Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Dægurmál

Af hverju ég ætla að kjósa Þóru. Dagur 1.

Sælir Bloggarar.

Ég ætla að skrifa hér nokkur orð á hverjum degi þangað til að forsetakosningarnar verða.

Hér eru nokkur atriði af hverju ég ætla að kjósa Þóru:

Ég ætla að kjósa Þóru því hún er víðsýn, vel menntuð og
talar 6 tungumál
Ég ætla að kjósa Þóra því að hún er í góðum tengslum
við fólkið í landinu
Ég ætla að kjósa Þóru vegna þess að hún hefur að leiðarljósi
Heiðarleika, kurteisi og drengskap í framboðinu sínu.

kv. Hörður.


Makalausar samsæriskenningar gegn Þóru. Íslendingar að missa sig?

Sælir bloggarar.

Ég er stuðningsmaður Þóru Arnórsdóttir í slagnum um að verða næsti forseti Íslands.

Nú háttar svo til að sumir Íslendingar eru komnir fram með þær rakalausar samsæriskenningar að Þóra sé á vegum Samfylkingarinnar og fari ef hún verði forseti í barneignarfrí og á meðan stjórni Jóhanna Sigurðardóttir (ekki bara að hún sé forsætisráðherra, heldur að hún verði líka með handhafavaldið sem forseti íslands), öllu.

Ekki bara það að hún stjóri öllu, þá halda þessir vitlausu Íslendingar að hún munu koma ESB málinu í gegn og það án þjóðaratkv. greiðslu um málið.

Um ESB málið er það að segja að það verður langt frá því að klárast þegar kosið verður um nýtt þing á næsta ári.

Þóru hefur neyðst til að leiðrétta þennan rakalausa samsæriskenningar og sagt að hún sé ekki á vegum Samfylkingarinnar og fari ekki í barneignarfrí, ef hún yrði kosin forseti. Hún er í barneignarfríi núna og nýtur tíman til að heimsækja fólk og vinnustaði út um allt land.

Ég vildi koma þessu áleiðis með mínum bloggskrifum, þar sem mér blöskrar þessi arfa vitlausu og rakalausu samsæriskenningu sem er verið að reyna að klína á hana.

Andstæðingar hennar finna bara ekkert misjafn um hana, þar sem hún góð og hreinskiptin manneskja og vill sjá framtíðina sem björtust fyrir okkur Íslendinga.

Vona ég svo að þessi samsæriskenningar fari að linna, enda falla þær um sjálft sig.

kv. Hörður.


Á að gera hlé á viðræðunum við ESB?

Sælir félagar.

Var að lesa viðtal við Bjarna Ben á Rúv þar sem hann hvetur til að við gerum hlé á viðræðunum við ESB.

Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að halda áfram með þær og sjá hvað við gætum fengið út úr þeim og síðan fengi maður svo að kjósa um það í þjóðaratkv. greiðslu. Ég aftur á móti finnst rétt að maður megi skipta um skoðun ef aðstæður breytast og er ég að verða orðinn að þeirri skoðun fylgjandi að kannski sé rétt að gera hlé að viðræðunum og jafnvel senda þær svo í þjóðaratkvæðagreiðslu síðar á þessu ári t.d. í haust.

Það er margt sem gerir það að verkum að gott væri að gera hlé og staldra við og hugsa okkur um. Það þarf t.d. að klára Icesave deiluna og þar er nú t.d. ESB búinn að blanda sér í þá deilu. Síðan þarf að halda áfram með samningaviðræður við ESB um makrílinn. Svo er að almennt ástandið á Evru svæðinu sem hefur verið ótraust undanfarið ár. Ég hef verið þeirra skoðunar að við Íslendingar tæku upp Evru, en einhver bið verður á því, svo maður verður þá að draslast með okkar krónu í bili.

Ég sæi það fyrir mér að það væri þá hægt að taka bæði Stjórnarskrámálið og hvort við ættum að halda viðræðunum áfram um aðeild okkar í ESB saman í Þjóðaratkvæðagreiðslu í haust. Þar með gæti Samfylkingin slegið 2 flugur í einu.

Það er hvort sem er ekki nema rúmlega 1 ár í næstu kosningar ef þær verða ekki fyrr og þessar aðildarviðræður munu hvort sem er ekki klárast á þeim tíma, svo að gera hlé, mundi ekki skaða okkur núna. Betra er að vera með allt á hreinu og vera búin með Icesave og makríl deiluna áður en framhald verður á viðræðum.

Samt vil ég halda áfram með viðræðurnar, en finnst við vera komnir á einhvern biðstað með þær. Samfylkingin þarf að finna sér pólitíska biðleik í þessu og þora að gera hlé á þeim, enda eru flestir Stjórnmálaflokkar í kringum þá með á stefnumálum sínum að annaðhvort að gera hlé eða hætta alveg.

Ég held að þetta yrði sterku leikur hjá Samfylkingunni að gera þetta, en ekki festast í þröngu sjónarmáli í þessu máli. Samkv. flestum skoðanakönnunum þá mun Samfylkingin tapa miklu í næstu kosningum, svo það verður að fara snúa vörn í sókn og semja sig út úr þessum vandræðum.

Kv. Hörður.


Fólk er fljótt að gleyma og vill aftur íhaldið við völd.

Sælir bloggarar.

Ég var að lesa þessa skoðanakönnun og líst frekar ílla á hana.

Fólk virðist vera mjög fljótt að gleyma því að Sjálfstæðisflokkurinn var við völd í 18 ár og átt þátt í því að einkavæða bankana sem svo varð að hinu miklu bankahruni. Frjálshyggjustefnan var allsráðandi á þessum tíma og sérstaklega á árunum 2005-2008.

Útrásarvíkingarnir voru hylltir sem konungar sem væru hinu einu réttu bjargvættir þjóðarinnar. Allt reyndist þetta vera lýðskrum að lokum enda fórum við út af bjargbrúninni.

Í allri þessarri ringulreið, þá var vinstri flokkunum treyst til að stjórna björgunaraðgerðum og gera það sem hægt væri, svo við færum ekki á hausinn.

Í 3 ár eru þeir búnir að vera að moka skítinn eftir aðra og eru vel á veg komnir. Það sem fólk sér ekki, er heildarmyndin og hvernig til hefur tekist á þessum 3 árum. Fólk getur alltaf rifist um einstök smáatriði og hvort eitthvað hefði ekki verið hægt að gera betur. Að sjálfsögðu er margt sem hefði verið getað gert betur, en ég held að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki getað gert betur.

T.d. með þá tillögu Framsóknarflokksins að afskrifa 20% af heildaskuldum heimilanna sem þeir komu fram með á vorið 2009.

Fjármálaöflin í landinu, Sjálfstæðisflokkurinn, ASÍ, VSÍ og Lífeyrissjóðirnir hefðu aldrei samþykkt það og eins ekki AGS (Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn) sem var eins og einhverskonar yfirfrakki á okkur á þessum tíma.

Það sem AGS vildi var einfaldlega 1,2 og 3 að skera niður ríkisútgjöld og ef við færum ekki eftir því, þá hefðum við ekki fengið lán frá þeim og önnur lönd eins og Norðurlöndin fóru eftir þeirra ráðleggjun og biðu með lánin þangað til að AGS samþykkti.

Þess vegna er ég hissa á að fólk ætli að kjósa Sjálfstæðisflokkinn aftur til valda og fá yfir okkur mikla hægri sveiflu og frjálhyggjuna. Þeir munu kaffæra t.d. frumvarp um Sjávarútvegin (svokallað kvótafrumvarp) því þeir standa með sægreifunum. Eins vilja þeir hætta með Stjórnlagafrumvarpið þar sem þeir vilja ekki að Náttúruauðlindir okkar verði í þjóðareign. (á Vísir.is var skoðanakönnun á því og 75% vildu að auðlindir okkar væri í þjóðareign).

Margt fleira væri hægt að segja um þessa skoðanakönnun sem er alveg fáránleg, en læt hér staðar numið.

Kv. Hörður


mbl.is Ríkisstjórnin tapar fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við megum ekki gefast upp, þó á móti blási.

Sælir bloggarar.

Ég var að fylgjast með umræðum á þingi í kvöld. Það var verið að ræða hvort við almenningur í landinu fengjum að kjósa um nýja Stjórnarskrá samhliða Forsetakosningunum.

Var ég að vonast til að þetta næði fyrir miðnætti að greiða atkvæði, en því miður var það Sjálfstæðisflokkurinn sem kom í veg fyrir það með málþófi.

Þetta er í annað sinn sem Sjálfstæðisflokkurinn beitir málþófi til að stoppa Stjórnarskrámálið. Í fyrra sinn var það á vormánuðum 2009, þegar þeir heldur uppi linnulausri málþófi í margar vikur fyrir kosningarnar þá um vorið.

Það sem þeir hræðast er einkunn það að fólkið í landinu vilji setja inn í Stjórnarskránna að Náttúruauðlindirnar (t.d. fiskurinn í sjónum) verði í þjóðareign.

Eigi þeir skömm fyrir það að stoppa málið, en við gefumst ekki upp, heldur finnum ráð til að fá að kjósa um málið.

kv. Hörður


mbl.is „Við gefumst ekki upp“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Álfheiður Ingadóttir sér fyrir sig að það væri hægt að sameina Lífeyrissjóðina í einn sjóð.

Sælir bloggarar.

Var að lesa það á Rúv.is að Álfheiðru Ingadóttir sjái fyrir sig að það væri hægt að sameina alla Lífeyrissjóðina í einn sjóð.

Þetta er eimmitt það sem ég hef verið að halda fram, nema að ég taldi að ríkið ætti að sjá um þá.

Var með grein um Lífeyrissjóðina í síðustu bloggfærslu minni.

kv. Hörður.


Tillaga um að Ríkið yfirtaki alla Lífeyrissjóði í landinu.

Sælir bloggarar.

Nú er komin út úttektarskýrsla um Lífeyrissjóðina í landinu og þar kemur fram að þeir hafi tapað miklu og verið óvarkornir í fjármálum, svo vægt sé til orða tekið.

Mín tillaga er sú að Ríkið yfirtaki alla Lífeyrissjóði í landinu og setji þá í einn sjóð sem maður t.d. kallað C - Deild. Við höfum A og B deild hjá þeim sem vinna hjá ríkinu.

Þar með yrðu allir með sömu réttindin og ekki þyrfti að skerða árlega um 10-15% hjá okkur sem borga í almenna sjóðina. Þarna kæmi til ríkisábyrgð eins og er með LSR (Lífeyrissjóð Starfsmanna Ríkisins).

Þetta tel ég að sé besta lausnin, vegna þess að við almennir borgarar Íslands eigum þessa Lífeyrissjóði en ekki einhverjir smá Kóngar hjá Verkalýðsfélögunum og Samtökum Vinnuveitanda. Við eigum Lífeyrissjóðina og eigum alveg eins mikinn rétt á að verja okkar Lífeyrir eins og starfsmenn ríkisins, ekki satt.

Það yrði sett sérstök stjórn yfir þessum nýja C - Deild og síðan yrðu strangar reglur um að ríkið eða ríkisstjórn á hverjum tíma, gæti ekki tekið út pening að eigin geðþótta. Þó gæti ríkið kannski tekið lán hjá þessum sjóði, en það yrði að vera sérstakar reglur og hámark sem ríkið gæti fengið að láni.

Við myndum spara peninga á því að fækka stjórnum þessarra Lífeyrissjóða og láta stjórn þess frá Verkalýðsfélögum og Atvinnurekenda til ríkisins. Síðan væri það lögfræðinga að útfæra þessar reglur. Að sjálfsögðu þyrfti að setja lög þar sem ríkið yfirtæki alla sjóðina.

kv. Hörður.


mbl.is Ekki tilefni til að víkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stór sprunga er að myndast í Ríkisstjórnarsamstarfið.

Sælir bloggarar.

Það var nóg að gera í dag og kvöld. Fyrst að horfa á handboltaleik okkar Íslendinga að keppa við Slóvenia og svo að fylgjast með Alþingi um hvort tillaga Bjarna Benidiktsson um afturköllun á ákæru á Geir H. Hardie fv. forsætisráðherra fyrir Landsdómi.

Leikar fóru þannig að 31-29 voru fylgjandi að halda áfram með málið og það sett í nefnd. Atkvæðagreiðslan fór þvert á flokka, en þar sem maður var helst að fylgjast með var hvernig stjórnarþingmenn mundu greiða atkvæði. Jóhanna Sigurðardóttir vonar að þetta hafi ekki áfrif á stjórnarsamstarfið, en ég held að það hafi myndast stór sprunga á samstarfið og muni halda áfram að stækka með vorinu. Það eykst líkur á að stjórnin springi með vorinu,en vonandi heldur það aðeins lengur til að klára ýmis mál t.d. stjórnarskrá málið og koma því í búning til þjóðaratkvæðagreiðslu.

Fleiri mál má nefna sem hefur verið ágreiningur um og er skammt að minnast t.d. um Vaðlaheiðagöng sem er enn óútkláð.

Ég tók líka eftir í sl. viku þegar 12 ára Samgönguáætlunin 2011-2022 var rædd að menn voru ekki sammála þar. En í henni eru engar stór verkefni fyrrihluta þess og t.d. verður ekki byrjað á Oddskarðsgöngum fyrr en eftir 2015 að ég held og Dýrafjarðargöngum þar á eftir og eins með framhald á að tvöfalda Suðurlandsveg, þannig að allt er þett með mikilli óvissu þar sem það er vísað í framtíðina að gera stórframkvæmdir og margt getur breyst á þeim tíma. T.d. árið 2014 á bara að framkvæma fyrir um 3,7 milljarða sem er það alminnsta sem hefur verið varið í vegagerð í marga áratugi.

Það eru sumir þungaviktamenn í stjórnasamstarfinu sem eru á móti þessu og vilja veita meira fé í samgöngur. Allir verktakar eru að hverfa á landi burt með sín tæki og tól og þá eru góð ráð dýr.

Það gengur allt og hægt að koma Íslandi úr kreppunni, en þar er ekki þar með sagt að ég vilji kosningar strax, því hver á að taka við? t.d. vil ég ekki að Sjálfstæðisflokkurinn taki við. Vonandi koma nýjir flokkar til sögunnar sem þora að taka við, en þeir 2 flokkar sem helst eru nefndir þeir flokkur Guðmundar Steingrímssonar og Lilju Mósesdóttir en erfitt verður að láta þá starfa saman, þar sem flokkur Lilju er lengst til vinstri og á móti ESB en flokkur G.S. er með því að klára aðildarumsóknina og er frjálslindur jafnarðarmannaflokkur. Já nú man ég að hann heitir Björt Framtíð.

Læt þetta nægja í bili og fylgjast áfram með stjórnmálunum og þar á bæ verður örrugglega mikið um að vera næstu mánuðina.

kv. Hörður.


mbl.is Óvíst um áhrif á samstarfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Contraband Baltasar Kormáks gerir það gott í USA.

Sælir bloggarar.

Ég fylgist þó nokkuð með kvikmyndum sérstaklega hvort þær verða vinsælar eða ekki. Ég vil óska Baltasar Kormáks til hamingju með árangurinn að ná toppsætinu í USA núna um helgina. Hún nær að borga sig alveg á sínu fyrstu helgi þarna.

Hún mun koma til sýningar 20 janúar hér á landi eftir því sem ég hef heyrt af auglýsingum.

Af trailernum að dæma virðist þetta vera góð mynd og hugsanlega mun ég fara og sjá hana.

kv. Hörður.


mbl.is Keyptu aðgang að Contraband fyrir 3 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um Pólitík - 3 hluti.

Sælir bloggarar.

Ég hef áður rætt hér um Pólitík og ætla að skrifa a.m.k. eina grein í viðbót um hana. Það sem gerði það að verkum að ég fer af stað með þessa grein var að ég las á DV.is grein eftir Teit sem býr í Gautaborg um Sjálfstæðisflokkinn.

Þannig að mig langar til að spjalla aðeins um Sjálfstæðisflokkinn og það hvernig við Íslendingar tölum um Pólitík.

Það er alvitað að Sjálfstæðisflokkurinn var við völd samfellt í 18 ár áður en efnahagshrunið var hér 2008. Þeir sem hafa gleymt því þá upplýsist það núna.

Margir vita það líka að það varð mikil hægri sveifla í heiminum sem kom líklega eftir að Berlínarmúrinn féll árið 1989. Þetta var hin svokallaða nýfrjálshyggja þar sem einstaklingurinn mátti gera nánast hvað hann vill til að koma sér áfram, án þess þó að brjóta lög. Á þessum tíma var flestum eftirlitsstofnunum skapaðar þröngar skorður og lítið eftirlit var með fjármálageiranum og óx hann mjög mikið á þessum tíma. í Kjölfarið varð mikil spilling, þar sem hver og einn var að sanka að sér peningum og völdum.

Í þessarri veröld óx Sjálfstæðisflokkurinn hér á landi og eins og í fleiri löndum þá var það alger "tabú" að hafa einhverjar eftirlitsstofnanir til að hafa eftirlit með bönkunum. Þeir uxu og uxu á þessu tímabili og sérstaklega eftir aldamótin 2000 til 2008. Þess má geta að ein sú stofnun sem var við lýði og sá um þjóðhagsspá var Þjóðhagsstofnun en hún var lögð niður af Sjálfstæðisflokknum af Davið Oddsyni sem var forsætisráðherra í 13 ár. Ég tel það hafa verið ógæfuspor að leggja hana niður.

Með þessarri söguskoðun að baki og allt það sem gekk á árið 2008, þegar í ljós kom að margir af útrásarvíkingunum sem við kölluðum fjármálamenn og bankamenn voru mikið spilltir og söfnuðu peningum til sín og veigruðu sér ekki að leggja heilu bankana á hausinn, bara til að verða sjálfir ríkari og ríkari.

Þá kemur að því að þessi nýfrjálshyggju stefna sprakk í loft upp hér á landi árið 2008 og einnig í öðrum löndum. Og í árbyrjun 2009 kom hér mikil mótmælabylgja við þessarri stefnu sem varð til þess að Sjálfstæðiflokkurinn féll.

Þá kemur maður að erindinu mínu, hvað var það sem fólk var að mótmæla? Var það ekki að mótmæla stefnu Sjálfstæðisflokksins og þessarri nýfrjálshyggju stefnu sem settu bankana á hausinn? Jú ég held það eða mig minnir það.

Nú eru liðnir 3 ár frá því að þessir atburðir skeðu og gott að staldra aðeins við. Hvað er það sem margt fólk í landinu er að mótmæla núna? Jú það er að mótmæla núverandi stjórn sem er vinstri stjórn og vill gamla Sjálfstæðisflokkinn aftur við völd og er búinn að gleyma öllu sem áður gerðist. Erum við Íslendingar svona fljótir að gleyma? Já í Pólitík er allt hægt. Ef maður vogar sér að gagnrýna t.d. Sjálfstæðisflokkinn, þá segja þeir sem styðja hann í stað þess að verja hann og koma með eitthvað gott sem hann hefur gert, þá rakka menn niður Samfylkinguna og VG og segjast hata hana og vilja þessa stjórn norður og niður.

Eins og þessi Teitur sagði og tók sem dæmi, að ef maður segði að ein bíltegund væri léleg, þá kæmi maður ekki með þá mótrök að einhver önnur bíltegund væri enn lélegri. Það er allavega léleg afsökun.

Ef menn ætla að tala og rökræða Pólitík, þá verða menn að geta varið sinn flokk en ekki rakka alla aðra niður.

Í þessu spjalli mínu er þó á engu sagt að Samfylking og VG séu það besta fyrir okkur núna, heldur er ég að tala um Sjálfstæðiflokkinn í þessum pistli og það hvað menn eru fljótir að gleyma.

Nú styttist í kosningar eða í síðasta lagi vorið 2013. Það er von mín að þar verði sem flest framboð í boði svo menn hafi nóg um að velja. Um þá mögulega framboð sem gætu orðið talaði ég um í öðru pistli um Pólitík. Sjá mínar greinar á www.hordurj.blog.is

kv. Hörður.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hörður Jónasson
Hörður Jónasson

Höfundur býr í Reykjavík.

Áhugamál höfundar er t.d. ýmis dægurmál s.s. stjórnmál, íþróttir, samgöngumál og kvikmyndir.  Höfundur heldur með Arsenal.

Netfang: hordurj@simnet.is

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband