasjóð Seðlabankans í að styrkja Ísl. krónuna og t.d. nota lánin í að rétta við ríkiskassann. Eins gætum við farið að semja um að ganga inn í NAFTA samtök mið-og Norður Ameríku ríkja.

Allt eru þetta stór pólitískar leiðir og gaman að velta sér upp úr þeim. Ekki ætla ég að seigja hvaða leið sé best, þar sem ég hef ekki þekkingu til þess. Þetta eru samt leiðir sem vert er að hugsa um.

Kveðja, Hörður.


Ánægjulegar fréttir ef allt gengur eftir.

Sælir bloggarar.

Var að lesa þessa frétt. Hún er allt önnur en birtist fyrir nokkrum dögum um útboð á vegum Vegagerðarinnar, þar sem engar framkv. voru.

Hér er allt annar tónn kominn í umræðu og bjartsýnn. Nú hefur Ríkisstjórnin samþykkt tillögu samgönguráðherra um næstu skref. Vonandi gengur þetta allt eftir og eins að samningar við lífeyrissjóðina verði lokið sem fyrst og með jákvæðum hætti.

Kveðja, Hörður.


mbl.is Samgönguframkvæmdir undirbúnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slæmar fréttir frá Vegagerðinni.

Sælir bloggarar.

Var að lesa þessa frétt frá Vegagerðinni. Því miður eru engin útboð á hennar vegum núna.Þeir hafa orðið undir í niðurskurðarhnífnum eins og aðrir, en vonandi lagast það á næsta ári. Það sem maður bíður helst spenntur er að vita hvenær og hvort tekst að semja við lífeyrissjóðina um tvöföldun Suðurlandsvegar.

Kveðja, Hörður.


mbl.is Engin útboð í pípunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bikiniganga til góðs.

Sælir bloggarar.

Rakst á þessa skondna frétt. Það var bikiniganga í Suður Afríku í baráttu gegn brjóstakrabbameini og var markmiðið að setja heimsmet í því að flestar konur gengu saman. Það tókst, 287 konur gengu til góðs, en gamla metið var 281 kona. Mikið vildi ég að ég væri þarna, því þarna voru margar föngulegar konur. ha,ha.

Kveðja, Hörður.


mbl.is Bíkiniganga í Suður-Afríku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stutt eftir að grafa í Bolungarvíkurgöngum.

Sælir Bloggarar.

Þetta verður gleðileg frétt hjá Vestfirðingum og sérstaklega Ísfirðingum og Bolungarvíkur fólki að nú styttist að það sé búið að grafa í gegn um göngin. Aðeins eru eftir 92 metra. áætlað er svo að taka göngin í notkun næsta sumar um miðjan Júlí.

Svo hef ég heyrt að það sé góður gangur í Héðinsfjarargöngunum, að vísu þurfa þeir að beisla á sem rennur í gegnum önnur göngin. Ég veit að það mun takast.

Kveðja, Hörður.


mbl.is Eiga eftir að grafa 92 metra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vill skipta húsinu sínu fyrir bújörð.

Sælir bloggarar.

Var að lesa frétt á Visir.is þess efnis að maður einn hér í bænum vildi skipta einbýlishúsi sínu í góða bújörð út á landi og vildi fá með kindur og kýr. Sagðist vera orðinn leiður á hraðanum hérna í bænum. Þetta er allt saman góðra gjalda vert,en kann maðurinn eitthvað til búverka? Það er ekki einfalt að gerast allt í einu bóndi. Bæði er að bændur hafa nú ekki verið hátt skrifaðir í launum og svo er oftast mikil og erfið vinna samfara búrekstri. Þú þarft líka töluvert að tækum og tólum til að gera þér lífið léttara. Þó að ég hafi nú ekki verið mikið í sveit, þá var pabbi nú bóndi og þetta var oftast mikið púl að vera bóndi.

Þessi maður segir að þetta sé gamall draumur sem hann ætli að láta rætast og óska ég honum til hamingju með það og vonandi veit hann hvað hann er að gera.

Kveðja, Hörður.


Ólympíuleikar fyrir vélmenni.

Sælir félagar.

Jæja, alltaf heyrir maður eitthvað nýtt. Ólympíuleikar fyrir vélmenni....??

Er tæknin orðin svona góð að það sé hægt að láta vélmennin keppa?

Svo virðist vera alla vega eftir að lesa þessa frétt. Þá er bara spurningin hvenær fara vélmennin að keppa við okkur mannfólkið.

Kveðja, Hörður.


mbl.is Ólympíuleikar fyrir vélmenni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Græn stóriðja er það sem við þurfum.

Sælir bloggarar.

Þetta eru góðar fréttir, en ég var að lesa að Reykjanesbær var að gera samning við Gagnver um uppbyggingu á Ásbrú. Þetta er það sem við þurfum að fá græna stóriðju, þ.e. stóriðju sem ekki spúir mengum yfir okkur. Nú er vonandi nóg orka til fyrir þetta fyrirtæki. Þetta er allavega betra en að fá Álfyrirtæki.

Kveðja, Hörður.


mbl.is 180.000 fm fyrir gagnaver
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það verður skemmtilegt að fá spilið Risk á hvíta tjaldið.

Sælir bloggarar.

Rakst á þessa skemmtilega frétt. Spilið Risk er eitt það skemmtilegast sem ég hef spilað. Reyndar á ekki borðspilið, en hef spilað það í tölvunni gegn tölvunni.  Þetta er afar skemmtilegt spil, það reynir á hugvitið og hvernig þú skipuleggur þig gegn andstæðingnum. Þó þetta sé teningaspil, þá getur þú ráðið hvernig þú spilar það.

Nú hefur verið ákveðið að setja þetta spil á hvíta tjaldið og verður spennandi að fylgjast með því hvernig útkoman verður. Mér finnst alltaf gaman að ævintýramyndum sem þessi verður örrugglega.

Kveðja, Hörður.


mbl.is Spilið Risk á hvíta tjaldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttindamál hjá Garðyrkjubændum.

Sælir Bloggarar.

Sá í fréttum að Garðyrkjubændur brunuðu niður á Austurvöll til að mótmæla háum raforkuverði. Ég er sammála þeim að ef þeir eigi að geta lifað af verði að lækka raforkuverðið til þeirra.

Þeir nota mjög mikla raforku, jafnvel sumir eins mikla og meðal kaupstaður notar. Þannig að það er réttlætanlegt að þeir fái sama verð og stóriðjufyrirtæki þ.e. Álfyrirtæki.

Kveðja, Hörður.


Höfundur

Hörður Jónasson
Hörður Jónasson

Höfundur býr í Reykjavík.

Áhugamál höfundar er t.d. ýmis dægurmál s.s. stjórnmál, íþróttir, samgöngumál og kvikmyndir.  Höfundur heldur með Arsenal.

Netfang: hordurj@simnet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband