Leita í fréttum mbl.is

Fólk er fljótt að gleyma og vill aftur íhaldið við völd.

Sælir bloggarar.

Ég var að lesa þessa skoðanakönnun og líst frekar ílla á hana.

Fólk virðist vera mjög fljótt að gleyma því að Sjálfstæðisflokkurinn var við völd í 18 ár og átt þátt í því að einkavæða bankana sem svo varð að hinu miklu bankahruni. Frjálshyggjustefnan var allsráðandi á þessum tíma og sérstaklega á árunum 2005-2008.

Útrásarvíkingarnir voru hylltir sem konungar sem væru hinu einu réttu bjargvættir þjóðarinnar. Allt reyndist þetta vera lýðskrum að lokum enda fórum við út af bjargbrúninni.

Í allri þessarri ringulreið, þá var vinstri flokkunum treyst til að stjórna björgunaraðgerðum og gera það sem hægt væri, svo við færum ekki á hausinn.

Í 3 ár eru þeir búnir að vera að moka skítinn eftir aðra og eru vel á veg komnir. Það sem fólk sér ekki, er heildarmyndin og hvernig til hefur tekist á þessum 3 árum. Fólk getur alltaf rifist um einstök smáatriði og hvort eitthvað hefði ekki verið hægt að gera betur. Að sjálfsögðu er margt sem hefði verið getað gert betur, en ég held að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki getað gert betur.

T.d. með þá tillögu Framsóknarflokksins að afskrifa 20% af heildaskuldum heimilanna sem þeir komu fram með á vorið 2009.

Fjármálaöflin í landinu, Sjálfstæðisflokkurinn, ASÍ, VSÍ og Lífeyrissjóðirnir hefðu aldrei samþykkt það og eins ekki AGS (Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn) sem var eins og einhverskonar yfirfrakki á okkur á þessum tíma.

Það sem AGS vildi var einfaldlega 1,2 og 3 að skera niður ríkisútgjöld og ef við færum ekki eftir því, þá hefðum við ekki fengið lán frá þeim og önnur lönd eins og Norðurlöndin fóru eftir þeirra ráðleggjun og biðu með lánin þangað til að AGS samþykkti.

Þess vegna er ég hissa á að fólk ætli að kjósa Sjálfstæðisflokkinn aftur til valda og fá yfir okkur mikla hægri sveiflu og frjálhyggjuna. Þeir munu kaffæra t.d. frumvarp um Sjávarútvegin (svokallað kvótafrumvarp) því þeir standa með sægreifunum. Eins vilja þeir hætta með Stjórnlagafrumvarpið þar sem þeir vilja ekki að Náttúruauðlindir okkar verði í þjóðareign. (á Vísir.is var skoðanakönnun á því og 75% vildu að auðlindir okkar væri í þjóðareign).

Margt fleira væri hægt að segja um þessa skoðanakönnun sem er alveg fáránleg, en læt hér staðar numið.

Kv. Hörður


mbl.is Ríkisstjórnin tapar fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ég get tekið undir með þér Hörður að nokkru leiti, fólk er fljótt að gleyma.  Einmitt þess vegna fengum við yfir okkur þessa hræðilegu stjórn sem nú situr að völdum.  Aldrei á lýðveldistímanum höfum við séð annað eins, en fyrri vinstristjórnir hefðu átt að vera nógu mikil aðvörun, en eins og þú segir réttilega þá er fólk fljótt að gleyma.

Tómas Ibsen Halldórsson, 2.4.2012 kl. 23:06

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Auðvita voru bankarnir einkavæddir því að ríkið á ekkert að vera í bankarekstri og það er reyndar búið að einkavæða þá aftur en það veit bara eingin hver á þá og samt er ríkið í bankarekstri.  Þetta var nú allur skítmoksturinn sem var að gera útaf við Steingrím í fjármálaráðuneytinu.

Núna þurfum við  hægristjórn til að koma arðsömu atvinnulífi í gang.  Þannig hefur það alltaf verið eftir vinstristjórnir og þannig er það núna.

Hrólfur Þ Hraundal, 2.4.2012 kl. 23:42

3 Smámynd: Hörður Jónasson

Sælir félagar.

Ég er reyndar ósammála ykkur með að það besta sem við fáum í næstu kosningum sé hægri stjórn. Að vísu get ég viðurkennt að sumt sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur talað um í sambandi við að örva atvinnulíf er athugunar virði. En ekki vil ég hreina hægri stjórn, kannski einhverja blöndu. Aldrei aftur þá hræðilegu kapitalisma sem var um allan vestrænan heim, þar sem hinir ríku urðu enn ríkari og hinir fátæku urðu fátækari og máttu deyja drottni sínu.

Vonandi er Sjálfstæðisflokkurinn búinn að læra eitthvað af hruninu, en það eru þó enn mörg mál sem hann er á móti.

kv. Hörður

Hörður Jónasson, 3.4.2012 kl. 00:24

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Heill og sæll Hörður

Í gegnum tíðina hef ég séð hina hörðustu krata vera ákafa "kapítalista".  Það er nú einhvern vegin þannig að hver hugsar um sig og sína, hvort heldur menn síu íhaldsmenn, kratar eða kommúnistar.

Við höfum aldrei haft stjórn þar sem einn flokkur situr að stjórnvöldum.  Það sem hefur komist næst því er það sem við búum við í dag, þ.e. hrein vinstristjórn.  Afleiðingarnar eru hræðilegar fyrir fólkið í landinu, samt sem áður eru þetta flokkarnir sem hafa lýst því yfir að þeir séu flokkar fólksins, að þeir berjist fyrir lítilmagnann, en hvað sjáum við, það hefur aldrei verið eins fjandsamleg stjórn gagnvart öryrkjum og ellilífeyrisþegum eins og nú.  Ungu fólki sem er að hefja búskap er gert erfitt fyrir að koma þaki yfir höfuð sér, hvað þá einstæðir foreldrar eða þeir sem hafa orðið undir í lífinu af einni ástæðu eða annarri.

Núverandi stjórnarflokkar hafa komið illa fram við lítilmagnann, samt sem áður státa þeir af því að kalla sig norræna velferðarstjórn, en hvað er nú það?  Ef þetta er norræn velferðarstjórn þá bið ég Guð að hjálpa hinum norðurlöndunum sem hafa slíka stjórn yfir sér.

Við þurfum breytingar, en við höfum ekki efni á að taka bara einhverju sem að höndum ber og vonast til þess að allt verði í lagi.  Við sjáum glöggt dæmi um það sem átti að verða hinn "fullkomni" flokkur, Borgarahreyfingin sem síðan breyttist í Hreyfinguna og er eitt mesta afturhald sem hefur komist inn á þing og stendur á pari við kommúnistaflokkana sem hér hafa verið s.s. Alþýðubandalagið og nú Vinstri græna og Samfylkinguna.

Við þurfum nýtt fólk, en ekki bara hverja sem er. Guð gefi okkur náð til að velja gott og heilsteypt fólk við næstu kosningar, fólk sem er heiðarlegt, ekki bara í orði heldur á borði, fólk sem tekur heilbrigðar og réttar ákvarðanir, ákvarðanir sem eru landi og þjóð til heilla.  Þá skiptir ekki máli hvað stjórnmálaflokkurinn heitir.

Tómas Ibsen Halldórsson, 3.4.2012 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Jónasson
Hörður Jónasson

Höfundur býr í Reykjavík.

Áhugamál höfundar er t.d. ýmis dægurmál s.s. stjórnmál, íþróttir, samgöngumál og kvikmyndir.  Höfundur heldur með Arsenal.

Netfang: hordurj@simnet.is

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband