Leita í fréttum mbl.is

Meira um styttingu vegar um Svínvetningabraut.

Sælir bloggarar.

Eins og ég talaði um í gær (sjá www.hordurj.blog.is) þá er ég ekki sammála því að stytta veginn frá hjá Blönduósi um svokallaða Svínvetningabraut.

Ég fékk athugasemdir á bloggsíðuna mína að þetta væri 14 km. stytting en ekki 16 km. og leiðréttist það hér með. Einnig fékk ég tölur um hvað mundi sparast í bensíni ef bílar keyrðu Svínvetningabraut í stað þess að fara í gegnum Blönduós. Það er margt í þessu sem þarf að athuga, ekki bara hvað sparast í bensíni, heldur eins og ég sagði í gær er hér heild byggðalag undir því komið að fá ferðamenn til sín, en ekki framhjá sér. Þetta er ekki síst mikilvægt á sumrin og tel ég alveg lífspursmál fyrir Blönduósinga að fá til sín alla þá ferðamenn sem þeir geta. Þarna er sjoppa, bensínstöð, veitingastaðir og Hótel á Blönduós sem er með marga í vinnu. Ef þetta allt hættir og fer á hausinn, þá getur Blönduós hætt að vera til.

Ef við svo tölum um flutningabílstjórana, þá þurfa þeir einhversstaðar að nema staðar og fá sér að borða og fara á salernið og liðka sig. Þeir eru ekki vélmenni sem keyra bara og keyra og nema aldrei staðar fyrr en á áfangastað. Og enn og aftur segi ég að Akureyri er ekki nafli alheimsins. (sjá www.hordurj.blog.is til að lesa fyrri grein um sama málefni).

Eitt af því sem Sigmundur Ernir talaði um í þinginu var að gera tollhlið á Svínvetningabraut sem einhverskonar málamiðlun vegna þessarra styttingu vegar. Ég held að það hafi enga þýðingu, við sjáum hvernig það er í famkvæmd í hvalfjarðargöngunum. Örrugglega 99% af allri umferð á norðurleið fer um hana. Það er bara á sumrin sem smá brot fer um hvalfjörðinn og þá þeir sem ætla að njóta útiveruna þar.

Svo má segja hver er þá gróðinn af styttingunni ef á að borga fyrir að fara Svínvetningabrautina í stað þess að fara í gegnum Blönduós? Það er allavega mjög lítill gróði ef nokkur. Svo er spurningin, hvar á þá tollhliðið að vera? Á það að vera við gatnamótin þegar maður kemur inn á Svínvetningabrautina? Eða á hún að vera á nýju brúnni sem þarf að byggja yfir Blöndu?

Ef fyrri leiðin verður valin, þá þarf að semja við bændur um að fá að fara um sína sveit frítt og svo hvað um ferðafólk sem er bara að ferðast þarna um og ætlar t.d. að gista á Húnavöllum sem er hótel á sumrin. Þeir þurfa að komast þarna klökklaust á milli, án þess að borga. Nei, eina leiðin til að hafa tollhlið er að hafa hana við brúna, áður en maður fer inn í Langadal. Reyndar gæti þá einhverjir svindlað sér leið sunnan megin við Svínavatn og náð að komast á veginn til Blönduvirkjun og þaðan yfir í Svartárdal og yfir brú þar sem er nálagt Vatnsskarði. (Þetta er sagt, ef hin nýja leið verður sett norðan megin við Svínavatn).

Þetta eru mínar hugsanir um þess leið, en vonandi þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því að af þessu verði á næstu árum, þar sem margt annað þarf að gera í vegabætur hér á landi t.d. þarf að fækka einbreiðum brúm.

Læt þetta gott heita í bili um þetta málefni, enda komið 2 greinar frá mér um þetta.

kv. Hörður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Jónasson
Hörður Jónasson

Höfundur býr í Reykjavík.

Áhugamál höfundar er t.d. ýmis dægurmál s.s. stjórnmál, íþróttir, samgöngumál og kvikmyndir.  Höfundur heldur með Arsenal.

Netfang: hordurj@simnet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband