Leita í fréttum mbl.is

Ögmundur kominn aftur til kalda stríðsins og nú er það Kínagrílan.

Sælir bloggarar.

Enn og aftur kemur Ögmundur fram á sjónarhólið og nú er það Kínagrílan allsráðandi og hann kominn aftur til kalda stríðsins, þar sem menn sáu óvini allstaðar. Við lifum á allt öðrum tímum í dag og við eigum ekki í stríði við Kína, ekki svo ég viti til. En Ögmundur heldur það allavega.

Ef við eigum að fá fjáfestingar inn í landið þá verðum við að láta pólitík og kalda stríðs hugsunarhátt út um gluggann og taka fagnandi ef einhver vill fjárfesta hér á landi, ekki veitir af.

En að sjálfsögðu verðum við að fara varlega og að lögum og allir verða að vera jafnir, hvort sem er Dani, Rússi, Þjóðverji eða Kínverji.

Það hlýtur að vera hægt að semja við Huang alveg eins og alla aðra t.d. að hann afsali sér öll vatnsréttindi eins og hann hefur sjálfur sagt og eins er hægt að semja við hann um hlutfall Íslenskra mannafla á framkvæmdatíma og líka hve hátt % Íslendingar eiga að fá vinnu á Hotelinu þegar það verður fullbyggt.

Ef menn hætta að vera í þessum Pólitíska sandkassaleik, þá er hægt að semja.

kv. Hörður.


mbl.is Olnbogar sig ekki áfram á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Jónasson

Góðan daginn.

Jón það má vel vera að Ögmundur hafi ekki verið "harður kommi", en hann er í flokki Vinnstri Grænna sem hét áður Alþýðubandalagið sem er lengst til vinnstri í þeim flokkum sem eru til í dag. Reyndar hefur kommunum verið á undanhaldi á síðustu 20 árum eða allt síðan gamla ´Sovetlýðvelið liðaðist í sundur.

Jón smá leiðrétting: Ögmundur er ráðherra sveitarstjórnar - og samgöngumála ásamt því að vera Dómsmála - og kirkjumála. Þessi ráuneyti voru sameinuð í eitt ráðuneyti sem heitir Innanríkisráðherra.

Ég gæti flutt langar ræður um samgöngumál og t.d. mál sem Ögmundur tefur og hef ég bloggað um þau mál áður.

Að lokum þá er það satt að margir af Vinnstri grænum þingmönnum og ráðherrum hafi verið í því að tefja allar framfarir hérna á landi eftir hrunið eins og t.d. Svandís Umhverfisráðherra og títtnefndur Ögmundur.

Ég hef verið jafnaðarmaður og studdi þessa stjórn í byrjun, en tel að vinnstri grænir séu að skemma uppbygginguna í landinu.

En eins og ég sagði í blogginu, þá hlýtur að vera hægt að semja við Huang um kaupin á Grímstöðum á Fjöllum. Líka eins og ég sagði, þá sé ég ekki mun á því hvort það er kínverji, rússi, USA, dani, frakki eða einhver annar ætlar að fjárfesta hér á landi, ef sá hinn sami fer að Íslenskum lögum og borgar skatta og skyldur af starfsemi sínum hér á landi.

Hörður Jónasson, 13.11.2011 kl. 14:57

2 Smámynd: Hörður Jónasson

Sælir bloggarar sem hafa komið með athugasemdir hérna vegna greinar minnar um framkvæmdamanninn Huang og Ögmund, þá hef ég ákveðið að fela allar athugasemdir hérna vegna ýtrekaðar og rætnar og ókurtesar skrif í minn garð, þó allir séu ekki sammála um hluti, þá er hægt að tala hérna í kurtesi, en því miður var ekki orðið við þeim orðum mínum og varð ég að stroka út allar athugasemdir við þessa grein. Þó skal þess getið að ég hef ekki bannað neinum að skrifa athugsemdir, bara nota almenna kurtesi.

kv. Hörður.

Hörður Jónasson, 13.11.2011 kl. 22:20

3 identicon

Sæll á ný; Hörður !

Hvergi; hugðist ég, í neinu ætla að vera ókurteis við þig, á nokkurn handa máta. Lestu síðu mína; og sjá þú sums staðar, þann óþverra, sem yfir mig er ausið, sum staðar, ágæti drengur.

Þannig að; þú getur alveg opnað á athugasemdirnar, á ný, án þess að bera nokkurn vanza af, Hörður minn.

Skrif okkar; hvers og eins, fara með okkur sjálfum - ekki þeim, sem að er beint, jákvæð; sem neikvæð.

Með; ekki síðri kveðjum - en öðrum fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 13.11.2011 kl. 22:44

4 Smámynd: Hörður Jónasson

Sæll Óskar.

Reyndar voru þín skrif ekki slæm, en það voru önnur skrif hér sem voru slæm og er ég óvanur því. Athugasemdirnar hjá mér eru opnar, en þegar ég þurrkaði út fv. athugasemdir, þá tók ég þá ákvörðun að taka allar út, líka mínar athugasemdir. Svo máttu Óskar lesa nýju greinina mína ef þú vilt, þar sem ég ber saman kaup Magna og tilvonandi kaup kínverjans Huang.

góðar kv. Hörður.

Hörður Jónasson, 13.11.2011 kl. 22:54

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Óttaleg viðkvæmni er þetta í þér, Hörður, og fjarri fer því, að ég hafi skrifað um þig hér af rætni eða ókurteisi, en hitt má vera, að sviðið hafi undan efnislegum athugasemdum mínum, sér í lagi, ef síðuhafi fann sig vanbúinn til röklegra svara.

En vita máttu, Hörður, að ég tók afrit af innleggjum mínum. Hér geta nú einhverjir skoðað þau og lagt sinn dóm á þau, áður en þú þurrkar þau aftur út!

http://hordurj.blog.is/blog/hordurj/entry/1204468/#comment3238010

Kínagrýla? Grýla myndi nú þurfa að snöggversna, ef hún ætti að ná kínverskum yfirvöldum í grimmd við varnarlausa, hvort heldur í Tíbet eða heima við. Hvar hefurðu alið manninn, Hörður Jónasson, í heimi hér? Svo hittirðu illa á að gagnrýna Ögmund fyrir kaldastríðsstefnu -- hann var fremur hinum megin miðlínunnar á kaldastríðsárunum, þótt aldrei væri hann Kína- né Moskvukommi. Raunsæi er hins vegar hverjum ráðherra gott veganesti. Áfram, Ögmundur.

Jón Valur Jensson, 13.11.2011 kl. 00:59

http://hordurj.blog.is/blog/hordurj/entry/1204468/#comment3238072

Ögmundur var ekki "harður kommi hér áður fyrr", einmitt þarna (m.a.) þarftu að uppfæra þig, eins og Sólbjörg segir. Svo veit eg ekki til þess að hann hafi neitt vald til að "stoppa allar vegaframkvæmdir," hann er ekki ráðherra sveitarstjórnar- og samgöngumála.

Jón Valur Jensson, 13.11.2011 kl. 10:38

PS. Þetta síðasta var víst rangt hjá mér – mig minnti, að Guðbjartur væri ráðherra sveitarstjórnar- og samgöngumála, en það er víst Ögmundur, sbr. þessar uppl. af vefsíðu ráðuneytis hans: "Innanríkisráðuneytið tók til starfa 1. janúar 2011 með samruna dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins annars vegar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins hins vegar, í samræmi við lög nr. 121/2010 um breytingu á Stjórnarráði Íslands sem samþykkt voru á Alþingi 9. september 2010."

PPS. Koma má hér fram vegna umræðunnar (reyndar þeirrar, sem Hörður þurrkaði út), að ég er ósammála Ögmundi um Teigsskóg – tel að einmitt um hann eigi vegurinn að fara og að það valdi engum umtalsverðum skógarspjöllum, en fleiri munu þá fá notið skógarins.

Jón Valur Jensson, 14.11.2011 kl. 00:54

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Teitsskógur held ég hann heiti reyndar og þá sennilega eftir gömlum Teiti þar á 18. öld eða svo, manni ýmissa höfðingjaætta.

Jón Valur Jensson, 14.11.2011 kl. 00:58

7 Smámynd: Hörður Jónasson

Sæll Jón.

Ég er þér sammála með leið B um Teitsskóg ég held að það sé besta leiðin. T.d. segir fv. samgönguráðherra Kristján L. Möller að það sé eina leiðin fyrir þá á sunnanverðum Vestfjörðum, nema að fara að grafa göng. Allavega held ég að Ögmundur muni ekki finna aðra laustn í bráð.

Og aðeins um þín skrif Jón, þá sveið mér bara lítið undan þínum skrifum, en það voru önnur skrif sem voru ókurteis.

kv. Hörður.

Hörður Jónasson, 14.11.2011 kl. 01:50

8 Smámynd: Hörður Jónasson

Sæll Jón.

Ætla að setja inn aftur athugasemdir mínar sem á við þig.

Hörður Jónasson, 14.11.2011 kl. 01:55

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Takk, Hörður minn. Við eigum þó samleið í Teitsskógarmáli. Mér þótti grein Kristjáns Möller um það mál í Mogganum afar sannfærandi – og hef þó oftar en ekki verið honum ósammála um málefni. -Góða nótt, góðir hálsar!

Jón Valur Jensson, 14.11.2011 kl. 03:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Jónasson
Hörður Jónasson

Höfundur býr í Reykjavík.

Áhugamál höfundar er t.d. ýmis dægurmál s.s. stjórnmál, íþróttir, samgöngumál og kvikmyndir.  Höfundur heldur með Arsenal.

Netfang: hordurj@simnet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband