Leita í fréttum mbl.is

Hverjum gagnast sykurskattur?

Sælir Bloggarar.

Var að lesa þessa frétt um sykurskattinn. Ég er sammála framkv.stjóra Samtaka iðnaðarins að þessi skattur sé ótrúlegur. Ég held að hann gagnist ekkert til að koma í veg fyrir tannskemmdir barna. Að vísu með mikilli drykkju þá þurfa börnin að bursta sína tennur oftar og betur.

En ég held að betra væri fyrir Heildbrigðisráðherra að skoða bætur fyrir tannlæknakostnað sem er sagt vera 75% af verði Tannlækna (að vísu hafa þessar bætur verið óbreyttar í nokkur ár) og hækka þær í 100% fyrir börn undir 16 ára þannig að börn undir 16 gætu fengið ókeypis tannlækningu.

Það held ég myndi vera betra skref en hitt, vegna þess að sykurskatturinn myndi bara fara í ríkiskassann og í eitthvað allt annað en tannhirðu hjá börnum. Vildi bara láta þessa skoðun mína í ljós.

kveðja Hörður.

ps. þetta var reynt fyrir nokkrum árum en var þá fellt á Alþingi.


mbl.is Tillaga um sykurskatt ótrúleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Verð virðist stýra neyslu.

Sykur eykur tannskemmdir.

Það lýsir annars undarlegri forgangsröðun að lát tennur barnanna grotna niður.

Það kostar ekki mikið að fylgjast með því að þau bursti tennur vel og vandlega.

Hólmfríður Pétursdóttir, 14.5.2009 kl. 23:02

2 Smámynd: Jóhannes Guðnason

Rétt hjá þér Hörður,þetta er hneyksli. kær kveðja.konungur þjóðveganna.

Jóhannes Guðnason, 14.5.2009 kl. 23:14

3 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Skattur eykur tekjur ríkissjóðs.

Tiltölulega sársaukalaus ráðstöfun á erfiðum tímum.

Við flytjum inn um það bil 50 kg af sykri á mann á ári.

Sleppum því, grennumst og minnkum tannskemmdir, gæti orðið til þess að minna þyrfti að skera niður þar sem meira liggur við.

Hólmfríður Pétursdóttir, 14.5.2009 kl. 23:23

4 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Þetta mu hækka verð á flestum tilbúnum mjólkurafurðum brauðvörum og siðan að lokum vísitölu neysluverð sem að aftur hækkar húsnæðislánin. Ríkið fær meiri skatta seljendur vöru geta lagt meira á bankarnir fá meira  og almenningur hefur minna a milli handana sem að auðveldar ríkisstjórninni að sjá til þess að lifað sé hóflegu lífi

Jón Aðalsteinn Jónsson, 14.5.2009 kl. 23:49

5 Smámynd: Helgi Kr. Sigmundsson

Forsjárhyggja!  Hólmfríður hefur lög að mæla.  Ekkert getur komið í staðinn fyrir að foreldrar kenni börnum sínum að bursta tennurnar.  Einnig væri rétt að bæta þjónustu tannlækna við skólakrakka.

Helgi Kr. Sigmundsson, 15.5.2009 kl. 01:04

6 Smámynd: Hörður Jónasson

Ég þakka ykkur fyrir athugasemdirnar og ég er sammála síðasta ræðumanni.

kveðja, Hörður.

Hörður Jónasson, 16.5.2009 kl. 03:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Jónasson
Hörður Jónasson

Höfundur býr í Reykjavík.

Áhugamál höfundar er t.d. ýmis dægurmál s.s. stjórnmál, íþróttir, samgöngumál og kvikmyndir.  Höfundur heldur með Arsenal.

Netfang: hordurj@simnet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband