Leita í fréttum mbl.is

Vegagerð á Íslandi: Á að fórna Blönduósi fyrir 16 km. styttingu vegar frá Reykjavík til Akureyrar?

Sælir bloggarar.

Ég get ekki setið kyrr án þess að leggja orð í belg hér, þar sem rætt var í dag (miðv.dag) á Alþingi um styttingu vegar milli Reykjavíkur og Akureyrar.

Hafa þingmenn ekki um annað að tala en þetta. Ég er algerlega á móti því að það eigi að fórna Blönduósi vegna örfárra km. styttingu vegar um svokallaða Svínavatnsleið fram hjá Blönduós. Sigmundur Ernir sem er aðal flutningsmaður þessara þingsályktunartilllögu, sér bara eins og Akureyri sé miðpuntur alheimsins og talar um að flutningskosnaður muni minnka hjá nokkrum fyrirtækjum á Akureyri sem flytja vörur til Reykjavíkur. Blönduós er með að ég held um 800 íbúa og ef þetta verður gert, þá er það dauðadómur yfir þeim. Þeir geta þá bara flutt sig í burtu. Honum virðist alveg sama um íbúana þar. Flutningskosnaður þar á að leysa á annan hátt og ekki bara á milli Reykjavíkur og Akureyri, heldur allstaðar á landsbygðinni og það þarf að gera það með sköttunum okkar að jafna flutningskosnaðinn.

Sigmundur Ernir nefndi það að Blönduósingar gætu bara flutt sjoppur, veitingastaði og alla þjónustu bara inn á Svínvetningabraut. Þetta er algerlega út í hött. Í fyrsta lagi er þessi braut langt frá Blönduósi en ekki í útjarði þess og svo held ég að bændur muni ekki láta pláss fyrir þetta á sínum jörðum.

Hann bar þetta saman við Selfoss og Borgarnes, en það er ekki samanberahæft, þar sem á þeim stöðum er mjög þröngt að fara í gegnum miðbæinn, en það er ekki hjá Blönduósi. Líka er verið að tala um að færa veginn á þessum stöðum rétt í úthverfi þess, en ekki 10-15 km. í burtu eins og í tilfelli Blönduósi.

Eins hafa menn gleymt því að fyrir nokkrum árum var bygður góður heilsárvegur yfir Þverárfjall frá Blönduósi til Sauðárkrók sem kostaði skildinginn, örugglegar yfir 500 milljónum. Sú leið dettur þá dauð niður að mestu. Eins var talað um vont veður á vetrum á einum stað í Langadal og borðið saman við vont veður við Esjuna og Hafnarfjall. Þetta eru engin rök, þar sem líklega er ekki ófært nema cirka 2-3 daga á ári og það eru örugglega fleiri dagar sem verða ófærir á Öxnadalsheiði sem menn komast ekki hjá því að fara þegar menn fara til Akureyrar.

Ferðamanna straumurinn mun þá fara að mestu framhjá Blönduósi og öll þjónusta t.d. sjoppur, bensínsala, veitingarekstur, sundlaug (hún er glæný hjá Blönduós og var þeim dýr) og hótelrekstur mundi þá leggjast að mestu af og þá mundi þetta alveg fara með alla atvinnustarfsemi frá Blönduósi og þeir mundu ekki lifa þetta af.

Einnig hefur Sigmundur líka gleymt því að öll Sveitarfélögin í A-Húnavatnssýslu eru á móti þessu og mundu aldrei samþykkja þessa breytingu á veginum. Mér finnst að hann ætti að afturkalla þessa tillögu sína, því hún verður aldrei samþykkt.

Það eru mörg brýnni vegamál á dagskrá á landinu en þetta. t.d. betri vegtenging á sunnanverðum Vestfirðum, Suðurlandsvegur til Selfoss og Vesturlandsvegur frá Reykjavík til Hvalfjarðaganga og þá kemur upp í hugann hin svokallaða Sundabraut, sem flestir eru búnir að gleyma.

Nei, talið um brýnni mál á þingi og látið Blönduósinga í friði, svo þeir megi vaxa og dafna, ekki veitir af þar sem margir staðir út á landi þar sem fækkar íbúum og er Blönduós engin undantekning.

Læt þetta nægja í bili, en það væri hægt að tala miklu meira um þetta og geri ég það kannski seinna.

kv. Hörður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Styttingin er um 14 km.  það eru um 800 bílar sem fara um veginn daglega. það myndu sparast rúmar 4 milljón km á ári, eldsneyti rúmlega 40 000 l myndu sparast, miðað við 1O l/ 100 km.  það er um 9.5 millur í eldsneytiskosnað....

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 3.11.2011 kl. 08:44

2 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

það myndu fara um 200 bílar á dag í gegnum Blönduós sem er 1/5 af umferðinni og þá er miðað við að enginn sem færi um Vatnsskarð færi um Blönduós

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 3.11.2011 kl. 08:52

3 Smámynd: Hörður Jónasson

Sæll Hallgrímur. Gott að fá umfjöllun frá þér. og leiðr. á að styttingin er um 14 km. Ég mun spjalla meira í nýrri færslu bráðum og tek til greina þínar athugasemdir.

kv. Hörður.

Hörður Jónasson, 3.11.2011 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Jónasson
Hörður Jónasson

Höfundur býr í Reykjavík.

Áhugamál höfundar er t.d. ýmis dægurmál s.s. stjórnmál, íþróttir, samgöngumál og kvikmyndir.  Höfundur heldur með Arsenal.

Netfang: hordurj@simnet.is

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband