15.4.2012 | 01:45
Á að gera hlé á viðræðunum við ESB?
Sælir félagar.
Var að lesa viðtal við Bjarna Ben á Rúv þar sem hann hvetur til að við gerum hlé á viðræðunum við ESB.
Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að halda áfram með þær og sjá hvað við gætum fengið út úr þeim og síðan fengi maður svo að kjósa um það í þjóðaratkv. greiðslu. Ég aftur á móti finnst rétt að maður megi skipta um skoðun ef aðstæður breytast og er ég að verða orðinn að þeirri skoðun fylgjandi að kannski sé rétt að gera hlé að viðræðunum og jafnvel senda þær svo í þjóðaratkvæðagreiðslu síðar á þessu ári t.d. í haust.
Það er margt sem gerir það að verkum að gott væri að gera hlé og staldra við og hugsa okkur um. Það þarf t.d. að klára Icesave deiluna og þar er nú t.d. ESB búinn að blanda sér í þá deilu. Síðan þarf að halda áfram með samningaviðræður við ESB um makrílinn. Svo er að almennt ástandið á Evru svæðinu sem hefur verið ótraust undanfarið ár. Ég hef verið þeirra skoðunar að við Íslendingar tæku upp Evru, en einhver bið verður á því, svo maður verður þá að draslast með okkar krónu í bili.
Ég sæi það fyrir mér að það væri þá hægt að taka bæði Stjórnarskrámálið og hvort við ættum að halda viðræðunum áfram um aðeild okkar í ESB saman í Þjóðaratkvæðagreiðslu í haust. Þar með gæti Samfylkingin slegið 2 flugur í einu.
Það er hvort sem er ekki nema rúmlega 1 ár í næstu kosningar ef þær verða ekki fyrr og þessar aðildarviðræður munu hvort sem er ekki klárast á þeim tíma, svo að gera hlé, mundi ekki skaða okkur núna. Betra er að vera með allt á hreinu og vera búin með Icesave og makríl deiluna áður en framhald verður á viðræðum.
Samt vil ég halda áfram með viðræðurnar, en finnst við vera komnir á einhvern biðstað með þær. Samfylkingin þarf að finna sér pólitíska biðleik í þessu og þora að gera hlé á þeim, enda eru flestir Stjórnmálaflokkar í kringum þá með á stefnumálum sínum að annaðhvort að gera hlé eða hætta alveg.
Ég held að þetta yrði sterku leikur hjá Samfylkingunni að gera þetta, en ekki festast í þröngu sjónarmáli í þessu máli. Samkv. flestum skoðanakönnunum þá mun Samfylkingin tapa miklu í næstu kosningum, svo það verður að fara snúa vörn í sókn og semja sig út úr þessum vandræðum.
Kv. Hörður.
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Bloggar, Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Maí 2008
- Apríl 2008
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
-
agustolafur
-
astar
-
dofri
-
gattin
-
gudbjorng
-
gummisteingrims
-
heiddal
-
helgi-sigmunds
-
hlf
-
holmfridurpetursdottir
-
hrannarb
-
jensgud
-
johanneshlatur
-
joningic
-
jonsnae
-
kjarri
-
kristjanmoller
-
lara
-
ollana
-
possi
-
prakkarinn
-
presleifur
-
rabelai
-
reykur
-
stingi
-
thorarinneyfjord
-
vga
-
skagstrendingur
-
blaskjar
-
hallgrimurgisla
-
harhar33
-
snjolfur
-
stjornuskodun
-
meyerinn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mæli þú manna heilastur. Sérstaklega ef þú ert nú Samfylkingarmaður, þá er þetta alveg sérstakt fagnaðarefni að þú skulir geta tekið skynsama ákvörðun og meira að segja breytt fyrri skoðunum þínum á ESB.
Því að hingað til hafa þessi ESB mál verið predikuð af forystufólki Samfylkingarinnar nánast eins og ósnertanleg trúarbrögð og alveg óbreytanlegur Stóri sannleikur !
Batnandi mönnum er jú best að lifa.
Til hamingju.
Gunnlaugur I., 15.4.2012 kl. 08:41
Góð og málefnaleg grein hjá þér og gott að sjá að menn skuli skoða málið án "litaðra" gleraugna..............
Jóhann Elíasson, 15.4.2012 kl. 09:36
Umræðan hér á landi um aðkomu framkvæmdastjórnar ESB að dómsmáli gegn Íslandi, er hreint út sagt furðuleg.
ESB er að sjálfsögðu hagsmunasamtök og tekur afstöðu með sínum aðildarríkjum.
Ef við íslendingar værum innanborðs í ESB og ættum í málafelum gegn aðilum utan ESB, mundum við að sjálfsögðu fá stuðning frá bandalaginu. Og við mundum telja það sjálfsagt.
Með því að hafna ICESAVE samningnum, tókum við að sjálfsögðu mikla áhættu.
En við skulum vona að úrslitin verði okkur hagstæð og eignir bankans dugi til að greiða kröfuna.
En NEI sinnar eru strax byrjaðir að setja saman áróður til að vera tilbúnir slæmum úrslitum dómsins.
Þá munu þeir segja að ríkisstjórnin hafi staðið sig illa í málsvörninni og jafnvel pantað niðurstöðu.
En ábyrgð NEI sinna getur orðið mikil ef illa fer.
Svavar Bjarnason, 15.4.2012 kl. 12:57
Sælir og þakka ykkur fyrir að skrifa mér.
Gunnlaugur, já það er afar erfitt að viðurkenna að þurfa að senka viðræðunum og gera hlé, en ég sé ekki annað í bili. Verst þykir mér að vera sammála Vígdísi Haugsdóttir, sem lagði fram þingsályktunartilllögu um þjóðaratkv.greiðslu um að halda áfram með viðræurnar við ESB. Reyndar ítreka ég að ég vil aðeins seinka eða gera hlé á þeim í bili.
Jóhann, já ekki gott að sjá með lituðum gleraugum. Samfylkingin þarf að fara að hugsa um næstu kosningar, því þeir gætu misst marga frá sér. t.d. mig til annarra. Þið getið þó verið örugg á því að ég mun ekki kjósa Sjálfstæðisflokkinn.
Og Svavar, já ábyrgð nei sinna er mikil, þar sem þeir héldu að með því að segja nei, þá væri málinu lokið, en ég taldi að með því að segja já, við seinasta þjóðaratkv.greiðslu, þá gætum við lokið Icesave með sómasamlegu fyrir okkur. Við skulum vona að þetta verði okkur ekki dýrt.
kv. Hörður
Hörður Jónasson, 15.4.2012 kl. 15:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.