Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Samgöngur

Tvöföldun Suðurlandsvegar frá Reykjavík til Selfoss.

Sælir bloggarar.

Ég var að skoða nýjan vef www.betraisland.is þar sem frumvörp og þingsályktunartillögur eru og getur fólk stutt mál eða verið á móti. einnig getur fólk komið með ný mál á dagskrá og vildi ég láta ykkur vita að ég gerði það.

Málið sem ég hef áhuga á er Tvöföldun Suðurlandsvegar frá Reykjavík til Selfoss. Rök mín eru þau að það ætti að byrja á þessu sem fyrst og til að fjármagna það er að semja við Lífeyrissjóði að lána Ríkinu fé til cirka 25 til 30 ára. Þannig ætti að vera hægt að komast áfram með þetta mál.

kv. Hörður.


Meira um styttingu vegar um Svínvetningabraut.

Sælir bloggarar.

Eins og ég talaði um í gær (sjá www.hordurj.blog.is) þá er ég ekki sammála því að stytta veginn frá hjá Blönduósi um svokallaða Svínvetningabraut.

Ég fékk athugasemdir á bloggsíðuna mína að þetta væri 14 km. stytting en ekki 16 km. og leiðréttist það hér með. Einnig fékk ég tölur um hvað mundi sparast í bensíni ef bílar keyrðu Svínvetningabraut í stað þess að fara í gegnum Blönduós. Það er margt í þessu sem þarf að athuga, ekki bara hvað sparast í bensíni, heldur eins og ég sagði í gær er hér heild byggðalag undir því komið að fá ferðamenn til sín, en ekki framhjá sér. Þetta er ekki síst mikilvægt á sumrin og tel ég alveg lífspursmál fyrir Blönduósinga að fá til sín alla þá ferðamenn sem þeir geta. Þarna er sjoppa, bensínstöð, veitingastaðir og Hótel á Blönduós sem er með marga í vinnu. Ef þetta allt hættir og fer á hausinn, þá getur Blönduós hætt að vera til.

Ef við svo tölum um flutningabílstjórana, þá þurfa þeir einhversstaðar að nema staðar og fá sér að borða og fara á salernið og liðka sig. Þeir eru ekki vélmenni sem keyra bara og keyra og nema aldrei staðar fyrr en á áfangastað. Og enn og aftur segi ég að Akureyri er ekki nafli alheimsins. (sjá www.hordurj.blog.is til að lesa fyrri grein um sama málefni).

Eitt af því sem Sigmundur Ernir talaði um í þinginu var að gera tollhlið á Svínvetningabraut sem einhverskonar málamiðlun vegna þessarra styttingu vegar. Ég held að það hafi enga þýðingu, við sjáum hvernig það er í famkvæmd í hvalfjarðargöngunum. Örrugglega 99% af allri umferð á norðurleið fer um hana. Það er bara á sumrin sem smá brot fer um hvalfjörðinn og þá þeir sem ætla að njóta útiveruna þar.

Svo má segja hver er þá gróðinn af styttingunni ef á að borga fyrir að fara Svínvetningabrautina í stað þess að fara í gegnum Blönduós? Það er allavega mjög lítill gróði ef nokkur. Svo er spurningin, hvar á þá tollhliðið að vera? Á það að vera við gatnamótin þegar maður kemur inn á Svínvetningabrautina? Eða á hún að vera á nýju brúnni sem þarf að byggja yfir Blöndu?

Ef fyrri leiðin verður valin, þá þarf að semja við bændur um að fá að fara um sína sveit frítt og svo hvað um ferðafólk sem er bara að ferðast þarna um og ætlar t.d. að gista á Húnavöllum sem er hótel á sumrin. Þeir þurfa að komast þarna klökklaust á milli, án þess að borga. Nei, eina leiðin til að hafa tollhlið er að hafa hana við brúna, áður en maður fer inn í Langadal. Reyndar gæti þá einhverjir svindlað sér leið sunnan megin við Svínavatn og náð að komast á veginn til Blönduvirkjun og þaðan yfir í Svartárdal og yfir brú þar sem er nálagt Vatnsskarði. (Þetta er sagt, ef hin nýja leið verður sett norðan megin við Svínavatn).

Þetta eru mínar hugsanir um þess leið, en vonandi þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því að af þessu verði á næstu árum, þar sem margt annað þarf að gera í vegabætur hér á landi t.d. þarf að fækka einbreiðum brúm.

Læt þetta gott heita í bili um þetta málefni, enda komið 2 greinar frá mér um þetta.

kv. Hörður.


Vegagerð á Íslandi: Á að fórna Blönduósi fyrir 16 km. styttingu vegar frá Reykjavík til Akureyrar?

Sælir bloggarar.

Ég get ekki setið kyrr án þess að leggja orð í belg hér, þar sem rætt var í dag (miðv.dag) á Alþingi um styttingu vegar milli Reykjavíkur og Akureyrar.

Hafa þingmenn ekki um annað að tala en þetta. Ég er algerlega á móti því að það eigi að fórna Blönduósi vegna örfárra km. styttingu vegar um svokallaða Svínavatnsleið fram hjá Blönduós. Sigmundur Ernir sem er aðal flutningsmaður þessara þingsályktunartilllögu, sér bara eins og Akureyri sé miðpuntur alheimsins og talar um að flutningskosnaður muni minnka hjá nokkrum fyrirtækjum á Akureyri sem flytja vörur til Reykjavíkur. Blönduós er með að ég held um 800 íbúa og ef þetta verður gert, þá er það dauðadómur yfir þeim. Þeir geta þá bara flutt sig í burtu. Honum virðist alveg sama um íbúana þar. Flutningskosnaður þar á að leysa á annan hátt og ekki bara á milli Reykjavíkur og Akureyri, heldur allstaðar á landsbygðinni og það þarf að gera það með sköttunum okkar að jafna flutningskosnaðinn.

Sigmundur Ernir nefndi það að Blönduósingar gætu bara flutt sjoppur, veitingastaði og alla þjónustu bara inn á Svínvetningabraut. Þetta er algerlega út í hött. Í fyrsta lagi er þessi braut langt frá Blönduósi en ekki í útjarði þess og svo held ég að bændur muni ekki láta pláss fyrir þetta á sínum jörðum.

Hann bar þetta saman við Selfoss og Borgarnes, en það er ekki samanberahæft, þar sem á þeim stöðum er mjög þröngt að fara í gegnum miðbæinn, en það er ekki hjá Blönduósi. Líka er verið að tala um að færa veginn á þessum stöðum rétt í úthverfi þess, en ekki 10-15 km. í burtu eins og í tilfelli Blönduósi.

Eins hafa menn gleymt því að fyrir nokkrum árum var bygður góður heilsárvegur yfir Þverárfjall frá Blönduósi til Sauðárkrók sem kostaði skildinginn, örugglegar yfir 500 milljónum. Sú leið dettur þá dauð niður að mestu. Eins var talað um vont veður á vetrum á einum stað í Langadal og borðið saman við vont veður við Esjuna og Hafnarfjall. Þetta eru engin rök, þar sem líklega er ekki ófært nema cirka 2-3 daga á ári og það eru örugglega fleiri dagar sem verða ófærir á Öxnadalsheiði sem menn komast ekki hjá því að fara þegar menn fara til Akureyrar.

Ferðamanna straumurinn mun þá fara að mestu framhjá Blönduósi og öll þjónusta t.d. sjoppur, bensínsala, veitingarekstur, sundlaug (hún er glæný hjá Blönduós og var þeim dýr) og hótelrekstur mundi þá leggjast að mestu af og þá mundi þetta alveg fara með alla atvinnustarfsemi frá Blönduósi og þeir mundu ekki lifa þetta af.

Einnig hefur Sigmundur líka gleymt því að öll Sveitarfélögin í A-Húnavatnssýslu eru á móti þessu og mundu aldrei samþykkja þessa breytingu á veginum. Mér finnst að hann ætti að afturkalla þessa tillögu sína, því hún verður aldrei samþykkt.

Það eru mörg brýnni vegamál á dagskrá á landinu en þetta. t.d. betri vegtenging á sunnanverðum Vestfirðum, Suðurlandsvegur til Selfoss og Vesturlandsvegur frá Reykjavík til Hvalfjarðaganga og þá kemur upp í hugann hin svokallaða Sundabraut, sem flestir eru búnir að gleyma.

Nei, talið um brýnni mál á þingi og látið Blönduósinga í friði, svo þeir megi vaxa og dafna, ekki veitir af þar sem margir staðir út á landi þar sem fækkar íbúum og er Blönduós engin undantekning.

Læt þetta nægja í bili, en það væri hægt að tala miklu meira um þetta og geri ég það kannski seinna.

kv. Hörður.


Vegagerð í landinu í hnút og Ögmundur stoppar allar framkvæmdir.

Sælir bloggarar.

Það hefur mikið verið rætt undanfarið um vegagerð á sunnanverðum Vestfjörðum og sitt sýnist hverjum um hvaða leið eigi að fara.

Mér sýnist að vegagerð sé þar í hnút og að Ögmundur ráðherra sé hræddur og  geri þess vegna ekkert.

Þetta er alveg fráleitt að stoppa allar framkvæmdir þarna og á öllu landinu, vegna tafa ráðherra.

Eins var þetta hérna á Suðurlandsvegi frá Reykjavík til Selfoss. Ráðherra fór í vörn og hætti við allt saman bara vegna þess að einhverjir náungar hrundu af stað undirskriftasöfnun (sem var á villigötum) hvort menn vildu fá vegatolla út frá höfuðborgarsvæðinu. Og að sjálfsögðu vildi fólk það ekki, enda vill fólk ekki að hækka skatta á þá. Þess má geta að það var aldrei ákveðið að fara í vegatolla, aðeins voru reifaðar hinar ýmsu hugmyndir hvernig ætti að fjármagna tvöföldun vegarins. Þessar hugmyndir voru ekki útræddar, en vegna þessara undirskriftarsöfnunar, þá hætti ráðherra við allt saman eða var hræddur og nú er allar framkvæmdir í vegagerð stopp í landinu.

kv. Hörður.


mbl.is Styðja ákvörðun um að hlífa Teigsskógi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn er Ögmundur við sama heygarðshornið að ekki sé til peningar í Samgöngubætur.

Sælir bloggarar.

Ég hef fyllst með Ögmundi og samgöngumálunum undanfarnar vikur og mánuði og nú varð ég að setjast niður og skrifa.

Þetta er að verða með ólíkindum að Ögmundur er að stoppa allar framkvæmdir í vegamálum, hvort sem þær eru á milli Reykjavík til Selfoss eða að grafa göng til Neskaupsstaðar. Alltaf sama sagan hjá honum allt stopp. Þó hefur fv. samgönguráðherra Kristján L Möller ekki verið sammála þessu og telur að það sé hægt að fara hraðar í framkvæmdir hjá Vegagerðinni.

T.d. tvöföldun vegarins frá Reykjavík til Selfoss, það var komið vel á veg þegar Kristján var samgönguráðherra, en þegar Ögmundur tók við þá er allt stopp. T.d kjarasamningarnir milli ASÍ og Vinnuveitendasambandsins kveða um að fara í róttækar framkvæmdir í vegamálum til að minnka atvinnuleysið og skapa tekjur.

Eins er það með Fangelsismálin, þar er hann enn og aftur að tefja fyrir að það sé hægt að byrja að byggja Fangelsi, enda bíða yfir 300 fangar eftir að komast inn.

kv. Hörður.


mbl.is Peningar fyrir göngum ekki til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

23 einbreiðar brýr á Suðausturlandi.

Sælir bloggarar.

Ég var á ferð austur frá Reykjavík til Hafnar í Hornafirði núna sl. miðv.dag.

Keyrði syni mínum, þar sem hann var að fá vinnu sem kokkur á Hóteli þar stutt frá.

Ég og mínir ættingjar sem voru með mér í bílnum, tókum sérstaklega eftir að það voru mjög margar einbreiðar brýr á leiðinni. Þannig að í bakaleiðinni á fimmtudaginn, þá tókum við ég og dóttir mín að telja brýnnar.

Á milli Hafnar og Kirkjubæjarklaustur voru hvorki meira né minna en 22 einbreiðar brýr á leiðinni, bæði stórar og smáar og ein einbreið brú á milli Vikurs og Skóga.

Þetta kom manni mikið á óvart, enda hef ég ekki farið þessa leið sl. nokkur ár. Maður hefði haldið að það væri búið að mestu að útrýma einbreiðum brúm á þjóðvegi 1.

Hér held ég að Vegagerðin eigi mikið verk eftir til að eyða þessum einbreiðu brúm. Vona að þeir byrji sem fyrst, enda mikið verk framundan í því.

 

kv. Hörður.


Ánægjulegar fréttir ef allt gengur eftir.

Sælir bloggarar.

Var að lesa þessa frétt. Hún er allt önnur en birtist fyrir nokkrum dögum um útboð á vegum Vegagerðarinnar, þar sem engar framkv. voru.

Hér er allt annar tónn kominn í umræðu og bjartsýnn. Nú hefur Ríkisstjórnin samþykkt tillögu samgönguráðherra um næstu skref. Vonandi gengur þetta allt eftir og eins að samningar við lífeyrissjóðina verði lokið sem fyrst og með jákvæðum hætti.

Kveðja, Hörður.


mbl.is Samgönguframkvæmdir undirbúnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slæmar fréttir frá Vegagerðinni.

Sælir bloggarar.

Var að lesa þessa frétt frá Vegagerðinni. Því miður eru engin útboð á hennar vegum núna.Þeir hafa orðið undir í niðurskurðarhnífnum eins og aðrir, en vonandi lagast það á næsta ári. Það sem maður bíður helst spenntur er að vita hvenær og hvort tekst að semja við lífeyrissjóðina um tvöföldun Suðurlandsvegar.

Kveðja, Hörður.


mbl.is Engin útboð í pípunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stutt eftir að grafa í Bolungarvíkurgöngum.

Sælir Bloggarar.

Þetta verður gleðileg frétt hjá Vestfirðingum og sérstaklega Ísfirðingum og Bolungarvíkur fólki að nú styttist að það sé búið að grafa í gegn um göngin. Aðeins eru eftir 92 metra. áætlað er svo að taka göngin í notkun næsta sumar um miðjan Júlí.

Svo hef ég heyrt að það sé góður gangur í Héðinsfjarargöngunum, að vísu þurfa þeir að beisla á sem rennur í gegnum önnur göngin. Ég veit að það mun takast.

Kveðja, Hörður.


mbl.is Eiga eftir að grafa 92 metra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meira um Vegatolla.

Sælir bloggarar.

Vildi benda ykkur á að það hefur skapast mikil umræða um Vegatolla í athugasemdum hjá mér hérna neðar á síðunni. Ekki eru allir á eitt sáttir hvort á að setja vegatolla á eða ekki. Þó ég sé fylgjandi vegaframkvæmdum sem er mitt áhugamál, þá er ég líka fylgjandi þess að Lífeyrissjóðirnir koma að öðrum framkv. eins og byggingu nýs Landsspítala (þó hefði ég viljað hafa hann í Fossvogi en ekki niðri við Hringbraut) Eins er ég líka fylgjandi þess að Lífeyrissjóðirnir hjálpi til við Heilbrigðiskerfið svo Ríkissjóður þurfi ekki að skera niður eins mikið.

En ég held samt það sem mest er verið að ræða um að Lífeyrissjóðirnir komi að Nýframkv. í vegamálum.

Kveðja, Hörður.


Næsta síða »

Höfundur

Hörður Jónasson
Hörður Jónasson

Höfundur býr í Reykjavík.

Áhugamál höfundar er t.d. ýmis dægurmál s.s. stjórnmál, íþróttir, samgöngumál og kvikmyndir.  Höfundur heldur með Arsenal.

Netfang: hordurj@simnet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband