28.10.2009 | 20:09
Um vegatolla.
Sælir bloggarar.
Ég hef verið einn af þeim sem hafa mikinn áhuga á bættum samgöngum.
Þessar tillögur eru athyglisverðar og ég mundi styðja þær ef þær yrðu til þess að Lífeyrissjóðirnir myndu hjálpa okkur við mörg af stærstu vegaframkvæmdum s.s. tvöföldun Suðurlandsveg, tvöföldun Vesturlandsvegar að Hvalfjarðargöngum, Vaðlaheiðargöngum og önnur Hvalfjarðargöng. Allar þessar framkvæmdir mundi stuðla að því margir fengu vinnu og ef maður horfir á þetta út frá því, þá finnst mér réttlætanlegt að setja upp vegatolla út frá Höfuðborgarsvæðinu, en það ætti að fara varlega að því að verðleggja tollana. Kannski alla vega ekki hærri en 500 kr. Svo er það staðsetningin á því hvar þeir ættu að vera. Ég hef nú ekki pælt mikið í því ennþá, enda gerist þetta ekki strax. Það tekur einhvern tíma að framkvæma allar þessar vegaframkvæmdir.
Kveðja, Hörður.
Hugmyndir um vegtolla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Bloggar, Ferðalög, Samgöngur | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Maí 2008
- Apríl 2008
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
- agustolafur
- astar
- dofri
- gattin
- gudbjorng
- gummisteingrims
- heiddal
- helgi-sigmunds
- hlf
- holmfridurpetursdottir
- hrannarb
- jensgud
- johanneshlatur
- joningic
- jonsnae
- kjarri
- kristjanmoller
- lara
- ollana
- possi
- prakkarinn
- presleifur
- rabelai
- reykur
- stingi
- thorarinneyfjord
- vga
- skagstrendingur
- blaskjar
- hallgrimurgisla
- harhar33
- snjolfur
- stjornuskodun
- meyerinn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er æðislega góð hugmynd og það þyrfti að ganga miklu lengra, bókstaflega. T.d. mætti setja upp toll á Laugaveginn og Breiðholtsbrautina. 12.000 krónur eða meira hið minnsta. Kannski milljón og borga Icesave á einni viku?
Björn Heiðdal, 28.10.2009 kl. 20:14
En svo er líka hinn möguleikinn að vera aðeins lengur á leiðinni á háannatímum og borga ekki neitt. Við skulum athuga það að hér er á ferðinni skattheimta, en ekki veggjald eins og í Hvalfjarðargöngunum sem notað er til að borga upp göngin og svo leggst gjaldið af. Skattar hafa þá tilhneigingu að festast í sessi og hækka með tímanum, sbr. bifreiðagjöldin. Hitt er svo annað mál sem ég hef aldrei skilið það er þörfin fyrir breikkun Hvalfjarðarganga því tafir þar stafa ekki af því að göngin séu ekki nógu breið heldur af því að það vantar annan skúrvið endann þegar umferð mikil.
Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 20:17
Reyndar er ég sammála Birni
Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 20:18
Sælir félagar. ég held að þessi skatheimta eigi að ganga beint til Lífeyrissjóðanna sem uppí greiðsla fyrir framkv. þeirra.
kv. Hörður.
Hörður Jónasson, 28.10.2009 kl. 20:31
Hugsið ykkur ef gjaldið yrði milljón á bíl og allir þyrftu að borga. Sjáið þetta fyrir ykkur. Miklabrautin full af bílum og milljónirnar steyma í kassann. 26.000 bílar á sólahring sinnum milljón = gætum hæglega borgað Icesave og allar skuldir þjóðarinnar á nokkrum mánuðum.
Það yrði líka afgangur sem nota mætti til að lækka skatta á fjölskyldur og gamalt fólk.
Björn Heiðdal, 28.10.2009 kl. 21:12
Þetta er hrein geðveiki. Og nei það munu ekki fullt af fólki fá vinnu heldur mundi fjöldinn allur missa vinnuna, að mér meðtöldum. Hundruðir manna. Ég er einn af þeim hunduðum sem að keyra frá Keflavík, þar sem ég bý til að spara pening, til vinnu í Reykjavík. Bensínkostnaðurinn einn og sér hefur snert mig nógu illa og núna villja þeir taka 13.000 krónur af laununum mínum mánaðarlega í ennþá meiri tolla fyrir það eitt að mæta í vinnuna?
ÉG ER BÚINN AÐ BORGA SKATTA OG TOLLA. Þar með talið himinháa bensíntolla sem áttu nú að dekka vegaframkvæmdir. Ég er ekki að fara borga meira. Það kemur bara ekki til greina. Ég borgaði fyrir Reykjanesbrautina og gott betur og það má ekkert ákveða eftirá bara að rukka mig meira vegna þess að þeim vantar meira. Ef peningarnir duga ekki fyrir nýjum veg þá kemur bara ekkert nýr vegur.
Ég verð bara að segja þetta. Það er ekkert eitthvað CASUAL við að ákveða að taka pening af fólki. Of margir við stjórnun virðast finnast það lítið mál að taka meira og meira og meira.
Eg ég þarf að fara keyra á malarvegum þá verð ég bara að gera það. En meira borga ég ekki.
Jón Grétar Borgþórsson (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 22:02
Komi lífeyrissjóðirnir að framkvæmdinni er þetta orðið að einkaframkvæmd eins og Hvalfjarðargöngin og trúlega verður endurgreitt með veggjaldi eins og þau.
Við uppi á Skaga erum líka búin að borga skatta og tolla en höfum þurft að greiða veggjald siðan 1998. Við höfum öll greitt fyrir Reykjanesbrautina, en einungis þeir sem fara göngin borga fyrir þau. Er einhver sanngirni í því fyrirkomulagi, ég bara spyr.
Sigrún Ríkharðs (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 22:31
Kom þetta ekki sirka niður á sléttu í göngunum Sigrún? Var ekki kostnaðurinn svipaður og bensínið út fjörðinn? Ef það var mismunur þá áttuð þið alltaf valið að keyra gamla veginn án aukakostnaðar. Við erum hér að tala um að múra mig inn.
Ég veit bara ekki hversu mikið meira ég get borgað til ríksisins Sigrún. Ég væri nú ekkert að mótmæla hástöfum ef allt væri í himnalagi í landinu og peningar flæðandi útum allt en það er bara einfaldlega kreppa. Og ríkið er að taka meiri og meiri pening frá mér og það eru bara einfaldlega að styttast í það að ég eigi ekki meira handa ríkinu.
Ef það eru ekki til peningur í þetta þá verður að sleppa þessu. Þannig verður það bara að virka. Eða að ríkið finnur peninginn annarsstaðar. Aðskilnaður ríkis og kirkju til dæmis ætti að dekka þetta og margt meira.
Jón Grétar Borgþórsson (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 22:45
Hæ, já ég er sammála Sigrúnu hér. Af hverju þurfa bara þeir sem fara um Hvalfjarðargöngin að borga vegatolla, en ekki allir sem fara út úr borginni. Það mundi jafna greiðslurnar og yrði fljótlegra að borga skuldina við Lífeyrissjóðina. Það er bráðnauðsynlegt að fá Lífeyrissjóðina til að auka við atvinnu hér á landi og þessi tillaga er ekki svo slæm.
kv. Hörður
Hörður Jónasson, 28.10.2009 kl. 22:50
Sælir þeir sem hafa gert athugasemd hjá mér.
Ég er nú ekki beint hress með að þeir sem ekki eru skráðir á blog.is hérna séu að æsa sig hérna á blogginu mínu. Ef það lagast ekki þá verð ég að loka fyrir ip- tölur sem ekki eru skráðir notendur að blog.is. Ég er ekki að tala til þín Sigrún, þín athugasemd var kurteis. Ég mundi vilja að Jón Grétar taki það rólega hérna á blogginu. Fólk getur skipt á skoðunum hérna með rólegum hætti.
kv. Hörður eigandi þessarrar blogsíðu.
Hörður Jónasson, 28.10.2009 kl. 23:11
Eins og ég svaraði Hörður þá tel ég það ekki sambærilegt með göngin. Það er í fyrra lagi önnur leið í boði þar. Í öðru lagi þá styttu göngin verulega ferðatímann og bensínkostnað þannig að það var lítill aukakostnaður á fólk en í staðinn græddi það helling á tímanum.
Hér erum við að tala um að setja aukatoll í miðri kreppu. Eins og ég sagði. Ef þetta væri að koma þegar allt væri í himnalagi þá væri það auðvitað allt annað. En það er bara kreppa og það er ekki hægt að taka meira og meira af fólki endalaust þegar að fólk er í rúst. Eruð þið alveg gjörsamlega búinn að gleyma ástandinu sem er hérna?
Jón Grétar Borgþórsson (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 23:17
Var ég ókurteis við þig eða aðra hér Hörður? Ég biðst afsökunar ef ég hef verið ókurteis við þig eða Sigrúnu að ykkar mati.
Ég er hálf pirraður útí stjórnvöld en ég tel mig ekkert svaka æstann hérna.
Jón Grétar Borgþórsson (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 23:21
Í Noregi eru veggjöld hirt af vegfarendum úti um allt land á allskonar vegum. Það er ekki tengt sérstökum nýframkvæmdum eða tilkomið vegna sérstakrar einkafjármögnunar. Veggjöldin eru einfaldlega skattar sem renna í ríkissjóð (og eiga samkvæmt kenningunni að vera notaðir í framkvæmdir á vegakerfinu, en það er mikill misbrestur á að peningarnir skili sér þangað). Þetta gera þeir þrátt fyrir allan olíuauðinn.
Þessi umræða um verðlagningu á vegakerfinu hefur hinsvegar aldrei farið af stað á Íslandi. Hvalfjarðargöng eru undantekning en þau eru líka einstakt dæmi þar sem hægt var að vinna mjög afmarkað verk í einkaframkvæmd og ná stofnkostnaðinum til baka með veggjöldum á 20 árum. Ég efast um að það verði nokkurntíman sátt um meiri vegtolla á Íslandi. Sama hvernig kerfinu verður stillt upp þá mun alltaf einhverjum líða eins og sér sé mismunað. Þó að það sé í tísku hjá álitsgjöfum nú um stundir að hrakyrða íslendinga við hvert tækifæri þá held ég að þessi þjóð hafi það fram yfir Norðmenn t.d. að láta ekki bjóða sér mjög hróplegt óréttlæti. Í Skandinavíu gildir meira að sætta sig bara við það sem mamma og pabbi í ríkisstjórninni eru að bauka, vegna þess að þau viti örugglega mest um það hvað er öllum fyrir bestu.
Ég hallast að sjónarmiði Jóns Grétars í þessu og tek undir það að ef ekki er hægt að ráðast í tvöföldun Suður- og Vesturlandsvega núna, án veggjalda, þá á einfaldlega að sleppa þessu og bíða þangað til ástandið batnar í ríkisfjármálum. Nokkur störf við vegagerð réttlæta ekki þessa miklu aukaskattheimtu. Vegaframkvæmdir eru svo fjarri því "mannaflsfrekar". Tiltölulega lítið hlutfall kostnaðar er vegna vinnuafls í slíkum framkvæmdum en meira vegna dýrra véla og hráefna sem kosta dýrmætan gjaldeyri.
Bjarki (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 23:26
Sæll Jón. það er satt hjá þér að fólk gat valið aðra leið heldur en að fara í göngin. Hérna er verið að tala um það að Lífeyrissjóðirnir sjái um ýmsar vegaframkv. þar á meðal að tvöfalda Suðurlandsveg frá litlu kaffistofunni alla leið til Selfoss. Þá var og hefur verið í umræðunni að þeir fái að taka vegatoll til að fá greiðslu upp í framkvæmdina. Og svo í framhaldinu hefur svo komið upp sú hugmynd að þessi vegatollur verði ekki bara Sunnlendingar sem blæði, heldur allt höfuðborgarsvæði og þeir vegir sem koma út frá henni s.s. Suðurlandsvegur, Vesturlandsvegur og Reykjanesvegur. Reykjanesvwegurinn er nýlega tvöfaldaður og var kosnaður mikill, en þetta var gert í góðærinu og þá var ekkert verið að hugsa um vegatoll eða að Lífeyrissjóðirnir þyrftu að hjálpa við vegagerð. Ef þeir koma ekkert að þessu verkefni verða allar vegaframkv. stopp í landinu jafnvel næstu 2-3 ár. Er það það sem við viljum. eins má geta þess að ég er fylgjandi þess að Lífeyrissjóðirnir hjálpi til líka við Heilbrigðiskerfið svo að það þurfi ekki að niðurgreiða eins mikið.
kv. Hörður.
Hörður Jónasson, 28.10.2009 kl. 23:32
Mig langar til að benda Sigrúnu á það að hún hefur aðra leið til að velja og það er að keyra hvalfjörðinn, það kostar hana ekki neitt...nema aukabensín.
þannig að hún hefur VAL um hvort hún vilji borga í gönginn eða fara hvalfjörðinn.
En varðandi veggjald í gönginn þá eru þau löngu búin að borga sig upp, þau gerðu það á 6 árum að mig minnir svo mikil var umferðinn í gegn.
Þegar þú leggur til Hörður að borga 500kr, fyrir hvað þá eiginlega?
eina ferð á reykjanesbrautinni t.d. til kef og svo aðrar 500 kr til að komast aftur til rvk? =1000 kr?
er maður ekki að borga nógu háa bensíntolla hér?
það er talað um að ákveðið gjald sem er í bensíntollinum eigi að fara í vegaframkvæmdir, en það er sáralítið notað af þeim tolli í vegaframkvæmdir, alveg sárafáar, þessi peningur hefur verið notaður í margt annað að mér skilst.
svo er annað, margir vegir hér heima á íslandi eru alveg hrikalega illa gerðir og með alveg hrikalega lélegt undirlag, ég skil bara ekki afhverju, reyndar hefur þetta skánað.
Arnar Bergur Guðjónsson, 28.10.2009 kl. 23:32
Það er mjög lífseig goðsögn að Hvalfjarðargöngin séu löngu búin að borga sig upp. Þau áttu að borga sig upp á 20 árum (2018) en vegna meiri umferðar en reiknað er með er mögulegt að það takist nokkrum árum fyrr. Þá verða göngin afhent ríkinu.
Bjarki (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 23:43
"Ef þeir koma ekkert að þessu verkefni verða allar vegaframkv. stopp í landinu jafnvel næstu 2-3 ár. Er það það sem við viljum." -Hörður
Það er ekki það sem við "viljum" nei. En það gæti þurft að gerast. Það gæti verið að lagning *nýrra* vega þurfi að stoppa í smátíma já. Ef að peningarnir eru ekki til þá eru peningarnir ekki til. Ef ríkið á ekki peninginn þá er það bara þannig vegna þess að það er allavega víst að landsmenn eiga ekki meiri pening aukalega í kreppunni. Það er allavega ekki möguleikinn að gera allt það sem við ætluðum okkur að gera þegar við héldum að allt væri í lagi, og hækka bara skatta aftur og aftur og búa til fleiri of fleiri tolla.
Þetta snýst um ábygð. Það er hart í búi núna og þá gerir maður ekki bara allt það sem manni dettur í hug. Sumir hlutir verða bara að bíða vegna peningaskorts.
Vinnum okkur nú aðeins úr kreppunni og bætum aðeins úr fjárhagi heimilanna. Fyrst þá getum við farið að tala um vegtolla.
Jón Grétar Borgþórsson (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 23:56
sæll Arnar.
Þetta með 500 kr. var bara hugdetta í sambandi við vegatollinn. En Arnar og Jón, þetta snýst ekki um Reykjanesbrautina, þessi framkv. sem er verið að semja við Lífeyrissjóðina snýst um Suðurlandsveg og það hafa komið fram ýmsar kenningar hvernig eigi að greiða þeim þetta til baka þar sem hún verður í einkaframkv.
kv. Hörður.
Hörður Jónasson, 28.10.2009 kl. 23:58
Kæru félagar sem hafa gert athugasemd hjá mér. Þið megið líka lesa pistilinn hjá mér efst á síðunni um vegatoll, þar sem ég er líka fylgjandi því að Lífeyrissjóðirnir hjálpi til við Heilbrigðiskerfið, svo Ríkið þurfi ekki að skera eins mikið niður.
Þessir peningar sem Lífeyrissjóðirnir hafa á lausu las ég um að væri eitthvað á milli 100 og 200 milljarðar, svo það hefur verið þrýst á þá að nota þá til að hjálpa okkur út úr kreppunni. Og nota þá í atvinnuskapandi tækifæri.
kv. Hörður.
Hörður Jónasson, 29.10.2009 kl. 00:08
Ég talaði bara um tollinn á Reykjanesbrautina vegna þess að ég keyri hana daglega. Og auðvitað snýst þetta smá um hana þegar að það er verið að tala um að tolla hana.
En já þetta er aðalega um Suðurlandsveg. Og ég endurtek það að ef peningarnir eru ekki til svo hægt sé að tvöfalda þann veg þá tel ég nú nokkuð augljóst að það er ekki hægt að leggja hann núna. Hann á að vera með forgang og það þarf að laga þennan veg en það eru bara einfaldlega ekki peningar. Veggjald er bara ekki möguleiki núna. Almenningur hefur nóg með sitt þessa dagana. Það er ekki hægt að vinna sig úr kreppunni með því tollum og sköttum á almenning.
Það virðast bara margir bara vilja halda áfram með allt eins og ekkert hafi gerst. Og þegar spurt er hvernig eigi að borga fyrir allt þá eru svörin alltaf að skattleggja heimilin. Það verður bara eitthvað að slaka á.
Jón Grétar Borgþórsson (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 00:10
Jón Grétar er of þröngsýnn í þessu máli. Íslendingar eru mjög fátæk þjóð þó þeir viti það ekki ennþá. Til að halda þessu hagkerfi gangandi eru skattar og tollar eina leiðin. Nýir skattar og tollar munu auka hagvöxt og efla atvinnulífið ef þeir fara í nýframkvæmdir eða til að borga gamlar skuldir.
Tollahlið á Miklubrautina og allar götur bæjarins gætu minnkað álagið, sparað bensín og malbik, ásamt því að borga gamlar skuldir s.s. Icesave og gjaldþrot Seðlabankans. Þetta er bara vinn vinn fyrir alla.
Björn Heiðdal, 29.10.2009 kl. 06:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.