Færsluflokkur: Dægurmál
4.11.2009 | 22:25
Það verður skemmtilegt að fá spilið Risk á hvíta tjaldið.
Sælir bloggarar.
Rakst á þessa skemmtilega frétt. Spilið Risk er eitt það skemmtilegast sem ég hef spilað. Reyndar á ekki borðspilið, en hef spilað það í tölvunni gegn tölvunni. Þetta er afar skemmtilegt spil, það reynir á hugvitið og hvernig þú skipuleggur þig gegn andstæðingnum. Þó þetta sé teningaspil, þá getur þú ráðið hvernig þú spilar það.
Nú hefur verið ákveðið að setja þetta spil á hvíta tjaldið og verður spennandi að fylgjast með því hvernig útkoman verður. Mér finnst alltaf gaman að ævintýramyndum sem þessi verður örrugglega.
Kveðja, Hörður.
Spilið Risk á hvíta tjaldið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2009 | 00:55
Réttindamál hjá Garðyrkjubændum.
Sælir Bloggarar.
Sá í fréttum að Garðyrkjubændur brunuðu niður á Austurvöll til að mótmæla háum raforkuverði. Ég er sammála þeim að ef þeir eigi að geta lifað af verði að lækka raforkuverðið til þeirra.
Þeir nota mjög mikla raforku, jafnvel sumir eins mikla og meðal kaupstaður notar. Þannig að það er réttlætanlegt að þeir fái sama verð og stóriðjufyrirtæki þ.e. Álfyrirtæki.
Kveðja, Hörður.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.10.2009 | 17:45
Bensíngjald eða Orkuskattar?
Sælir bloggarar.
Smá pælingar hjá mér í framhaldi af Vegatollum sem ég skrifaði á bloggið mitt.
Það hefur mikið verið í umræðunni í sambandi við svokallaða Stöðuleikasamkomulag sem náðist á elleftu stundu nú fyrir stuttu að ofuráhersla var lögð á að Ríkistjórnin hætti við hina svokölluðu Orkuskatta á stórfyrirtæki og er þá aðallega átt við Álver.
Aftur á móti heyri maður ekkert að hin áætlað 10% hækkun á bensínsköttum sem er í Fjárlagafrumvarpinu núna, væri mótmælt, sér í lagi að Verkalýðsfélögin (ASÍ) gerði það. ég hélt að ASÍ væri fyrir fólkið en ekki fyrir Fyrirtækin. Það væri nær að reyna að hamla hækkun á bensínsköttun, heldur en að hafa áhyggjur að orkusköttum á stórfyrirtækum.
Smá um Vegatolla út frá Reykjavík. Það kom fram hjá einum Samfylkingarmanni að hugsanlega gæti hann stutt það, en það mundi vera með öðrum hætti en í Hvalfjarðargöngunum t.d. taldi hann 100 kr. vera hófsamt.
Kveðja, Hörður.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2009 | 17:29
Af hverju mátti villiféð ekki lifa?
Sælir bloggarar.
Var að lesa þessa frétt. Ég segi nú bara, af hverju mátti nú ekki villiféð sem hafði verið villt hérna um tíma og vildi ekki láta ná sér mátt lifa?
Ég er viss um að þetta hefur verið sterkt forystufé sem hefði verið gaman að rækta. Alla vega að halda í einhverja af hrútunum. Er ekki kjötið af þeim hvort sem er svo seigt.
Kveðja, Hörður.
Villifénu slátrað á Sauðárkróki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.10.2009 | 14:53
Lagið "Hjóla jól" í bakarofninn!
Sælir bloggarar.
Það datt nærri því andlitið af mér, þegar ég las þess grein að til að bjarga gömlu jólalagi, væri besta ráðið að setja það inn í bakarofn og baka það í sólarhring. En viti menn, það heppnaðist og hægt var að bjarga laginu fræga.
Kveðja, Hörður.
Jólabakstur með Sniglum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.10.2009 | 00:40
Ótrúleg keppni í Vatnsdrykkju.
Sælir bloggarar.
Var að lesa þessa frétt. Þetta er alveg ótrúleg keppni í vatnsdrykkju sem útvarpstöð í Kaliforníu endi til. Að bjóða upp á það að fólk drykki eins mikið af vatni og það getur án þess að þurfa að pissa.
Enda dó þessi kona. Og svo þetta skrítna réttarkerfi í USA að fjölskylda þess geti fengi um 2 milljarða í bætur, er nú svolítið of hátt, þó fjölskyldan ætti rétt á einhverjum bótum. Ég býst við að í framhaldinu hafi svo útvarpstöðin fari á hausinn, en það fylgdi þó ekki fréttinni.
Kveðja Hörður.
Tveir milljarðar króna í bætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2009 | 23:16
Gott að vita þetta!
Sælir bloggarar.
Rakst á þessa frétt að Íslendingar væru með hamingjusömustu þjóum heims. Þetta eru frábærar fréttir svona í miðri kreppunni. Enda er ég viss um að við náum okkur upp úr henni fyrr en seinna.
Kv. Hörður.
Hamingjusamir í 66,4 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.10.2009 | 23:43
Meira um Vegatolla.
Sælir bloggarar.
Vildi benda ykkur á að það hefur skapast mikil umræða um Vegatolla í athugasemdum hjá mér hérna neðar á síðunni. Ekki eru allir á eitt sáttir hvort á að setja vegatolla á eða ekki. Þó ég sé fylgjandi vegaframkvæmdum sem er mitt áhugamál, þá er ég líka fylgjandi þess að Lífeyrissjóðirnir koma að öðrum framkv. eins og byggingu nýs Landsspítala (þó hefði ég viljað hafa hann í Fossvogi en ekki niðri við Hringbraut) Eins er ég líka fylgjandi þess að Lífeyrissjóðirnir hjálpi til við Heilbrigðiskerfið svo Ríkissjóður þurfi ekki að skera niður eins mikið.
En ég held samt það sem mest er verið að ræða um að Lífeyrissjóðirnir komi að Nýframkv. í vegamálum.
Kveðja, Hörður.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.10.2009 | 22:36
Logsins, logsins, er endurskoðun AGS komin!
Sælir bloggarar.
Jæja þá er logsins komið að því að AGS endurskoði Ísland. Þá losnar um lánin sem við eigum að fá bæði frá AGS og Norðurlöndunum og þá ætti Seðlabankinn að vera ánægður því þessi lán stækka varasjóðinn. Þá verður hægt að losa um Gjaldeyrishöftin og vonandi fer svo krónan að styrkjast í framhaldinu. Svo vona ég að eftir nokkur ár losni maður alveg við þessa veiku krónu og fái Evru. Það væri gott fyrir okkur.
Kveðja, Hörður.
Erlendir bankar með áhuga á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.10.2009 | 20:09
Um vegatolla.
Sælir bloggarar.
Ég hef verið einn af þeim sem hafa mikinn áhuga á bættum samgöngum.
Þessar tillögur eru athyglisverðar og ég mundi styðja þær ef þær yrðu til þess að Lífeyrissjóðirnir myndu hjálpa okkur við mörg af stærstu vegaframkvæmdum s.s. tvöföldun Suðurlandsveg, tvöföldun Vesturlandsvegar að Hvalfjarðargöngum, Vaðlaheiðargöngum og önnur Hvalfjarðargöng. Allar þessar framkvæmdir mundi stuðla að því margir fengu vinnu og ef maður horfir á þetta út frá því, þá finnst mér réttlætanlegt að setja upp vegatolla út frá Höfuðborgarsvæðinu, en það ætti að fara varlega að því að verðleggja tollana. Kannski alla vega ekki hærri en 500 kr. Svo er það staðsetningin á því hvar þeir ættu að vera. Ég hef nú ekki pælt mikið í því ennþá, enda gerist þetta ekki strax. Það tekur einhvern tíma að framkvæma allar þessar vegaframkvæmdir.
Kveðja, Hörður.
Hugmyndir um vegtolla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2012
- September 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Maí 2008
- Apríl 2008
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
Bloggvinir
- agustolafur
- astar
- dofri
- gattin
- gudbjorng
- gummisteingrims
- heiddal
- helgi-sigmunds
- hlf
- holmfridurpetursdottir
- hrannarb
- jensgud
- johanneshlatur
- joningic
- jonsnae
- kjarri
- kristjanmoller
- lara
- ollana
- possi
- prakkarinn
- presleifur
- rabelai
- reykur
- stingi
- thorarinneyfjord
- vga
- skagstrendingur
- blaskjar
- hallgrimurgisla
- harhar33
- snjolfur
- stjornuskodun
- meyerinn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 941
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar