Leita í fréttum mbl.is

Hvert er Verkalýðshreyfingin að fara?

Sælir Bloggarar.

Undanfarið hefur mikið verið talað um hina svokölluðu "Stöðuleikasamkomulag" sem aðilar Atvinnusamtaka og Verkalýðshreyfingin gerðu sl. sumar. Í því sambandi finnst mér ASÍ vera of hallaðir undir Vinnuveitendur og stundum finnst mér sem ASÍ og Vinnuveitendur vera einu og sömu aðilar alla vega þegar þeir fara á fund Ríkisstjórnina. Það er áður mér brá, en aðal óvinir Verkalýðssamtakana vor Vinnuveitendur og var oft barist mikið þeirra á milli, en nú er öldin önnur. Mér finnst sem ASÍ vera komin nokkuð langt frá upphaflega tilgangi sínum en það er að verja hag almennings, en ekki fyrirtækja. Nú er tími til fyrir ASÍ að brýna sverðin og láta okkur almenning hafa kauphækkunina sem okkur var lofað 1. Nóv. (Reyndar hefur ítrekað verið búið að fresta þessum hækkunum).

Ef það slitnar upp úr þessu núna, þá fáum við ekki þessar kauphækkanir. ASÍ ætti að hafa meiri þolinmæði vegna tillagna Ríkisstjórnarinnar og t.d. ætti ASÍ ekki að skipta sér af því þó Ríkisstjórnin ætli að setja Orkuskatta á stórfyrirtæki, það er nóg að Vinnuveitendur hafi áhyggjur af því. Þessi stórfyrirtæki geta alveg borgað skatta eins og við almenningur.

Kv. Hörður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er öllum vandi á höndum þessa dagana og nærri sama hvað gert er að það eru ávalt einhverjir ósáttir. ASÍ forystan reynir nú til þrautar að ná lendingu með vinnuveitendum til að viðhalda kjarasamningum. Ein af kröfum verkalýðsforystunnar er að ríkisstjórnin hækki skattleysismörk um áramótin eins og kveðið er á um í gildandi kjarasamningum. Skattlagning vegna orku og auðlynda eru réttmætir að mínu mati, en það má vissulega skoða hvernig staðið er að þeirri skattlagningu og reikna um leið hverju hún skilar í þjóðarbúið. Að ASÍ og vinnuveitendur tali einum rómi nú um stundir, finnst mér persónulega af hinu góða. Ég hef líka um margar ára skeið litið á þessa aðila sem samherja í því að búa sem best að vinnandi fólki og greiða sem best laun. Ég hef sjálf unnið hjá verkalýðsfélagi í tæp 20 ár og verið formaður í slíku félagi í 6 ár.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.10.2009 kl. 16:09

2 Smámynd: Hörður Jónasson

Sæl Hólmfríður.

Já það eru erfiðir tímar núna. Jú það er rétt að sumt af kröfum Verkalýðshreyfingarinnar var að ríkisstjórnin stæði við sinn part. en það sem mér finnst, er að allt of mikill tími og háar kröfur farið í umfjöllum af þessum svokölluðum Orkusköttum. ASÍ ætti að einbeita sér í að halda áfram að ná í kauphækkunina okkar sem við áttum að fá 1. nóv. Og vonandi fáum við að halda í hækkun á skattleysismörkunum.

kv. Hörður.

Hörður Jónasson, 27.10.2009 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Jónasson
Hörður Jónasson

Höfundur býr í Reykjavík.

Áhugamál höfundar er t.d. ýmis dægurmál s.s. stjórnmál, íþróttir, samgöngumál og kvikmyndir.  Höfundur heldur með Arsenal.

Netfang: hordurj@simnet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband