Leita í fréttum mbl.is

23 einbreiðar brýr á Suðausturlandi.

Sælir bloggarar.

Ég var á ferð austur frá Reykjavík til Hafnar í Hornafirði núna sl. miðv.dag.

Keyrði syni mínum, þar sem hann var að fá vinnu sem kokkur á Hóteli þar stutt frá.

Ég og mínir ættingjar sem voru með mér í bílnum, tókum sérstaklega eftir að það voru mjög margar einbreiðar brýr á leiðinni. Þannig að í bakaleiðinni á fimmtudaginn, þá tókum við ég og dóttir mín að telja brýnnar.

Á milli Hafnar og Kirkjubæjarklaustur voru hvorki meira né minna en 22 einbreiðar brýr á leiðinni, bæði stórar og smáar og ein einbreið brú á milli Vikurs og Skóga.

Þetta kom manni mikið á óvart, enda hef ég ekki farið þessa leið sl. nokkur ár. Maður hefði haldið að það væri búið að mestu að útrýma einbreiðum brúm á þjóðvegi 1.

Hér held ég að Vegagerðin eigi mikið verk eftir til að eyða þessum einbreiðu brúm. Vona að þeir byrji sem fyrst, enda mikið verk framundan í því.

 

kv. Hörður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Hörður minn: Þú hefðir átt að halda áfram hringinn, þá held ég að það muni nú ímyslegt fleira koma þér á óvart!Margar fleiri einbreiðar brír eru á leiðinni frá höfn, og austurúr, og svo er ekki komið slitlag á allan hringveginn. En ekki má gleyma því að það er búið að laga ímislegt, en ekki nærri nóg. Til dæmis er vegurinn inn Fáskrúðsfjörð allt of mjór, og hafa flutninga bílar til dæmis oft rekið  hliðar speglana saman!En sjón er sögu ríkari.Og margt sem ber þess vitni að vega skatturinn á bensínið er ekki notaður í það sem á að nota hann nema í litlum mæli!!

Eyjólfur G Svavarsson, 14.5.2011 kl. 12:54

2 Smámynd: Hörður Jónasson

Sæll Eyjólfur.

Já satt er það að ýmislegt er eftir að gera á þjóðveg 1. Vonandi verður sett meira fé í vegi á næstu árum, en nú er gert.

Hörður Jónasson, 14.5.2011 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hörður Jónasson
Hörður Jónasson

Höfundur býr í Reykjavík.

Áhugamál höfundar er t.d. ýmis dægurmál s.s. stjórnmál, íþróttir, samgöngumál og kvikmyndir.  Höfundur heldur með Arsenal.

Netfang: hordurj@simnet.is

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband