Leita í fréttum mbl.is

Fyrsti Ríkistjórnarfundurinn var í dag.

Sælir bloggarar.

Þá er fyrsti Ríkistjórnarfundurinn nýju stjórnarinn að baki og búið að ákveða að þing skuli koma saman á Fimmtudag í næstu viku.

Þar á meðal annars að fara yfir málefni aldraða sem er alveg bráðnauðsynlegt að skoða og leiðrétta kjör þeirra.

Nú og svo þarf nýja stjórnin að setja lög til að færa sum málefni á milli Ráðuneyta og er það viðamikið mál segja þeir.

Það verður gaman að fylgjast með því hvort Björgvin Viðskiptaráðherra fær ekki nýja skrifstofu fljótlega, eða á hann að deila húsnæði með Össuri Iðnaðarráðherra. Það hlýtur að verða leyst úr þessu eins og öðru.

Þetta er svona smá skondið svona í byrjun á ríkisstjórnarsamstarfinu. :)

Ég er líka viss um að Jóhanna á eftir að plumma sig vel í hinu nýja Velferðaráðuneyti og er mjög sáttur að Tryggingahlutinn verður fluttur til hennar Ráðuneytis.

Mörg önnur mál væri hægt að nefna eins og Tannvernd barna sem er mikilvægt að sé ókeypis eins og önnur Heilbrigðismál eru.

Ég mun reyna að fylgjast með þessu eins og hægt er, fer reyndar bráðum í frí og fljótlega í Júní fer ég og krakkarnir í 2 vikna ferð til Mallorca.

Ég fer samt með tölvuna og vonandi kemst ég í Netsamband þarna. (Reyndar hefur mér verið tjáð að ekki sé nettenging á Hótelherberginu, sem mér finnst alveg glatað).

Læt þetta gott heita í bili.

Kveðja, Hörður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Jónasson
Hörður Jónasson

Höfundur býr í Reykjavík.

Áhugamál höfundar er t.d. ýmis dægurmál s.s. stjórnmál, íþróttir, samgöngumál og kvikmyndir.  Höfundur heldur með Arsenal.

Netfang: hordurj@simnet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband